Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐIRÁÐGJÖF HAFRAIMIMSÓKIMARSTOFIMUNAR Hafrannsóknastofnun telur óhætt að auka veiðar á þorski, en vill minnka veiðar á ýsu og ufsa Tillaga um 20% aukningu þorskkvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að þorsk- kvóti á næsta fískveiðiári verði aukinn úr 155 þúsund tonnum í 186 þúsund tonn. Gangi forsendur fyrir uppbyggingu þorskstofnsins eftir reiknar stofnunin með að hægt verði að veiða 200 þúsund tonn á fískveiðiárinu 1997-1998. Egill Ólafsson skoðaði skýrslu Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiráðgjöf. Þ?onnd Tillögur um aflahámark þorsks 1989-97 400 350 300 250 200 150 100 50 ° 1989 1990 1991/92 1992/93 1993/94 1994/95 1995/96 19%/97 Tillögur um hámarksafla 1995-96 og 1996-97, aflamark og áætl. afli 1995-96 Tillögur 1995/96 Aflamark 1995/96 Áætl. afli 1995/96 Tillögur 1996/97 Þorskur 155.000 155.000 170.000 186.000 Ýsa 55.000 60.000 50.000 40.000 Ufsi 65.000 70.000 46.000 50.000 Karfi 60.000 65.000 - 65.000 Úthafskarfi 150.000 - - - Grálúða 20.000 20.000 30.000 15.000 Síld 110.000 125.000 125.000 100.000 Loðna 1.150.000 1.150.000 929.000 1.100.000 Humar 1.500 1.500 - 1.500 Rækja, grunnslóð 11.000 11.000 - 7.600 Rækja, djúpslóð 40.000 63.000 - 55.000 Hörpudiskur 9.500 9.250 - 9.300 Ráðgjöf um aukna þorsk- veiði mikil tímamót HAFRANNSÓKNASTOFNUN leggur til að þorskafli á næsta fiskveiðiári verði auk- inn um 20% og verði 186 þúsund tonn. Stofnunin leggur til að dregið verði úr sókn í ýsu, ufsa og grálúðu. Ástand loðnustofnsins er gott og eru horfur á að Hafrannsóknastofnun mæli með því að kvótinn á næsta fiskveiðiári verði 1,6 milljónir tonna. „Þetta eru merkileg tímamót sem verða með framlagningu þessarar skýrslu. í fyrsta skipti síðan ég tók við stöðu forstöðumanns þessarar stofnunar fyrir 12 árum erum við ekki að leggja til samdrátt í þorsk- veiðum," sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar við upphaf blaðamannafundar þar sem skýrsla stofnunarinnar um veiðiráðg- jöf á íslandsmiðum var kynnt. Greinilegt er á skýrslunni að það er mat Hafrannsóknastofnunar að botninum í þorskveiðum hafi verið náð á þessu ári og leiðin liggi upp á við. Veiðistofn þorsks hefur sam- kvæmt mælingum verið í kringum 550-670 þúsund tonn undanfarin fimm ár. Stofnunin telur að veiði- stofninn muni verða 814 þúsund tonn á næsta ári og 850 þúsund tonn í árslok 1998. Á grundvelli tveggja ára rannsókna Hafrannsóknastofnunar og Þjóðhags- stofnunar var á síðasta ári samþykkt að setja þá reglu að veiða árlega 25% af veiðistofni þorsks. í samræmi við þessa reglu er mælt með því að þorskkvóti fyrir næsta fískveiðiár verði 186 þúsund tonn, en kvóti þessa árs er 155 þúsund tonn. Hafrann- sóknastofnun áætlar að á fiskveiðiár- inu 1997-98 vérði óhætt að veiða 200 þúsund tonn úr stofninum. Léleg nýliðun áhyggjuefni Gunnar Stefánsson, tölfræðingur og formaður fiskveiðiráðgjafar- nefndar Hafrannsóknastofnunar, sagði erfitt að spá um hver þróunin yrði eftir 1998. Nýir þorskárgangar síðustu ára væru flestir lélegir og ólíklegt að vöxturinn í veiðinni yrði mjög hraður meðan svo væri. Ástæð- an fyrir því að óhætt væri að auka veiðina núna þetta mikið væri sú að dregið hefði verið úr sókninni og fisk- inum væri því gefið færi á að vaxa og eins væri að koma inn í veiðina árgangurinn frá 1993, sem væri þokkalega stór. Á síðasta ári var dregið úr sókn í þorskstofninn um 48%. Ástæðan er sú að aflabrögð voru góð og því hafa skipin verið fljót að ná kvótan- um. Uppistaða í aflanum var 4-6 ára þorskur, en árin 1992 var uppistaðan 7-9 ára þorskur. Það veldur fiskifræðingum áhyggjum að nýiiðun í þorski er áfram léleg. Árgangamir frá 1991 og 1992 eru mjög lélegir. 