Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, RÓSA ÓLAFSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Stóra-Bóli, Smárabraut 15, Höfn, lést á heimili sínu, þann 21. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Halldórsson, Anna Halldórsdóttir. t Ástkær sambýliskona, móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SNORRADÓTTIR, sem lést í Vífilsstaðaspítala miðvikudag- inn 13. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. desem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Magnús Guðjónsson, Svala Aðalsteinsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Einar Magnússon, Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Bender, Hreiðar Aðalsteinsson, María Þorleifsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Sigurþór Guðmundsson, Sólbjört Aðalsteinsdóttir, Tómas Guðmundsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þórður Óskarsson, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Oddur Þórðarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Guðmundur Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. HERDÍS ELÍN STEIGRÍMSDÓTTIR + Herdís Elín Steingrímsdóttir fæddist á Akureyri 23. nóvember árið 1921. Hún lést í Reykjavík 17. des- ember síðastliðinn. Hún var yngsta barn Steingríms Matthí- assonar læknis á Akureyri og konu hans Kristínar Þórð- ardóttur Thorodds- ens. Þau systkini hennar sem komust til fullorðinsára voru Baldur Þórður, Bragi Matthías, Anna Guðrún, Jón og Þorvaldur. Baldur og Bragi eru látnir. Árið 1943 giftist Herdís eftir- lifandi manni sínum, Sigurði Ólasyni lækni, og eignuðust þau fjögur börn, Sigríði, Kristínu, Þóru og Sigurð Óla. Barna- börnin eru tíu. Útför Herdísar hefur farið fram í kyrrþey. HÚN TENGDAMÓÐIR mín, Herdís Elín Steingrímsdóttir, er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Herdís Elín er fædd á Akureyri og ólst þar upp til unglingsára. Er foreldrar hennar slitu samvistum flutti hún úr bæn- um með móður sinni og dvöldu þær mæðgur í Indlandi og síðar um tíma í Eng- landi. Eftir að heim kom bjó Herdís fyrst með móður sinni í Reykjavík en síðar hjá systur sinni, Önnu Guðrúnu, og manni hennar, Árna Kristj- ánssyni píanóleikara. Árið 1943 gengu Herdís Elín og Sigurð- ur Ólason, ungur læknastúdent frá Ak- ureyri, í hjónaband. Um þetta leyti starfaði Herdís Elín sem ritari hjá sakadómi í Reykjavík. Eftir að Sigurður hafði lokið námi við Há- skóla íslands dvöldu þau hjón um tíma í Danmörku og Svíþjóð þar sem Sigurður var í framhaldsnámi. Að lokinni þeirri dvöl bjó ijölskyldan í fimm ár á Hólmavík þar sem Sig- urður var héraðslæknir (1947- 1952). Þar gegndi Herdís Elín mik- ilvægu hlutverki og veitti Sigurði aðstoð í erfiðu læknishéraði. Dvölinni á Ströndum lauk og þá lá leiðin á ný til Akureyrar. Þar bjó Herdís Elín og fjölskylda hennar lengst af í Munkaþverárstræti 31. Þegar börnin stálpuðust starfaði hún sem læknaritari á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, auk þess sem hún tók að sér fjölmörg verk- efni sem ritarí. Fyrir rúmu ári fluttu þau hjón til Reykjavíkur. Herdís Elín hugði gott til þess flutnings, enda búa þar þijú af fjórum börnum þeirrá hjóna og fjölskyldur þeirra, auk fjölda vina og ættingja. Því miður naut hún þess ekki sem skyldi og dvaldi langdvölum sökum erfiðs sjúkdóms á Vífilsstaðaspítala. Eg kynntist Dísellu fyrst fyrir 20 árum er við Póra, dóttir þeirra hjóna, rugluðum saman reytum. Eg vil þakka Herdísi fyrir margar góðar stundir, bæði á heimili henn- ar fyrir norðan og eftir að þau hjón fluttu í sambýli við okkur á Öldu- götu 3. Samskiptin milli fjölskyldn- anna voru alla tíð mikil. Um stórhá- tíðar fórum við norður í „Munk“ og á sumrin þegar tækifæri gafst. Um það árabil er við dvöldumst erlendis leið aldrei langur tími milli skemmtilegra bréfa frá Dísellu. Samband hennar og dætra okkar, Þóru, Sólrúnar og Sigrúnar, varð mjög traust, enda ævinlega til- hlökkunarefni að koma til ömmu Dísellu. Frá henni hafa þær vissu- lega fengið gott veganesti. Herdísi Elínu þótti vænt um lífið og hún vildi fremur beina huganum að björtum hliðum þess; því kynnt- ist ég vel á samleið okkar. Þetta sást líka skýrt eftir að veikindin sóttu æ harðar að henni. Þó að líf- ið væri orðið svo erfitt hafði hún samt alltaf einhveiju að miðla, og gat líka glaðst og skemmt sér yfir spaugilegum hliðum tilverunnar, sögum af skrítnum köllum og kell- ingum, og merkum köttum. ; Ótalin er tónlistin sem skipti svo RAÐAUGÍ YSINGAR íþróttakennari Vegna forfalla vantar Grunnskólann á Hellis- sandi íþróttakennara ífullt starf frá áramótum. