Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR25. MAÍ1996 37 I I I I 5 ) I J I I i I ! I I I I g i I < l l l * l < -! Einn dagur bíllaus í ágúst Á VORDÖGUM 1994 ákvað Reykja- víkurborg að taka þátt í samtökum sem heita „Car Free Cities", sem má kalía „Bíllausar borgir“. Tilgangur samtakanna er aðal- lega sá að reyna að minnka umferð einka- bíla í borgum, með því að bjóða upp á aðra samgöngumöguleika. Ástæðan er e.t.v. helst sú að bílaumferð er mesti mengunarvald- ur í borgum og árlega látast 55 þúsund manns í bílslysum í borgum Evrópu. Við, hér í Reykja- vík, þekkjum þennan vanda - enda setjum við met miðað við höfðatölu í bílaeign og umferð í Reykjavík er eins og hér byggju 300 þúsund manns en ekki rúmlega 100 þús- und. 50 Evrópuborgir eru nú í sam- tökunum og stöðugt bætast fleiri við. Aðalfundur „Car Free Cities" Á aðalfundi samtakanna nú í byijun maí var kynnt verkefni sem Reykjavíkurborg ætlar sér að framkvæma í samvinnu við Kaup- mannahöfn í Danmörku og Volos í Grikklandi. Verkefnið hefur hlot- ið nafnið „Dagur án bíls“ og borg- in fær styrk sem nemur rúmlega einni milljón króna til þess að hrinda því í framkvæmd. Bíllausi dagurinn verður í ágúst- mánuði og þá verður fólk hvatt til Bílaumferð er mesti mengunarvaldur í borg- um, segir Guðrún — Agústsdóttir, sem hér skrifar um „bíllausan“ dag í Reykjavík. að hvíla bílinn sinn heima og taka strætó, ganga til vinnu, hjóla eða fá sér leigubíl. Þeir sem alls ekki geta án bílsins verið gætu boðið nágrönnunum með sér, fyllt bílinn sinn. Engin boð eða bönn verða sett, heldur vinsamlegum tilmæl- um beint til borgarbúa um að taka þátt í þessari tilraun. Tilgangurinn er sá að sjá hvernig borgin lítur út ef umferð er hér mun minni en nú er. Leitað verður eftir víðtæku sam- starfi við ýmsa aðila svo sem Strætisvagna Reykjavíkur, lögreglu, samtök hjólreiða- manna, eigendur einkabíla, íþróttafélög, leigubílastöðvar, stór fyrirtæki og íbúasam- tök til að sem best tak- ist til. Sú mikla upp- bygging á göngu- og hjólastígum, ný brú yfir Kringlumýrar- braut og önnur brú sem fyrirhugað er að byggja í sumar yfir Miklubraut við Skeið- arvog eru liður í því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja og geta ferðast um á hjólum eða gengið. Ekki bara til að leika sér heldur til og frá vinnu eða skóla. Flestar kvartanir sem berast borginni t.d. á hverfafundum og til skipulags- og umferðarnefndar eru vegna mikillar umferðar. Háv- aði, loftmengun, stöðugt stærri og meiri umferðarmannvirki sem eru ill yfirferðar og óttinn við slys á gangandi vegfarendum eru nei- kvæðir fylgikvillar mikillar einka- bílaumferðar. Þessar kvartanir eru ekki síst skiljanlegar hjá því fólki sem býr við stórar umferðaræðar þar sem mælingar sýna að hávað- inn er yfir þeim mörkum sem telj- ast mega viðunandi. Fulltrúar frá Kaupmannahöfn og Volos og e.t.v. fleiri borgum innan samtakanna munu fylgjast með hvernig til tekst hjá okkur í sumar og munu síðan reyna að feta í fótspor okkar. Hvar er göngugatan okkar? Vonandi tekst vel til og þá verð- ur Reykjavík í einn dag umhverfis- vænni en hún hefur nokkru sinni verið á undanfömum árum og ára- tugum. Það mun vekja athygli víða um heim. Ákvörðun okkar hefur þegar vakið mikla athygli. Mestu máli skiptir að við sjáum að borgin okkar getur verið enn betri. í des- ember sl. gerði félagsvísindastofn- un Háskóla íslands könnun fyrir skipulagsnefnd um umferðarmál. Þar svöruðu 70% aðspurðra því játandi, að þeir væru tilbúnir að leggja sitt af mörkum á