Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Debet og kredit ERU AÐ myndast tvær þjóðir í landinu með tilliti til þjónustu er spurning sem oft hef- ur komið fram á síðustu árum. Sú saga er sögð af fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bush, að hann heimsótti stór- markað í lok kjörtíma- bilsins og hreifst mjög af að verð vörunnar var lesið með skanna. Hann hélt langa ræðu um þessa frábæru tækni- nýjung áður en aðstoð- armenn gátu upplýst hann um að tækni þessi væri margra ára gömul! Einföld skýring var á ræðuhöldum Bush — en hann hafði ekki þurft að versla í stórmarkaði í fjölda mörg ár! Þessi saga vekur athygli okkar. Er málum svo komið að þeir sem ráða fjármálum ríkja þekki ekki nema af afspurn hvernig er að: — bíða eftir strætisvagni? — þurfa ekki að reiða sig á leikskóla- pláss fyrir börnin? — Þurfa ekki að hafa áhyggjur af daglegri framfærslu? — þurfa ekki að lenda á biðlista sjúkrahúsa? Það hefur verið sagt um okkur íslendinga að við séum lítt gefnir fyrir hugsjónir og rómantík en séum raunsæir að upplagi. Raunhyggja væri okkur í blóð borin enda komnir af bændum og fiskimönnum. Óraun- sæir bændur og fiskimenn fóru á haus- inn með rekstrinum og lifðu ekki af? (WH. Auden: Letters from Iceland). Með sanni má segja að verulegur munur er á lífskjörum manna í land- inu og að óbreyttri þróun getur stefnt í sk. % þjóðfélag þar sem Vi hluti íbúa býr við kröpp kjör. Ég ætla samt að raunsæi ráðandi manna ásamt nánum tengslum þeirra við alþýðu þessa lands komi í veg fyrir að slíkt þjóðfélagsástand skapist hér á landi því að öðrum kosti er hætta á auknu misrétti manna meðal og misrétti fæðir af sér vanda, m.a. heilsuvanda. Neikvæð mynd er oft dregin upp af þjónustunni. Sumum ráðandi mönnum hættir til þess að horfa á þjónustuna með augum bókhaldara líkt og um verslun sé að ræða. En gallinn er að þeir horfa nær ein- göngu á debet-hliðina. Að vísu er erfitt að meta þá margþættu mynd sem er að baki klíniskri ákvörðun læknis. Ekki er alltaf hægt að skýra ákvörðun læknis eða hegðun sjúklings með tilvitnun í efnahagsreikninga fyr- irtækja er gera ráð fyrir hagnaðarbestun líkt og vel menntaðir efna- hagssérfræðingar taka til orða. En þessi sýn ætti þó að auðvelda mönnum að meta kredit-hliðina. Nokkur dæmi skulu nefnd Okkur er hófum forvamarstarf Hjartaverndar fyrir um 30 árum grunaði ekki að svo skjótur árangur næðist sem raun ber vitni. Karlar og konur 50 ára og yngri deyja vart lengur úr kransæðastíflu. Dánartíðni 50-70 ára karla og kvenna vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 40% sl. 15 ár. Svipaða sögu er að segja um heilablæðingu. Helmingi færri konur á besta aldri hverfa nú héðan vegna legháls- krabbameins en áður. Sykursýki: Miðað við nágranna- lönd er hlutfall þeirra er hafa sjúk'- dóminn og þjást af alvarlegustu fylg- ikvillunum, þ.e. blindu og alvarlegri æðastíflu í fótum, sem lýkur með aflimun, helmingi lægri á Islandi. Glákublinda: Fyrir 40 árum var tíðni glákublindu einna hæst á ís- landi miðað við Evrópulönd en nú er tíðnin lægst. Alvarlegustu fæðingargöllum hef- ur fækkað um helming. Við emm vel á veg komin með að útrýma heilahimnubólgufaröldrum. Eyðnifaraldur breiðist hægar út hér en í öðrum löndum. Heyrnarlaus börn: Árið 1964 fæddust 37 alvarlega heyrnar- skert börn vegna rauðra hunda. Sl. 15 ár hafa engin heyrnarskert Sumum ráðandi mönn- > > um, segir Olafur Olafs- son, hættir til þess að horfa á heilbrigðisþjón- ustuna með augum bók- haldara. börn fæðst vegna rauðra hunda. Liðaaðgerðir: Fyrir tíma liðaað- gerða og -skifta hvarf fjöldi fólks úr vinnu eða þarnfaðist mikillar umönnunar vegna liðaskemmda. Nú hefur þessum sjúklingum snarfækk- að. Starfsgeta eykst og umönnunar- kostnaður minnkar. Slys: Fyrir 25 árum var