1993 ár- gangurinn er í tæpu meðallagi, 1994 árgangurinn er mjög lélegur og 1995 árgangurinn er talsvert undir meðal- lagi. Árleg meðalnýiiðun áranna 1987-1995 er 133 milljónir fiska. Árleg langtímanýliðun í þorski er hins vegar um 200 miiljónir fiska. Dregið úr sókn í ufsa og ýsu Hafrannsóknastofnun leggur til að dregið verði úr sókn í ýsu og veidd verði 40 þúsund tonn, en í ár er ýsukvótinn 55 þúsund tonn. Gunn- ar sagði að undanfarin ár hefði Haf- rannsóknastofnun mælt stóra ár- ganga í ýsu, en þeir hefðu hins veg- ar ekki skilað sér í veiðina eins og búist var við. Ekki lægi ljóst fyrir hvers vegna þetta hefði gerst, en sóknin hefði líklega verið of mikil. Svipuð tillaga er gerð varðandi ufsann. Lagt er til að ufsakvótinn verði lækkaður úr 65 þúsund tonnum niður í 50 þúsund tonn. Talsverð óvissa ríkir um nýliðun í ufsa. Gunn- ar sagði að með þessari skiptingu á botnfiski væri líklegt að það yrði meiri samræmi í veiðinni, en sjómenn hafa átt í erfiðleikum með að ná ýsu- og ufsakvótanum vegna þess hvað mikið veiðist af þorski. Karfaaflinn á seinasta ári varð um 89 þúsund tonn, sem er iangt um- fram ráðgjöf fiskifræðinga, en hún var um 60 þúsund tonna afli. Mælt er með 65 þúsund tonna afla í ár, 30 þúsund tonnum í gullkarfa og 35 þúsund tonnum í djúpkarfa. Grálúðan í slæmu ástandi Jakob Jakobsson sagði að svarti bletturinn á annars bjartri skýrslu Hafrannsóknastofnunar væri ástand grálúðustofnsins. Undanfarin ár hefði sókn í grálúðuna verði langt umfram ráðgjöf. Horfur eru á að heildarveiði á grálúðu á þessu flsk- veiðiári verði 30 þúsund tonn sem er 50% meira en Hafrannsóknastofn- un lagði til. Stofnunin leggur til að dregið verði verulega úr sókninni og mælir með 15 þúsund tonna veiði. Hafrannsóknastofnun leggur tii að aðeins verði dregið úr síldveiðum í ár. Stofnunin leggur til að gefínn verði út 100 þúsund tonna kvóti. Hann var 110 þúsund tonn í fyrra, en veiðin varð hins vegar 125 þúsund tonn. Ástæðan fyrir þessum sam- drætti er að árgangurinn frá 1991, sem talinn var mjög stór, var ofmet- inn. Einnig var spá um meðalþyngd eftir aldri hærri á árinu 1995 en raun varð á. Nýjasta mæling gerir ráð fyr- ir að hrygningarstofninn hafi á árinu 1995 verið rúmlega 520 þúsund tonn, en eldri mæling gerði ráð fyrir 590 þúsund tonna hrygningarstofni. Loðnustofninn er risastór Mælingar gefa til kynna að ástand loðnustofnsins sé mjög gott. Haf- rannsóknastofnun gengur út frá því að veiðistofn loðnu sé um 2,35 milij- ónir tonna. Stofnunin hefur ekki áður mælt svo stóran stofn. Miðað við þessa forsendu má búast við að heildarkvótinn verði 1,6 milljónir tonna. Hafrannsóknastofnun leggur tii að upphafskvóti á ioðnuvertíðinni verði 1,1 milljón tonna. Endanleg ráðgjöf verður gefín út í október eða nóvember. Lagt er til að kvóti á djúpsjávar- rækju verði 55 þúsund tonn. Veiði úr stofninum hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og var 66 þúsund tonn á síðasta ári. Mælt er með 7,6 þúsund tonna veiði á innfjarðar- rækju, en í fyrra var veiðin þar 9,9 þúsund tonn. Gunnar Stefánsson sagði ljóst að sterkt samband væri milli stærðar rækjustofns og þorskstofns. Með stærri þorskstofni mætti ganga út frá því að rækjustofninn minnkaði og taka yrði tillit til þessa við ákvörð- un um kvóta. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að það séu mikil tímamót þegar ráðgjöf komi frá Hafrannsóknastofnun um aukna þorskveiði í fyrsta skipti í mörg ár. Gengið hefði verið í gegnum mikla erfiðleika og mörg niðurskurðarár en nú væri verið að uppskera árangur þess. „Sjálf- ur er ég mjög ánægður með að sú stefna sem mörkuð var í þeim efnum er nú byrjuð að skila ár- angri,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði að í flestum efnum væri ástand fiskistofna nokkuð gott en veikleiki væri í karfastofninum. Þó væru að koma fram fyrstu vísbendingar um að þar geti rofað til. „Við höfum ekki náð ufsa- og ýsukvótanum, þannig að sú ráð- gjöf sem þar er gefin kemur ekki á óvart. Það kemur mikil aukning í loðnu, og ef við erum að bera saman í heild ráðgjöfina í fyrra og núna þá erum við að tala um 2% verðmætaaukningu í sjávaraf- urðaframleiðslu," sagði Þor- steinn. Veríð að uppskera árangur erfiðisins Krislján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir ráðgjöf um auknar þorskveiðiheimildir vera einkar ánægjulega breytingu frá því að standa sífellt frammi fyrir skert- um heimildum á undanförnum árum. Útgerðarmenn hefðu að vísu mælt með þeim og viþ’að færa þær fórnir sem það hefur kostað að geta nú snúið dæminu við og nú væri verið að uppskera árang- ur erfiðisins. Hann sagði að það hefði verið útgerðinni mjög erfitt að komast í gegnum þetta tímabil, en mjög ánægjulegt væri að sjá þann árangur sem þetta hefði fært. „Ljóður á því ráði er þó sá að þingið ætlar að útdeila þeim ár- angri til þeirra sem hafa verið að auka afla sinn á sama tíma og við höfum verið að minnka hann,“ sagði Kristján. Hann sagðist fagna ráðgjöfinni varðandi loðnuveiðar, sem aldrei hefði verið jafnmikil, en á þær væntingar skyggði að mjög illa hefði gengið að veiða loðnuna undanfarin sumur. „Við þurfum að fá miklu lengri úthaldstíma til að geta veitt loðn- una heldur en að gera það nær eingöngu þegar hún gengur suður fyrir landið til hrygningar. En þegar það er svona mikið af henni ætti hún ennþá síður að geta farið framhjá okkur og við ættum að geta fundið hana í sumar, en við þurfum að hafa okkur alla við til að geta veitt svona mikla loðnu. Svo er það jákvætt við að loðnan skuli vera svona mikil að þá er næg fæða fyrir þorskinn og ætti það að geta stuðlað að vexti hans og viðgangi." Kemur tilmóts við væntingar sjómanna Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, sagði tillögur Hafrannsóknastofnunar koma til móts við væntingar sjó- manna, og hvað ráðgjöfina í loðnu- veiðum varði sé um frábærar fréttir að ræða. „Það er hins veg- ar alvarlegt hvað við erum með lítinn flota til að ná loðnunni á þeim skamma tíma sem hún hefur veiðst undangengin 4-5 ár,“ sagði Sævar. Hann sagði að sér fyndist ástandið dekkst í grálúðunni þó hún væri ekki stór þáttur í útveg- inum. „í ýsunni og ufsanum gildir líkt um, en þar gera tillögurnar ráð fyrir minni afla en tillögurnar eru þó lítið lægri en aflinn hefur ver- ið undanfarin ár. Við sjómenn og fulltrúar þeirra höfum sagt að vandamálið væri vægið á milli ýsu og ufsa annars vegar og þorsks hins vegar til þess einfaldlega að geta veitt meðaflann sem kallaður var. Nú er þorskurinn aukinn og ráðgjöfin gerir ráð fyrir að þetta standi líkt og veiðin hefur verið, þannig að auðveldara ætti að vera að ná þessum tegundum upp að þessu marki,“ sagði Sævar. Ái’angnr skynsamlegrar friðunar var minnkandi stofn og minnkandi veiði. JAKOB Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að ástæðan fyrir því að fiskifræðingar mæli nú með aukningu í þorskveiði sé sú að á síðustu árum hafí íslend- ingar staðið skynsamlega að nýt- ingu þorskstofnsins. „Það er auðvitað stórkostlegt að við skulum vera komin að þeim tímamótum að geta lagt til að þors- kveiðar verði auknar og það án þess að það sé gengið nærri stofnin- um. Vonandi verður framhald á þessu á næstu árum. Það ber þó að hafa það í huga að næstu ár- gangar virðast vera slakir. Það verður að treysta því að náttúran spili svolítið með og kiak heppnist þannig að við fáum sterkan árgang. Það er allt sem bendir til þess að við getum þakkað þetta skyn- samlegum friðunaraðgerðum. Það eru öll efni til þess að ætla að þessi skynsamlega nýting á þorskstofn- inum beri árangur. Fyrstu viðbrögð stofnsins við friðuninni eru mjög greinileg og jákvæð. Við höfum á undanfömum árum prófað þá stefnu að taka 40-50% úr þessum eldri árgöngum. Afleiðingin af því Núna þegar tekið er í taumanna í fyrsta skipti í þorskveiðunum þá blasa við samskonar viðbrögð og við urðum varir við á stríðsárunum. Þá höfðum við alveg skýrt dæmi um það að þorskurinn blómstraði á íslandsmiðum strax og útlending- arnir fóru af miðunum og við höfð- um ekki tækifæri til að auka okkar sókn vegna þess að það var ekki hægt að fá nein skip smíðuð. Ná- kvæmlega sama er að gerast núna og gerðist á tímabilinu 1940-45.“ ) > > > I I I i \ I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.