Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 13 Vaxtaþróunin hér á landi þvert á vaxtaþróun erlendis Dregur úr fjárfestíngum og þar með hagvexti VEXTIR hafa hækkað nokkuð hér á landi það sem af er þessu ári en sú þróun er þvert á það sem gerst hefur víða erlendis. Vextir á 3-5 ára spariskírteinum ríkissjóðs hafa hækkað um 0,7% frá því í ársbyijun en á sama tíma hafa LIBOR vextir til sex mánaða á lánum í bandarísk- um dollurum lækkað um 1,1%. Rétt er þó að taka fram að þessir vextir gefa einungis vísbendingu um vaxta- þróun en eru ekki sambærilegir hvað varðar vaxtamun. í fréttabréfi VSÍ, , Af vettvangi, er hátt vaxtastig hér á landi gagnrýnt og sagt endur- spegla of aðhaldssama stefnu Seðla- bankans í peningamálum. Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðla- bankastjóri, sagði fyrr í þessari viku í tengslum við vaxtalækkanirnar erlendis að forsendur væru ekki þær sömu hér á landi. Ýmislegt bendi til þenslu og óróa á markaðnum og því sé ekki rétt að lækka vexti að svo stöddu. í fréttabréfi VSÍ eru þessi rök hins vegar dregin í efa því enn sé slaki í efnahagslífinu og engin merki VSÍ rekur hátt vaxtastig m.a. til stefnu Seðlabankans sé að finna um þenslu á vinnumark- aði. Greinarhöfundur bendir á að raunvextir á 5 ára spariskírteinum séu u.þ.b. 3-5% hærri en annars staðar á Norðurlöndunum, en vextir af öðrum tegundum verðbréfa taki mið af vöxtum á spariskírteinum. „Þetta háa vaxtastig, sem m.a. Ojegi rekja til stefnu Seðlabankans, hafi leitt til þess að fjárfestingar hér á iandi hafí dregist saman ár frá ári,“ segir í fréttabréfínu. „Vaxta- breytingar sem hagstjómartæki hafí áhrif til lengri tíma litið, og þá fyrst og fremst á fjárfestingar og þar með hagvöxt. Því séu slíkar breytingar óhentugar til þess að mæta skamm- tímasveiflum." Greinarhöfundur segir það vera verðugt viðfangsefni fyrir stjómvöld að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir því hver stefna þeirra sé í vaxtamálum og hvaða áhrifum fín- stillingaraðgerðum þeirra sé ætlað að hafa. Meginviðfangsefni þeirra hljóti að vera að lækka vaxtastigið því íslensk fyrirtæki geti ekki búið við hærra vaxtastig hér á landi en í umheiminum til langframa án þess að það bitni harkalega á lífskjömn- um í landinu. Vaxtalækkun framundan? Fyrr í vetur var því spáð að vext- ir myndu fara lækkandi á næstu missemm. I október og nóvember lækkuðu vextir nokkuð en hækkuðu síðan á ný í desember eins og sjá má í töflunni. í Kauphallarvísi Lands- bréfa er hins vegar reiknað með því að fjárfestar muni halla sér að verð- tryggða markaðnum í auknum mæli á næstu vikum og mánuðum og því sé allt eins líklegt að þessar hækkan- ir muni ganga til baka að hluta eða öllu leyti. Spá um efnahagshorfur á Vesturlöndum á næsta ári Góðarhorfur vestra en hægur vöxtur í Evrópu París. Reuter. ^ HORFUR í efnahagsmálum virðast bteztar í Bandaríkjunum á næsta ári að sögn hagfræðinga, en þeir spá hægum vexti í Evrópu og miklu at- vinnuleysi sem fyrr. Líkur eru á hagvexti án verðbólgu í Bandaríkjunum fimmta árið í röð Og má það heita merkilegt. í Japan virðist smám saman draga úr sam- drætti, meðal annars vegna lækkun- ar á gengi jens eftir stórfellda hækk- urí, sem leiddi til hækkaðs verðs á japönskum útflutningi fyrr á árinu. í Evrópu hefur hagvöxtur ekki verið nógu mikill til að draga úr atvinnuleysi, en mikill uppgangur hefur verið á Asíu-Kyrrahafssvæð- inu og endi var bundinn á efnahags- hrunið í Mexíkó. Góðar heildarhorfur Að öllu samanlögðu má segja að í heild séu horfur í heimsbúskapnum sæmilega góðar. Búast má við stöð- ugum hagvexti, en það hægum að ekki þurfi aftur að koma til verð- bólgu og samdráttar. „Þensla er hæg og treg víðast hvar í heiminum," segir Allen Sinai, aðalhagfræðingur Lehman Brothers í New York. „Um leið er lítil eða minnkandi verðbólga og vextir hafa tilhneigingu til að lækka. Þetta tvennt ætti að stuðla að auknum umsvifum í heiminum“. