Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNl HM Ládeyða ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu lék einn sinn lélegasta leik í langan tíma, þegar það mætti landsliði Lúxemborgar í undan- keppni HM á fimmtudaginn. Liðið mátti þakka fyrir að fara með annað stigið heim eftir 1:1 jaf ntefli. Það var ekki heil brú í leik liðsins að undanskildum fimm mínútna kafla í lokfyrri hálfleiks. Baráttan sem lengi hefur einkennt leik liðsins var vfðsfjarri. Það var eins og leikmenn héldu að það væri nánast formsatriði að vinna Lúxemborgara, sem fyrir leikinn höfðu ekki fengið stig í keppninni. Vonir okkar íslendinga um að hækka um styrkleika- flokk, eins og að var stefnt, eru nánast úr sögunni og þá má teljast gott ef við höldum okkur í fjórða styrkleikaf lokki af fimm. Valur B. Jónatansson skrifar frá Lúxemborg Lúxemborgarar byijuðu leikinn af miklum krafti og voru greini- lega staðráðnir í að gefa hlut sinn ekki átakalaust. Þeir náðu að skapa sér nokkur ágæt mark- tækifæri og fóru þá oftast upp hægri vænginn sem var brothættur hjá ís- lenska liðinu, en sáu sjálfir um að klúðra færunum eða þá að Birkir var á réttum stað. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var fyrst lífsmark með íslensku strákunum. Þeir fóru að vinna boltann framar á vellinum, sóttu hratt og þá skapaðist hætta. Rúnar átti gott skot frá vítateig sem fór rétt framhjá og tveimur mínútum -síðar kom markið. Þorvaldur sendi boltann inn í teiginn og Amór sá um að skila honum í netið með skalla eftir að hafa fengið smá aðstoð frá varnarmanni Lúxemborgara. „Ég var tilbúinn við fjærstöngina, en bjóst samt ekki við að fá boltann, sem breytti um stefnu við að fara í vam- armann. Ég átti auðvelt með að setja hann í netið því það var allt opið,“ sagði Arnór sem gerði þar með 10. landsliðsmark sitt. Það byrjaði ekki gæfulega hjá ís- lenska liðinu í síðari hálfleik því Þor- valdur var rekinn af leikvelli á 59. mínútu. Og fyrir hvað? Jú, fyrir að brosa er hann var að undirbúa sig fyrir innkast. Hann var að vísu áður búinn að fá gula spjaldið og var full lengi að undirbúa innkastið en það á ekki að þýða áminningu á þessum tímapunkti í leiknum. Eftir þetta var um algera einstefnu Lúxemborgara að ræða og þeir uppskám mark á 70. mínútu og var það afar slysa- legt. Hlynur Birgisson ætlaði að bjarga fyrirgjöf í horn en boltinn fór óvart í markhomið. íslendingar fengu ekki eitt einasta marktækifæri í seinni hálfleiknum. íslenska liðið virkaði áhugalaust og spilaði ekki sem ein heild. Menn vom að puða þetta allt of mikið hver í sínu homi. Hraðabreytingar vom ekki nægilegar í leiknum og kantarn- ir nýttust illa', sérstaklega hægra megin. Eins vantaði meiri tengingu milli vamar og miðju annars vegar og miðju og sóknar hins vegar. En fyrst og fremst vantaði baráttuvilj- ann sem þarf að vera til staðar svo sigur náist gegn þjóð eins og Lúxem- borg sem hefur ekki verið hátt skrif- uð í knattspyrnuheiminum hingað til. íslenska vömin gerði í sjálfum sér fá mistök, en ein þeirra kostuðu mark. Birkir var traustur í markinu og besti leikmaður liðsins. Miðju- mennimir náðu sér ekki á strik. Það var helst Rúnar sem var að skapa eitthvað. Amór og Amar Gunnlaugs- son náðu ekki að stilla sig saman í sókninni. Arnór Guðjohnsen gerir mark íslands með skalla. Router Kannski ósjáK- rátt vanmat sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari sgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, var að sjálfsögðu ekki ánægður með leikinn. „Seinni hálfleikur var mjög eðlilegur mið- að við að missa Þorvald útaf og vera einum færri. Þá var ekkert annað