Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 31
 ílúii í ÍAM /ÍUíA.UíVlJíitíÖM , —|U A I- 4 QQQ -- n, n , , U. ói MUKerUINtSluAWlö laAUUAKUAUUK MAl lUUd Aðilar skuldbundnir til að semja um það sama við aðra hópa - segja forystumenn VSI KRISTINN Björnsson, varaformaður VSÍ, segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í fyrrinótt se sterkt fordæmi fyrir aðra aðila sem eigi ólokið sinni samningsgerð. „Ég sé ekki betur en við séum að horfa upp á módel að samningum og það verði afar erfitt fyrir menn að reyna að semja um eitthvað meira en þarna er samið um og Vinnuveit- endasambandið er ekki til viðræðu um það,“ segir hann. Benti Krist- inn einnig á þessu til stuðnings að ríkið og Reykjavíkurborg væru aðilar að þessum samningi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að gerð þessa samnings skuldbindi alla sem að honum standa um að gera hvorki annað né betra fyrir aðra hópa. „í því fælust brigð og ég á ekki von á að neinn sem að þessum samningi kemur vilji standa að slíku,“ segir hann. Þórarinn sagði einnig að sú hætta væri fyrir hendi að samningurinn yrði aðeins til skamms tíma vegna þess hve endurmatsákvæði hans væru opin. Þótt samtök vinnuveit- enda telji meiri líkur á að samningur- inn standi til lengri tíma sé nægilegt að einhver aðili samningsins, sem vilji segja honum upp, rökstyðji að hann telji að samningsforsendurnar hafi ekki gengið fram til að samning- arnir verði lausir. Þórarinn sagði að meginmarkmið samningsins væri að styrkja at- vinnustigið, bæta samkeppnisstöð- una um 6-7% á mælikvarða launa á tímabilinu og lækka vexti. Frumkvæði lífeyrissjóða í vaxtamálum Kristinn Björnsson segist telja að náðst hefðu raunsæir kjarasamning- ar sem tækju mið af ástandinu í þjóðfélaginu. Sagði hann að miklu skipti fyrir atvinnulífið ef tækist að lækka vexti. „Það er líka tekið tillit til þeirrar staðreyndar að fyrirtækin í landinu eru ekki í stakk búin til að greiða hærri laun,“ sagði Krist- inn. í sérstakri bókun ASÍ og vinnu- veitenda segir að það sé mat samn- ingsaðila að stjórnvöld geti náð fram verulegri lækkun vaxta á næstu mánuðum með því að dregið verði úr lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs með aðhaldi að lántökum almennt og tímabundnum takmörkunum á út- gáfu húsbréfa. Framboð af lánsfé verði aukið með verulegri lækkun á bindiskyldu innlánsstofnana í Seðla- banka og jafnframt verði reglur um lausafjárhlutfall innlánsstofnana rýmkaðar. „Náist ekki yfirlýst mark- mið um vaxtalækkun dragi stjórn- völd úr sölu spariskírteina ríkissjóðs og beini lántökum sínum að hluta á erlenda lánsfjármarkaði, m.a. með útgáfu gengistryggðra ríkisverð- bréfa sem bæði yrðu boðin til sölu á innlendum og erlendum mörkuð- um,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur; „I trausti þess að stjórnvöld reynist viljug til samstarfs um ofangreindar aðgerðir og sýni þann vilja í verki eru samn- ingsaðilar reiðubúnir til þess að beita áhrifum sínum til þess að lífeyris- sjóðirnir beini auknum hluta af ráð- stöfunarfé sínu til kaupa á ríkisverð- bréfum, einkum til skemmri tíma, með það að markmiði að raunvextir lækki um a.m.k. 1% á næsta hálfa ári. Náist ofangreind markmið er biýnt að annað skref verði tekið til enn frekari vaxtalækkana. Hafi á hinn bóginn á þessu sex mánaða tímabili ekki verið gerðar þær ráð- stafanir sem nægi til að vextir lækki almennt á fjármagnsmarkaði, telja aðilar forsendur fyrir framan- greindri aðkomu lífeyrissjóða ekki lengur fyrir hendi.