Morgunblaðið - 17.11.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.11.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 21 Reuter YASSER Arafat togar í höfuðklút sinn í lok athafnar við A1 Azhar-háskólann á Gaza-svæðinu, í tilefni þess að sex ár eru liðin frá því að Þjóðarráð Palestínu lýsti Vesturbakkann og Gazasvæðið palestinskt ríki. Andstæðingar Arafats innan PLO láta í sér heyra Sóttu ekki fund í mótmælaskyni Gaza. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), gerði í gær lítið úr mótmælum Pal- estínumanna sem enn eru í útlegð og sagði að samtökin ynnu að því að koma á sjálfstjórn á Gazasvæðinu og í Jeríkó. Tæpur helmingur þeirra, sem sækja áttu fund framkvæmda- nefndar PLO á Gaza í gær, mætti ekki og báru þeir sem ekki mættu því m.a. við að þeir hefðu fyrst heyrt af fundinum í útvarpi. Fundurinn var hinn fyrsti sem framkvæmdanefndin heldur á Gaza- Jeríkó sjálfstjómarsvæðinu. Sögðu stuðningmenn Arafats að hann hefði verið „óformlegur" en lögleg- ur, þrátt fyrir það hversu margir voru fjarverandi, átta af átján fund- armönnum. Hins vegar fullyrða þeir sem heima sátu að fundurinn hafi veri ólöglegur. Hin slælega mæting á fundinn er greinilegasta merkið um klofning á milli þeirra leiðtoga Palestínu- manna sem unnu að gerð friðarsam- komulagsins við ísraela og þeirra sem enn eru í útlegð. Þeir síðar- nefndu em tortryggnir í garð samnningsins og hvernig honum hefur verið komið í framkvæmd. Hefur Arafat gengið illa að að fá öll embætti PLO til að taka tillit til samningsins. Útskýrir flugóhapp í Hondúras flugslysið í Pittsburgh? Þurfti að beita öllu afli við stýrið Seattle. Reuter. ATVIK sem leiddi til nauðlendingar Boeing 737-300 farþegaþotu í apríl sl. í Hondúras, kann að varpa ljósi á flugslysið í Pittsburgh í Bandaríkj- unum 8. september' þegar samskon- ar þota steyptist til jarðar með þeim afleiðingum að allir sem um borð vom, 132 manns, fórust. Þessu hélt blaðið Seattle Times fram á mánu- dag. Blaðið segir frá skýrslú flug- manns bandaríska flugfélagsins Continental Airlines sem barðist við að halda stjóm á vél sinni. Var hún á flugi í 37.000 feta hæð er hún sveigði skyndilega í hægri beygju. í 18 mínútur, eða þar til þotan lenti, varð flugmaðurinn, að eigin sögn, að beita öllum kröftum og halda stýrinu til vinstri til þess að vega á móti dularfullri hegðan flug- vélarinnar. Við rannsókn á þotunni kom í ljós að tvennt var að; annars vegár hreyfibúnaður hliðarstýrisins og hins vegar geigunardeyfir sem leiðréttir stillingu hliðarstýrisins til þess að deyfa titring í stélhlutanum. Flugmaður þotunnar tók óumbeð- inn saman skýrslu um atburðinn og sendi bandarískri stofnun sem fjallar um öryggi flugsamgangna (NTSB). í henni kemur fram að hann taldi sig vera að glíma við sjálfstýringu þotunnar jafnvel eftir að hann hefði aftengt hana. „Tii allrar hamingju var heiðskírt veður og kyrrt,“ skrifaði Ray Miller flugmaður. „Ég óttast að hefði hin venjulega ókyrrð í lægri flughæðum verið til staðar hefði ég hugsanlega ekki haldið í við þotuna og misst stjórn á henni.“ Þota Continental-félagsins var smiðuð 1987, nokkrum mánuðum á undan þotu USAir sem fórst í Pitts- burg. Hún sveigði fyrirvaralaust og steyptist beint til jarðar úr 5.000 feta hæð. Talsmaður Boeing-flugvélaverk- smiðjanna sagðist ekki hafa neinar upplýsingar um atvikið í Hondúras og sagði ótímabært að velta því fyr- ir sér hvort tengsl væru milli þess og óhappsins í Pittsburgh sem enn væri verið að rannsaka. GJAFAVARA a gjafverði Hægindastóll með skemli - ekta leður Verð aðeins: SJ.ÍU1 Jíjj Sæng og koddi _ sæng 140x200 cm - koddi 50x70 cm i|p4 Verð aðeins: fsl| 4g|lt: 1J9II Plastkollar Verð aðeins: 4M) JiF Speglaflísar _______30x30 cm 6 stk. á aðeins: -J JJUi Jíjj „Bowlen“ Halogen borðlampi 2 Ijósstyrkleikar Verð aðeins: Uifli íltf Barnastóll efni úr stunginni 100% bómull Verð aðeins: im jíjj GREIÐSLUKORTA- TÍMABIL Hottagörðum Roykjavík ijjp Skeifunni 13 Revkjarvik Reykjavík Hafnarfiröi 72 Noröurtanga 3 Akureyri Kertastjaki 6 arma Kertastjaki fyrir sprittkerti Verð aðeins: í r • m i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.