Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þingkosningarnar í Tyrklandi Kannanir benda til ósigurs Ciller Fylgi tveggja stjórnarand- stöðuflokka talið hnífjafnt Ankara. Reuter. - lfidls mmmm. • • di v . Úfí. r *. fmm * . ■ • Wei áfrýjar fang- elsisdóminum Reuter Jólaljós í Seoul FLOKKUR Tansu Ciller, forsætis- ráðherra Tyrklands, er í þriðja sæti samkvæmt skoðanakönnun, sem helsta dagblað Tyrklands birti í gær. Benti blaðið Hurriyet, sem er andvígt Ciller, á að hún hefði einungis haft forystu í einni könnun af þrettán á síðustu vikum. Þing- kosningar eru í Tyrklandi á að- fangadag. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Föðurlandsflokkurinn (ANAP), hefur haft forystu í sex könnunun og íslamski velferðar- flokkurinn (RP) í fimm. í nýjustu könnuninni er fylgi ANAP og RP hnífjafnt. Samkvæmt tyrkrieskum lögum er bannað að birta niðurstöður skóðanakannana síðustu dagana fyrir kosningar. Margir fjölmiðlar hafa hins vegar virt þetta bann að vettugi að undanförnu. í gær fyrir- skipáði dómstóll í Istanbul að óseld eintök af Hurriyet og síðdegisblað- inu Posta skyldu gerð upptæk. Sami dómstóll ákvað að láta gera tvö önnur dagblöð, þar á meðal Milliyet systurblað Hurriyet, upptæk af sömu ástæðu á fimmtu- dag. Dagblöð berjast Hurriyet og MiIIiyet hafa stutt Mesut Yilmaz, Ieiðtoga Móður- landsflokksins, í kosningabarátt- unni sem lið í harðri baráttu um lesendur við blaðið Sabah, er styður Ciller. Það blað réðst í gær harkalega á Yilmaz og sagði hann ekki hafa gert neitt af viti á öllum stjórnmála- ferli sínum. Fyrr í vikunni vitnaði blaðið í skoðanakannanir sem bentu til að fimmtungur kjósenda, aðallega konur, ætti eftir að gera upp hug sinn, og spáði því að þær ættu að lokum eftir að kjósa Ciller. Yilmaz hefur hvatt kjósendur til að snúa báki við forsætisráðherr- anum og fylkja liði undir merkjum ANAP í baráttunni gegn íslömsk- um heittrúarmönnum. Ciller boðaði til kosninganna i október, tíu mánuðum áður en nauðsynlegt var að efna til kosn- inga, eftir að stjóm hennar varð undir í mikilvægri atkvæðagreiðslu á þinginu. Fréttaskýrendur em flestir þeirrar- skoðunar að önnur samsteypustjórn verði mynduð að loknum kosningum. Forsætisráðherrann hefur í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á samninginn um tolla- bandalag við Evrópusambandið, sem tekur gildi um áramót. Peking. Reuter. WEI JINGSHENG, einn þekktasti andófsmaður Kína, áfrýjaði í gær fjórtán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir meint samsæri um að grafa undan stjóm landsins. Systir hans, Wei Ling, sagðist vona að áfrýjunardómstóllinn myndi taka ákvörðun sína fyrir opnum tjöld- um en tók jafnframt fram að hún eygði litla von fyrir hönd bróður síns um að réttarhöldin yrðu réttlát. „Að öllum líkindum mun áfrýjunardóm- stóllinn ekki láta vitnaleiðslur fara fram,“ sagði Wei Ling. Búist er við að réttarhöldin verði fyrir luktum dyrum og segja kín- verskir lögfræðingar að dómaramir standi frammi fyrir þremur kostum. Að staðfesta dóm undirréttar, milda refsinguna eða láta rétta í málinu að nýju. Yfirdómur getur ekki þyngt refsinguna. ÞÓ AÐ flestir íbúar Suður- Kóreu haldi jólin ekki hátíð- leg er miðborg höfuðborgar- innar Seoul prýdd jólaskreyt- ingum. Með hvetju árinu fara fleiri Kóreubúar í hátíðar- skap á þessum árstíma og er ástæðan sú að kaupmenn hafa ýtt mjög undir vestrænar jóla- hefðir á síðustu árum til að glæða viðskiptin. * Astkona Karls Bretaprins bregst við yfirlýsingu hans Lundúnum. Reuter. CAMILLA Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins til margra ára, hyggst „standa með strák“ að því er greint var frá í breska dagblaðinu Sun í gær. í fréttinni sagði að yfirlýsing Karls prins þess efnis að hann hygðist ekki kvænast á ný breytti engu um hug Parker Bowles þótt ljóst væri nú að hún yrði aldrei drottning Bret- lands. Dagblaðið, sem skýrði fyrst allra frá bréfi því sem Elísabet drottning ritaði þeim Karli og Díönu prinsessu þar sem hún hvatti þau til að ganga frá skilnaði, kvaðst enn á ný eitt búa yfir fréttinni um óbreyttan hug Camillu til prinsins. Sagði í fréttinni að ástkonan hefði sent ríkisarf- anum eftirfarandi skilaboð: „Ég mun ætíð standa með þér, ástin mín. I þessu tilviki fara ekki saman hagsmunir einstaklings- ins og stofnunarinnar - og í þessu tilfelli ganga hagsmunir stofnunarinnar fyrir.