að gera í stöðunni en að verjast og reyna að halda fengn- um hlut. En ég viðurkenni að fyrri hálfleikur var mjög slakur. Menn spiluðu ekki nógu einfalda knatt- spyrnu og unnu ekki saman. Við náðum sjaldan að vinna boltann á miðjunni eins og við ætluðum okkur í upphafi og í þau fáu skipti sem það gerðist sköpuðu við okkur færi. Það vantaði líka Getraunadeildin 1 • deild KR-völlur: - ÞÓR A. sunnudaginn 23. maí kl. 20.00 KR-klúbburinn hittist kl. 18.00. Léttar veitingar og skírteini afhent. Vígsla stúkunnar verður kl. 18.30. Allir velkomnir sem styrkt hafa stúkusjóð. Knattspyrnuskóli KR byrjar 1. júní. Skráning alla virka daga í síma 27181. Leikmenn KR afgreiða bensín á bensínstöð Skeljungs v/Birkimel frá kl. 16.00-18.00 í dag, laugardag, og gefa barnamiða á leikinn. Illl FORMPRENT Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566 að sækja meira úr öftustu línu. Menn voru of linir að halda boltan- um þegar hann vannst. í stað þess að gefa á næst mann var verið að reyna eitthavð upp á eig- in sýtur. Þegar við komum knett- inum fram var hann oftar en ekki sendur öfugumeginn við framlínu- mennina. Lúxemborarnir voru meira með boltann en voru samt ekki að skapa sér nein umtalsverð færi. Þeir voru fljótari en við og ákveðnari í aðgerðum sínum.“ Eru strákamir ekki í nægilega góðri æfíngu? „Jú, það held ég. Það vantaði bara alla baráttu og stemmningu í liðið. Kannski er skýringin ósjalf- rátt vanmat á andstæðingnum. Það var óneitanlega slæmt að vinna ekki þennan leik eins og við gerðum okkur vonir um,“ sagði Asgeir. 0:1 Þorvaldur Örlygsson tók innkast á móts við vítateiginn á hægri vængnum. Hann kastaði inn á Amar Gunn- laugsson sem gaf aftur á Þor- vald, sem sendi síðan fyrir mark- ið. Boltinn fór í vamarmann Lúx- emborgara og breytti um stefnu og þaðan til Arnórs Guðjohnsen sem skallaði í netið frá vinstra markteigshorni á 43. mínútu. 1m Rody Langers komst ■ 1 upp að endamörkum hægra meginn á 70. mínútu eftir laglega sókn heimamanna. Hann sendi boltann inn að marki ís- lands og þar var Hlynur Birg- isson fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið mark er hann ætla bjarga. Betra hár og sterkari neglur Torfl Geirmundsson Nýju hárstofunni, Laugavegi 45 segir: jm „Ég hef selt og sjálfur notað Prof. Kervran's Original Silica töflur í mörg ár og fengið margstaðfest áhrif þess á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar neglur, fíngert og þurrt hár, er ííklegt að það sé af skorti á Silica. Þá hafia raimsóknir sýnt að menn, sem verða sköllóttir hafa líiið magn af Silica í húðinni. (Silica leysir samt ekki skallavandamál, heldur getur það hjálpað). Vísindamenn hafa bent á, að Silica byggir upp slagæðakerfið og að þeir, sem eiga ekki við nein hjartavandamái að stríða, hafi allt að því 14 sinnum meira af Silica í slagæðum heldur en þeir, sem eru hjartveikir. | 1| Ég mæli eindregið með Prof. Kervrans Silica. I | Það eykur ekki aðeins vöxt hárs og nagla, LbbbJ I l'CZl heldur bætir það útlit húðarinnar og heilsu mannsins." Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Fœst á hárgreiðsliistofum, í apótekum og heilsubúðum leilsuhúsið Hvað sögðu þeir? Þessi leikur var mjög slakur hjá okkur,“ sagði Eyjólfur Sverr- isson. „í fyrri hálfleik vorum við af- spyrnu lélegir. Við vorum búnir að vera slakari áður en Þorvaldur var rekinn útaf, en það kom upp barátta eftir það. En það er alltaf erfitt að vera einum færri og veijast. Við unnum ekki boltann nógu oft á miðj- unni til að sækja hratt. Þeir voru reyndar mjög „passívir" í fyrri hálf- ieik og voru þá yfirleitt með fímm menn í vörn og það var