dánartíðni vegna slysa hæst á íslandi miðað við Norðurlönd. Nú er tíðnin lægst. Slysadánartíðni barna er enn nokkuð há en hefur lækkað yfir 50% sl. 20 ár. Eitrunarslysum barna hefur fækk- að um 85% á höfuðborgarsvæðinu. Ef ná á betri árangri verðum við að veita bömum okkar meiri umhyggju og forsjá. Fleiri dæmi mætti nefna. Orsakir þessara jákvæðu breyt- inga eru margar og ýmsir þættir á huldu en forvarnarbarátta fyrir heilsusamlegri lífsstíl og bætt með- ferð, t.d. aðgerðir gegn hjarta-/æða- og liðasjúkdómum, eiga líklega stærstan þátt í þessum breytingum. Afleiðingin er stóraukin framleiðni og minni útgjöld ríkisins, m.a. vegna færri veikinda- og örorkudaga, þ.e. óbeinn gróði þjóðfélagsins. Margt verður að vísu ekki metið til fjár, s.s. betra líf og að fólk á besta aldri hverfur ekki frá fjöl- skyldu. Lagt er til að þeir er ráða fjármögnun hugi að kredit-hlið heil- brigðisþjónustunnar. Fyrir næstu íjárlagagerð er lagt til að fjármálaráðuneytið feli einhveij- um af sínum vel menntuðu hagfræð- ingum að vinna með heilbrigðisyfir- völdum að úttekt á þessum málum. Ekki skal standa á Landlæknis- embættinu að leysa málin á raunsæj- an hátt. Höfundur er landlæknir. Ólafur Ólafsson Kynbundið launamisrétti í SUNNUDAGS- BLAÐI Morgunblaðsins 17. desember sl. birtist mjög fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Ingileifu Jónsdóttur ónæmisfræðing, þar sem hún ræðir um líf sitt og starf og stöðu sína sem vísindakonu. Af gefnu tilefni langar mig að leiðrétta mis- skilning sem birtist í þessu viðtali, og ég hef einnig rekist á í öðru samhengi, varðandi niðurstöður könnunar . Félagsvísindastofnunar Tr>!1‘f, og Jafnréttisráðs um Kristjansdottir laun og launamyndun, þar sem fjall- að er um tengsl menntunar og launa kvenna. En í viðtalinu kemur fram að niðurstöður könnunarinnar feli m.a. í sér þau skilaboð til kvenna að konur ættu ekki að fara í lang- skólanám vegna þess að það skilaði þeim engu í launum. Könnun Félagsvísindastofnunar og Jafnréttisráðs laun einstaklinga með sambærilegan bak- grunn hvað varðar starfsstétt, lengd vin- nutíma, menntun, starfsaldur, aldur og fjölda yfirvinnutíma og hvort viðkomandi starf- aði hjá einkafyrirtæki eða hjá hinu opinbera. Þegar tekið hefur verið tillit til allra þessara þátta kemur í ljós 11% launamunur á milli sambærilegra einstakl- inga sem einungis verð- ur útskýrður með kyn- ferði. Menntun og launamunur kynjanna Markmið könnunarinnar var fyrst og fremst að kanna hvernig launa- myndun verður innan fyrirtækja og hvort konur séu beittar misrétti á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli á sínum tíma enda var sýnt fram á með óyggj- andi hætti að konur og karlar sitja alls ekki við sama borð þegar laun og starfsframi eru annars vegar. Skiptir þá engu hvort um er að ræða störf á einkamarkaði eða hjá hinu opinbera. Borin voru saman í könnuninni kom í ljós að launa- munur kynjanna eykst með aukinni menntun. Enginn munur mælist í þessari könnun á milli þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi. Konur með framhaldsskólamenntun eru ein- ungis með um 78% af launum karla (þ.e. dagvinnulaun að viðbættum aukagreiðslum) sem hafa sambæri- lega menntun og háskólamenntaðar konur hafa hins vegar einungis að meðaltali 64% af launum háskóla- menntaðra karla. Það er vissulega mjög sláandi að sjá það svart. á hvítu hversu fjárfesting í menntun skilar konum miklu minna en körlum en það þýðir samt alls ekki að konur hafi ekki hag af því að mennta sig. Fyrir utan það að menntun gefur fólki oft kost á fjölbreytilegri og meira gefandi störfum, sýnir marg- nefnd könnun að menntun leiðir til launahækkunar, bæði hjá konum og Kynbundið launamis- rétti viðgengst hér á landi, segir Drífa Hrönn Kristjánsdótt- ir, og það þarf