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í aðildarlöndum OECD verði 2,6% á næsta ári, 2,8% 1997 miðað við 2,4% 1995. Flestir telja að Bandaríkin hafí náð „mjúkri lendingu" í efnahags- málum eftir uppgangsár, sem hófust þegar bati gerði vart við sig 1991. Efnahagurinn hefur hægt svo mikið á sér að verðbólgu er haldið í skefj- um og nokkur fleiri uppgangsár virð- ast fyrirsjánleg. „Mjúk lending" vestra Ástandið vestanhafs er merkilegt vegna þess sem gerðist í byijun árs- ins, þegar efnahagshrun varð í Mex- íkó og dollar lækkaði um tæplega 13% gegn marki og um 20% gegn jeni. Verðbólguhætta blasti við og hagvöxtur í heiminum komst í hættu, en síðan hafa átt sér stað „skipuleg umskipti", og iðnríkin vilja að þeirri þróun verði haldið áfram. í Japan hafa lækkun jensins á síðari árshelmingi og miklar vaxta- lækkanir stemmt stigu við verð- hjöðnun, sem er smám saman á undanhaldi. Hagfræðingar segja að vegna bankagjaldþrota fyrr á árinu geti hrun á þessu sviði í Japan leitt til samdráttar í heiminum og bundið enda á fjárfestingar Japana erlendis. En bent er á að ástandið í þessum geira sé ekki ekki eins alvarlegt og fyrir hálfu ári. Dekkra útlit í Evrópu Horfurnar eru dekkstar í Evrópu, þar sem dregið hefur mjög úr vexti í Þýzkalandi. Halli á ríkisfjárlögum er vandamál í Evrópulöndum og vaxtalækkanir eru nauðsynlegar til að hleypa lífí í efnahag þeirra. „Evrópa á við hræðileg vandamál að stríða," segir Christopher Potts, yfirhagfræðingur Cheuvreaux de Virieu í Frakklandi. „Frakkland og Þýzkaland ramba á barmi samdrátt- ar. Á sama tíma og stöðnun ríkir í efnahagsmálum er við mjög mikið atvinnuleysi að etja.“ Aðrir eru ekki eins svartsýnir. Þeir benda þó á að batinn hafi gert síðar vart við sig í Evrópu en í Bandaríkjunum eftir mesta samdrátt frá stríðslokum og að horfur séu á að batanum ljúki fyrr í Evrópu, eink- um Þýzkalandi og Frakklandi. Þar við bætist mikið atvinnuleysi, sem OECD telur að verði yfír 10% til ársloka 1997, og áhrif þess á hag- vöxtinn. Sameiginlegri mynt frestað? Hægari vöxtur mun líklega tor- velda ESB-löndum að lækka fjár- lagahalla til að þau verði gjaldgeng í sameiginlegu myntbandalagi. Óháðir hagfræðingar telja að ESB verði að fresta fyrirætlunum um sameiginlegan gjaldmiðil, ef hag- vöxtur verður ekki meiri, þótt leið- togar sambandsins hafí nýlega ítrek- að stuðning við að „evró“-mynt verði tekin upp 1. janúar 1999. Lítill tími er til stefnu og alls stað- ar reynt að draga úr fjárlagahalla. Á sama tíma fer þjóðfélagsólga vax- andi og harðar vinnudeilur í Frakk- landi eru skýrasta dæmi þess. „Við meiriháttar félagsleg og pólitísk vandamál verður að stríða í heims- hlutanum, ef enginn hagvöxtur á sér stað,“ segir Potts. UMBÚÐASAMKEPPNI Samtaka iðnaðarins 1996 er hafin. Þetta er í annað sinn sem keppt er um silf- urskelina, tákn samkeppninnar, en keppnin var síðast haldin árið 1993 og var