Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 15 ERLENT Haider veldur uppnámi í austurrískum stjórnmálum Sakaður um tengsl við fyrr- um liðsmenn SS Vín. Reuter. AUSTURRÍSKIR saksóknarar greindu frá því á fímmtudag að þeir hefðu hafíð rannsókn á því hvort grundvöllur væri fyrir málsókn á hendur Jörg Haider, formanni Frels- isflokksins, en sá flokkur er yst til hægri í austurrískum stjómmálum. Hefur komið í ljós myndbandsupp- taka þar sem Haider hrósar SS-sveit- um nasista í ræðu. Myndbandið var tekið upp í sept- embermánuði og á því er Haider í hópi fyrrum SS-yfirmanna. Það var fyrst sýnt í austurrísku sjónvarpi á þriðjudag og hefur valdið miklu upp- námi í stjómmálum landsins. Haider segir hópinn samanstanda af „góðu fólki með gott upplag“ og hrósar mönnunum fyrir að „standa við sann- færingu sína þrátt fyrir gífurlega andstöðu". Frelsisflokkurinn er þriðji stærsti flokkur landsins og fékk 22,08% fylgi í kosningum um síðustu helgi. „Við emm að kanna ummæli Jörgs Haiders og ræðu hans í Kmmpend- orf með tilliti til laga er banna mönn- um að endurvekja nasismann,“ sagði Dietmas Pacheiner, saksóknari í Klagenfurt. „Við könnum málið þar sem ræðan var flutt skammt frá Klagenfurt og fellur því undir okkar lögsögu," bætti hann við. Haider sagði í viðtali eftir að myndbandið var sýnt að Waffen SS-sveitirnar hefðu verið hluti af hemum og ætti því hermenn þessara sveita skilinn sama heiður og virð- ingu á opinberum vettvangi og aðrir hermenn. Hafa þessi ummæli valdið enn meiri titringi. Fulltrúar hins íhaldssama Þjóðar- flokks (ÖVP) sögðu þau „ótrúleg", græningjar hvöttu til málshöfðunar og flokkur jafnaðarmanna krefst þess að Haider segi af sér þing- mennsku. Jafnaðarmaðurinn Franz Vran- itzky, kanslari Austurríkis, sakaði Haider um sögulega fáfræði og póli- tískt hæfíleikaleysi. „Það ætti nú að vera öllum ljóst að Haider er ekki hæfur til að taka sæti í ríkisstjóm landsins," sagði Vranitzky. Austurrískir sagnfræðingar hafa bent á að Waffen SS hafí í raun ekki verið hluti af hemum, We- hrmacht, heldur sjálfstæðar sveitir, sem m.a. sáu um gæslu í útrýming- arbúðum og tóku virkan þátt í helför- inni gegn gyðingum. Haider segist standa við allt sem hann segir á myndbandinu og segist ekki hafa vitað að í Nurnberg-réttar- höldunum hefðu Waffen SS-sveitirn- ar verið stimplaðar sem glæpasam- tök. „Ég hef ekki minnsta áhuga á því,“ sagði Haider. Vitundarvígsla manns og sólar '&y' Diilfræöi fyrir þá. sem leita. Bókin fæst í Bókahiisinu, Skeifunni 8 Erlendar bækur nm heimspeki og skyld efni. Námskeið og leshringar. Áh'LLgamenn xtm þróxinarheimspehi Box 4124, 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763 sem vermir Pelskápur í miklu úrvali Verð fyrir alla. Kirkjuhvoli • sími 552 0160 1—.JLJBLJ Þar sem vandlátir versla raðgreiðslur Greiðslukjör við allra hæfi. öllum . ,£ ism m dag, Þoriáksmessu kl. 16-18 i „-s-v . 'Tí-r-Ol g | > , Steinunn Sigurðardóttir áritar bók sína HJARTASTAÐ í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Hjá okkur fá viðskiptavinirnir að velja sjáifir. J Díj UJSJJ/JJjJíJ -J Lauyavsyí'lóJj alnil 552 424U Eilöuííiúlii 7 - y, uIíjjI 555 5577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.