Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 39 Sigríður Halldóra Loftsdóttir - Minning j Fædd 26. mars 1925 Dáin 16. maí 1993 Nú er elsku amma okkar Sigríð- ur Loftsdóttir fallin frá og með djúpri sorg og söknuði í hjarta langar okkur systkinin að þakka Guði fyrir þau indælu kynni sem við höfðum af henni. Það er okkur sérstaklega Norrænir nýrnadagar haldnir hér minnisstætt hversu gott var að heimsækja ömmu og afa í Hafnar- firði og fá að eyða öðru hveiju helgum með þeim. Þá dekraði hún við okkur og var afar elskuleg á allan hátt svo að við urðum endur- nærð eftir helgardvöl hjá þeim. Elsku amma, minningin um þig lifir í hjörtum okkar um aldur og ævi. Við þökkum Guði fyrir yndis- legar samverustundir með þér. Elsku afi, megi Guð vera með þér og styrkja þig í gegnum þess- ar erfiðu stundir. Friðrik, Sigríður, Sigrún og Ragnar. Oftast finnst okkur mönnunum sem yfir skyggi þegar dauðinn bregður sinni beittu banasigð. Fjölskyldan vissi að skammt var í ferðina miklu sem eitt sinn bíður okkar allra. Mér finnst þó sorgarský beri yfir við vinamissi, sem sólin skíni skært í skýjarofi, þegar minninga- myndir liðinna samverustunda hrannast upp í huga mínum. Það var alltaf svo bjart í kring- um tengdamóður mína Sigríði Loftsdóttur, hvar sem hún fór, sá sterki eiginleiki hennar að breiða birtu og yl yfir umhverfi sitt, af ást og umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Fjölskyldan mun minnast henn- ar og þakka Guði fyrir samfylgd- ina í öll þau ár sem við fengum að njóta hennar ástar, umhyggju og kærleika, þar sem heiðríkjan mun verma minningarnar um móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Eg veit að vinkona mín og tengdamóðir vill þakka þér, kæri tengdafaðir, fyrir alla þínu eilífif ást og umhyggju, trúfesti allt til hinstu stundar. Ég sé hana í anda þar sem hún gengur á bjartri geislabrú — burt frá dauðanum til lífsins eilífa með Guði sínum, sem hún nú þráði svo heitt samfundi við. Hún er horfin þangað sem ríkir eilíft sumar, eilíft ljós og eilífur friður. Blessuð sé minning tengdamóð- ur minnar. < Þórunn Friðriksdóttir. I t I * I I í í i RÁÐSTEFNAN Norrænir nýrnadagar verður haldin í Háskólabíói í Reykjavík dagana 22. til 25. maí. Norrænir nýrna- dagar er ráðstefna um nýrna- sjúkdóma og meðferð þeirra þar sem norrænir nýrnasér- fræðingar hittast til að kynna vísindastörf sín og hlýða á fag- lega fyrirlestra. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár, að þessu sinni í fyrsta skipti á íslandi. Eftir að enskan varð opinbert tungumál ráðstefn- unnar hefur hún fengið alþjóðlegri blæ og gert sérfræðingum frá fleiri löndum mögulegt að taka þátt. Að þessu sinni verða fluttir merk- ir fyrirlestrar og meðal fyrirlesara eru prófessor E. Slatopolsky frá St. Louis í Bandaríkjunum, pró- fessor Karl Tryggvason frá Oulu í Finnlandi og dr. J.W. Adamsson frá New York í Bandaríkjunum. Búist er við að um 200 manns komi á ráðstefnuna sem öllum ís- lenskum læknum er auk þess fijálst að sækja. Verndari ráð- stefnuimar er Markús Öm Antons- son borgarstjóri. (Fréttatílkynning) Opið hús í FB í dag OPIÐ hús í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti er í dag, laug- ardaginn 22. maí. Öll svið skól- ans verða kynnt og kennarar munu skýra frá námsframboði og sýna aðstöðu til náms. Kynningin stendur frá kl. 10.30 til 13.30 og eru allir vel- komnir. Sama dag kl. 14 verður 255 nemendum afhent lokaprófsskír- teini og er það metíjöldi. Af þess- um hópi eru 146 stúdentar en af tæknisviðum útskrifast 52, af sjúkraliðabraut 15 og almennt verslunarpróf tóku 25. Athyglisvert er að nemendum er aftur að fjölga á tæknisviðum og nú útskrifast t.d. 22 af húsa- smíðabraut, 18 af rafvirkjabraut og 11 af vélsmíðabraut. Athöfnin fer fram í hinu nýja íþróttahúsi skólans. (Fréttatílkynning) -------»--»-♦------ Fuglaskoð- < unarferðá t Hafnarberg FUGLASKOÐUNARFERÐ Útivist- i ar sem féll niður vegna veðurs sl. fimmtudag yerður farin á morgun, sunnudag. Arni Waage, fuglafræð- ingur, verður leiðbeinandi. Farið með rútu frá Umferðarmiðstöðinni J kl. 10.30. Nú getur þú bobib í vextina til næstu 12 mánaba Nýjung á fj ármagnsmarkaði Meö nýjum óverðtryggðum ríkisbréfum með 12 mánaða lánstíma getur þú aukið fjölbreytni í fjárfestingum þínum og sparnaði enn frekar. Fram til þessa hafa verið gefin út ríkisbréf með 6 mánaða lánstíma en nú getur þú tryggt þér góða vexti í öruggum verðbréfum til enn lengri tíma. Allir geta tekið þátt í þessari nýju fjárfestingarleið. Ríkisbréfin eru seld með útboðsfyrirkomulagi eins og áður þar sem þú gerir tilboö í vextina næstu 12 mánuði. Þú hefur samband við verðbréfamiðlarann þinn eða við starfsfólk Lánasýslu ríkisins sem aðstoöar þig við tilboðsgerðina og veitir þér nánari upplýsingar. Fyrsta útboðið með þessum hætti fer fram miðvikudaginn 26. maí næstkomandi og þá verða boðnir út tveir flokkar ríkisbréfa. Flokkur Lánstími Gjalddagi S.fl. 1993 A 6 mánuðir 26. nóv. 1993 5.fl. 1993 B 12 mánuðir 27. maí 1994 Ríkisbréfin eru óverðtryggb og án nafnvaxta og verða þau gefin út í þremur verðgildum, 1.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 kr. að nafnviröi. Taktu þátt í tilboðum á nýjum ríkisbréfum til 12 mánaða og tryggðu þér góða ávöxtun. Um leið eflir þú þá þróun að vextir ráðist af markaðsaðstæðum hverju sinni. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.