Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 19 ___________IMEYTENPUR________ Jólabrauð á Jódísarstöðum Atli Vigfússon GUNNHILDUR breiðir út laufabrauðið í taurullu. Morgunblaðið. Laxamýri. ÞAÐ var jólalegt hjá Gunnhildi Ing- ólfsdóttur á ‘dódísarstöðum þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit við hjá henni á dögunum og húsið ilm- aði af jólabakstri. Hún og maður hennar Árni Njáls- son búa með sauðfé en aðaltekjur heimilisins koma frá vörubílaakstri Árna og auk þess hefur hún unnið við gæslu í Hafralækjarskóla. Gunn- hildur er bifvélavirki að mennt, ætt- uð frá Ystafelli í Köldukinn. Laufabrauð með gamalli taurullu Um árabil hefur Gunnhildur breitt út laufabrauð í taurullu sem tengd er við strauvél sem knýr hana áfram. Þannig sparast mikið erfiði og hægt er að breiða mikið út á stuttum tíma. Þykkt brauðsins getur verið eftir smekk og auðvelt að gera það blaðs- íðuþunnt en það þarf þá oftar í gegn- um rulluna. Laufabrauðið á Jódísarstöðum er dálítið sérstakt, en það er rúgmjöls- laufabrauð sem á rætur að rekja til Ystafells. Laufabrauð 900 g hveiti 100 g rúgmjöl 1 tsk Royal ger 5 dl mjólk 1 dl rjómi 0.5 dl sykur 25-30 g smjör _________1 tsk. solt______ 1 tsk. hjartasalt Rúgmjöli, hveiti og geri er blandað saman í skál. Mjólkin er sett í pott ásamt smjöri, sykri og salti. Þetta er hitað að suðu og þá er rjóminn settur út í, pottur- inn tekinn af og hjartasaltið sett í. Vætt í þurrefnunum með mjólkinni sem freyðir og deigið síðan hnoðað. Gunnhildur notar ýmsar aðferðir við að skera í lauf- kökurnar þar sem hún brettir upp á hvert lauf og einnig notar hún tvo hnífa við að skrifa í kökurnar og gerir greniskreytingar. Rúgbrauð með heimareyktu hangikjöti 6 bollar rúgmjöl _________2 bollar heilhveiti_____ 1 msk. salt 1.5 bolli sykur 5 tsk. perluger (1 bréf) Vættímeó 1,41. mysud 4dl) Þurrefnin eru sett í skál og mysan hituð og hrærð samanvið. Sett í álform með álpappír yfir og bakað í eina klukkustund við 50°C en þá er hitinn hækkaður í 100- 120°C og bakað i 11-12 klukku- stundir. Brauðið er borðað nýtt með smjöri og heimareyktu hangi- kjöti. T-WORLO DANÍEL ÁBÚ5T EMILIANA TORRINI MABNLJ5 JÓN550N HAFOÍ5 HULD MABBI LEBO ABZILLA HANDA OKKUR! Það verður bragðmikil hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Stöð 3 um jólin, hreinasta hátíðarkonfekt Á Annar í jólum. 26. desember. Kl. 20:45. Nýr, íslenskur þáttur í sljóm gleðimannsins Magnúsar Scheving sem verður hálfs- mánaðarlega á dagskrá Stöðvar3. Jólastemmningin verður rikjandi á annan íjólum þegar Magnústekurá móti gestum af alkunnri gleði og fjöri. Dagskrárgerð íhöndum Hilmars Oddssonar. Saga film framleiðir fyrir Stöð 3. Jóladagur, 25. desember. Kl. 20:15. Kvennakór Reykjavíkurflyturfalleg jólalög undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur. Einnig koma fram söngkonurnarSigrún „Diddú" Hjálmtýsdóttir og ElísabetWaage. Dagskrárgerð, Nýja bíó fyrir Stöð 3. Jóladagur, 25. desember. Kl. 18:00. Natalie Cole framreiðir Ijúfa jólatóna ásamt The New York Gospel Choir og stórum barnakór. Á söngskránni erfjöldi fallegra jólalaga. Jóladagur, 25. desember. Kl. 11fl0. Hátíðleg, bein útsending frá blessun páfans af svölum Péturskirkjunnar í Róm. Árlega fylgjast hundruð milljónir manna með útsendingu frá Vatíkaninu, á jólum og páskum. Bein útsending frá Vatíkaninu. Fallegirmolar, skemmtilegir molar, Ijúfirmolar, hreinasta hátíðarkonfekt á Stöð 3 um jólin. MIÐAVERÐ AÐEIN5 KR. 9DD,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.