Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Með morgunkaffinu Ég er ekki að baktala hana Ólöfu eða segja að hún kunni ekkert til heimilis- verka, en þegar hún var að sópa stéttina í morgun_______ Ast er... i II- . . . að fara saman með borðbæn Ég skil ekki orð af því sem þú segir, þú verður að taka af þér klútinn. HÖGNI HREKKVfSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 Opið bréf til Hrafns Gunnlaugssonar Frá Hólmsteini Brekkan: Kæri Hrafn. Tilefni þessa bréfs míns til þín eru þær ofsóknir sem þú hefur orðið fyrir undanfarið. Nánast linnulaust í fjölmiðlum sem og eflaust á kaffi- stofum flestra vinnustaða á ís- landi. Þegar ofsóknir á hendur þér hófust inni á hinu háa Alþingi með hamförum og offorsi vissra þing- manna og fyrrverandi ráðherra þótti mér taka steininn úr. Það má vel vera að menn sam- tímans séu umdeildir og að póli- tískar stöðuveitingar séu ekki öll- um að skapi. En að einstaklingur í hinu íslenska þjóðfélagi hafi hlot- ið viðlíka meðferð í sölum Alþingis er einsdæmi í sögu þings og lýð- veldisins. Fyrir hönd einhvers hluta af þeim kjósendum sem með atkvæði Frá Einari Vilhjálmssyni: Bandaríkjamenn leystu okkur undan oki Englendinga og tóku að sér varnir landsins. Þeir hafa ætíð reynst íslendingum hollvinir og stuttu lýðveldisstofnunina 1944. Ekki er að efa að þeir hafa verið okkur haukar í horni við útfærslu landhelginnar og haldið aftur af Englendingum í þorska- stríðunum. Vonandi fáum við enn um sinn að njóta vemdar Banda- ríkjamanna. Þeir hafa í öllu komið fram sem sannir vinir. Með komu Bandaríkjamanna, 7. júlí 1941, breyttust ýmsir verklegir þættir til hins betra. Þeir fluttu með sér stórvirkar vinnuvélar og þjálfuðu Islendinga í meðferð þeirra. Jarð- sínu komu þessum stormsveitar- mönnum siðgæðis inn á þing bið ég þig afsökunar á framferði þeirra í þinn garð. Vissulega þarf að gera úttekt á pólitískri spillingu á Islandi en að það sé gert af sjálfskipaðri þing- mannanefnd gegn einstaklingi er fáránlegt. Eflaust sætu í þeirri nefnd einhveijir þeir siðgæðis- blindustu úr hópi siðspilltustu stjórnmálamanna þessa lýðveldis. Varnarleysi einstaklingsins gegn ofsóknum innan veggja Alþingis virðist vera algert. Greinilegt er að einhver hópur þingmanna hefur áhyggjur af ferli sínum vegna óróleika og væringa í þjóðfélaginu. Þegar svo þessir þingmenn sjá sér færi á að kross- festa einstakling sem samnefnara fyrir pólitíska spillingu á íslandi er það tækifæri gripið. ýtur, gröfur, lyftarar, dráttarvélar og jeppar ollu byltingu í landbún- aði, vegagerð og byggingariðnaði. Ekki má gleyma kraftblökkinni, sem hafði svipuð áhrif á fiskveið- arnar, en þá tækni þróuðu Banda- ríkjamenn við nótaveiðar á Kyrra- hafi. Þeir lögu einnig grundvöllinn, sem millilandafiug okkar er byggt á. Vonandi verður ekki klaufaleg framganga embættismanna og stjórnmálamanna til þess að spilla góðu vinfengi þjóðanna, vegna tímabundins ágreinings. EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Sem borgari og þjóðfélagsþegn í lýðveldinu íslandi get ég ekki verið sáttur við að slíkt gerist inn- an löggjafarsamkundu Islands. Þeir sem Iáta hæst og hafa sig mest í frammi við að kreista fram skrattann eru þeir sömu sem undanfarin ár og áratugi hafa sóað hundruðum milljarða af almannafé í glapræðislegar framkvæmdir auk annars. Það er mín persónulega skoðun að þingmenn og ráðherrar ættu að sæta refsiábyrgð fyrir þátttöku sína í glæpum sem framd- ir eru innan veggja stjórnkerfisins gegn betri vitund og til höfuðs al- menningi. Menn eiga ekki sökum hefðar eða þinghelgi að komast upp með hvað sem er. Hvort sem um er að ræða ofsóknir gegn einstaklingum eða aðra glæpi ættu einstakir þing- menn og ráðherrar að vera ábyrg- ir fyrir gerðum sínum. Engan Islending veit ég sem hlotið hefur jafn neikvæða umfjöll- un í ijölmiðlum og þú. Bersýnilegt er að fjölmilar þessa lands leggja sig sérstaklega fram við að hafa umfjöllun um þig og verk þín sem neikvæðasta og