Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 AÐSEIVIDAR GREINAR STARFSMENN Ríkisútvarpsins á 10 ára afmæli þess, 1940. orðgnótt, að seint gleymist. Mér er í minni frá unglingsárum, er hann kom af fréttastofu í Landssímahúsi á samkomu ungra jafnaðarmanna á Hótel Skjaldbreið. Hann stöðvaði dans, sem þá var hafinn. Ungmenn- in slógu hring um Sigurð á dansgólf- inu. Þar þrumaði hann fast að 20 mínútum um bardaga, er þá stóðu í Vínarborg, um verkamannabústaði í Karl Marx Hof. Þá var uppgangur fasiskra afla í Austurríki. Ungling- arnir hlýddu af athygli. Drukku í sig hvert orð ræðumanns. Engum datt í hug að halda áfram dansi meðan Sigurður kaus að tala. Bráðskarpur. Góður námsmaður. Hafði djúpa og karlmannlega rödd. Söngmaður góð- ur. Lyfti gjarnan glasi. Vildi hafa þau fleiri en eitt. Og þreyta langar vökur. Eitt sinn sem oftar kom hann á heimili okkar hjóna í Meðalholt. Bar sig illa. Kvaðst hafa lent í harð- bráki um nóttina. Hafði farið úr liði á stórutá. Haltraði um gólf og stundi. Við spurðum: Hvernig vildi þetta til? Jú, mig dreymdi, að ég ætti leið um Laugaveginn. Við Kjöt- búðina Borg mætti ég ljóni, sem ég þykist kannast við. Það lætur ófrið- lega og skellir skoltum. Þá sá ég að þetta var Metro-Goldwyn-Meyer ljónið, sem ég kannaðist við úr kvik- myndum. Ég tók til fótanna, sem mest ég mátti. Er ég kom í Banka- stræti var ég að lotum kominn og leitaði athvarfs í anddyri verslunar. Varðist ég ásókn ljónsins með því að sparka í gin þess. Við það vakn- aði ég og fann þá mikinn sársauka í hægra fæti. Stóratáin hafði farið úr liði við varnarbaráttu mína. Langt mál mætti rita um sam- skipti Morgunblaðsins og Ríkisút- várpsins á fyrstu árum þess. Oft kastaðist í kekki og steytti á skeri. Stór orð féllu og þau tíðkuðust hin breiðu spjótin. En sáttargjörð var samin og hétu báðir sæmilegum friði. Bókanir fundargerða segja marga áhugaverða sögu. Sá var þó munur á aðstöðu að ritstjórar Morg- unblaðsins sátu, sumir hverjir, í út- varpsráði, en Ríkisútvarpið átti enga fulltrúa í ritstjórn Morgunblaðsins. Af fleira fólki Sigríður Bjarnadóttir, gjaldkeri og forstöðumaður Innheimtudeildar, var glóbjört á hár og gætti Rínar- gulls afnotagjalda. Þjóðveijar hefðu nefnt hadd hennar gullhár, að hætti Lorelei. Sigríður var líka gjaldkeri félagsins Germania. Helgi Hjörvar var stjórnarmaður þess félags um skeið. Sigríður var skapfestukona. Útvarpsstjóri virti hana mikils og fannst sumum, sem hann hefði jafn- vel beyg í brjósti og hliðraði sér hjá því að biðja Sigríði bónar, ef fjárútl- át fylgdu. Sú saga var sögð að eitt sinn er ungur starfsmaður bar upp það erindi við útvarpsstjóra, að fá smáupphæð, lítið brot mánaðar- iauna, sem fyrirframgreiðslu úr fjár- hirslu Sigríðar, þá hafi Jónas Þor- bergsson seilst í vasa sinn eftir eig- in veski og sagt: Heyrðu, Jón minn. Ég vil heldur lána þér þetta sjálfur, en biðja Sigríði þess.