“ Breytingar á gjöldum af gosdrykkjum og sælgæti Gerðar hafa verið breytingar á orðalagi í yfirlýsingu ríkisstjórnar vegna virðisaukaskatts af gos- drykkjum og sælgæti og telja vinnu- veitendur að það feli í sér að að hætt hafi verið við að undanskilja sælgæti og gosdrykki lækkun skttsins í 14% en iðnrekendur brugð- ust mjög hart gegn þeirri hugmynd í seinasta mánuði. Var sú lækkun ein metin til um eins milljarðs kr. tekjutaps fyrir ríkissjóð. Skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins stendur hins vegar ekki til af hálfu ríkisstjórnar að lækka virðisaukaskattinn á þess- um vörutegundúm. í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar nú segir að við fram- kvæmd á skattlagningu sælgætis og gosdrykkja verði þess gætt að sam- keppnisstaða hliðstæðra vöruteg- unda raskist sem minnst og hugað verði að samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi. Kristinn staðfesti að þessi breyting væri ekki endanlega útfærð. Örva atvinnulífið Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, sagðist telja að kja- rasamningarnir yrðu farsæl lausn fyrir þjóðina. „Það er vilji og skiln- ingur á að það má ekki auka halla ríkissjóðs en það má heldur ekki taka erlend lán til að fjármagna aðgerðirnar. Ég vona bara að með þessum tveggja ára samningi náist hér sá stöðugleiki sem á þarf að halda til að örva atvinnulífið," sagði hann. Kaupmáttur talinn munu minnka um 1% á samningstímanum Alþýðu- sambandið spáir 0,7% verðbólgu á næsta ári Þróun kaupmáttar á samningstímanum Samningur á prundvellí yfiiiýsingar rikis- stjórnarinnar an almennra launahækkana Kaup- máttur maí 1993 júní Niðurgreiðslur = 0,3% aukning kaupmáttar Launabætur = 7.000 kr. að meðaltali júlí Orlofsuppbætur = 8.000 kr. ágúst september 1 milljarður kr. í atvinnumál október nóvember Samningar opnir m.v. forsendur desember Launabætur = 7.000 kr. að meðaltali Desemberuppbót = 13.000 kr. janúar1994 Matarsk. lækkaður = 0,9% aukning kaupm. febrúar mars apríl maí Endurskoðun samnings júní Launabætur = 7.000 kr. að meðaltali júlí Orlofsuppbætur = 8.000 kr. ágúst september 1 milljarður kr. í atvinnumál október nóvember desember Launabætur = 7.000 kr. að meðaltali Desemberuppbót = 13.000 kr. janúar1995 Samningar lausir 97,9 98,5 97,6 Heimild: Hagdeild ASÍ HAGDEILD Alþýðusam- bandsins hefur reiknað kaup- máttarþróun og verðlags- áhrif kjarasamningsins og þeirra aðgerða sem ríkis- stjórnin hefur lofað í tengsl- um við gerð samninga. Kaup- máttur mun dragast saman um tæplega 1% frá upphafi til loka samningstímans skv. mati ASÍ en um aðeins 0,4% ef reiknað er skv. meðaltali milli áranna 1993 og 1994. Lægri virðisaukaskattur Hraði verðbólgunnar frá upphafi til loka yfirstandandi árs lækkar úr 2,4% í 1,8% vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum og á næsta ári verður verðbólgan 0,7% frá upphafi til loka ársins miðað við þessa áætlun og verðbreytingar á miili áranna 1993 og 1994 nema 0,5%. Svigrúm til 4% lækkunar nafnvaxta Samkvæmt upplýsingum hag- fræðings ASÍ komu flest tilefni þeirrar 1,8% verðbólgu sem spáð er að verði á þessu ári fram á fyrri hluta ársins. Það sem eftir er árs- ins á lánskjaravísitalan aðeins að hækka um 0,5% og telur ASÍ að því sé að myndast svigrúm til 3-4% lækkunar vaxta á almennum skuldabréfum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um kjarasamningana Vandi sjávarútvegsins viður- kenndur með sanmingimum ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að kjarasanmingar þeir sem tókust í fyrrinótt geri ekki ráð fyrir óbreyttum aflaheimild- um á næsta fiskveiðiári. „Þvert á móti gera aðilar vinnumarkaðarins ráð fyrir því að breytingar geti orðið, sem feli í sér tekjuminnkun fyrir sjávarútveginn," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Sjávarútvegsráðherra sagði að kjarasamningurinn hefði gildi að því leyti, að samningsaðilar viðurkenndu vanda sjávarútvegsins og að nauð- synlegt væri að grípa til efnahags- ráðstafana til þess að bæta sjávarút- veginum upp tekjutapið. „Ríkis- stjórnin hefur svigrúm til þess að gera það, innan þessara marka, án þess að til uppsagnar á samningum komi,“ sagði Þorsteinn. „Ég