vissulega er slíkt skoðanamyndandi úti í þjóðfélag- inu. Fremst í þessum flokki er viku- sorpritið Pressan. Á þeim bænum virðast menn hafa sérstaka unun af neikvæðri umfjöllun um Hrafn Gunnlaugsson enda kannski ekki nema von. Samkvæmt því sem sjoppueigandi í Reykjavík sagði mér þá selst Pressan alltaf betur þegar mynd af Hrafni er á forsíð- unni. Mörgum fellur það betur að fár- ast yfir snjónum á þekju nágrann- ans en moka frá sínum eigin dyr- um. í þessu stormveðri skítkasts veiti ég þér minn móralska stuðn- ing. Bestu kveðjur, HÓLMSTEINN BREKKAN, Mímisvegi 6, /Reykjavík. Hernámspunktar Víkverji skrifar Isíðustu viku birtist eftirfarandi bréf í tveimur vikublöð á Suður- nesjum, Víkurfréttum og Suður- nesjafréttum. Höfundur bréfsins er Páll Jónsson sparisjóðsstjóri Spari- sjóðsins í Keflavík: Að undanförnu hafa átt sér stað bréfaskriftir milli Vatnsleysu- strandarhrepps og Sparisjóðsins í Keflavík þar sem hreppurinn hefur lagt mikla áherslu á að Sparisjóður- inn opni útibú eða afgreiðslu í Vog- um. Opnun á útibúi frá Sparisjóðnum í Vogum hefur lengi verið til um- ræðu innan Sparisjóðsins en eins og öllum er kunnugt hefur mikil breyting orðið í efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu ár. Þessi breyt- ing hefur orðið til hins verra og hefur ekki síst komið niður á bönk- um og sparisjóðum. Breytingin hef- ur meðal annars orðið til þess að miklu aðhaldi er nú beitt í rekstri og fjárfestingum banka og spari- sjóða og svo á einnig við um Spari- sjóðinn í Keflavík. Vegna þessa tel- ur stjórn Sparisjóðsins litlar líkur á því að Sparisjóðurinn opni fleiri útibú á næstunni. Þessi niðurstaða stjórnar Spari- sjóðsins var tilkynnt hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps með bréfi 29. mars sl. Skömmu síðar birtist í Morgunblaðinu frétt um þessi mál sem var orðrétt tekin úr bréfí sveitarstjórnar til Sparisjóðs- ins. Daginn eftir þá frétt hringdi til mín blaðamaður Mbl. og rabbaði við mig um bréf sveitarstjórnar. Blaðamaður Mbl. bar ekkert undir mig áður en hann birti svokallað viðtal, enda vissi ég ekki fyrr en ég sá þetta í Mbl. að um viðtal hefði verið að ræða. Blaðamaðurinn gat þess aldrei við mig að hann ætlaði að skrifa um málið. Mér þykir mjög leitt hvernig umrætt rabb birtist í Mbl. og bið Vogamenn velvirðingar, þótt ég telji að mjög fijálsmannlega hafi verið farið með ummæli mín í þess- ari grein í Mbl. xxx Vegna þessa bréfs frá Páli er ástæða til að árétta það á þessum vettvangi að það er hlut- verk blaðamanna að afla frétta og leita viðbragða við fréttum. í þessu tilfelli hafði birst frétt um synjun Sparisjóðsins í Keflavík á því að opna útibú í Vogum. Það voru eðli- leg viðbrögð Morgunblaðsins að leita eftir sjónarmiðum Sparisjóðs- ins í málinu. Páli Jónssyni hlaut að vera það ljóst þegar blaðamaðurinn hringdi til hans að um viðtal var að ræða en ekki rabb. xxx Ekkert lát virðist vera á ráð- stefnuhaldi íslendinga þrátt fyrir að harðnað hafi á dalnum. Ráðstefnur um hin margvíslegustu málefni eru auglýstar í blöðunum og væntanlega flykkist fólk á þess- ar ráðstefnur því annars væru þær ekki haldnar. Víkveiji er þeirrar skoðunar að í þessu eins og svo mörgu öðru skjóti íslendingar yfir markið. Eng- inn vafí er á því að upplýsingum má miðla til viðkomandi manna án þess að hóa þeim saman alls staðar af landinu. Nýlega var auglýst ráð- stefna um gæðastjómun í bygging- ariðnaði, sem án efa er hið þarfasta mál. Ráðstefnan átti að standa tvo eftirmiðdaga og fyrirlesarar og þátttakendur í umræðum voru aug- lýstir 19 talsins. í auglýsingunni er þess sérstak- lega getið að í þátttökugjaldinu, sem var 8.800 krónur, hafi verið innifalin innbundin bók með öllum fyrirlestrunum. Og að lokum var öllum boðið upp á veitingar í boði iðnaðar- og umhverfisráðuneytis. Það er auðvitað hneyksli að skatt- greiðendur skuli látnir borga fyrir áfengisveitingar á ráðstefnum sem aðilar úti í bæ halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.