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 436 6766 og aðstoðarskólastjóri í síma 436 6771. Snæfellsbær Grunnskólinn f Ólafsvík Námskeið fyrir matvælaiðnað Dreifing ehf. og Archer Daniels Midland Inc. boða til námskeiðs um notkun eggjahvítu- efna úr soyabaunum í fiskiðnaði. Námskeiðið fjallar um fiskframleiðsluvörur, tilbúna rétti, fullvinnslu og framlegð. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim, sem starfa við framleiðslu tilbúinna matvæla í kjöt- og fiskiðnaði. Námskeiðið verður haldið á Hótel Sögu þann 18. janúar og er án endurgjalds. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 588 1888 fyrir 5. janúar 1996. Vegna forfalla vantar grunnskólakennara til starfa við kennslu yngri barna (2. bekkur) strax að loknu jólaleyfi og til loka skólaárs- ins, 31. maí 1996. Umsóknir skulu berast skólastjóra, Gunnari Hjartarsyni, Grunnskólanum í Olafsvík, Enn- isbraut 11, 355 Ólafsvík, fyrir 3. janúar nk. Nánari upplýsingar veita: Gúnnar Hjartarson, skólastjóri, símar 436 1293/436 1150, og Sveinn Þór Elinbergsson, aðstoðarskóla- stjóri, símar 436 1251/436 1150. Starf f Reykhólahreppi Laus er til umsóknar staða umboðsmanns sýslumannsins á Patreksfirði í Reykhóla- hreppi. Starfshlutfall er 50% miðað við að starfinu fylgi m.a. skyldur hreppstjóra og launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 1996 og skal umsóknum skilað til undirritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 20. desember 1995. Þóróifur Halldórsson. Skrifstofuhúsnæði til leigu Vel innréttuð 260 fm skrifstofuhæð til leigu í Skeifunni 11. Laus 1. janúar. Nánari upplýsingar veitir Ari ísíma 581 2220. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Hugmyndasamkeppni um grunnhönnun á félagslegum fbúðum framtíðarinnar, 1. áfangi Dómnefnd hefur lokið störfum vegna 1. áfanga hugmyndasamkeppninnar. Skráðir þátttak- endur, sem hafa fengið send skráningarblöð til sín í pósti, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við trúnaðarmann dóm- nefndar, sem er: Ólafur Jensson, Goðheimum 10, 104 Reykjavík, símar 533 9036/894 6456, fax 568 2038. Tollskrá 1996 Athygli innflytjenda og útflytjenda er vakin á því að 1. janúar 1996 verða ýmsar breyting- ar á tollflokkun vara samkvæmt tollskrá. Breytingar þessar eru vegna breytinga á toll- nafnaskrá Alþjóðatollastofnunarinnar, sem notuð er við flokkun vara í tollskrám af aðildar- ríkjum hennar. Breytingar þessar er að finna í auglýsingu nr. 127/1995 um breytingu á við- auka 1 við tollalög nr. 55/1987, sem birt er í A-deild Stjórnartíðinda. Ríkistollstjóraembættið hefur látið fella breytingar þessar inn í núgildandi tollskrá og gefið út í nýrri útgáfu, Tollskrá 1996. Jafnframt hefur verið útbúinn bæklingur, Samsvörunarlykill - Tollskrá 1996, til leið- beiningar við endurflokkun vara í tollskrá ásamt lista yfir þau tollskrárnúmer sem falla brott frá og með 1. janúar 1996. Tollskrá 1996 ásamt Samsvörunarlykli verð- ur til sölu hjá tollstjóra í Reykjavík (upplýs- ingadeild) og ríkistollstjóraembættinu (skjalasafni). Hjá ríkistollstjóra, rekstrardeild, fást Toll- skrárlyklar á disklingi til nota í hugbúnaði til tollskýrslugerðar. Ríkistollstjóri. auglýsingar Dalvegi 24, Kópavogi Ath.: 23. desember verður bæna- stund í kirkjunni kl. 23.30. Aðfangadag hefst samkoma kl. 16.00. Allir hjartanlega velkomnir. KROSSINN Þorláksmessa: Miðnætursamvera. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 15.00. 28. desember: Jólafagnaður barnanna kl. 17.00-19.00. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Gleðilega Jesú-hátíð! Ath.: Við erum flutt í nýtt hús- næði í Hlíðasmára 5-7, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.