erfitt að komast í gegn. Ég er á því að við hefðum unnið leikinn ef Þorvaldur hefði ekki verið rekinn útaf. Annars er ég mjög óánægður með mig, ég var nánast á hælunum allan leikinn. Einhvern veginn komst ég aldrei inní spilið og í takt við leikinn og var að hlaupa vitlaust hvað eftir annað. Við náðum mjög illa saman hveiju svo sem um er að kenna. Ég held að við þurfum að breyta hugarfarinu fyrir næsta leik,_og fá meiri grimmd í leikmenn." „Ég ætlaði að setja boltann í hom, en því miður fór hann í netið," sagði Hlynur Birgisson um sjálfsmarkið. „Það var maður í bakinu á mér, ég hélt mig geta sett boltann útaf. Þetta var föst fyrirgjöf og gerðist því allt mjög hratt og erfítt við þetta að eiga. Leikurinn var slakur af okkar hálfu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við tók- um aðeins við okkur þegar Þorvaldur var rekinn útaf, en það var ekki nóg. Þeir voru yfir í allri baráttu og tæklingum,“ sagði Hlynur. „Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Það vantaði alla baráttu í liðið, kannski hefur verið um ákveðið van- mat að ræða. Við getum ekki leyft okkur að vanmeta neinn andstæðing. Við gerðum ekkert í fyrri hálfleik af því sem Asgeir var búinn að leggja upp. Þeir höfðu baráttuna umfram okkur. Það er ljóst að við verðum að taka okkur á fyrir næsta leik,“ sagði Rúnar Kristinsson, sem var einn besti leikmaður íslands. „Ég er mest undrandi á þessari slöku frammistöðu okkar. Við erum vanir að vinna flest nágvígi og bar- áttan hefur oftast verið til staðar þó við höfum ekki spilað besta fótbolta í heimi. Það var ekkert spil, menn voru að gera sér þetta of erfítt. Við verðum að spila einfaldan fótbolta í stað þess að vera að reyna of mikið sjálfir. Það þarf miklu meiri frekju í leik okkar. Þetta kennir okkur að við þurfum að hafa jafnmikið fyrir leikjum á móti Lúxemborg eins og gegn öðrum liðum. Það er enginn leikur auðveldur fyrir okkur," sagði Arnór Guðjohnsen. „Því miður varð þessi tímamóta- leikur hjá mér að hálfgerðri mar- tröð,“ sagði Guðni Bergsson, fýrirliði sem lék 50. landsleik sinn. „Við ætl- uðum okkur að vinna og það stefndi í það því við vorum ákveðnir í að taka okkur á í seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. En þá gerðist þetta skrýtna atvik að dómarinn rak Þorvald útaf fyrir að brosa til Arn- órs, félaga síns. Við vorum óheppnir að fá þetta mark á okkur. Við viður- kennum það að við ætluðum að spila betri leik og við verðum að bæta okkur. Menn eru allir af vilja gerðir en það vantaði einhvern neista hveiju svo sem er um að kenna.“ Lúxemborg - Island 1:1 Municipal-leikvangurinn í Lúxemborg, 5. riðill undankeppni HM í knattspyrnu, fimmtudaginn 20. maí 1993. Mark fslands: Arnór Guðjohnsen (43.). Mark Lúxemborgar: Hlynur Birgisson - sjálfsmark (70.). Gult spjald: Þorvaldur Örlygsson (36.) fyr- ir brot, Kristján Jónsson (40.) fyrir brot, Arnar Grétarsson (59.) fyrir mótmæli. Rautt spjald: Þorvaldur Örlygsson (59.). Dómari: M. Monteiro Coroado frá Portúg- al. Var mjög slakur og á bandi heimamanna. Áhorfendur: 1.965. Lið íslands: Birkir Kristinsson; Hlynur Birgisson, Guðni Bergsson, Kristján Jóns- son; Þorvaldur Örlygsson, Arnar Grétars- son, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson, Haraldur Ingólfsson (Andri Marteinsson 85.); Arnór Guðjohnsen, Arnar Gunnlaugs- son (Ólafur Þórðarson 61.). Lið Lúxemborgar: John van Rijswijck; Ralph Ferron, (Manuel Cardoni 67.), Thom- as Wolf, Pierre Petry, Marc Birsens, Luc Holtz, Guy Hellers, Jeff Saibene, Theo Malget, Roby Ijangers, Joel Groff (Denis Scuto 53.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.