Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 27 Reuter Kólumbísku fórnarlömbin syrgð 132 menn fórust þegar farþegaflugvél hrapaði á fjall í Kólumb- íu á miðvikudag. Ættingjar fórnarlambanna sögðu að stjórn landsins ætti sök á slysinu þar sem hún hefði látið hjá líða að endurreisa ratsjárstöð sem skæruliðar hefðu sprengt í loft upp. Stjórnin vísaði þessu algjörlega á bug. Á myndinni hugga ætt- ingjar eins af fórnarlömbunum hvorn annan. Spillingarmálin á Italíu að breyta flokkakerfmu Endalok Sósíalista- flokksins í augsýn Róm. Reuter. GIORGIO Benvenuto, leið- togi ítalska Sósíalistaflokks- ins, sagði af sér á fimmtudag og sagði við það tækifæri, að sósíalisminn ætti framtíð fyrir sér á Ítalíu, en óvíst væri, að flokkurinn ætti það. Flest bendir líka til, að hann muni leysast upp en hann hefur farið allra flokka verst út úr því uppgjöri, sem nú á sér stað við spillinguna í landinu. Benvenuto og sjö aðrir menn í flokksstjórn Sósíalistaflokksins til- kynntu afsögn sína á sunnudag en Benvenuto tók við forystunni í febrúar þegar Bettino Craxi, fyrr- verandi forsætisráðherra, hrök- klaðist frá vegna spillingarákæru. Hann segir hins vegar, að gamla liðið í kringum Craxi hafi snúið bökum saman gegn sér þegar hann reyndi að hreinsa til í fjár- málum flokksins. Hvatt til samfylkingar Achille Occhetto, leiðtogi Lýð- ræðislega vinstriflokksins, arftaka kommúnistaflokksins, brást við afsögn Benvenutos með því að hvetja til samfylkingar vinstri- manna en þótt kommúnistar hafi aldrei verið í stjórn á Italíu hafa Reuter Benvenuto fer frá GIORGIO Benvenuto, leiðtogi ít- alska Sósíalistaflokksins, hefur sagt af sér. þeir ekki sloppið við spillingar- áburð. Þar að auki hefur mikill flótti brostið í flokkinn að undan- förnu. Það þykir því ekki líklegt, að margir kjósendur sósíalista gangi til liðs við hann. Líklegast þykir, að Sósíalista- flokkurinn brotni upp í smáhópa, sem hyggi jafnvel á framboð í næstu kosningum, og Giuliano Amatao, fyrrverandi forsætisráð- herra, vinnur nú að stofnun eigin samtaka. Þá hafa nokkrir ákveðið að taka upp samvinnu við eða ganga í Kristilega demókrata- flokkinn. Flokkurinn gjaldþrota Fjármál Sósíalistaflokksins eru í mestu óreiðu og hann er í raun gjaldþrota. Útistandandi skuldir eru rúmlega 10 milljarðar ísl. kr. og starfsfólkið í höfuðstöðvunum í Róm, 240 manns, hefur engin laun fengið í þrjá mánuði. Er ástæðan meðal annars sú, að mútugreiðslurnar eru hættar að berast og í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í síðasta mánuði var ákveðið, að ríkið hætti að kosta starfsemi stjórnmálaflokka að hluta. Vantar Uig vinnu? Ertu reglusamur og stundvís? £f svo er býðst þér að koupa hluto- oðild að orðvænlegum rekstri. Upplýsingor sendist auglýsingodeild Mbl. merktot: „Þjónusía - bygging- oriðnoður - 3741“ fyrir 25. moí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.