Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN fisvn SJONVARPIÐ S T O Ð FJÖLVARP Rætt um nýja stöðu á sjónvarpsmarkaðnum og hugsanleg viðbrögð Ríkisútvarpsins við henni á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga Þarf að skerpa á sér- stöðu Ríkissjónvarpsins Tóbak aftur auglýst í Kanada Ottawa. Reuter. BREYTINGAR á öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, nauðsyn þess að það aðgreini sig frekar frá sam- keppnisaðilum sínum og svigrúm nýju sjónvarpsstöðvanna tveggja á markaðnum var meðal þess sem rætt var á fjörugum morgun- verðarfundi sem Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga efndi til fyrir skömmu. Framsögumenn fundarinns voru þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður Útvarpsráðs, og Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, og ræddu þeir meðal annars þá nýju stöðu sem upp væri komin á fjölmiðla- markaðnum og þær breytingar sem kynnu að fylgja í kjölfarið. Gunnlaugur sagði að innan Ríkisútvarpsins væri þessa dagana verið að ræða hugsanleg viðbrögð við hinum tveimur nýju sjónvarps- stöðvum, en of snemmt væri að tjá sig nokkuð um þau. Hann sagði hins vegar að sín persónulega skoðun væri sú að neytendur yrðu ekki tilbúnir til þess í framtíðinni, að greiða þvingað afnotagjald af ríkisfjölmiðli sem ekki væri að neinu marki frábrugðin öðrum fjöl- miðlum á markaðnum. „Ríkissjónvarpið þyrfti að auka áhersluna á innlenda dagskrár- gerð, sem í dag nær aðeins yfir um 40% af dagskrárefni þess. Á móti þyrfti hins vegar að skera niður í rekstri til þess að fjár- magna aukna framleiðslu á inn- lendu efni,“ sagði Gunnlaugur. Sem dæmi um mögulegan niðurskurð nefndi hann að losa þyrfti Ríkisútvarpið undan rekstri dreifikerfisins og þeim öryggis- kvöðum sem því væru fylgjandi. Þetta kerfi væri dýrt og í raun engin ástæða til þess að fela stofn- unni rekstur þess. Á fundinum var bent á að óþarft væri að reka tvö aðskilin dreifikerfi og var sá möguleiki nefndur að stofnunin nýtti dreifingarkerfi Pósts- og síma þess í stað. Gunnlaugur sagði hins vegar að erfitt hefði reynst að semja við stofnunina um sann- gjama verðlagningu á slíkri þjón- ustu. Jafet Ólafsson, útvarps- stjóri Stöðvar 2, furðaði sig hins vegar á því að þessi tvö ríkisfyrirtæki gætu ekki náð samning- um sín á milli og benti á að Stöð 2 hefði nú þegar samning við P&S um notk- un ljósleiðarakerfisins við dreif- ingu á dagskrá Stöðvar 2. Þetta fyrirkomulag tryggði aukið öryggi í útsendingum, eins og komið hefði í ljós í óveðrunum nú í haust. Þar hefði hins vegar öryggishlut- verk RÚV orðið fyrir nokkrum álitshnekki. Afnám afnotagjalda í núverandi mynd var önnur leið sem Gunn- laugur nefndi til sparnaðar. Þess í stað mætti taka upp nefskatt og losa Ríkisútvarpið þannig und- an rekstri kostnaðarsamrar inn- heimtudeildar. Þá mætti kanna möguleikann á því að bjóða út meira af innlenda dagskrárefn- inu, enda væri nóg af hæfum fyrirtækjum á markaðnum sem gætu tekið að sér framleiðslu á því. Talsvert meira svigrúm fyrir sjónvarp á auglýsingamarkaði Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, sagði að alls óvíst væri hvort rými væri á markaðnum fyr- ir svo margar sjónvarpsstöðvar. Það myndi tíminn einn leiða í ljós. Hins vegar benti hann á að þróun- in sem hefði átt sér stað hér á landi væri í takt við það sem gerst hefði á alþjóðavettvangi. „Hvað sem öðru líður þá hafa fyrstu við- brögð markaðarins verið góð frá okkar bæjardyrum séð. Fjöldi þeirra sem hafa gerst áskrifendur að þeim tveimur tilboðum sem við höfum haft í boði er nú kominn í 6.000.