Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðbúnaðaráætlun Flugmálastj órnar fyrir íslenska flugstj órnars væðið Flug-stj órnarmiðstöð var samræma vinnuaðferðir Morgunblaðið/Sverrir FRAMKVÆMDASTJÓRAR flugumferðarstöðva við N-Atlantshaf á fundi í Reykjavík. Gleypti 400-500 gTÖmm af fíkniefni ÍTÖLSK kona, 27 ára göm- ul, var í vikunni handtekin á Keflavíkurflugvelli, en við leit á henni fannst lítið eitt af hassi í skóm hennar. Við yfirheyrslu viðurkenndi hún að hafa gleypt nokkuð af litlum plastpokum sem inni- héldu fíkniefni. í gær höfðu 400-500 grömm gengið nið- ur af henni. Konan hefur verið úrskurðuð í gæslu- varðhald til 27. desember. Var að koma frá Amsterdam Konan var að koma frá Amsterdam og hugðist gera hér stutta viðdvöl. Við yfir- heyrslu neitaði hún að hafa ætlað að selja fíkniefnin hér á landi, en hélt því fram að hún ætlaði að nota efnin til eigin neyslu. Torkennilegt ljós sést frá flugvellinum á Blönduósi Bjart ljós með rauðleitum blæ YFIRMENN flugstjórnarmið- stöðva á N-Atlantshafí, þ.e. þeirra sem eiga svæði er liggja að hinu íslenska, héldu fund í Reykjavík á miðvikudag til að kynna sér við- búnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið. Flugmálastjóm kann að þurfa að grípa til þessarar áætlunar til að halda uppi öruggri flugumferðar- þjónustu í kjölfar þess að 82 flug- umferðarstjórar hafa sagt upp störfum. Alþjóðaflugmálastofnun- in (ICAO) hefur samþykkt viðbún- aðaráætlun Flugmálastjómar. Fundinn sátu þrettán fulltrúar frá Danmörku, Grænlandi, Kanada, Noregi, Skotlandi og ís- landi. Auk þess voru mættir aðilar frá Alþjóðaflugmálastofnuninni og Flugumferðarstjórn Evrópu (Eurocontrol). Farið var í smáatr- iðum yfir viðbúnaðaráætlunina, vinnuaðferðir sem henni tengjast og aðra mikilvæga þætti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmálayfirvöldum þurfa flugum- ferðarstjórar í úthafsdeild fiug- stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykja- vík ekki að taka' upp nein þau vinnubrögð sem þeir þekkja ekki fyrir. í raun verði störf þeirra ein- faldari svo að nægjanlegt sé að kynna þeim áætlunina með skömmum fyrirvara. í beinu framhaldi af þessúm fundi mun Flugmálastjórn senda flugfélögum og flugmönnum ná- kvæmar upplýsingar um við- búnaðaráætlunina í kynningar- skyni. Ef þörf reynist á að hrinda áætluninni í framkvæmd þarf Flugmálastjóm, samkvæmt al- þjóðareglum, að tilkynna það með 12 klukkustunda fyrirvara. TORKENNII.EGT ljós sást frá flugvellinum á Blönduósi á fimmta tímanum á fimmtudag. Birgir Ingólfsson einkaflugmaður segist fyrst hafa haldið að flugvél væri að koma inn til lendingar. Hann fylgdist svo með því þegar Ijósið hvarf á bakvið Víðidalsfjall, birtist aftur og hvarf smám sam- an í suðvesturátt. Ljósið var bjart með rauðleitum blæ og fór skrykkjótta leið lágt á himninuin. Svipað ljós sást fyrir utan Borgar- nes uppúr kl. 18. Lýsti hluta fjallsins Hann segist hafa hringt í bónda í Vatnsdal. Sá hafi farið út og séð Ijósið. „Bóndinn hélt svo áfram að fylgjast með þegar Ijósið hvarf mér á bakvið Víðidalsfjallið fimmtán til tuttugu mínútum eftir að ég sá það fyrst. Hann sagði mér að ljósið virtist stoppa yfir fjallinu og lýsa upp hluta af því,“ segir hann. „Þegar ég var að búa mig undir að fara heim tíu til 15 mínútum seinna sá ég svo ljósið koma aftur framundan Víðidals- fjallinu og stefna í vestur eða norðvestur. Ljósið bar svo lágt að um þriðjungurinn af fjallinu var fyrir ofan.