Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samþykkt á ASÍ-þingi Ákvæði . um félags- skyldu bönnuð „í SAMÞYKKTUM félaga innan aðildarsamtaka ASÍ mega ekki vera ákvæði um félagsskyldu né ákvæði sem takmarka aðild að félögum m.t.t. búsetu og lögheimilisfesti. A sama hátt mega ákvæði ekki hamla því að félagsmenn geti sagt sig úr félögum með skriflegri tilkynningu, með þeirri undantekningu einni að um tímabundnar hömlur sé að ræða, , -t.d. vegna yfirstandandi kjaradeilu og verkfallsaðgerða henni tengdra," segir í breytingu á lögum ASI sem samþykkt var á þingi ASÍ. Starfsmenn staðfesti inngöngu í verkalýðsfélög Þar segir einnig að félag sem greitt er til beint frá atvinnurekanda á grundvelli ákvæða kjarasamnings skuli innan tveggja mánaða frá því að fyrsta greiðsla barst óska stað- festingar starfsmanns á inngöngu í ^'^agið. Verkalýðsfélögum er gefínn irestur til að gera viðeigandi breyt- ingar á samþykktum sínum vegna þessa fyrir apríllok árið 1999. Hafrannsóknastofnun leggur til aukningu á þorskkvóta Eykur tekjur þjóðar- búsins um tvo milljarða Útlit fyrir ívið meiri hagvöxt á Is- landi en í OECD-löndum ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að þjóð- hagsleg áhrif af tillögum Hafrann- sóknastofnunar um aukinn þorsk- kvóta séu að útflutningstekjur þjóð- arbúsins aukist um tvo milljarða. Hann segir þetta heldur meiri aukn- ingu en reiknað sé með í þjóðhags- áætlun og búast megi við að hag- vöxtur hér á landi verði ívið meiri en að meðaltali í aðildarlöndum OECD. Hafrannsóknastofnun leggur til í skýrslu um fiskveiðiráðgjöf á næsta fiskveiðiári að þorskkvótinn á næsta ári verði aukinn úr 155 þúsund tonnum í 186 þúsund tonn. Hins vegar er gerð tillaga um sam- drátt í ýsu, ufsa og grálúðu. Sömu- leiðis leggur stofnunin til að veitt verði heldur minna af síld og karfa en gert var á síðasta ári. Ástand loðnustofnsins er afar gott og telja fiskifræðingar að • líkur séu á að óhætt verði að veiða allt að 1,6 milljón tonn af loðnu. Upphafskvóti verður þó 1,1 milljón tonn. Þórður segir að tillögur fískifræð- inga hafí í för með sér u.þ.b. 2% aukningu á afla, en það þýði að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um tvo milljarða. Hann tekur fram að þetta sé varlega metið. Hagvöxtur að aukast „Við munum í ljósi þessarar físk- veiðiráðgjafar endurskoða þjóðhags- spána. Það hefur reyndar fleira gerst frá því við gáfum út síðustu spá. Meðal annars er útlit fyrir að inn- flutningur á árinu verði meiri en spár gerðu ráð fyrir og störfum hefur einnig fjölgað meira en við reiknuðum með. Spáin, sem við gerðum í byijun febrúar, gerði ráð fyrir 3% hagvexti milli áranna 1995 og 1996. Það er margt sem bendir til að umsvif í efnahagslífínu verði meiri. Það er allt útlit fyrir að hagvöxt- ur hér verði í efri kantinum miðað við aðildarríki OECD. Reyndar verður hagvöxtur hér töluvert meiri en í Evrópu þar sem gengur frekar illa,“ segir Þórður. Friðun skilar árangri Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar felist merk tímamót. í fyrsta skipti leggi fiski- fræðingar til aukningu á þors- kveiðum. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, tekur undir þetta og segir að þennan árangur megi þakka skynsamlegri nýtingu þorskstofnsins á síðustu árum. Hann telur þó að veiðin muni ekki aukast langt umfram 200 þúsund tonn á næstu árum nema að upp komi sterkir árgangar. Nýliðun í þorski sé enn léleg. ■ Tillaga um 20%/6 Átakaþingi ASI lauk í gær Fimm ára kaup- máttarmarkmið ekki samþykkt Hrikti í stoðum vegna kosninga í sambandsstjórn TILLAGA miðstjórnar Alþýðusambandsins, sem lögð var fyrir þing þess, um að launastefna næstu ára byggi á markvissri áætlun um að ná kaupmætti nágrannaþjóðanna á fimm árum, var ekki samþykkt á þinginu sem lauk síðdegis í gær. í launa- stefnu