Morgunblaðið - 22.05.1993, Side 27

Morgunblaðið - 22.05.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 27 Reuter Kólumbísku fórnarlömbin syrgð 132 menn fórust þegar farþegaflugvél hrapaði á fjall í Kólumb- íu á miðvikudag. Ættingjar fórnarlambanna sögðu að stjórn landsins ætti sök á slysinu þar sem hún hefði látið hjá líða að endurreisa ratsjárstöð sem skæruliðar hefðu sprengt í loft upp. Stjórnin vísaði þessu algjörlega á bug. Á myndinni hugga ætt- ingjar eins af fórnarlömbunum hvorn annan. Spillingarmálin á Italíu að breyta flokkakerfmu Endalok Sósíalista- flokksins í augsýn Róm. Reuter. GIORGIO Benvenuto, leið- togi ítalska Sósíalistaflokks- ins, sagði af sér á fimmtudag og sagði við það tækifæri, að sósíalisminn ætti framtíð fyrir sér á Ítalíu, en óvíst væri, að flokkurinn ætti það. Flest bendir líka til, að hann muni leysast upp en hann hefur farið allra flokka verst út úr því uppgjöri, sem nú á sér stað við spillinguna í landinu. Benvenuto og sjö aðrir menn í flokksstjórn Sósíalistaflokksins til- kynntu afsögn sína á sunnudag en Benvenuto tók við forystunni í febrúar þegar Bettino Craxi, fyrr- verandi forsætisráðherra, hrök- klaðist frá vegna spillingarákæru. Hann segir hins vegar, að gamla liðið í kringum Craxi hafi snúið bökum saman gegn sér þegar hann reyndi að hreinsa til í fjár- málum flokksins. Hvatt til samfylkingar Achille Occhetto, leiðtogi Lýð- ræðislega vinstriflokksins, arftaka kommúnistaflokksins, brást við afsögn Benvenutos með því að hvetja til samfylkingar vinstri- manna en þótt kommúnistar hafi aldrei verið í stjórn á Italíu hafa Reuter Benvenuto fer frá GIORGIO Benvenuto, leiðtogi ít- alska Sósíalistaflokksins, hefur sagt af sér. þeir ekki sloppið við spillingar- áburð. Þar að auki hefur mikill flótti brostið í flokkinn að undan- förnu. Það þykir því ekki líklegt, að margir kjósendur sósíalista gangi til liðs við hann. Líklegast þykir, að Sósíalista- flokkurinn brotni upp í smáhópa, sem hyggi jafnvel á framboð í næstu kosningum, og Giuliano Amatao, fyrrverandi forsætisráð- herra, vinnur nú að stofnun eigin samtaka. Þá hafa nokkrir ákveðið að taka upp samvinnu við eða ganga í Kristilega demókrata- flokkinn. Flokkurinn gjaldþrota Fjármál Sósíalistaflokksins eru í mestu óreiðu og hann er í raun gjaldþrota. Útistandandi skuldir eru rúmlega 10 milljarðar ísl. kr. og starfsfólkið í höfuðstöðvunum í Róm, 240 manns, hefur engin laun fengið í þrjá mánuði. Er ástæðan meðal annars sú, að mútugreiðslurnar eru hættar að berast og í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í síðasta mánuði var ákveðið, að ríkið hætti að kosta starfsemi stjórnmálaflokka að hluta. Vantar Uig vinnu? Ertu reglusamur og stundvís? £f svo er býðst þér að koupa hluto- oðild að orðvænlegum rekstri. Upplýsingor sendist auglýsingodeild Mbl. merktot: „Þjónusía - bygging- oriðnoður - 3741“ fyrir 25. moí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.