Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 41 Petrea Jónsdótt- ir — Minning Yfir fjöllin farðu vel Fróns úr veðrum striðum. Þótt þig dylji dimmleit Hel, dvelurðu hjá mér tíðum. Guð, blessa þú minningu afa míns, Axels Thorarensen. ívar Benediktsson. Minn ástkæri afi, Axel Thoraren- sen, lauk langri og starfsamri ævi á heimili sínu á Gjögri föstudaginn 14. maí. Með þessum orðum vil ég þakka honum nærri fjögurra áratuga gjöful kynni við störf og í leik. Ég var ekki há í lofti þegar ég fékk fyrst að fara með honum fram á fjörð á trillunni hans til að draga fisk úr sjó og njóta leiðsagnar hans við að umgangast náttúruna af virðingu. Náttúrunnar og umhverfisins sem hann hafði fæðst í og lifað í sátt og samlyndi við. Afi var fyrst og síðast náttúrubam. Hann var slyng- ur veiðimaður og var það vegna þess hversu vel næmur hann var á umhverfi sitt og það sem í því bjó. Svo mikill var veiðiáhugi hans að ef hann vissi af mér og fjölskyldu minni með stöng í veiði einhversstað- ar þá vomm við vart komin heim þegar hann var búinn að slá á þráð- inn til að frétta hvernig hefði gengið. Þolinmóður var hann við að leið- beina mér og aðstoða við að búa til færi og kenna mér rétt handtök við veiðar jafnt við bryggjuna sem fram á sjó. Alltaf gaf hann sér stund þrátt fyrir að baki væri langur og strang- ur vinnudagur, til að miðla af sinni yfirburða þekkingu. Seinna þegar ég var komin með íjölskyldu gerðist það sama. Barna- bömin hans nutu sömu hlýjunnar frá þessum stórgerða manni sem náttúr- an og válynd veður höfðu mótað í áratuganna rás. Þau dvöldu flest sumarlangt ár eftir ár og nutu sömu leiðsagnar og ég forðum. Þetta kunnu þau að meta og vilja nú þakka fyrir sig að leiðarlokum. Afi hélt sinni andlegu reisn til síðasta dags og hafði einstaklega gott minni og fylgdist með fjölskyldu sinni og því sem hún tók sér fyrir hendur. Hafi afi þökk fyrir hlýjuna og ástúðina sem hann veitti mér og fjöl- skyldu minni. Guð blessi minningu hans. Sjöfn Thorarensen. góðar vinkonur þó að aldursmunur- inn væri mikill. Alveg frá því að ég man eftir mér hefur Gauja verið ein af mínum uppáhaldsfrænkum. Það var svo yndislegt að fara í „Gauju- hrepp“ eins og ég kallaði það þegar við fóram í Asparlund, litla sumarbú- staðinn hennar, þar sem öll fallegu blómin, trén og landslagið fyllti mann orku og lífí. Þar leið henni alltaf allra best og þar var líka síðustu árin „Blibbinn“ hennar, feitur og pattara- legur skógarþröstur sem söng henni öll sín fegurstu ljóð. Þegar ég var 12 ára gaf hún mér olíuliti svo ég gæti málað fallegar myndir eins og hún, en myndimar hennar Gauju voru svo fallegar, svo bjartar og lifandi og fullt af andlitum og allskyns kynjaverum í hrauni og fjöllum. Hún hafði svo skemmtilegt ímyndunarafl og þess vegna skyldi hún bamshuga minn svo vel og sagði og gerði svo margt skemmtilegt. Þegar ég var svo komin á fullorðins- ár, réð ég mig í heimilishjálp hjá henni eitt sumar og var hún þá lengst af í Asparlundi. Þar mætti ég á hveij- um degi með elsta son minn, þá tveggja ára. Við brölluðum margt og mikið þar, ég og Gauja, meðal annars hjálpaði ég henni að vélrita margar endurminningar hennar frá gamalli tíð. Þar kynntist ég ýmsu fróðlegu og merkilegu hjá henni. Gauja var mjög trúuð kona og bað allri fjölskyldu minni blessunar, gæfu og gengis í hvert skipti sem við töluð- um við hana. Hún hugsaði líka mik- ið um aðra, þó að hún væri sjálf veik hafði hún alltaf áhyggjur af heilsu annarra ef hún frétti að eitt- hvað væri að hafði hún alltaf sam- band, talaði við okkur og bað svo fyrir