Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Karpov endurnýjar sig Skák Margeir Pétursson ANATÓLÍ Karpov, fyrrum heimsmeistari, virðist hafa tví- eflst við það tækifæri sem hann fékk upp í hendurnar þegar þeir Gary Kasparov og Nigel Short sögðu skilið við Alþjóða- skáksambandið FIDE. Það er nú ljóst að Karpov mun í haust tefla við Hollendinginn Jan Timman um „FIDE heimsmeist- aratitilinn“ í skák. Eftir að Nig- el Short sló Karpov út úr áskor- endakeppninni í fyrra og hann lækkaði á stigum virtist hann einfaldlega fallinn niður í hóp 10 bestu skákmanna heims. En nú hafa orðið furðuleg um- skipti. Karpov hækkar stöðugt á stigum og ef hann sigrar Tim- man í haust, sem flestum þykir líklegt, er akurinn plægður fyr- ir enn eitt einvígi þeirra Ka- sparovs. Fljótlega eftir að einvígi hans við Timman var ákveðið sigraði Karpov á tveimur öflugum al- þjóðlegum skákmótum á aðeins einum mánuði. Fyrri sigurinn var í Dortmund í Þýskalandi, en þar urðu úrslit þessi: 1. Karpov 5'A v. af 7 mögu- legum 2. -3. Kramnik, Rússl. og Lutz, Þýskal. 4 v. 4.-5. Kamsky, Bandar. og Dolmatov, Rússl. 3VÍ v. 6. Lautier, Frakklandi 3 v. 7. Serper, Úsbekistan 2Vi v. 8. Lobron, Þýskal. 2 v. Karpov notaði tækifærið í Dortmund og kynnti sér háþró- aðan vamarútbúnað gegn inn- brotum til að setja í íbúð sína í Moskvu og sveitasetur. Að gjöf frá þýsku lögreglunni fékk hann forláta öryggistösku, einkar hentuga til að geyma í verðlaun- afé. Tveimur vikum síðar hélt svo Karpov til Dos Hermanas á Spáni og varð efstur eftir harða keppni við ungversku stúlkuna Júdit Polgar. Úrslitum réði innbyrðis viðureign þeirra í næstsíðustu umferð. Þá skák vann Karpov örugglega og hefndi fýrir ófarim- ar gegn Júdit á atskákmótinu í Mónakó um daginn. 1. Karpov 7Vi v. af 9 mögu- legum 2. Júdit Polgar 6V2 v. 3. -5. Epishin og Khalifman, Rússlandi og Rivas, Spáni 5 v. 6.-7. Júdasín, Rússlandi og Magem, Spáni 4 v. 8. Adams, Englandi 3V2 v. 9. Izeta, Spáni 2V2 v. 10. Femandez, Spáni 2 v. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Júdit Polgar Kóngsindversk vöm 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - g6 3. g3 - Bg7 4. Bg2 - 0-0 5. 0-0 - d6 6. d4 - Rc6 7. Rc3 - e5 Mun algengara er 7. — a6, en Júdit hefur oft leikið þessu, rétt eins og Bobby Fischer þegar hann var ungur. 8. d5 - Re7 9. b4!? Viktor Kortsnoj lék 9. c5 gegn Fischer árið 1962. Nú virðist 9. - a5 strax eðlilegast, en Júdit leikur því undir óhagstæðari kringumstæðum. 9. - Rd7 10. Hbl - a5 11. a3 - h6 12. e4 - f5 13. exf5 - gxf5 14. Rh4 - e4 15. Db3 - Re5 16. f3! - exf3 17. Rxf3 - Rd3? 18. Bd2 — axb4 19. axb4 - Rg6 20. Re2 - Rde5 21. Rfd4 Karpov hefur náð að ráða ferð- inni og er með trausta og þægi- lega stöðu en Júdit er mótspils- laus. 21. - Df6 22. c5 - Hf7 23. Khl — dxc5 24. bxc5 — Da6 25. c6 — bxc6 26. dxc6 — Re7 27. Bf4 - Dc4 28. Dxc4 - Rxc4 29. Hfcl - Re5 30. Hb3 - Hal 31. Rb5 • bcdafgh Það er spuming hversu vel Karpov hefur ávaxtað sitt pund eftir byijunina. Nú hefði Júdit átt að leika 31. — Be6 32. He3 — R7g6 og hefur þá enn mögu- leika á að halda í horfínu. En hún missir þolinmæðina og gefur tvo menn fyrir peð og hrók. 31. - R5xc6? 32.Hxc6! - Rxc6 33. Bxc6 - Be6 34. He3 - Bc4 35. Ra3 — Ha6 36. Rxc4 — Hxc6 37. Re5 — Bxe5 38. Hxe5 - Hc4 39. Bxh6 - He4 40. Hxe4 - fxe4 41. Bf4 - c5 42. Rc3 — c4 43. Rxe4 — Ha7 44. Rc3 - Hb7 45. Kgl - Hb2 46. h4 - Kf7 47. h5 - Ke6 48. h6 - Kf6 49. Re4+ - Kg6 50. Kfl - Hh2 51. Kel og Júdit gafst upp. Karpov hefur hækkað mikið á stigum undanfarna mánuði og dregur á Kasparov, þótt enn muni miklu. Líklegt má telja að heimsmeistarinn verði með u.þ.b. 2.815 stig á næsta lista FIDE en Karpov með 2.750-2.760. Þess er að vænta að Indveijinn Anand verði þriði með liðlega 2.700 stig. Karpov hefur geysilega gott tak á skákmönnum á bilinu 2.500—2.630 stig, en stöðustíll hans er fulleinfaldur og áhættu- laus til að bíta vel gegn þeim allra sterkustu. Stærsti ljóðurinn á ráði Karpovs er það þrælstak sem Kasparov hefur á honum, útreiðin sem hann fékk hjá heimsmeistaranum á mótinu í Linares í mars var til dæmis svo hrikaleg að allir sem kunna á annað borð mannganginn sjá muninn. Nái Karpov að vinna Timman er hann samt kominn í þá sterku stöðu að hækki hann enn á stig- um og takist leggja Kasparov að velli, þó ekki væri nema í einni skák, þá munu vafalaust margir fara að líta á hann sem hinn rétta heimsmeistara. Karpov mun ör- ugglega leggja allt kapp á að nýta sér það tækifæri sem Ka- sparov og Short hafa fært honum upp í hendumar. Þröstur og Björgvin tefla í Danmörku Þeir Þröstur Þórhallsson, al- þjóðlegur meistari, og Björgvin Jónsson taka nú þátt í alþjóðlegu móti í Valby í Danmörku. Þátt- takendur eru 18, þar af fjórir stórmeistarar og er mótinu eink- um ætlað að veita upprennandi skákmönnum tækifæri á að ná áföngum að alþjóðlegum titlum. Tefldar verða níu umferðir. Að loknum fjórum umferðum var lettneski stórmeistarinn Lanka efstur með 3 v., en Björgvin Jóns- son var í 2.