Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 13 GREIIMARGERÐ FRÉTTIR Nýr úrskurður stjórnar Hollustuverndar ríkisms Ýmsar athugasemdir Hjörleifs réttmætar Sæti maður með sterkar skoðanir á stjórnmálum á forsetastóli gæti hann, meðvitað eða ómeðvit- að, haft tilhneigingu til að draga taum pólit- ískra samherja sinna. sóknar á öllum sviðum menningar og viðskipta. Við eigum að treysta svo vel grunn okkar hér heima, að hann standist erlend áhrif. Því af- koma okkar í framtíðinni byggist á því að við getum sótt okkur verk- efni og þekkingu út um allan heim. Forsetinn og utanríkisviðskipti Forsetinn ber hróður íslands víða um lönd. í kjölfar heimsókna hans til annarra landa hafa eflst margvís- leg menningartengsl með íslandi og öðrum þjóðum. Með sívaxandi heim- sviðskiptum á síðustu áratugum hefur líka komið í ljós að forsetinn getur á margvíslegan hátt greitt götu gagnkvæmra viðskipta, opnað fyrirtækjum okkar og fulltrúum þeirra dyr, sem áður reyndust lok- aðar eða erfitt að ljúka upp. Það gerir hann í krafti þess ljóma, sem um embættið leikur og með fram- komu sinni og framgöngu við þessi tækifæri. Það er grundvallarmisskilningur að gagnsemi embættisins á þessu sviði sé háð fyrri viðskiptasambönd- um þess manns sem embættinu gegnir hveiju sinni, eða tengslum hans við erlenda stjórnmálamenn. Það á ekki að stunda viðskipti frá Bessastöðum, slíkt er einfaldlega ekki samboðið virðingu embættisins og raunar andstætt þeim eigindum þess sem ég hef lýst hér að framan. Að reka markaðsskrifstofu frá Bessastöðum er fráleit hugmynd. Forsetinn getur stutt við íslensk viðskipti erlendis með allt öðrum hætti, það hefur borið árangur og það á hann að gera áfram. Stjórnmálamenn og f orsetaembættið Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð forsetaembættisins að um það ríki sátt eins og verið hefur hingað til og menn geti að kosningum loknum fylkt sér að baki þeim sem nær kjöri. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við göngum til kosninga. Þjóðin þarf ekki aðeins að bera virð- ingu fyrir forseta sínum, - henni þarf að þykja vænt um.hann. Með fullri virðingu fyrir stjórn- málamönnum, þá liggur það í hlut- arins eðli að þeir hafa unnið við að skerpa andstæður og hafa á löngum ferli valdið sárindum sem seint eða ekki gróa. Þótt slíkur frambjóðandi nái kjöri er ekki líklegt að um hann skapist almenn sátt. Þá verður frið- urinn um embættið úti. Hættan er jafnframt sú, að næst muni stjórn- málaflokkarnir opinskátt tefla fram hver sínum manni. Þá er hætt við að embættið rati aldrei aftur úr herbúðum stjórnmálanna. Svo gæti farið að umdeildur for- seti næði kjöri með lágu atkvæða- hlutfalli. Þá kynni hugmyndin um tvær umferðir, þar sem kosið yrði milli tveggja efstu frambjóðenda í seinni umferðinni, að verða nauð- synleg. Núverandi forseta okkar tókst að vísu með prýði að sameina þjóðina að baki sér þrátt fyrir minni- hlutakjör í upphafi. En hún var ekki umdeildur stjórnmálamaður heldur fór þar kona sem var fram- bjóðandi úr röðum fólksins - eins og Kristján Eldjám hafði verið. Hvorugt þeirra var slípað af ára- löngu stjórnmálastarfi, heldur voru þau ein af okkur og líkleg til að geta sameinað þjóðina að baki sér. Kjör þeirra varð þjóðinni til heilla, það er gott að hafa í huga þegar við göngum til forsetakosninga á ný. Ég hef nú gert grein fyrir sýn minni á embætti forseta íslands. Þar fer ekki valdsmaður heldur full- trúi fólksins í landinu. Þess vegna á forseti að vera þjóðkjörinn. Höfundur eríkjöri til embættis forseta íslands. STJÓRN Hollustuverndar ríkisins hefur fallist á ýmis atriði í athuga- semdum Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns sem hann gerði við tillögur að starfsleyfi vegna stækk- unar álversins í Straumsvík. Meirihluti stjórnar Hollustuvernd- ar hafði áður vísað athugasemdum Hjörleifs frá, en sérstök úrskurðar- nefnd ógilti þann úrskurð í nóvem- ber sl. og lagði fyrir stjórnina að íjalla efnislega um athugasemdir Hjörleifs. Urskurðaði stjórn Holl- ustuverndar í málinu 6. maí sl. og telur að ábendingar Hjörieifs