“ Sigríður og systir hennar Kristrún áttu sér unaðsreit í Kópavogi. Eng- um manni voru þær gefnar. I fögrum garði þeirra þrútnuðu og roðnuðu jarðarber „sólvermd í garði“, Sigríður hafði áður unnið hjá Rosenberg veitingamanni á Hótel íslandi. Þar kvittaði hún á reikning vegna dvalar Natans Friedmanns haustið 1931, er hann kom öðru sinni til lands vors. Jón Leifs vann það stórvirki að flytja hingað til lands fullskipaða sinfóníuhljómsveit Hamborgar- manna. Með því færði hann andblæ heimsmenningar í fásinnið. Sjálfur iðkaði hann píanóleik á foreldra- heimili við Bókhlöðustíg. Dag nokk- ur er Jón lék hvað ákafast rímnalög sín kemur Páll bróðir hans inn til Jóns og segir: Hættu strax að spila Jón. Það fæddist hestur niðrí Lækj- argötu. Hann heyrði til þín. Sigurður Hallgrimsson hóf störf um fermingaraldur. Var sendur til þeirra sem flytja áttu erindi eða komu fram í útvarpi. Allt var það formlegt og með festu. Væntanlegir flytjendur undirrituðu samninga um flutning. Annað var ógilt. Síðar vann Sigurður tæknistörf. Hljóðritaði lestur dr. Ein- ars Ólafs Sveinssonar á Njálu. Þá var slíkt gert af hátíðleik og næmum skilningi. Handan við glerið sat Sig- urður og hlustaði hugfanginn. Gunnar Pálsson söngvari var hægri hönd útvarpsstjóra við erlenda samningsgerð. Hann söng einnig með Karlakór Reykjavíkur. Var tíður gestur sem einsöngvari í útvarpi. Bar sigurorð af sjálfum Stefáni Is- landi í atkvæðagreiðslu Útvarpstíð- inda. Vilhjálmur Þ. Gíslason var fyrst ráðinn til þess að afla erlendra frétta. Varð síðar ráðunautur um bókmenntir og loks útvarpsstjóri. Ragnheiður Möller var ötul í starfi auglýsingastjóra. Hún kunni einnig að koma fyrir sig orði. Eitt sinn varð þulnum það á í messunni er hann las auglýsingu um silfurblý- ant, sem lýst var eftir, að segja „silf- urblýantur andaðist á Lækjartorgi". Nú hringdu gárungar og spurðu: Hvenær á að jarða silfurblýantinn? Ragnheiður svaraði að bragði: Eruð þér kannske náinn ættingi? Yður verður þá tilkynnt það svo þér getið fylgt honum. Helgi Hjörvar lagði ríka áherslu á skýran framburð þula. Ung og raddfögur stúlka, sem ráðin var til þularstarfa fann ekki fulla náð hjá Helga. Hún sagði í frétt: Stúlka sarðist, fyrir særðist. Grannland fyr- ir Grænland. Svo frétti Helgi að stúlkan hefði handleggsbrotnað. Varð honum þá að orði: Skyldi bless- uð stúlkan hafa getað sagt Æ. Dr. Franz Mixa flutti með sér seiðandi hljómlist Vínar, andblæ Schuberts og Mozarts. Samstarf hans og íslenskra hljómlistarmanna lyfti hljómlist á hærri svið, en stór- virki íslenskrar útvarpshljómlistar ber þó helst að þakka Ernil Thor- oddsen; auk þess sem Páll ísólfsson og Þórarinn Guðmundsson voru í fylkingarbrjósti. Emil sagði um nýja krónuseðla, sem prentaðir voru á lélegan og óvandaðan pappír. „Maður má ekki einu sinni svitna, þá er maður orðinn blankur." EINSTAKT JOLATILBOÐ - 20% ALSLATTUR MUNURINN LIGGUR I LOFTINU! Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur heimilisryksuga. Nýr síunarbúnaður, svonefnd HEPA sía, er svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu smærri en 1/10.000 úr millimetra, verða eftir í ryksugunni. bh AKtirnft ara aDyrgo NILFISK GM210 NILFISK GM200 NILFISK GM200E (Rétt verð 33.670,-) (Rétt verð 28.400,-) (Rétt verð 23.1 50,-) JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ 1ÓLATILBOÐ 25.590,- Stgr. 21.580,- stgr. 17.590- stgr 3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta. HEPA-sía og TURBO-sogstykki t’ást aukalega með GM200 og GM200E. NILFISK /rDniX ÓMENGUÐ GÆÐI " uaÆ^ HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 . \ Ide line JK-200 er 1,5 Itr. hrabsubu- ikV kanna, 2000 W, meb mælistiku á hlib. ? jn )rf jl/ ; Sendum í póstkröfu um allt land ! 11 Greiöslukjör til allt aö 36 mánuöum SKipholtÍ 19 'S Sími: 55^9Ö00.V m r ’ " \ V.-' 'S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.