“ „Ég hringdi í flugmálasljórn þegar ljósið var farið að fara í suðvestlægari stefnu inn á flug- leiðina til suðurs og hélt kannski að þarna væri þyrla.með leitarljós í æfingaflugi. Þeir könnuðu málið þjá Landhelgisgæslu, Keflavíkur- flugvelli og flugturni og ekki var vitað um neina þyrlu.“ Birgir segir að ljósið hafi smám saman fjarlægst og dofnað suð- vestur. Hann hafi haft samband við mann í Borgarnesi. Maðurinn hefði séð áberandi Ijós á himni í norðri fara í vestsuðvestur og hverfa í vesturátt uppúr kl. 18. Eftir atburðinn segist Birgir ekki hafa hugmynd um hvernig megi skýra ljósið. Hann hafi séð stjörnuhrap og halastjörnu en ljósið hafi ekki líkst því. Ljósið hafi verið lágt á himni, í um 2.000 til 2.500 feta hæð til að byija með, og hafi næst komið 10 til 15 mílur að flugturninum. * # I fj ár hagsáætlun Hafnarfjar ðarbæjar er gert ráð fyrir að útsvar haldist óbreytt Rúmir 3 milljarðar til ráðstöfunar í FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnar- fjarðar fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari 9,2% og að fasteignaskattur verði 0,375% af íbúðarhúsnæði en 1,25% af atvinnu- húsnæði. Þá er sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði jl ,25%. Til ráðstöfunar eru rúmir 3 milljarðar og er gert ráð fyrir að um 1,9 milljarðar fari í almennan rekstur, 16 millj. til greiðslu skammtímavaxta, 405 millj. til af- borgana lána, tæpar 263 millj. til greiðslu vaxta af langtímaskuldum, 233,6 millj. til fjárfestinga, 121 millj. til eignfærðra fjárfestinga og undir öðrum lið er 27,2 millj. vegna 10% framlags bæjarins til félags- legra íbúða á vegum Húsnæðis- nefndar og 30 millj. til hækkunar langtímakrafna. Aðhald í útgjöldum I greinargerð Ingvars Viktors- sonar bæjarstjóra við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1996 kemur fram að í áætluninni sé leit- ast við að gæta aðhalds í útgjöldum bæjarins. Markmiðið sé að rekstrar- gjöld verði um 70% af sameiginleg- um tekjum bæjarsjóðs. Gerð var rammaáætlun, þar sem forstöðu- menn stofnana og deilda áætla kostnað, sem lagður var til grund- vallar áætluninni. Fram kemur að vextir af skammtíma- og langtíma- lánum lækki á milli ára og að ekki sé gert ráð fyrir nýjum langtímalán- um á árinu. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að laun miðist við gildandi kjara- samninga og er Iögð áhersla á hag- ræðingu sem kunni að Ieiða til tölu- verðra lækkunar á heildarlaunum. Fram kemur að átt sé við að ekki verði ráðið sjálfkrafa í þær stöður sem losna hjá bænum heldur verði reynt að hagræða meðal annars með því að hugsanlega færa starfs- menn eða starfsemi milli deilda. Sameiginlegar telgur tveir milljarðar Áætlaðar sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru rúmir 2 milljarðar, sem er 9,7% hækkun miðað við upphaflega áætlun ársins 1995. Tekið er fram að tekjur vegna ÍSAL séu áætlaðar 128,1 millj. en sam- bærileg tala árið 1995 var 45 millj. Jafnframt er gert ráð fyrir að tekj- ur bæjarins hækki verulega næstu þijú árin vegna stækkunar álversins í Straumsvík. í fjárhagsáætluninni er miðað við að útsvarsstofn hækki um 4,5% að teknu tilliti til áhrifa hagvaxtar og fleiri gjaldenda en miðað er við að fjölgunin sé um 2,5%. Fasteignagjöld verða óbreytt og er gert ráð fyrir að þau skili tæp- lega 475,9 millj., sem er 1,49% hækkun milli ára þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteigna- mati íbúða og atvinnuhúsnæðis og að fasteignum hefur fjölgað. Þá segir að ekki sé gert ráð fyr- ir tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga á árinu. Úthlutunarreglur sjóðsins séu í endurskoðun og búist við að stærri og öflugri sveitarfélög fái ekki framlög úr sjóðnum. Tvær nýjar nefndir Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna yfirstjómar bæjarins verði um 139,2 millj. í greinargerð bæjar- stjóra segir að áætlunin sé sam- bærileg við yfirstandandi ár en tek- ið er fram að einnig sé gert ráð fyrir um einni milljón vegna tveggja nýrra nefnda, það er hagræðingar- og spamaðarráði og framkvæmda- og tækniráði. Fram kemur að horf- ið sé frá byggingu nýs stjórnsýslu- húss, sem ráðgert hafi verið að byggja í samvinnu við ríkissjóð en miðað við fyrri samning var gert ráð fyrir að þar yrði aðsetur sýslu- mannsins í Hafnarfirði, héraðsdóms Reykjaness og bæjarskrifstofa Hafnarfjarðar. Félagsmál Útgjöld vegna félagsmála em áætluð um 274,9 millj. og er það með svipuðum hætti og á síðasta ári. Ákveðið hefur verið að greiða húsaleigubætur á næsta ári eins og á yfirstandandi ári og er ráðgert að 40% hlutur bæjarins verði 9 millj. í greinargerð bæjarstjóra kemur fram að á árunum 1995 til 1997 muni bæjarsjóður taka á sig skakkaföll vegna uppsafnaðs'vanda húsnæðisnefndar bæjarins. Bein framlög bæjarins þessi þijú ár eru 308 millj., þar af 61 millj. árið 1996. Þá segir að hugsanlega verði nokk- ur breyting á frá því sem verið hefur, þar sem Hafnarfjörður hafí verið valið eitt af reynslusveitarfé- lögunum. Byggt við Setbergsskóla Til fræðslumála er áætlað að veija um 688,7 millj. í rekstur en í greinargerð bæjarstjóra er bent á að ekki sé tekið tillit til væntan- legra breytinga sem verða á miðju ári þegar rekstur grunnskóla færist frá ríki yfir til sveitarfélaga. Fram kemur að veija á 85 millj. til bygg- ingar 3. áfanga Setbergsskóla og á hann að vera tilbúinn haustið 1996. Til framkvæmda við nýjan tónlist- arskóla verður varið 20 millj. og er miðað við að framkvæmdir hefj- ist seinnihluta ársins 1996 og mögulegt verði að taka skólann í notkun haustið 1997. Til menningarmála er áætlað að veija rúmum 65,4 millj. og í grein- argerð bæjarstjóra kemur fram að gert er ráð fyrir 2 millj. til að kanna framtíðarhúsnæði fyrir safnið í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá segir að útgjöld Hafnarborgar hækki um rúmar 2,9 millj. meðal annars vegna útgáfu sýningarskráa og listaverka- korts auk þess sem leigutekjur af Apóteki falli niður eftir að það flutti í Miðbæinn. Gjaldskrá sundlauga endurskoðuð Til æskulýðs- og íþróttamála verður varið rúmum 286,3 millj. og er gert ráð fyrir að rekstur íþrótta- húsa verði svipaður og árið 1995. Þá verður gjaldskrá sundlauganna endurskoðuð og hækkuð til sam- ræmis við gjaldskrár nágranna- sveitarfélaganna. Til bygginga íþróttamannvirkja er áætlað að veija 34 millj. en nákvæm skipting fjármunanna liggur ekki fyrir. I greinargerð bæjarstjóra segir að stærsti hlutinn renni til uppgjörs á framkvæmdum sem þegar hafa verið unnar og eru stærstu liðirnir FH og Keilir en minna hjá öðrum. Tekið er fram að unnið er að heildarendurskoðun á rekstrar- samningum við íþróttafélögin og að brýnt sé að ljúka þeirri vinnu sem fyrst og samræma framlög til íþróttafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.