Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 47 I I I > > I I I 9 J SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551^1384 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 ÁLFABAKKA 8, SÍM! 587 8900 DIGITAL ÍTHX DIGITAL.b.í.16. Sýnd kl 5, 7 og 9 í THX DIGITAL Sýnd kl 4, 6.30 og 9 í THX DIGITAL ALGJÖR JÓJ LIKKUÐ ÁST BÍÓHÖLLIN: Sýnd kl. 5 og 7. Kr. 700. BÍÓHÖLLIN: Sýnd kl. 5. S; U/BIOIM SAMWM Frumsýning jólamyndin 1995 Richard Donner-:sviðsetur af fagrr bílaeltíngaleikff$kottaardaga og hefur reyndárrneðy^öurnorðini Stallonemyrtti.sÆm komiðj ★ ★★ ★ ★★ Hann er mættur aftur betri én nokkru sinni fyrr! A Pierce Brosnan er James Bond. Mynd sem enginn íslendingur má Hann er mættur aftur betri én nokkru sinni fyrr! ^ Pierce Brosnan er James Bond. Mynd sem enginn Islendingur má Stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Antonio Banderas eru fremstir í sínu fagi. Annar vill hætta - hinn vill ólmur komast á toppinn í hans stað. Frábær spennumynd í leikstjórn Richard Donner sem gerði Lethal Weapon myndirnar. Jólamyndin 1995 Beniamín Dúfa [T T LU .1. í Þægileg bakgrunnstónlist TONLIST G c i s 1 a d i s k u r HAUSTLAUF Haustlauf, geisladiskur Edwins Kaabers gítarleikara. Lög eru eftir Edwin Kaaber ýmsa höfunda erlenda sem innlenda, en Edin á sjálfur tvö lög. Utsetning- ar gerði Edwin Kaaber. Edwin leikur á gítara og bassa í einu lagi, en Sig- urður Helgi Jóhannsson sá um forrit- un undirleiks. Sigurður Helgi gefur út, Japís dreifir. 47,17 mín., 1.999 kr. EDWIN Kaaber hefur verið viðloð- andi tónlist í á fimmta áratug, leikið á gítar með msum hljómsveit- um og leikið inn á plöt- ur, aukinheldur sem hann lék um tíma undir leikverk á vegum Þjóðleik- hússins. Ekki veit ég annað en þetta sé fyrsta sólóskífa Edwins, en að sögn útgef- anda er hún þannig til kom- in að Edwin lét til leiðast fyrir þrábeiðni hans að leika inn á plötu. Gítarmúsík á við þá sem finna má á Haust- laufum má flokka undir bakgrunnstónl- ist; tónlist sem þægi- legt er að láta ganga í bakgrunni heimavið, í verslunum eða á opin- berum stöðum. Hún gerir ekki .. miklar kröfur til hlustunar, er að- gengileg og þægileg. Þegar vel tekst til má líka hlusta á hana gaumgæfilega og af athygli og víða fer Edwin þeim höndum um gítarinn að skoða má aftur og aft- ur. Útsetningar hans eru líka al- mennt vel heppaðar, til að mynda er Spanish Eyes vel hlaðið róman- tík og Ljósbrá Eiríks Bjarnasonar er skemmtilega útfært. Einnig má nefna syrpu í minningu Hauks Morthens sem er lipurlega sett saman og unnin. Lög Edwins sjálfs eru prýðileg, það fyrra, Gamlar minningar, reyndar ekki átakamik- ið, en lokalag disksins, Hljómbiik, er aftur á móti bráðskemmtilegt. Eins og fram kemur í inngangi er allur undirleikur unninn í tölv- um, sem er helsti ókostur þessarar plötu, því hann er gervilegur á köflum, til að mynda í í fjarlægð. Þótt ekki fari milli mála að forritar- inn sé sleipur í tækninni kemur ekkert í stað lifandi hljóðfæraleik- ara, en líklega hafa fjárráð ráðið ferðinni. Upptökuhljómur á gítar er frekar leiðinlegur. Edwin Kaaber er lipur gítarleik- ari með skemmtilega sveigjanleg- an tón og stenst vel samanburð við ýmsa þá sem fengist hafa við álíka tónlist. Hann mætti gjaman gefa meira út, en þá með lifandi hljóðfæraleikurum og vissulega væri gaman að fá að heyra fleiri lög úr smiðju hans. Árni Matthíasson~ ATRIÐI úr kvikmyndinni Carrington. Nýtt í kvikmyndahúsunum Háskólabíó frum- sýnir Carrington | HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir á annan ■ í jólum kvikmyndina Carrington með " Emmu Thompson i aðalhlutverki. í kring um fyrri heimsstyijöld fóru listamenn og bóhemar í Lund- únum að láta æ meir bera á andúð sinni á því viktoríanska siðferði sem hafði ríkt áratugum saman í Eng- landi. Myndlistarkonan Dóra Carr- ington var ein af þeim og ástarsam- I band hennar við skáldið Lytton Strachey er ein af sérkennilegustu 9 og ljúfsárustu ástarsögum sem ■ brugðið hefur verið upp á hvíta tjaldið. Strachey var samkyn- hneigður en Carrington var svo ástfangin af honum að hún bjó með honum alla ævi og hristi af sér ótal elskhuga sem vildu hana alla, en fengu í besta falli líkama hennar tímabundið. Leikskáldið Christopher Hamp- ton skrifaði handritið að myndinni og þreytir auk þess frumraun sína við leikstjórn. Myndin fékk verðlaun dómnefndar á Cannes-hátíðinni í vor auk þess sem Jonathan Pryce var valinn besti leikarinn á hátíð- inni fyrir ógleymanlega túlkun á hinum einstæða Strachey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.