Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Þús. tonrv 600 500 400 300 200 100 Þorskafíi á íslandsmiðum árin 1905-1995 ../. / / . Ísland Útlönd 1405-9 1910-19 /1920-29 1930-39" 1940-49 1950-59 1960-69, 1970-79 1980-89 1990-95 , x \ / \ Heirrjild: Fiskifélag íslands Veiðistofninn úr 3 milljónum tonna 1933 í 6-700 þúsund Þorskafli ekki verið minni í rúm 50 ár ÞEGAR ljtið er yfir sögu þorsk- veiða á Islandsmiðum á árunum 1905 til 1995 má sjá að mesti afli fékkst á fjórða og sjötta áratugn- um. Á 25 ára tímabili frá 1950 til 1975 má sjá að erlend fiskiskip veiða að jafnaði um 175 þúsund tonn af þorski á ári, en það er meira en áætlað er að heildar- þorskafli verði á þessu ári. Það er einnig athyglisvert að meðalafli frá 1950 til 1990 er rétt rúm 400 þúsund tonn, en ef tekin eru síðastliðin fimm ár má sjá að meðalafli er rúm 200 þúsund tonn. EINI D)ÚPSTEIKINGARPOTTURINN MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARIÍTILL FLJÓTUR. Verð aðeins frá kr. 7.990,- til kr. 13.990,- (sjá mynd). /?onix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 „Alþjóða hafrannsóknaráðið byrjaði að safna aflatölum hér við land árið 1905 og þá var aflinn tæp 100 þúsund tonn á íslandsmiðum," segir Sigfús Schopka, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni. Afli fer svo vaxandi og er kominn upp í tæp 200 þúsund tonn þegar fyrri heimsstyrjöldin skellur á. Þá hverfa útlendingar af miðun- um að mestu leyti og dregur aftur úr afla. Útlendingar fengu helming aflans á íslandsmiðum Strax að loknu fyrra stríði sækja útlendingar aftur á Íslandsmið og árið 1919 er afli útlendinga orðinn jafn hár afla íslendinga. Hann fer svo ört vaxandi á næstu árum og skiptist nokkurn veginn til helm- inga á milli íslendinga annars veg- ar og erlendra þjóða hinsvegar. „Þessi mikli afli stafar af mik- illi sókn á þessum árum og auk þess var ástand stofnsins gott,“ segir Sigfús. „Á árunum eftir 1930 gekk mikið af þorski af Græn- landsmiðum yfír á íslandsmið og aflinn komst í hámark árið 1933 eða 518 þúsund tonn ef miðað er við súluritið." Þrátt fyrir að ekki dragi úr sókn- inni fór afli svo aftur minnkandi og er árið 1938 kominn niður í 300 þúsund tonn. „Þetta stafar bæði af lélegri nýliðun og jafnvel of harðri sókn,“ segir Sigfús. Afli langt umfram veiðiráðgjöf Þegar útlendingar hurfu af mið- unum í byrjun seinni heimsstytj- aldarinnar árið 1939 dró verulega úr sókninni. Stofninn ___________ fékk umtalsverða friðun og afli íslendinga fór vaxandi á þessum árum. Strax að lokinni heims- styijöld fóru útlendingar ™" aftur að leita á íslandsmið og afli fór vaxandi ár frá ári uns hann náði öðru hámarki árið 1954 eða 550 þúsund tonnum. „Þennan mikla afla má að hluta til rekja til þess að þorskur gekk í miklum mæli af Grænlandsmiðum til hrygningar hér við iand.“ segir Sigfús. „Þrátt fyrir vaxandi sókn dró stöðugt úr afla næstu árin með sveiflum þó, vegna breytinga í sókn, breytinga á styrk árganga í stofninum og/eða vegna gangna á fisk af Grænlandsmiðum. Það var ekki fyrr en Islendingar færðu landhelgi sina út í 200 mílur árið 1976 sem dregur fyrst verulega úr sókninni, vegna þess að útlend- ingar hverfa að mestu af miðun- um.“ Það stóð þó ekki lengi þar sem íslendingar fylltu fljótlega í skarð- ið með nýjum skuttogurum og a,ukinni veiðitækni. Fyrst fór aflinn vaxandi og komst upp í 470 þús- und tonn árið 1981, en hrapaði svo niður í 300 þúsund tonn árið 1983. „Þá var komið á kvótakerfi og þar sem tveir þpkkalegir árgangar voru að koma inn í veiðistofninn fór aflinn vaxandi næstu ár og komst í 390 þúsund tonn árið 1988,“ segir Sigfús. „Á þessum árum var afli langt umfram veiðiráðgjöf og þegar þessara tveggja árganga naut ekki lengur við og lakir árgangar komu inn í veiðistofninn minnkaði hann ár frá ári. Þetta hefur leitt til þess að takmarka hefur þurft veiðarnar meira og meira til þess að byggja stofninn upp á ný.“ Mestur afli 1933 Sigfús segir að árið 1946 hafi sambandið milli slægðs og óslægðs fisks verið endurskoðað. „Ef sami stuðull og notast er við í dag er notaður á fyrri hluta aldarinnar kemur í ljós að raunverulegur afli hefur verið 3 til 4 prósentum hærri en súluritið gefur til kynna. Þannig að rauríverulega fékkst mesti afli sem fengist hefur á ís- landsmiðum árið 1933. Þegar ég __________________ skoðaði óbirt gögn í Aflinn í raun Bretlandi um afla Breta 3 til 4 prósent- hfr Jið ,andJ.kom ! í* limh»rri að fiskgengdin var svo mikil á þessum árum að ........ á Selvogsbanka einum veiddu Bretar 40 þúsund tonn af þorski í aprílmánuði árið 1933.“ Sigfús heldur áfram: „Ég bak- reiknaði stærð þorskstofnsins eins langt og kerfisbundin gagnasöfnun leyfði og þá kom í ljós að á árunum um 1930 var veiðistofnstærðin um 3 milljónir tonna. Á árunum 1953 til 1955 er stofninn á bilinu 2 til 2‘Á milljón tonn, en nú er áætlað að stofnstærðin sé um 6-700 þús- und tonn.“ Fjórtán tíma átakafundur sjávarútvegsráðherra ESB Niðurskurður á veiðiheimildum mildaður nokkuð Brussel. Reuter. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins luku í gærmorgun fjórtán klukku- stunda löngum næturfundi um ákvörðun kvóta næsta árs. Ráð- herrarnir létu undan þrýstingi frá sjávarútveginum og ákváðu að milda nokkuð niðurskurð á veiði- heimildum frá því sem gert var ráð fyrir í tillögum framkvæmda- stjórnar ESB. „Við höfum náð jafnvægi á milli sæmilega ábyrgra veiða og félags- og efnahagslegra hagsmuna,“ sagði Luis Atienza, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Spánar, eftir fundinn. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni, sagði hins vegar að hún hefði viljað sjá djarfari aðgerðir til að vernda fiskstofna. „Málamiðl- unin varðandi verndaraðgerðir var ekki fullnægjandi," sagði Bonino. „Við verðum að beina athyglinni í auknum mæli að fiskstofnunum og vernd þeirra, ef við ætlum að stuðla að sjálfbærum veiðum í framtíðinni." Baldry „vann“ 50.000 tonn af þorski Tony Baldry, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, státaði af því eft- ir fundinn að hafa „unnið“ 50.000 tonn af þorski til baka af fram- kvæmdastjórninni. Talið er að sá afli skili brezkum sjávarútvegi um þremur milljörðum króna í tekjur. Baldry sagði að þetta næmi 10% umfram tillögur framkvæmda- stjómarinnar og myndi koma fiski- mönnum um allt Bretland til góða. Hann sagði að Bretar hefðu jafn- framt fengið umfram það, sem framkvæmdastjórnin lagði til, 12.700 tonn af síld, 6.100 tonn af skarkola, 4.700 tonn af lýsingi og 345 tonn af sólflúru. Heildarskarkolakvótinn í Norð- ursjó var þó skorinn niður í 78.000 tonn, úr 115.000 tonnum á þessu ári. Framkvæmdastjórnin hafði lagt til að kvótinn yrði ekki nema 61.000 tonn. Samningar við önnur ríki staðfestir Sjávarútvegsráðherrarnir , stað- festu á fundi sínum fiskveiðiSamn- inga við níu lönd utan sambandsins og skiptu kvóta ESB í lögsögu við- komandi landa á milli aðildarríkj- anna. Um er að ræða samninga við ísland, Noreg, Færeyjar, Græn- land, Eistland, Lettland, Pólland og Guyana (í Suður-Ameríku). Ráðherraráðið ákvað jafnframt grálúðukvóta á úthafsmiðunum utan lögsögu Kanada, í samræmi við samkomulag NAFO frá í september. Spánn lét Þýzkalandi eftir 218 tonn af kvóta sínum og hefur þá 7.398 tonna kvóta. Þýzka- land hefur alls 550 tonn. I hlut Portúgals komu 3.122 tonn. Port- úgalski ráðherrann greiddi at- kvæði gegn kvótaskiptingunni, þar sem hann taldi land sitt fá of lítinn kvóta miðað við veiðireynslu sein- ustu ára. Sjávarútvegsráðherrarnir sam- þykktu að setja eftirlitsmenn um borð í skip á NAFO-svæðinu, styrkja eftirlit og efla verndarað- gerðir. Frakkar skammaðir vegna víntolla Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRNIN hefur sent svokallað rökstutt álit til franskra sljórnvalda vegna innflutningstolla þar í landi á sterk sætvín („vins natu- rellement doux ou liquoreux“). Náttúrulegt áfengismagn þessara vína er á milli 15% og 18% og telur framkvæmda- stjórnin því að tolla eigi þessi vín líkt og venjuleg borðvín en ekki sem aðra afurð líkt og Frakkar gera. Er vísað til til- skipunar 92/83/EEC um sam- ræmingu tolla á áfengi í því sambandi og málið rökstutt með því að ekki sé um styrkt vín að ræða. Framkvæmdastjórnin telur frönsku Iögin ekki samræmast tilskipuninni. í fyrsta lagi sé gerður greinarmunur á þurrum og sætum vínum sem.ekki á að skipta máli upp á tolla. í öðru lagi er gerður greinarmunur á því hvort vínið sé frá Frakk- landi eða öðru aðildarríki Evr- ópusambandsins. Þetta telur framkvæmdastjórnin ekki ein- ungis stangast á við tilskipunina heldur einnig grein 95 í Rómar- sáttmálanum. Ef ekki berst fullnægjandi svar frá frönskum sljórnvöldum innan tveggja mánaða má gera ráð fyrir að málið verði sent áfram til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.