“ Páll benti jafnframt á að vaxtar- möguleikar íslenskra sjónvarps- stöðva ættu að teljast nokkuð góð- ir. Einungis 30% auglýsinga á markaðnum hér heima væru í sjón- varpi, en algengt hlutfall erlendis væri um 50%. miðað við það ætti að vera svigrúm fyrir stöðvarnar að bæta nokkuð við sig. Þá gagnrýndi Páll hugmyndir um að stjórnvöld seldu aðgang að útsendingarrásum. „Það er rangt að hér sé um takmarkaða auðlind að ræða. Burðargetan er ekki tak- mörkuð og miðað við þær tækni- nýjungar sem fyrirsjáanlegar eru, svo sem ljósleiðarakerflð og önnur nýjung er nefnist stafræn þjöppun (digital compression), á hún eftir að margfaldast frá því sem nú er,“ sagði Páll. TOBAKSIÐNAÐUR Kanada hefur ákveðið að hefja mikla auglýsinga- herferð í byijun næsta árs, þar sem hæstiréttur landsins hefur hnekkt sjö ára gömlu banni við tóbaksaug- lýsingum. Diane Marleau heilbrigðisráð- herra hyggst bera fram frumvarp um nýtt bann, þar sem málfrelsi verði haft í heiðri í samræmi við úrskurð hætaréttar, en tóbaksiðn- aðurinn ætlar að auglýsa þangað til nýtt bann tekur gildi. Samtök kanadískra tóbaksfram- leiðenda, CTMC, hafa skýrt frá nýj- um siðareglum, sem farið verði eftir í tóbaksauglýsingum. Marleau, sem telur að lög um nýtt bann muni liggja fyrir í vor, sagði fréttamönnum: „Tilgangur tóbaksfyrirtækjanna er að selja sígarettur. Tilgangur heilbrigðisráðherra Kanada er að vernda heilsu Kanadamanna og sér í lagi að tryggja að ungt fólk byiji ekki að reykja.“ Auglýsa ekki í sjónvarpi Robert Parker, forseti CTMC, sagði þau þijú fyrirtæki sem stæðu að samtökunum (Imperial Tobacco, RJR Macdonald og Rothmans, Ben- son & Hedges) mundu forðast sjón- varpsauglýsingar. Ekkert fólk yrði UM ÞAÐ bil 98% landsmanna hafa nú möguleika á því að sjá útsending- ar Stöðvar 2, að sögn Jafets Ólafs- sonar sjónvarpsstjóra stöðvarinnar. Fyrir skömmu var bætt við dreif- ingakerfi Stöðvar 2, þannig að íbú- um á Hólmavík og í Hrútafirði var gert kleift að ná útsendingum stöðv- arinnar. Síðastliðið mánudagskvöld bættust síðan íbúar í Mývatnssveit við. Bakkaflörður er eina þorpið á Iand- inu sem nær ekki útsendingum Stöðvar 2, en að öðru leyti dreifast þau 2% sem upp á vantar um allt land, þ.e. um er að ræða staka bæi eða dali. „Ekki er hægt að segja hvenær úr þessu verður bætt, því í auglýsingunum, reynt yrði að forð- ast „lífsstílsauglýsingar" og á aug- lýsingunum yrði greinilegt viðvör- unarmerki. Samkvæmt siðareglunum verður fyrirtækjunum fijálst að auglýsa í tímaritum, dagblöðum og á auglýs- ingaspjöldum, svo fremi að ekki sé höfðað til ungmenna. Tóbaksauglýsingar eiga aðeins að miða að því að auka eða halda mark- aðshlutdeild og skírskota til fullorð- inna notenda tóbaksafurða, segir í yfírlýsingu frá CTMC. Gegn auknum reykingum Samtök gegn reykingum segja að með auglýsingum hljóti að vera reynt að ná til fólks, sem ekki reyki. „Þess- ir menn verða að selja fleiri sígarett- ur — á því leikur enginn vafí,“ sagði David Esdaile úr „baráttusamtökum lækna fyrir reyklausu Kanada". Parker sagði að tóbaksfyrirtækin stæðu frammi fyrir þeim möguleika að erlend fyrirtæki kæmu til skjal- anna og nældu sér í markaðshlut- deild f Kanada. Markaðshlutur Im- perials hefði verið um 54% áður en tóbaksauglýsingar voru bannaðar 1988, en aukizt í rúmlega 60% nú, á kostnað hinna fyrirtækjanna tveggja. síðustu 2% eru mjög dýr.“ sagði Jafet. Áskrifendur Stöðvar 2 eru komnir yfir 45.000 og stefnir í að þeir verði orðnir um 46.000 um áramótin, að sögn Jafets, sem sagði að búið væri að dreifa 53.000 myndlyklum. Hafið og Kæra Jelena Nýlega gerði Stöð 2 tvo samninga við Saga film. Um er að ræða upp- tökur á leikritinu Hafínu eftir Olaf Hauk Símonarson sem verður á dag- skrá á jóladag. Hitt verkið er Kæra Jelena, sem verður væntanlega á dagskrá um næstu páska. „Saga film sá um upptökurnar og við kaupum verkin ef þeim fullbúin," sagði Jafet Ólafsson. RÚVauki inn lenda dag- skrárgerð. 