og kjaramálaályktunum þingsins segir að höfuðmarkmiðið sé að rétta hlut launafólks með beinum hækkunum launataxta. Morgunblaðið/Halldór Sólveig Lilja fegurðardrottning Lögð er áhersla á að efnahags- stefnan eigi að taka mið af því að tryggja stöðugan og öruggan hag- __vöxt, stöðugt gengi og lága verð- bólgu. Tillaga sem kjaramálanefnd þingsins lagði fram, um að með styttingu vinnutíma megi skapa raunhæfar forsendur fyrir hækkun grunnlauna, þar sem afköst og framleiðni muni aukast samhliða og gæði framleiðslunnar fara vax- andi, var felld að tillögu nokkurra Dagsbrúnarmanna. í stað hennar var samþykkt að Alþýðusambandið krefðist þess að dagvinnulaun nægðu fyrir framfærslu. Enginn verslunarmaður í sambandsstjórn Miklar deilur voru á þinginu í gær um gildi kosninga til sam- bandsstjórnar sem fram fóru á fimmtudagskvöld en tæp 70% full- trúa skiluðu auðu í kosningunum. Þinghald lá niðri um tíma í gær- morgun og lá við að fulltrúar í Verkamannasambandinu og fleiri landssamböndum gengju á dyr. Sættir náðust að lokum og féllust verslunarmenn á að kosningin teldist gild, þrátt fyrir að enginn fulltrúi þeirra væri kosinn í sam- bandsstjórn. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að fulltrúar Dagsbrúnar hefðu verið ákveðnir í að ganga út af þinginu ef kosn- ingin hefði verið ógilt og taldi að allir aðrir fulltrúar VMSÍ hefðu fylgt þeim. Afleiðingin hefði orðið klofningur ASÍ. „Okkar sjónarmið urðu í raun ofan á. Það voru auðvitað skýr skilaboð, sem minnihluti þingsins fékk, þegar 70% þingfulltrúa skil- uðu auðu,“ sagði Magnús Sveins- son, formaður VR. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni, er hann sleit þinginu síðdegis, að þótt hrikt hefði í hefði þingið haft þrek til að takast á við erfiðan ágreining og leysa hann. ■ Útganga og klofningur/11 ■ Beinar hækkanir/11 SÓLVEIG Lilja Guðmundsdóttir, 19 ára stúlka úr Njarðvíkum, var kjörin fegurðardrottning íslands í gærkvöldi. í öðru sæti varð Auð- ur Geirsdóttir, fegurðardrottning Norðurlands. Harpa Rós Gísla- dóttir, fegurðardrottning Reykja- víkur, lenti í þriðja sæti. Hún var jafnframt kjörin Oroblu-stúlka ársins og verður fulltrúi Islands í Ford-keppninni. í fjórða sæti varð Ilalla Svansdóttir, fegurðar- drottning Vesturlands. Hún var jafnframt kjörin vinsælasta stúlk- an. Fimmta varð Bergljót Þor- steinsdóttir. Ríkissjóður 2 milljarðar sparast með innlausn FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær áform um innköllun á þremur flokkum spariskírteina frá 1986. Verðmæti skírteinanna er áætlað um 17,3 milljarðar króna og er þetta stærsta innlausn sem ríkis- sjóður hefur ráðist í til þessa. Verð- ur hún fjármögnuð með því að bjóða nýja flokka spariskírteina og ríkis- bréfa í skiptum, en mismunurinn verður fjármagnaður með erlendum lántökum ef með þarf. Að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, mun þessi aðgerð spara ríkissjóði um 2 milljarða króna í vaxtagjöldum á næstu þremur árum. Spariskírteinin sem hér um ræðir bera á bilinu 8-9% nafnvexti eða um 2,5-3,5% hærri vexti en 5 ára spariskírteini bera í dag. Gæti leitt til vaxtalækkana Friðrik segir að því hafi verið lýst yfir strax árið 1993 að ríkis- sjóður myndi áskilja sér rétt til þess að grípa til slíkra aðgerða og hafi það haft áhrif á gengi bréfanna þá. Þessi ráðstöfun ætti því ekki að koma fjárfestum á óvart. Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa, segir að þessi ráðstöfun ætti að geta leitt til ein- hverrar vaxtalækkunar á 20 ára spariskírteinum og megi vænta þess að fjárfestar muni leita eftir því að tryggja sér núverandi ávöxtunar- kröfu á næstu dögum. Hins vegar gæti þetta leitt til smávægilegrar vaxtahækkunar á 5 ára spariskír- teinum. ■ Leiðir til/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.