tel þetta vera ásættanlegt og sýna ákveðinn skilning á vanda sjáv- arútvegsins. Hitt er auðvitað ljóst að menn tefla á tæpasta vað með þessum samningum, en það skiptir mjög miklu máli að tryggja frið,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Gengisbreytingar hugsanlegar Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að báðir samningsaðilar viðurkenni að ef for- sendur samningsins bresti þá séu hendur ríkisstjórnarinnar ekki bundnar í gengismálum og í því fel- ist viðurkenning á að ef væntingar um afurðaverð standast ekki og afla- brögð versni þá kunni að þurfa að grípa til breytinga á gengi. Genginu sett of þröng mörk „Þegar menn marka forsendur fyrir gengi í samningnum þá finnst mér að þær séu mjög þröngar. Það er talað um að verðlag þurfi að hafa hækkað um 3% á þriðja ársfjórðungi frá þeim fyrsta til þess að núverandi gengisforsenda haldist, sem þýðir að gengi geti breyst um 3% á þriðja ársfjórðungi hafi verðlag ekki hækk- að upp í það. Því miður bendir ekk- ert til að svo verði þar sem verðlag hefur frekar haldið áfram að lækka,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna Kristján sagðist hafa orðið þess var að misskilnings gætti varðandi þá forsendu kjarasamningsins að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993- 1994 yrðu ekki minni en á yfirstand- andi fiskveiðiári. „Menn hafa talið að þarna sé verið að semja um óbreyttan aflakvóta á næsta fisk- veiðiári, en Það eru menn auðvitað ekkert færir um að gera og það er ekkert á þeirra verkefnasviði. Þess vegna skil ég þetta þannig að breyt- ing á kvóta geti gefið svigrúm til breytinga á gengi, og verð og magn eigi svo að metast samstætt. Þetta er því einungis forsenda sem byggð er á þeirri forsendu samningsins að gengi krónunnar verði innan viðmið- unarmarka Seðlabanka íslands," sagði hann. Kristján sagði alla hljóta að fagna því að kjarasamningurinn hefði verið gerður og þar með tryggður stöðug- leiki, lág verðbólga og vinnufriður. Þá fagnaði hann því að deilunni um ráðstöfun aflaheimilda Hagræðing- arsjóðs væri nú lokið. „Þetta er allt mjög jákvætt, þó að ég telji að þau mörk séu of þröng sem genginu eru sett vegna þeirrar slæmu stöðu sem sjávarútvegurinn er nú í, og það þurfi að breyta geng- inu meira en þessi viðmiðun sem þarna er gefin. Það mun ekkert síð- ur vera i þágu verkafólks en vinnu- veitenda vegna þess að sú staða sem uppi er í dag mun bara leiða til fleiri gjaldþrota og minni atvinnu,“ sagði Kristján Ragnarsson. Verðtrygging á afurðum „Þessir samningar eru auðvitað gerðir við óskaplega erfiðar aðstæð- ur, og þá ekki síst fyrir sjávarútveg- inn, en við hefðum ekki gengið til þessara samninga nema við hefðum haft þá möguleika sem felast á viss- an hátt í ákveðinni verðtryggingu á afurðunum,“ sagði Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Amar sagði það einnig hafa hjálp- að til við gerð kjarasamninganna að menn hefðu trú á að vaxtalækkun geti orðið hér á landi, og ekki sist eftir þá yfirlýsingu sem ASÍ og vinnuveitendur sendu frá sér varð- andi vaxtamálin. Þá væri niðurfelling tryggingargjalds á útflutningsstarf- semi einnig mjög jákvætt innlegg, og sömuleiðis endurgjaldslaus út- hlutun aflaheimilda úr Hagræðingar- sjóði. Þetta breytti því þó ekki að halli yrði verulegur áfram í sjávarút- vegi, og ljóst væri að þessir samning- ar leystu það á engan hátt. „Við gengum semsagt til þessa leiks með þessa opnun í huga, nefni- lega að ef verðlag fer ekki að hækka, þá er þessi möguleiki í samningunum að ekki verði undan því vikist að grípa til efnahagsaðgerða. Auðvitað vona allir að verðlag snúist til hins betra og það reyni því ekki á þennan þátt, en eins og útlitið er í dag er alveg eins viðbúið að verðlag geti lækkað eins og það standi i stað,“ sagði Arnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.