98% landsmanna ná Stöð 2 Lifandi margmiðlunarútgáfa MARG- MIÐLUN Gcisladiskur ÍSLANDSHAND- BÓKIN íslandshandbókin, ísland í máli og myndum. Margmiðl- unardiskur sem byggður er á Islandshandbók Amar og Örlygs I—II. Ritstjórar eru Heimir Pálsson og Tryggvi Jakobsson. Tæknivinna var í höndum verkfræðistofunnar Rafhönnunar hf., Maria Candi skrifaði forritið og Indriði Indo Candi sá um útlitshönnun. Námsgagna- stofnun gefur út. MARGMIÐLUN er vand- meðfarið efni eins og fjöl- margir hafa brennt sig á. Framan af var alsiða, og tíðkast merkilega víða enn, að setja prentaðan texta inn á geisladisk, bæta við nokkrum myndum og kalla margmiðlunardisk. Sú þró- un minnir um margt á frum- býlingsár sjónvarpsins, þeg- ar sendir voru út mynd- skreyttir útvarpsþættir, en smám saman hafa menn þó áttað sig á möguleikum miðilsins, sem á þegar fram í sækir eftir að leggja undir sig að miklu leyti ákveðið útgáfusvið, svið fræði- og uppflettirita, enda býður tölvutæknin upp á nánast óþijótandi möguleika fýrir slíka útgáfu, hvað varðar samþættingu mynda, hljóðs og texta og ekki síst leitar- möguleika. Bókavinir fussa og sveia eflaust yfír slíkum yfírlýsingum, en átta sig ekki á því að þau ungmenni um land allt sem eru að bjástra við margmiðlunar- diska, leiki og fræðsluefni, í stað þess að lesa íslend- ingasögur eða Þjóðsögur Jóns Árnasonar, eiga eftir að líta bækur öðrum augum en þeir sem aldir eru upp á slíku þjóðlegu andlegu fóðri. Það er af sem var að frí- stundum var eytt í bóklest- ur; nú er setið við sjónvarp- ið eða tölvuskjáinn. Því skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenska menningu og tungu að til sé aðgengilegt íslenskt fræðslu- og menningarefni í margmiðlunarbúningi og vel til fundið hjá Náms- gagnastofnun að hefja slíka útgáfu á íslandshandbók- inni. Notagildi útgáfu sem þessarar hlýtur að ligga í augum uppi og frágangur hennar er slíkur að flestir hljóta að hafa af henni nokkurt gagn og mikið gaman. Krafa er um 486- tölvu með 4 Mb innra minni hið minnsta, SVGA skjá- korti og geisladrifí, en allt er þetta orðið að segja lág- markskrafa fyrir flest forrit. Reyndar reyndi ég forritið á tveimur tölvum, annars vegar 66 MHz 486 tölvu með 2x geisladrifí og 8 Mb innra minni og hins vegar 90 MHz Pentium tölvu með 4x geisladrifi og 16 MB innra minni. Ejkki þarf að taka fram að síðarnefnda tölvan var snarari i snúning- um, en sú fyrrnefnda dugði vel til verksins og var síst til vandræða. Uppsetning gekk liðlega fyrir sig í báð- um tilfellum, þó ekki hafi hljóðkort verið í 486 tölv- unni, en þó það sé talið æskilegt er það alls ekki skylda. Notendaskil íslandshand- bókarinnar eru nokkuð framandleg við fyrstu sýn, en venjast fljótt og vel, sér- staklega ef flett er reglu- lega upp í hjálpartexta til að byija með, en hann er bæði ýtarlegur og skýr. Gott er að geta tekið út texta sér til handargagns, þ.e. sett hann á klippispjald og síðan fellt inn í annan texta, til að mynda í rit- gerðum, en ókostur að ekki er hægt að prenta út kort nema með aðstoð klippifor- rita. Líklega er það vegna réttar Landmælinga, en notagildi disksins hefði orð- ið meira ef hægt hefði ver- ið að prenta út kort þó í lítilli upplausn væri. Á disknum eru nær 200 kort, gróður-, jarðfræði- og vegakort, en úr vegakort- unum er hægt að fara í ferðakort í mælikvarðanum 1:500.000. Aukinheldur sem hægt er að ferðast eft- ir staðaheitum á lista er hægt að fara um landið eftir kortum og smella á staði til að fá frekari upp- lýsingar. Því er reyndar ekki ýkja haganlega fyrir komið, því renna þarf með bendilinn yfir skjáinn til að finna um hvaða staði er hægt að fá fróðleik og lík- lega hefði farið betur á að hafa heiti til að mynda með öðrum lit ef þar væri eitt- hvað bitastætt að finna. Einnig eru á disknum um 1.000 ljósmyndir, sem eru til mikillar prýði, en hreyfi- myndir mættu vera mun fleiri. íslandshandbókin er af- skaplega vel heppnuð út- gáfa, aðgengileg og skýr, og farið bil þess ýtrasta sem tæknin býður upp á og bók- legra fræða. Vonandi er þessi útgáfa bara vísir að því sem framundan er, því sárlega skortir lifandi margmiðlunarútgáfu á ís- lendingasögum, Þjóðsögum Jóns Árnasonar og fleiri undirstöðuritum íslenskrar menningar ef hún er þá eitt- hvað sem við viljum að haldi velli. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.