okkur. Ég mun alla tíð sakna hennar og bið Droítin Guð að blessa hana og minningu hennar. Sigrún Linda Loftsdóttir og fjölskylda. Móðuramma mín, Petrea Jóns- dóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 14. maí sl. Þeim fækkar óðfluga { hópi núlifandi íslendinga þeim sam- ferðamönnum okkar um skemmri eða lengri tíma sem tilheyra hinni svokölluðu aldamótakynslóð, en amma var ein af þeim. Ég var vanur að kalla hana hvunndagshetjuna mína. Æðru- 1 laus og sívinnandi, féll aldrei verk úr hendi, en þó alltaf tilbúin að slá á létta strengi þegar svo bauð við. Hún var hæversk í fasi, en þó mannblendin mjög, og leið sjaldan betur en þegar hún hafði „fólkið sitt“ í kringum sig, ekki síst þá yngstu. Var þá einatt mik- ið rætt, og oft á tíðum gripið í spil. Ef ekki var gestakomum til að dreifa, spilaði hún á sinn „grammifón" og raulaði með, frek- ar en að játast einmanaleikanum. Ef eitthvað var henni ekki að skapi, þá var það einveran. Fimm börnum kom hún á legg ásamt afa, en eitt misstu þau í æsku. Heimilið var lengi vel stórt, og aldrei var svöngum vísað á dyr. Þetta þýddi mikla vinnu fyrir hús- móðurina, en fátt held ég að hafi glatt hana meir en að metta svanga munna. Henni var snyrtimennska í blóð borin, og var afar glæsilegur full- trúi sinnar kynslóðar. Þetta kom ekki síst fram á fallegu heimili hennar og Jóns afa míns, sem lést árið 1980. Eftir lát hans bjó amma Petra, eins og hún var kölluð í okkar hópi, áfram á heimili sínu á Grænugötu 12 á Akureyri, allt fram á síðastliðið haust. Þrátt fyr- ir síhrakandi heilsu konu, ko- minnar fast á níræðu, var þar allt- af jafn huggulegt og vistlegt um að litast. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Ófá sumarkvöldin við gullroðinn Eyjafjörðinn þegar set- ið var að spilum með ömmu og afa. Dagamir með þeim í hús- gagnaverslun þeirra, Kjarna. Ót- aldar heimsóknir á báða bóka. Símtölin okkar ömmu sem voru nokkuð regluleg, en þó aldrei nógu mörg, en síðast en ekki síst þakk- lætið fyrir þann félagsskap og þá lífssýn sem hún miðlaði mér. Hún mun vissulega búa með mér. Guð blessi hana. Goði Sveinsson. ■ Það er ekki nauðsynlegt að kunna dönsku, en það gœti hjálpað ef þú fengir aðalvinninginn, því... Vikublaðið Austri efnir til áskrifendagetraunar þar sem aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Danmerkur með Ferðaskrif- stofunni Alís Ífnnin9s m Wertilmjtjs a! h,t askr'fendura6AUstra eraskuldlaus,rviöAustra Patt!akendurveröaað Feröin veröur farin 21. júlí - 4. ágúst n.k. og innifalið í vinningi er flugfargjald og flugvallargjald fyrir tvo. Aukaverðlaun ✓ Flugfar fyrir tvo með Islandsflugi Egs-Rek-Egs eda Rek-Egs-Rek Frí ársáskrift ad Austra \es^ \ S3\? SPURNINGARNAR ERU: 97 ■jú nínJk.1 S Z^drqiö Urrettumiausnuin V8, <í. X - Hvar er Ferðaskrifstofan Alís til húsa? 52 - Hver auglýsti heilsíðu í lit, í jólablaði Austra 1992? 55 - Hvað heitir ritstjóri Austra? 4 _ Ferðaskrifstofan Alís er með ferðir til Billund. Hvar er Billund? 5 _ Hvar er Austri gefínn út? <5_ í Billund er þekktur skemmtigarður. Hvað heitir hann? A) Disneyland B) Legoland C) Tívolí % ❖ Áskriftarsími 97-11984 __________________ ÍSLANDSFLUG ferbaskrifstofa ---SvarseöiH óskast klipptur út og sendist, merktur: AUSTRI, Lyngási 12, 700 Egilsstaöir RUSTRI *l/í6u&C&>cí 1. Nafti: gJJJJl Heimili: KAJ 3. Póstnr: cac 4* 3»E 5* 6. Ol \ □ Ég er áskrifandi □ Ég vil gerast áskrifandi fiiiiiiÍKL v* Ég óska eítir að greiða með: D Gíró O Euro / Visa / Samkort |jy|jy|| v Kortnr.: Gildist.: lfLáF!ÍI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.