Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 9 Hæstiréttur í máli f öður sem misnotaði unga dóttur Staðfest 4 ára fangelsi en bæt- ur lækkaðar HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms um 4 ára fangelsi yfir 37 ára göml- um manni sem sakfelldur er fyrir að hafa misnotað dóttur sína kyn- ferðislega. Hæstiréttur lækkaði hins vegar um helming þær 2 millj- óna króna miskabætur sem héraðs- dómur hafði ákvarðað stúlkunni. Brot þau sem maðurinn var sak- felldur fyrir áttu sér stað á árunum 1987-1994, en telpan er fædd 1983. Foreldrar hennar höfðu þá skilið og voru brotin framin þegar telpan var í heimsókn hjá föður sínum úti á landi á sumrin og um stórhátíðir. I niðurstöðum álitsgerðar félags- ráðgjafa sem vann með telpunni segir að miklir sálrænir erfiðleikar „eigi eftir að fylgja henni út lífið“. I dómi Hæstaréttar segir að ekki þyki efni til að breyta þeirri 4 ára fangelsisrefsingu sem manninum var ákveðin í héraðsdómi. Við ákvörðun skaðabóta beri að taka tillit til skyldleika aðilanna ásamt því að maðurinn muni eftir sem áður bera framfærsluskyldur gagn- vart dóttur sinni, sem þó eigi rétt til miskabóta. Alvarleg brot „Brot ákærða voru alvarleg og til þess fallin að valda mikilli rösk- un á tilfmningalífi og högum telp- unnar, sem vandi er úr að bæta,“ segir í dóminum. Þá segir að ítar- legt álit félagsráðgjafans á afleið- ingum brotanna virðist „mjög í samræmi við það, sem almennt megi vænta um afleiðingar brota af þessu tagi. Hins vegar liggur ekki fyrir, að svo komnu, í hvaða mæli þær kunni að verða varanleg- ar fyrir telpuna eða hvort ráða megi bót á þeim. Með hliðsjón af þessu þykja miskabætur til telpunn- ar hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur," segir í dómi Hæstaréttar. Sýkn af kröfu um refsingu og niður- rif sumarbústaðar HÆ STIRÉTTUR kvað í gær upp þann dóm að hjón, eigendur sumar- bústaðar í landi Kárastaða í Þing- vallasveit, skuli fjarlægja 18,4 m2 vélarhús af sumarbústaðalandi sínu. Hins vegar voru hjónin sýknuð af refsikröfum ákæruvaldsins í málinu og kröfum um að sumarbú- staður þeirra yrði allur ijarlægður ásamt göngubrú og verönd. Sakar- kostnaður var felldur á ríkissjóð. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir brot á lögum um friðun Þingvalla, byggingalögum og byggingareglu- gerð fyrir að hafa á árinu 1991 byggt 128,7 fermetra sumarhús, 18,4 fermetra baðhús, 82 fermetra göngubrú og 170 fermetra verönd í kringum húsið án leyfa og í trássi við bann. í Héraðsdómi hafði þeim verið gert að greiða 350 þús. kr. sekt en Hæstiréttur sýknaði þau af þeirri kröfu. í dómi segir að sök sé fyrnd. Umrædd brot geti eingöngu varðað sektum, slík refsing fyrnist á tveim- ur árum og hægagangur hefði ver- ið á meðferð malsins. Höfðu fengið byggingarleyfi Hæstiréttur staðfesti einnig ákvörðun héraðsdómara um að hafna kröfu ákæruvaldsins um að fólkinu yrði gert að þola að sumar- bústaðurinn allur yrði fjarlægður af landinu, ásamt geymsluhúsi, svo og göngubrú og verönd. Samþykkt meirihluta bygginganefndar Þing- vallahrepps frá í nóvember 1994 verði ekki skilin öðru vísi en sem samþykki við umsókn hjónanna um byggingaleyfi. Það byggingaleyfi hafi öðlast gildi þegar tveir mánuð- ir voru liðnir frá samþykktinni án þess að sveitarstjórnin hefði tekið málið til afgreiðslu. „í máli þessu verður hins vegar ekki fjallað að öðru leyti um skyldu ákærðu til að laga önnur mannvirki að samþykktri umsókn þeirra um byggingarleyfi," segir í dómi Hæstaréttar. Teg. Heide: 2 horn 3 stgr. 72.900 - 2H2 69.900 Opið í dag frá kl. 10-14. □□□□□□ (1) HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 FRÉTTIR Morgunblaðið/PPJ Kisa í könnunarleiðangri TAESA kemur ekki 2 mánuði EKKERT verður af viðkomu flug- véla mexíkóska flugfélagsins TAESA hingað til lands í júní og júlí. Ástæðan er breytingar á samn- ingum félagsins við flugrekstra- raðila í Þýskalandi. Flugvélar TAESA munp hins vegar lenda hér í ágúst og september eins og flugáætlun gerir ráð fyrir að sögn Andra Más Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra Heimsferða, sem er í viðskiptum við TAESA. Andri sagði að ferðir á vegum Heimsferða til Mexíkó í júní og júií yrðu ekki felldar niður þrátt fyrir þessa breytingu. Farþegum, sem það vilja, yrði komið á áfanga- stað með inillilendingu í Banda- ríkjunum. Sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu Kostir og gallar samein- ingar kannaðir Blönduósi. Mor^unblaðið. BÆJARSTJORN Blönduóss sam- þykkti fyrir skömmu að leita eftir því við nágrannasveitarfélögin að kanna með formlegum hætti kosti og galla sameiningar. Bréf þessa efnis sendi bæjarstjóm Blönduóss öllum sveitar- félögum í A-Húnavatnssýslu og ósk- aði svara fyrir 15. júní nk. Sveitar- stjómin á Skagaströnd hefur nú þeg- ar svarað þessari umleitan jákvætt Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæða þessa væri sú að nú þegar væru hafnar viðræður við næstu sveitarfélög um aðild þeirra að leikskóla Blönduóss og ennfremur kallar flutningur gmnnskólans til sveitarfélaganna á þessa umræðu. Fyrir þremur árum var gerð tillaga um að A-Húnavatnssýsla yrði tvö sveitarfélög með Blönduós sem byggðarkjarna annarsvegar og Skagaströnd hinsvegar. Þessar tillög- ur voru kolfelldar í kosningum 20. nóvember 1993 af sveitahreppunum en meirihluti var fyrir sameiningu í þéttbýlissveitarfélögunum. Skúli Þórðarson sagði þetta fyrstu tilraun eftir þessar kosningar til að hefja þessa umræðu að nýju og gat hann þess að samskonar umræða væri nú þegar hafin bæði austan og vestan Austur-Húnavatnssýslu. FRUMSÝND 31. MAÍ HASKOLABIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.