Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Framlag til Háskólans á Akureyri hækkað Nám í matvælaframleiðslu gæti hafist næsta haust FRAMLAG til Háskólans á Akur- eyri var hækkað um 1,5 milljónir króna við þriðju umræðu fjárlaga í fyrrinótt og verður sú hækkun nýtt til að koma á námi í matvælafram- leiðslu við skólann næsta haust fá- ist til þess heimild frá menntamála- ráðherra. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagðist ánægður með að Alþingi hefði kom- ið til móts við háskólann með því að auka framlag til hans, það væri viss viðurkenning á starfi sjárvarút- vegsdeildar. „Það mun styrkja sjáv- arútvegsdeildina og háskólann í heild þegar hægt verður að bjóða upp á nám í matvælaframleiðslu og í kjölfarið eykst samstarf okkar við rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna, Rannsóknarstofnun físk- iðnaðarins, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins,“ sagði Þorsteinn. Þrír fjórðu hlutar náms í mat- vælaframleiðslu eru þegar fyrir hendi innan háskólans, í sjávarút- vegsdeild og rekstrardeild, en með hækkun á framlagi verður hægt að bæta við því sem á vantar. Þessi námsgrein, matvælaframleiðslan, verður valgrein innan sjávarútvegs- deildar, en þar er meðal annars kennd matvælatækni, matvæla- efnafræði, umhverfísfræði og hrá- efnisfræði. Messur AKUREYRARKIRKJA: Aftan- söngur kl. 18.00 á aðfangadag, leikið á orgelið frá kl. 17.30. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, Michael Jón Clarke syngur í athöfninni. Margrét Stefánsdóttir leikur á flautu. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 á jóladag, Björg Þórhalls- dóttir syngur í athöfninni. Bama og ljölskylduguðsþjón- usta á annan dag jóla, kl. 14.00. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir préd- ikar. Barna- og unglingakór syngur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 í Miðgarðakirkju, Gríms- ey miðvikudaginn 27. desember. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 á jóladag í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja, hjúkrunar- deild aldraðra, Seli, hátíðar- guðsþjónusta kl. 14.00 á jóla- dag. A aðfangadag verður há- tíðarguðþjónusta á Dvalarheim- ilinu Hlíð kl. 15.30, böm úr Bamaskóla Akureyrar syngja. Hátíðarguðsþjónusta verður í Minjasafnskirkjunni kl. 17.00 á annan jóladag. GLERÁRKIRKJA: Aftan- söngur kl. 18.00 á aðfangadag. Lúðrasveit Akureyrar leikur í anddyri kirkjunnar frá kl. 17.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 á jóladag. Fjölskylduguðsþjón- usta annan dag jóla kl. 14.00. Barnakór Glerárkirkju syngur. HVÍTASUNNUKIRKJ AN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöld kl. 20. 30. „Syngjum jólin inn“, kvart- ett og kór flytja jólalög á að- fangadag frá kl. 16.30 til 17.30. A. Júlíana Þórólfsdóttir og Erna Varðardóttir syngja einsöng, G. Rúhar Guðnason flytur jóla- hugvekju. Hátíðarsamkoma, jóladag kl. 15.30, Jóhann Páls- son talar. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26, Messa kl. 18.00 í dag, Þorláksmessu og kl. 11.00 á morgun, aðfanga- dag. Jólamessa kl. 24.00 á að- fangadag, jóladagsmessa kl. 11.00 á jóladag og einnig verður messa kl. 11.00 á annan í jólum. MIÐGARÐAKIRKJA í Grímsey. Morgunblaðið/Hólmfríður Skata og Sveinki í Grímsey GRlMSEYINGAR snæða saman skötu í félagsheimilinu Múla um hádegi í dag, Þorláksmessu. Þeir sem ekki hafa lyst á skötunni fá saltfisk. I kvöld eiga svo börnin von á góðum gesti í heimsókn, en jólasveinninn leggur leið sína