—10. sæti ásamt stór- meisturunum Hector, Svíþjóð, Bagirov, Lettlandi og Lars Bo Hansen, Danmörku og fímm öðr- um með 2'/2 v. Þröstur var í 11,—12. sæti með 2 v. Jfóltósiur r a morgun ÁSKIRKJA: Messa kl. 14 á 'vegum Átthagafélags Sléttuhrepps. Asta Ólafsdóttir prédikar. Dr. Einar Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Kór félagsins syngur. BÚSTAÐAKIRKJA: Síðasta barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Guðbjört Kvien. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Messukaffi Vopnfirðinga. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Eftir messu verður í safnðarheimilinu aðalfundur safnaðarfélags kirkj- unnar. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Organ- isti Hörður Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingólfur Guðmundsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson.' LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur I) syngur. Einsöngur Signý Sæmundsdóttir. Trompetleikur Hjördís Elín, Ingi- björg og Þórunn Lárusdóttir. Hornleikari Þorkell Jóelsson. Les- arar Gunnar Eyjólfsson og Klem- enz Jónsson. Hestamenn fjöl- menna til messu. Heit súpa í safn- aðarheimilinu fyrir kirkjugesti eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Lágmessa kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Barn- stund á sama tíma. Orgel- og Guðspjall dagsins: (Jóh. 15). Þegar hugg- arinn kemur. kórstjóri Reynir. Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þorgrímur Daníels- son guðfræðingur prédikar. Org- anisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organleikur Sigrún Steingríms- dóttir. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Sigurgeir Gunnarsson, Hábergi 36. Prestur Hreinn Hjartarson. Organisti Violeta Smid. Prestarn- ir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Hjallaskóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnús- dóttur. Kór Hjallakirkju leiðir safn- aðarsöng. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Fjölþrautaskólans í Breið- holti syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sóknarprestur. GRAFARVOGSSÓKN: Göngu- messa, helgistund í varpanum við hlið Grafarvogskirkju kl. 10. Sigur- björg Helgadóttir organisti leiðir safnaðarsöng með kirkjukórnum. Fulltrúar úr trimmhópi lesa ritn- ingarorð. Síðan verður gengið með voginum. Vigfús Þór Árna- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Minnst verður þeirra, sem látist hafa úr alnæmi. Andrea Gylfadóttir og Egill Ólafs- son syngja. Að guðsþjónustunni lokinni verður samverustund í safnaðarheimilinu, kaffi og með- læti. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an tíma. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. 30 og 40 ára ferm- ingarbörn heimsækja kirkjuna. Organisti Helgi Bragason. Gunn- þór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. SÍK, KFUM/KFUK: Hátíðarsam- koma í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu sr. Friðriks Friðriks- sonar stofnanda KFUM og KFUK kl. 20.30 í nýju húsi KFUM og K við Holtaveg. Flutt verða erindi um köllun, líf og störf sr. Friðriks, lesið verður úr verkum hans og kór og einsöngvarar syngja sálma hans. Hugleiðingu hefur sr. Sig- urður Pálsson. Veitingar í sam- komulok. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. Jóhan Olsen o.fl. tala og syngja. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 fjölskyldusamkoma. Umsjón: starfsmenn í sunnudagaskólan- um. Kl. 19.30 bænasamkoma. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Söngur og tónlist. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: „Tónaveisla“ kl. 11 í safnað- arheimilinu. Barnakór Hallgríms- kirkju flyturfjölbreytta tónlist með hljóðfærum og söng. Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Ath! KFUM og K fundurinn flyst yfir á mánu- dagskvöldið og hefst hann kl. 20. Bjarni Karlsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Fé- lagar úr hestamannafélaginu Herði fara í sína árlegu kirkjureið að Mosfelli. Jón Þorsteinsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. 50 ára fermingarbörn frá Akranesi taka þátt í messunni. Einnig verða viðstödd 40 ára fermingarbörn úr Keflavík sem eru fyrstu fermingar- börn sóknarprestins. Altaris- ganga. Björn Jónsson. y \ RíkfsiF^mn Síbasti pöntunardagur Macintosh- tölvubunaöar meb verulegum afslætti er 25. ma ■ ngurlnn gyP mÆ Innkaupastofnun ríkisins Boraartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.