að fyrir- byggja. körlum. Staðreyndin er hins vegar sú að menntun skilar fleiri krónum í launaumslög karla. Hvaða skiiaboð er verið að senda konum? Þessar niðurstöður eru vissulega sláandi fyrir konur sem hafa gengið út frá því að menntunin sé lykillinn að kvenfrelsi og efnahagslegu sjálf- stæði. Með því að mennta sig til jafns við karla stæðu konur og karlar jafnt að vígi varðandi laun og framgang í starfi. Könnun Félagsvísindastofn- unar og Jafnréttisráðs sýnir okkur heldur betur að málið er flóknara en svo. Það er hins vegar að hengja bakara fyrir smið að segja að Jafn- réttisráð sé að senda þau hættulegu skilaboð til kvenna að menntun skili konum engu, eins og skilja má af millifyrirsögn í framangreindu við- tali. Hins vegar felast í þessum niður- stöðum skýr skilaboð til stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins að kyn- bundið launamisrétti viðgengst á ís- lenskum vinnumarkaði og úr því verður að bæta. Höfundur er stai'fskona Skrif- stofu jafnréttismála. Minnispunktar vegna umræðu um fíkniefnavandann Ár Rann sóknarar Tækni deild Forv.fullt. í fíkni efnamál. Lögfræð ingur Samtals 1986 7 1 i 9 1995 14-15 2 1 i 18-19 AÐ UNDANFORNU hefur vímuefnavandinn mikið verið í umræðunni og var málið m.a. tekið fyrir á Alþingi íslend- inga. Lögreglan í Reykjavík hefur fyrir nokkrum dögum lagt mikla vinnu í þennan málaflokk og m.a. með því að beita nýjum úr- ræðum svo sem sér- hæfðri rannsóknarvinnu afbrotafræðings. Nokkurs misskilnings virðist stundum gæta þegar talað er um vinnu fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík, þar sem helst er að skilja að sífellt sé verið að draga saman varðandi þann málaflokk. Því verður lítillega fjall- að um mannafla deildarinnar. Á siðustu 10 árum hefur fjöldi lögreglumanna í ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar tvöfaldast Fjöldi lögreglumanna í fíkniefnadeild, segir Friðrik G. Gunnars- son, hefur tvöfaldast á tíu árum. og heildaraukavinnufjöldi til deild- arinnar er svipaður, þrátt fyrir nið- urskurð á yfirvinnu og öðrum fjár- veitingum til lögreglunnar í Reykjavík á sama tíma auk mikill- ar aukningar verkefna. Mannafli við fíkniefnarannsóknir síðustu 10 ára sést á eftirfarandi yfirliti: (Sjá töflu) Á árinu 1987 var fjölgað í deildinni um þrjá menn og einn í tæknideildinni, en um helmingur af starfí tæknideild- ar varðar fíkniefna- málefni. Þá var enn • bætt við fjórum lög- reglumönnum tíma- bundið árið 1988, sem síðan.átti að fást sérstök fjárveiting fyrir. Sú fjárveiting kom ekki, heldur varð niðurskurður á fjárveitingum til lög- reglunnar og því reyndist erfitt að halda þeim fjölda, á sama tíma og þurfti að fækka lögreglu- mönnum hjá emb- ættinu. Fíkniefnadeildin hefur vissan aukavinnukvóta eins og all- ar aðrar deildir lögreglunnar, þó svo að hann sé rýmri. Deildin hef- ur farið fram úr fjárveitingum á þessu ári, bæði í aukavinnu og öðrum kostnaði. Það er hins vegar ekki svo að sett hafi verið auka- vinnubann á deildina, enda er þar áfram unnin aukavinna. Á síðustu árum hefur einnig verið ráðstafað einum lögreglumanni sérstaklega til fíkniefnaforvarna, en því starfi var áður sinnt af fíkniefnadeild- inni. Einnig hafa almennir lög- reglumenn með góðum árangri komið að aðgerðum varðandi þenn- an málaflokk. Þá hefur embættið ráðið afbrotafræðing sem komið hefur að þessum málaflokki að undanförnu með rannsóknum. Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Friðrik G. Gunnarsson Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr 7.650r - eða kr. 8.530,- /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 I i ■H s» 4 Það er gaman að grilla á nýju I • lil' I „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigriHin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.