heim að hverjum bæ þar sem börn búa á Þorláksmessukvöld og færir þeim örlítinn glaðning. UA næst stærsti eig- andi Skagstrendings UTGERÐARFELAG Akureyringa hf. er orðinn næst stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Skagstrend- ings hf. á Skagaströnd, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. UA hefur aukið eignarhlut sinn í fyrir- tækinu síðustu vikur og á nú 12% hlutaijár í félaginu, eða 21,1 millj- ón króna að nafnverði. Höfðahreppur er stærsti hluthaf- inn í Skagstrendingi, með tæplega 25,5% eignarhlut, samkvæmt hlut- hafaskrá frá 19. desember, Burða- rás hf. á um 11,8%, Jöklar hf. rúm 5,6% og Þormóður rammi hf. rétt rúm 5% í félaginu. Björgólfur Jóhannsson, fjár- málastjóri ÚA, segir að það sé góður kostur að fjárfesta í Skag- strendingi og auk þess sé fyrirtæk- ið álitlegt til samstarfs við ÚA. Hann segir hins vegar að samein- ingarmál fyrirtækjanna séu ekki uppi á borðinu. Friðarganga FRIÐARGANGA verður í kvöld, Þorláksmessukvöld, og hefst hún kl. 20.00. við Menntaskólann á Akureyri. Gengið verður niður Eyr- arlandsveg, Kaupvangsstræti og út á Ráðhústorg. Þar flytur Val- gerður Magnúsdóttir, sviðsstjóri félags- og fræðslusviðs, ávarp og þátttakendur syngja saman Heims um ból. Kór Akureyrarkirkju og Kór Glerárkirkju leiða söng í göngunni. Kyndlar verða seldir á mennta- skólaplaninu, þeir sem eiga kyndla eru hvattir til að koma með þá með sér í gönguna en einnig getur fólk gripið með sér vasaljós til að lýsa upp með á leiðinni. LANDIÐ fff-Zfrrfy y mm u * t Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson KRISTJÁN Kristjánsson, Sveinn Guðbjartsson og Hansína Einars- dóttir höfðu í nógu að snúast í eldhúsinu. Og lyktin var eins og hún gerist best á Þorláksmessu. Skata í stað jólaglöggs ísafirði - Til nokkurra ára hefur það verið til siðs að fyrirtæki bjóði starfsfólki sínu upp á jóla- glögg í desember. Stjórnendur Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal ákváðu að hafa annan háttinn á nú og efndu til skötuveislu í kaffisalnum í hádeginu í gær. Um fimmtíu starfsmenn mættu til veislunnar og var vel tekið til matarins, enda skatan af mörg- um talin hið mesta lostæti auk þeirra góðu áhrifa sem hún á að hafa á heilsu manna. Að sögn Sveins Guðbjartssonar, verk- stjóra hjá Hraðfrystihúsinu hf., voru 20 kg af skötu soðin, auk 10 kg af kartöflum og 2 kg af vestfirskum mör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki uppgefið, hver væri galdurinn á bak við verkun á eins sterkri skötu og starfsmönn- um Hraðfrystihússins var boðið upp á í gærdag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson NOKKRUM starfsmönnum af yngri kynslóðinni fannst bragðið og lyktin ekki góð en létu sig samt hafa það að borða skötuna. Morg-unblaðið/Alfons. HANN er alltaf jafnáhugaverður hann Stúfur. Stúfur á jólabasar Ólafsvík - Lúðrasveitin Snær í Snæfellsbæ hyggur á utanlandsferð í sumar og leikur á alþjóðlegri sam- komu lúðrasveita í Danmörku og Svíþjóð. Af því tilefni var haldinn jólabasar í íþróttahúsi Ólafsvíkur, til styrktar ferðalaginu, auk þess gáfu félagar út jólakort og verður ágóðanum af sölunni einnig varið í þessa ferð. Mesta lukku gerði þó Stúfur jóla- sveinn sem heimsótti basarinn. Fór Stúfur um bæinn og heilsaði upp á börnin og kíkti í verslanir og kynnti sér verslunarmáta Ólsara. Naut Stúfur mikillar hylli barna sem sóttu jólabasarinn og fengu nokkur þeirra að setjast í fang hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.