Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KVIKMYNPIR Laugarásbíó, St jörnubíó Leiftur frá AGNES ★ ★ ★ húsbónda hennar, sýslumanninn (Egill Ólafsson) og hómópatann Natan Ketilsson (Baltasar Kormákur). Hefur sá síðamefndi betur og kaupir Agnesi á ómaga- uppboði og gerir að bústýru sinni og ástkonu. Tekur nú við róman- tískt tímabil sem varir ekki lengi því Natan er ekki allur þar sem hann er séður heldur ómerkileg- Fallegar, frumlegar fjafir fyrir fagurkera $ ð^)orð .§ —r~ fynr Lvo Kringlunni ur kvennaflagari, þjófur og ómenni. Er hann svo tekur konu Friðriks (Gottskálk Dagur Sigurðarson) sem frilju inná heimili sitt rekur að þeim atburðum sem enda í aftökunni á því Herrans ári 1830, þar sem þau Agnes og Friðrik máttu gjalda voðaverka sinna með lífinu. Undir sýningu Agnesar verður áhorfandinn að gleyma öllu sem heitir sagnfræði, höfundarnir hafa dramatíserað atburðarásina svo hún er næsta óþekkjanleg. í staðinn fyrir sögu af ólánsömu almúga- fólki, svo langt leiddu af nöturleg- um tíðarandanum að það vílaði ekki fyrir sér að myrða fyrir nokkra ríx- dali, er komið öllu nútímalegra myndefni um ástir, afbrýði, svik og grimmilega hefnd sem kallar bölvun yfir persónumar. Gott og vel, öllum er skáldaleyfið fijálst. Þessi umbún- aður gengur oft vel þó hann sé ærið reyfarakenndur. Þá skiptir KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 Leikstjóri Egill Eðvarðsson. Hand- ritshöfundur Jón Asgeir Hreinsson, Snorri Þórisson. Framleiðandi og kvikmyndatökustjóri Snorri Þóris- son. Tónlist Gunnar Þórðarson. Leik- mynd Þór Vigfússon. Búningar Helga I. Stefánsdóttir. Klipping Steingrímur Karlsson. Hljóð Þor- björn Agúst Erlingsson. Aðalleikend- ur María Ellingsen, Baltasar Kor- mákur, Egill Ólafsson, Ami Pétur Guðjónsson, Hanna María Karlsdótt- ir, Hilmir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Gottskálk Dagur Sigurðar- son, Helgi Skúlason, Ami Tryggva- son, Guðný Guðlaugsdóttir. Pegasus 1995. liðinni öld vinnuhjúi sem ekkert á annað en stúlkubarn - getið í synd með klerk- inum Þorvaldi (Árni Pétur Guðjóns- son) - og fegurð sem heillar karl- pening sveitarinnar. Þeirra á meðal ÖNDVERÐ nítjánda öld. Það var ekki hátt á okkur risið, íslending- um, á þeim tíma sem Agnes, nýj- asta afkvæmi þessa fijósama kvik- myndaárs, á að eiga sér stað. Höfð- um mátt þola aldalanga fátækt og auðmýkingu af hálfu valdhafanna. Hin geistlega stétt síst skárri en veraldleg yfirvöld. í kaupstaðnum réð danskurinn, í sveitum stór- bændur með öll ráð hjúanna í hendi sér. Almenningur var allslaus, sí- soltinn og vansæll. Þetta er bak- grunnur Agnesar, sem sækir nafn sitt til konunnar sem síðust var tekin af lífi á íslandi. Sakborning- arnir, Agnes og Frðrik, fórnarlamb- ið Natan, svo og aftakan, er nánast það eina sem myndin á skylt við söguna. Höfundar fara afar fijáls- lega með allar staðreyndir, jafnvel svo stingur í augun - þó svo þeir taki það skilmerkilega fram að hér sé aðeins stuðst við atburði sem áttu sér stað en kvikmyndin sé skáldverk sem lifi eigin lífí. Myndin dregur nafn sitt af Ag- nesi (María Ellingsen), ólánsömu fellsprestakall dfeígifiafcf umjóf 1995 ^porláksmessa 23. desember Guösþjónusta i Víðinesi kl. 11.00. Kirkjukór Brautarholtskirkju. Organisti: Páll Helgason. Æðfangadagur 24. desember Aftansöngur á Reykjalundi kl. 16.00. Einsöngur: Jón Þorsteinsson, tenór. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Guðmundur Sigurósson. Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18.00. Einsöngur: Sígný Sæmundsdóttir, sópran. Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 23.30. Flautuleikur: Kristjana Helgadóttir. ypladagur 25. desember Hátíðarguðsþjónusta i Lágafellskirkju kl. 14.00. Einsöngur: Jón Þorsteinsson, tenór. Úyamlársdasur 31. desember Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18.00. Trompetleikur: Lárus Sveinsson. Qfeðifejja fiátíð! Sóknarprestur, sóknarnefnd og starfsfólk safnaðarins. Morgunblaðið/Ásdís BALTASAR Kormákur og María Ellingsen, sem fara með aðalhlutverkin í Agnesi, koma til frumsýningar í gærkvöldi. heldur ekki máli þó myndin gerist ekki á söguslóðum heldur smekk- lega völdum tökustöðum, vítt og breitt um landið. Það sem ergir augað er íjarlægð persónanna og leikmunanna við sögutímana í útliti sem klæðaburði. Hér er fólk vel búið og skætt á meðan yfirvöld og höfðingjar áttu tæpast almennileg klæði, hvað þá aðrir. Þá er fólkið ákaflega vel snyrt á hár og skegg og hvítþvegið á skrokkinn, á tímum er forfeður okkar voru frægir af endemum um Evrópu fyrir yfir- gengilegan sóðaskap, grálúsugir og grómteknir af skít. Moldarkofarnir háir til lofts og víðir til veggja. Þrátt fyrir útlitslega vankanta er framvindan, í öruggum og vönum höndum Egils Eðvarðssonar, þétt og traust með jöfnum stíganda sem lýkur svo í mögnuðu lokaatriðinu. Textinn er þjáll þó hann sé nútíma- legur, fátt um slæma hnökra ef undan er skilið torkennilegt grasajapl sem afsökun fyrir ill- manhlegri hegðun Natans. Heldur langsótt og ótrúverðug skýring. Það er ádeilubrodd að finna í þjóðlífslýs- ingunum, gagnrýni á drykkfellda valdastétt, hrokafulla sjálfseignar- bændur og fáfræði þjóðarinnar 'og hindurvitni sem njörfuðu hana niður á moldargólfið og stóð m.a. grasa- lækningum manna einsog Natan fyrir þrifum. Persónusköpunin er í flestum tilfellum vel viðunandi þó svo að tilraunir til að vekja samúð með Agnesi fari meira og minna útum þúfur, ekki síst í brennuatrið- inu er hún reynir að bjarga Natan eftir að hafa lagt á ráðin um að drepa hann. Tæknilega er Agnes vammlítil. Frábærlega kvikmynduð af Snorra, búningarnir samkvæmir sjálfum sér, hljóðið og hljóðupptakan með því besta sem heyrst hefur. Einn aðalkostur myndarinnar eru svo tónsmíðarnar hans Gunnars Þórð- arsonar. Hans fyrsta kvikmynda- tónlist er hrífandi, heilsteypt verk, dramatískt og tregafullt. Leikurinn yfír höfuð góður. María Ellingsen er glæsileg og flink leikkona sem er alltaf í karakter á hveiju sem gengur. Baltasar Kormákur er svo sannarlega í vanþakklátu hlutverki illyrmisins^ Natans og skilar því vel. Egill Ólafsson á ekki í miklum vandræðum með að galdra enn einn ábúðamikinn hrokagikkinn framúr erminni. Helgi Skúlason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og ekki síst Hilmir Snær Guðnason þétta svo heildarmyndina með góðri frammi- stöðu í minni hlutverkum. Með Agnesi lýkur einu gjöfulasta ári í sögu íslenskrar kvikmynda- gerðar. Afraksturinn er misjafn, uppúr standa þijár myndir sem má flokka með þeim bestu sem gerðar hafa verið hérlendis; Cold Fever, Tár úr steini og Benjamín dúfa. Agnes er ekki mjög langt undan, vandvirknisleg og fagmannleg í flesta staði en raunsæið hefur gold- ið fullmikið fyrir reyfarann. Sæbjörn Valdimarsson ------» ♦ ♦----- Harður árekstur í Hvalfirði HARÐUR árekstur varð á milli tveggja jeppabifreiða í Hvalfírði á fimmtudagskvöld. Tveir menn voru í bílunum og slapp annar þeirra án meiðsla en hinn var fluttur á slysa- deild. Slysið varð rétt norðan við Brynjudalsá. Jepparnir komu úr sitt hvorri áttinni og skullu saman á hæð sem þarna er. Köstuðust bíl- arnir út af veginum og eru þeir mikið skemmdir. I fyrstu var talið að annar ökumannanna væri mikið slasaður. Hann festist í bílflakinu og til stóð að ræsa út þyrlu Land- helgisgæslunnar til að flytja hann á slysadeild. Þegar til kom reynd- ust meiðslin minni en leit út í fyrstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.