Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 17 ERLENT Komst lífs af úr flugslysinu í Kólumbíu • • „Orlögin eru óumflýjanleg“ „ÖRLÖGIN verða ekki umflúin,“ sagði Gonzalo Dussan Monroy frá New Jersey í Bandaríkjunum í gær, en hann var einn þeirra sem lifðu af flugslysið í Kólumbíu á miðvikudagskvöld að staðartíma. Monroy sagði að allt hefði virst vera í stakasta lagi við flug þot- unnar þar til hún skall á fjallshlíð. Við það missti hann meðvitund. „Svona eru örlögin," sagðist hann hafa hugsað er hann rankaði við Jólahríð í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA veðurstofan hvatti fólk í gær til að aka ekki á þjóðvegunum í dag vegna fannfergis og stórhríð- ar sem spáð er um helgina. Margir íbúar Kaupmannahafnar og fleiri staða á Sjálandi aka hund- ruð kílómetra á Þorláksmessu til að halda jólin með ættmennum og vinum í Jótlandi. Veðurstofan ráð- lagði þessu fólki í gær að fresta slíkum ferðalögum þar til veðrinu slotaði á aðfangadag. Allt að 10 stiga frost er í Dan- mörku og Danir sjá fram á fyrstu hvítu jólin frá árinu 1981. Spáð er meiri snjókomu á öðrum í jólum. sér í sundurtættu brakinu innan um látna ferðafélaga. Monroy var á leið í jólaleyfi ásamt konu sinni og tveimur börn- um. Dóttir hans lifði af en lá stórslösuð milli heims og helju á sjúkrahúsi í Calí í gær. Um konu sína og son vissi hann ekkert en fyrstu fregnir hermdu að fjölskyld- an hefði öll bjargast. Átta manns a.m.k. fundust á lífi í flaki Boeing-757 þotunnar. Einn þeirra lést í gær og þrír, þ. á m. lítil stúlka, voru enn í lífs- hættu, að sögn lækna. Fréttir út- varpsstöðva um að allt að 17 hefðu lifað af voru bornar til baka í gær. Alberto Davila, fulltrúi flug- málastjórnar Kólumbíu, tjáði bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC að átta manns hefðu fundist á lífi og í gær var vonast til að fleiri fyndust. Nítján ára piltur, Mauricio Rey- es, lifði af. Bróðir hans, Juan Car- los, fann hann en hann beið flug- vélarinnar á flugvellinum í Cali og hraðaði sér á slysstað þegar tilkynnt var um afdrif þotunnar. Var hann í mikilli geðshræringu í gær er hann ræddi við frétta- menn, sagði kraftaverk að bróðir hans hefði lifað og þakkaði það Maríu mey í sífellu. Reuter BJÖRGUNARMENN aðstoða einn þeirra sem lifðu af flugslysið í Kólumbíu. Rússland Talning atkvæða á lokastigi Moskvu. Reuter. ENN var verið að telja atkvæði í Rússlandi í gær, fimm dögum eftir kosningarnar og var flokkur komm- únista sem fyrr efstur, með 21,81% en þjóðernissinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskíjs næstur í röðinni með 11,29%. Aðeins fjórir flokkar virð- ast koma að mönnum af landslista en nokkrir í viðbót ná inn mönnum í einmenningskjördæmum. Samkvæmt lögum í Rússlandi þarf stjórnmálaflokkur minnst 5% fylgi á landsvísu til að koma að manni á landslista. Miðjuflokkur Víktors Tsjernomýrdíns forsætis- ráðherra var með 9,74% og umbóta- flokkurinn Jabloko með 7,03%. Búið var að telja um 56 milljónir atkvæða af nær 70 milljónum og úslit ljós í 196 af 225 kjördæmum landslistanna. Talningu í einmenningskjördæ- munum 225 lauk í reynd á fimmtu- dag. Kommúnistar eru þar einnig öflugastir, með 58 sæti og fá þeir alls um þriðjung þingsæta í neðri deildinni, Dúmunni. Bændaflokkur- inn, sem starfað hefur náið með kommúnistum, hlaut 20 sæti, Jab- loko 14 og flokkur Tsjernomýrdíns 10 en samtök Zhírínovskíjs aðeins eitt. Alls buðu 77 sig fram utan flokka og er óljóst hverja þeir muni styðja á þingi. Ekki var kosið til efri deild- arinnar, sambandsráðsins. ^asveina P Jólasveinarnir verða á vappi í gamla miðbænum á Þorláksmessu og dreifa jólakortum og gjöfum frá verslunum og veitingahúsum i gamla miðbænum. íslenskur heimilisidnadur Kolaportið Linsan Midbæjarmyndir Mac Donalds - TISKUFATNAÐUR S^GU >^NSKr I SPARIBAUKAR 1 LD^Er?BUR LEikföng i Parísarbúdin / Rammagerdin ...OG OTAL MARGT FLEIRA l Tjörnin Svarta pannan Toppskórinn Týndi hlekkurinn Thorvaldsenbasarinn Opið til kl. 24 í dag * Einstaka aðilar geta verið með annan opnunartíma V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.