bíllausum degi. Það er svo annað mál að við erum eina borgin innan þessara merku samtaka sem enga göngu- götu á, eftir að Austurstrætið var aftur opnað fyrir einkabílinn. Höfundur er formaður Skipu- lagsnefndar Reykjavíkur. Guðrún Ágústsdóttir SUMARBLÓM - TRJÁPLÖNTUR - RUNNAR Einnig ljölbreytt úrval rósa og Qölærra plantna. Tilboð á ýmsum tegundum alla daga. Verið velkomin. GARÐYRKJUSTÖÐIN GRÍMSSTAÐIR, í meira en 50 ár, Heiðmörk 52, Hveragerði. sími 483 4230. OPIÐ KL. 9 - 21 ALLA DAGA. Vinningar i / <sð> HAPPDRÆTTI j) HÁSKÓLA ÍSLANDS “ vænlegast til vinnings 4 Heiti potturinn 24. maí '96 kom á miða nr. 28656 5 Afmælissamtrygging skólafélaga Halldór & Bragi hf. Ekki linnir afmælis- greinaplágunni í Morgunblaðinu. Þann 18. maí 1996 ritar V estur-í slendingur einn, Bragi Frey- móðsson, um skóla- bróður sinn Halldór Þorsteinsson tungu- málakennara næstum heilsíðugrein í Morg- Leifur unblaðinu á bls. 45. Á Sveinsson auglýsingataxta Morgunblaðsins hefði ritsmíði þessi kostað kr. 98.750 + virðis- aukaskattur, kr. 24.194 = 122.944. Dagblaðapappír hefur Dagblaðapappír hefur hækkað um 46% síðan 1994, segir Leifur Sveinsson, svo aðeins hin ríkustu blöð geta leyft sér að prenta ótímabærar minningargreinar. hækkað um 46% síðan 1994, svo aðeins hin ríkustu blöð geta leyft sér að prenta ótímabærar minning- argreinar eins og þá er fyrr er getið. II félaga, ef ég hæli þér, þá hælir þú mér. Ekki eru þeir þó samstúd- entar, Bragi stúdent 1940, en Halldór 1941. Minnir þetta á þegar Dómkirkju- prestamir sr. Þórir Stephensen og Hjalti Guðmundsson skipt- ust á að hæla hvor öðrum á fimmtugs- afmælum sínum. Reit ég þá grein er hét „Líkræður um lifandi presta“ og tók þá fljótt fyrir þennan ófögnuð. III Böm leggja ríka áherslu á af- mæli sín. Er afmælisdagurinn mesta hátíð ársins í þeirra huga. En börn verða fullorðin og þá leggja þau barnaskapinn af. Tvisvar sinn- um verður gamall maður bam, seg- ir í gömlu máltæki. Því er hætta á því, að 75 ára gamlir menn verði börn í annað sinn og vilji gera mik- ið úr þessum tímamótum, t.d. með hólgreinum hver um annan. Það er illa gert hjá Morgunblaðinu að láta slík elliglöp viðgangast, réttara að benda aðstendundum þeirra Skýringin á grein Braga er sú, að hinn 26. febrúar 1995 reit Hall- dór ótímabæra minningargrein (af- mælisgrein) um Braga, er varð 75 ára 27. febrúar 1995. Virðist sam- trygging vera milli þeirra skóla- HUGBÚNADUR FYRIR WIND0WS Tölvufyrirtækið OZ valdi Stólpa bókhaldskerfið W\ KERFISÞRQUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 kurteislega á þá staðreynd, að þetta sé ekki við hæfi. IV Svo vel vill til að bókaforlagið Steinholt hefur gefið út æviskrár MA stúdenta og þar er ítarleg greinargerð um ævi og störf þeirra Halldórs Þorsteinsonar og Braga Freymóðssonar. Hefðu afmælis- greinar um þá því verið óþarfar, nóg hefði verið fyrir fólk að kynna sér ævi þeirra í þeim ágætu bók- um. Þeirra er getið í 1. bindi, en alls eru komin út 6 bindi að ég held. V Á Akureyri er gefið út ágætt blað er Dagur heitir. MA stúdent- um, sem ekki mæðir elli er hér með bent á að þar er tekið við afmælisgreinum um akureyrska menn og birt án tafar. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsirn! i 'andað fólk rönduð cjjöf Bókabúðin Mjódd • Bókabúðin Suðurströnd • Skákhúsið • Bókabúð Keflavíkur • Bókval Akureyri • Mál og menning Veda Kópavogi • Grima Garðabæ • Bókabúðin Vestmannaeyjum • Bókabúð Brynjars Sauðárkróki VBJ Neskaupsstað • Ritbær Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.