séu réttmætar í ýmsum atriðum, en þó ekki þess eðlis að þær hefðu breytt tillögum að starfsleyfi sem sendar voru umhverfisráðuneytinu í nóv- ember 1995. Hjörleifur telur hins vegar ólíklegt annað en umhverfisráðherra hefði orðið að taka tillit til þeirra sjónar- D-LISTI Sjálfstæðisflokksins fengi 54% atkvæða ef gengið yrði til borgarstjómarkosninga nú, en R-listi Reykjavíkurlistans 46%, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gall- up. Vikmörk fylgis listanna era 6% til eða frá (fylgi R-lista getur því verið á bilinu 40 til 52% og D-lista 48 til 60%) og telst niður- staðan þess vegna ekki marktæk. Hún bendir þó til þess að R-listi hafi ekki meirihlutastuðning. miða, sém kóma fram í úrskurði stjórnar Hollustuverndar, hefðu þau legið fyrir áður en starfsleyfið til íslenska álfélagsins hf. var gefið út. En umhverfisráðherra gaf starfs- leyfið út í byijun nóvember 1995. Ekki besta tækni í úrskurðinum er meðal annars tekið undir, að til greina hefði kom- ið að gefa út starfsleyfi fyrir hvorn kerskála verksmiðunnar fyrir sig. Þá hefði verið æskilegt að geta byggt á bestu fáanlegu tækni, en ISAL taldi sig þá ekki geta staðið að stækkun verksmiðjunnar. Þetta geri það að verkum að mengun verði meiri en ella. Þá felst stjórnin á, að óheppilegt sé að þurfa að leyfa tilslakanir vegna hreinálsframleiðslum, en á þá fram- leiðslu hafi verið fallist í núverandi verksmiðju ÍSAL fyrir nokkrum Niðurstaðan er nánast sú sama og í könnun Gallup fyrir ári, en þá hlaut Sjálfstæðisflokk- urinn 53% og Reykjavíkurlistinn 47%. Spurt var hvort menn væru ánægðir eða óánægðir með störf Reykjavíkurlistans og sögðust 40,4% Reykvíkinga ánægð, 17,1% hlutlaus og 42,5% óánægð. Annars staðar á landinu sögðust 48,8% ánægð með störf R-list- árum, og því talið rétt að taka tillit til hennar í tillögu að starfsleyfi. Stjórnin telur einnig áhyggjuefni, að um 12% af því koldíoxíði, sem losað er frá landinu, muni koma frá álverinu eftir stækkun. Frá álverinu koma nú 6% _af því koldíoxíði sem iosað er hér. íslendingar eru aðilar að samningi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem kveður á um að ekki skuli losað meira magn slíkra lofttegunda árið 2000 en gert var 1990. Og þegar aukning verði á losun koldíoxíðs af einhveijum ástæð- um á einum stað þurfi því að draga úr losun annarstaðar ef takast eigi að ná markmiðum samningsins. í lok úrskurðarins er því áliti lýst, að starfsleyfið fyrir álverksmiðju ÍSAL í Straumsvík sé á engan hátt fordæmisskapandi, heldur verði að meta aðstæður og umhverfisskilyrði hveiju sinni. ans, 19,8% hlutlaus og 31,4% óánægð. Könnun Gallup var gerð 26. apríl til 4. maí og náði til 1.200 manna á landinu öllu. Svarhlut- fall var 72,2%. Hins vegar svör- uðu aðeins 268 kjósendur i Reykjavík spurningu um hvern- ig þeir myndu kjósa í borgar- stjórnarkosningum og þess vegna eru vikmörk í könnuninni jafnvíð og raun ber vitni. Reykjavíkurborg Lítill munur á fylgi R-lista og D-lista örugglega góður kostur Þaulhugsuð hönnun öryggisþátta er meðal teirra fjölmörgu atriða sem afa styrkt kaupendur Acceni enn frekar í þeirri trú að han sé besti kosturinn. Sterk stálgrind sem er þó nægilega létt hvað varðar sparneytni bílsins. Byggð inn í fram- og afturenda bílsins til að draga úr áhrifum höggs við árekstur. Allar hurðir eru styrktar með tveimur öryggisbitum úr sérstöku hágæðastáli. Smíðaðir til að taka við höggi á 4 km hraða án þess að skemmast. Búnaður í sætum varnar því að farþegar bílsins renni fram við árekstur. Þriggja punkta belti með hæðarstillingu og tregðuhjóli, sem er læsibúnaður er varnar því að of mikill slaki myndist á beltinu við snögga hemlun. Lág bilanatíðni og gott endursöluverð gerir Accent að öruggri fjárfestingu. Yfir 2.500 íslendingar hafa komist aðþeirri niðurstöðu að Hyundai er besti kosturinn. Gerðu eigin samanburð. Þú kemst eflaust að sömu niðurstöðu. ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 Verð frá 949.000 kr. á götuna HYunoni til framtíðar ARGUS 4 ÓRKIN /SÍA BL150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.