silfurskelin þá veitt fyrir hönnun og framleiðslu um- búða utan um Camembert-ost. Samkeppnin er samstarfssverk- efni Samtaka iðnaðarins og Hönn- unarstöðvarinnar, en einnig koma íslenski markaðsklúbburinn (ÍMARK) og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) að keppn- inni. Samkeppnin er opin fyrir allar gerðir umbúða, jafnt flutn- Umbúða- samkeppni 1996 ingaumbúðir sem og sýninga- og neytendaumbúðir. Aðeins koma þó til greina umbúðir sem hannað- ar eru og framleiddar á íslandi. Þá verða umbúðirnar að hafa komið á markað frá því að síðasta keppni var haldin og í síðasta lagi áður en umsóknarfresturinn renn- ur út. í fréttatilkynningu Samtaka iðnaðarins er vakin athygli á því að skilafrestur í samkeppnina hef- ur verið framlengdur til 4. janúar 1996. Dagana 19.-21. janúar verð- ur haldin sýning í Perlunni á umbúðum sem dómnefnd valdi úr innsendum umbúðum og fer verð- launaafhending fram í tengslum við sýninguna. Þátttökueyðublöð með reglum samkeppninnar fást á skrifstofu Samtaka iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, Reylyavík. Vaxtaþróun 1995 § Þjóðhagsstofnun Afkoma fyr- irtækja betri HAGNAÐUR af rekstri þeirra ís- lenskra fyrirtækja sem Þjóðhags- stofnun hefur tekið saman ársreikn- inga fyrir varð 3,8% sem hlutfall af tekjum á árinu 1994. Þetta er betri afkoma en á árinu 1993, en þá kom rekstur þessara sömu fýrirtækja út á sléttu. Þetta kemur fram í riti- Þjóðhags- stofnunar, „Ársreikningar fyrirtækja 1993-1994“, sem nú er komið út. Miklu munar um lægri fjármagns- kostnað, en hann lækkaði úr 5,1% í 3% sem hlutfall af tekjum á milli ára. Minni kaup á erlendum verðbréfum í ár Nær 40% sam- dráttur milli ára KAUP íslendinga á verðbréfum sem gefín eru út erlendis hafa dreg- ist verulega saman á þessu ári. Þannig námu kaup á verðbréfum erlendis um 4,9 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra námu þessi kaup 8 milljörðum. Þetta er um 39% sam- dráttur milli ára. Hrein kaup á slíkum bréfum, þ.e. kaup að frádreginni sölu, námu ein- ungis 2,3 milljörðum á fýrstu tíu mánuðunum en voru 6,8 milljarðar í fyrra. I nýútkomnu desemberhefti Hagtalna mánaðarins er bent á að ástæður þessa samdráttar séu eflaust margvíslegar. „í fyrsta lagi má nefna að vextir hér á landi hafa í ár verið hærri í samanburði við erlenda en í fyrra. í öðru lagi var árið 1994 hið fyrsta þegar fullt frelsi var til kaupa á erlendum lang- tímabréfum, og því um eins konar nýjabrum að ræða. í þriðja lagi olli lækkun Banda- ríkjadals frá fyrstu mánuðum ársins 1994 til miðs þessa árs því að gengistap varð á kröfum í Banda- ríkjadal sem bitnaði á mörgum þeim aðilum sem notuðu nýfengið frelsi til að kaupa skuldabréf í dölum i byijun árs 1994. Til viðbótar kom hækkun markaðsvaxta í dölum á síðasta ári sem leiddi til verðlækk- unar á skuldabréfum. Þessir aðilar hafa líklega farið hægar í sakimar á þessu ári.“ lypip áramót -oy nýtið flýtifyrninguna íynir þetta og næstu 2 án II sölu SCANIA112 árgerð 1088 Ekinn u.þ.b. 400.000 kin. þar al u.þ.b. 00.000 á vél. Ný dekk, nýlega sprautaduF o.fl. Vepð 3.850.000+vsk (án kassa). Ath. elnnig tánnlegur með kassanum. Góður híll u. í flskflutninga. CAT traktorsgröíun til sölu: 438 árgerð '89 vst. ca. 8000 Verð 2.100.000+vsk. 438 ároerð '90 vst. ca. 6300 e HEKLA Verð 2.400.000+vsk. VÉLADEILD Laugavegi 170-174, sími 569 5730, fax 569 5788.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.