“ Miskunnarleysi „Meðal-Bretans“ -Sést hefur til þeirra Camillu Parker Bowles og prinsins við nokkur tækifæri á þessu ári en almenningur í Bretlandi hefur litla samúð með „hinni konunni" sem Díana prinsessa lýsti yfir í sjónvarps- viðtali fyrr í ár að hefði lagt hjónaband þeirra Karls í rúst. Díana prinsessa er hins vegar í hávegum höfð í Bretlandi. Dagblaðið Daily Mirror skýrði frá því í gær að þau Karl og Camilla hefðu átt „mjög mikilvægan fund“ á þriðjudag. I fréttinni var sú ályktun dregin að Cam- illu biði það hlutskipti að vera ávallt í aukahiutverki í lífi ríkisarfans. Svo virðist sem Camilla, sem skildi við eiginmann sinn í janúar, telji það hlu- Camilla heitir að standa ávallt með ríkisarfanum DIANA prinsessa (t.v) og Camilla Parker Bowles. skipti ekki albölvað. „Ég mun ætíð vera til staðar þegar prinsinn af Wales þarfn- ast mín þó svo ég verði aldrei eiginkona hans. Ég óska mér einskis annars en að hann verði konungur. Þau eru örlög hans. Og það á hann skilið," var haft eftir henni í samtölum við vini hennar. Astir og afrek Samband þeirra Camillu og prinsins hófst á áttunda áratugnum en haft er fyrir satt að þau hafi kynnst í drullusvaði á póló-leikvelli. „Veröldin spann og sner- ist fyrir augum hans og ég held að hann hafi aldrei jafnað sig fyllilega,“ sagði rit- höfundurinn Christopher Wilson, sem skrifað hefur um bre&ku konungsfjöl- skylduna. Ástarsamband þeirra varð opinbert 1993 er birtar voru upptökur af samtali þeirra þar sem ekki fór dult að samband þeirra var einnig kynferðislegt: „Stærsta afrek þitt er að elska mig,“ sagði hann. í svari sínu greip hún til líkingamáls: „Ástin mín, samanborið við það er erfið- ara að skrika af stólsessu.“ Líkt við Rottweiler-tík Camilla Parker Bowles er 48 ára, 14 árum eldri en Díana og ári eldri en ríkis- arfinn. Hún þykir fremur venjuleg í út- liti og Díana prinsessa mun hafa líkt henni við tík af Rottweiler-kyni. Camilla þykir almennt - á ytra byrðinu, hið minnsta - ekki búa yfir sömu töfrum og Díana en haft er fyrir satt að engin kona í heimi hér sé ljósmynduð af viðlíka ákafa og prinsessan. CamiIIa hefur á hinn bóginn sömu áhugamál og Karl prins og þykir líkjast honum I hátterni öllu og fasi. Fólks úr Sólarhofs- reglu saknað SVISSNESKA lögreglan sagði í gær að enn væri verið að Ieita að 16 liðsmönnum sértrúarsafnaðar er kennir sig við Sólarhofið, m.a. væri ekki vitað um afdrif eiginkonu og sonar franska skíðamannsins Jeans Vuarnets. Fólkið hvarf einhvers staðar í vesturhluta Sviss og Frakklandi en lög- regla sagði að ef til vill amaði ekkert að því, nauðsynlegt væri á hinn bóginn að kanna málið. Söfnuðurinn komst í fréttir í fyrra er 53 liðsmenn hans voru annaðhvort myrtir eða fyrirfóru sér, málið er enn ekki að fullu upplýst. Söfnuð- urinn starfaði í Sviss og Kanada. Hirðuleysi við brjósta- stækkun HÆSTIRÉTTUR í Kanada dæmdi í gær í máli konu sem kærði fyrirtækið Dow Com- ing fyrir hirðuleysi við fram- leiðslu á efnum til bijósta- stækkunar er valdið hefðu henni tjóni. Niðurstaðan var konunni í vil og er talið að dómurinn geti orðið fordæmi í fjölmörgum slíkum málum. Fimm af sjö dómurum töldu að fyrirtæki væru líklegri til að gera meira úr kostum framleiðslu sinnar en áhættu sem henni fylgdi. Austurríska lögreglan gagnrýnd HART var deiit á lögregluna í Austurríki í gær fyrir að geta ekki handsamað hryðju- verkamenn sem slasað hafa tylft manna undanfarin tvö ár með því að senda þeim sprengjur í pósti. Tveir ný- nasistar voru sýknaðir af ákærum í slíkum málum á fimmtudag. „Árum saman hafa innanríkisráðherrar van- metið hættuna frá ofstækis- mönnum í kynþáttamálum og málum minnihlutahópa," sagði einn af þingmönnum græningja, Terezija Stoisits. Henni var send bréfsprengja en hún slapp naumlega við líkamstjón. Banka- hneyksli í Litháen SEÐLABANKINN í Litháen hefur undanfarna daga látið loka tveim bönkum er sýnt höfðu tap á rekstrinum og hefur §öldi fólks tekið út inni- stæður sínar í öðrum bönkum af ótta við hrun. Ástæðan fyrir lokuninni mun hafa verið að upp komst um svik er opin- berir rannsóknarmenn könn- uðu fyrirhugaðan bankasam- runa. Adolfas Slezevicius for- sætisráðherra sagði í gær að almenningur þyrfti ekkert að óttast, ríkisvaldið myndi hlaupa undir bagga ef hætta skapaðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.