Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 17 LAIMDIÐ framhald • • • Innritunargjöld á sjúkra- húsum. Fyrirhugðuðum innritunargjöldum mótmælt utan dagskrár. Ásta Ragnheiður. Veiðileyfagjald. Þingsályktun um að taka upp veiðileyfagjald hérlendis. Ágúst, Svanfríður, Jóhanna og Ásta Ragnheiður. Græn ferðamennska. Þingsályktun um áherslu á umhverfisvæna ferðaþjónustu. Ásta Ragnheiður. Afnám pólitískra afskipta af ráðningu fréttamanna hjá RÚV. Mörður og Svanfríður. Framkvæmdir að Bessa- stöðum. Fyrirspurn um sundurliðaðan kostnað við framkvæmdir að Bessastöðum. Ágúst. Þingfararkaup og þingfarar- kostnaður. Tillaga um afnám skattfríðinda alþingismanna. Jóhanna, Ágúst, Svanfríður og Ásta Ragnheiður. Starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka. Sett verði lög um starfsemi stjórnmála- flokka og að þeir þurfi að gera grein fyrir fjárreiðum sínum. jóhanna, Ágúst, Svanfríður og Ásta. Fyrirspurn um tekjur ríkis- sjóðs af stimpilgjöldum vegna fjárnáms og nauð- ungarsölu. Jóhanna. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson NEMENDUR og kennarar vinna við verkefnið Að taka flag í fóstur. Taka flag í fóstur Vogum - Nemendur 1.-4. bekkj- ar Stóru-Vogaskóla sáðu nýlega grasfræi og dreifðu áburði í flög í nágrenni við Voga undir kjör- orðinu: Að taka flag í fóstur. Að sögn Særúnar Jónsdóttur kennara voru fimm ár liðin í vor síðan farið var að vinna skipulega að þessu verkefni. Landgræðslan útvegar efni og hafa starfsmenn hennar fylgst með starfseminni og lýstu ánægju sinni með fram- tak og góð vinnubrögð nemend- Bj örgunar s veitinni Garðari gefnar gjafir Húsavík - Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík bárust nýlega góðar gjafir frá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda, sem allt frá stofnun sveitarinnar hefur stutt hana með gjöfum. Sigurgeir Aðalgeirsson af- henti formanni björgunarsveitar- innar, Jóni Friðrik Einarssyni, fimm talstöðvar og GPS-staðsetn- ingartæki, sem er mjög mikilsvert fyrir sveitina. Afhendingin fór fram í hinum nýja sal félagsins, sem er neðan Bakkans, skammt norðan við kirkj- una og er því vel staðsett með til- liti til hafnarinnar. Þröstur Brynj- ólfsson, yfirlögregluþjónn, sem er varaformaður björgunarsveitarinn- ar, sýndi viðstöddum húsið sem er á tveimur hæðum með sérstaklega skipulagðri stjórnstöð og hús- næðinu er skipt í deildir þar sem fyrir er komið þeim tækjum sem við eiga við hvert útkall. Morgunblaðið/Silli FRÁ afhendingu gjafanna f.v.: Aðalgeir Sigurgeirsson, Kiwanismaður, Jón Friðrik Einarsson, formaður björgun- arsveitarinnar Skjálfanda og Brynjar Þór Halldórsson, Kiwanismaður. Skólabörn- um á Stöðv- arfirði gefnir hj álmar Stöðvarfirði - Rauða kross deild Stöðvarfjarðar gaf nú nýverið skólabörnum á Stöðvarfirði öryggishjálma. Þetta framtak mæltist vel fyrir og voru börnin hin ánægðustu eins og sjá má, en þessi mynd var tekin daginn sem lögreglan mætti á staðinn til að fræða þau um umferðar- reglur og öryggi í umferðinni. Hjólin voru skoðuð og yfir- farin af lögreglu þannig að börnin á Stöðvarfirði ættu að vera betur undir það búin en áður að takast á við að hjóla í umferðinni. Morgunblaðið/Bjarni Gfslason Kirkjan á Djúpavogi vígð Djúpavogi - Ný kirkja á Djúpavogi var vígð 19. maí sl. Gamla kirkjan, sem byggð var fyrir rúmum 100 árum, var fyrir löngu orðin of lítil til að þjóna Djúpavogssókn og varð fólk oft að standa úti við stærri athafnir. Það var biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem vígði nýju kirkjuna og sr. Sjöfn Jóhannesdótt- ir, sóknarprestur í Djúpavogs- prestakalli, þjónaði fyrir altari. Mikið fjölmenni var við athöfnina og var kirkjan full út úr dyrum. Kirkjan, sem teiknuð er af Birni Kristleifssyni arkitekt, minnir í útiliti á staðartákn Djúpavogs, Búlandstind, sem gnæfir yfir byggðina. Það var samdóma álit kirkju- gesta að kirkjan væri öll hin glæsi- legasta, stílhrein og falleg. Morgunblaðið/Gísli Bogason HERRA Ólafur Skúlason biskup vígði nýju kirkjuna á Djúpavogi. Morgunblaðið/Silli Líklega ekki séð hann eða haft vonda mynd Húsavík - Húsvíkingum fannst eðlilegt að reisa Garðari Svavars- syni, fyrsta vetursetuíbúa lands- ins, minnisvarða sem rísa skyldi við Borgarhól þar sem talið er að Garðar hafi reist hús sitt þá er hann dvaldi hér árið 870 eða fjórum árum áður en Ingólfur nam land í Reykjavík. Listamað- urinn Sigurjón Ólafsson var feng- inn til að gera minnisvarðann sem hann nefndi Farfuglar og stendur liann sunnan Borgarhóls, skammt frá barnaskólanum. Gömlum manni, sem hélt að minnismerki sem ætti að minna á mann, skyldi vera í mannsmynd, varð að orði: „Ja, annaðhvort hefur listamað- urinn ekki séð Garðar eða haft vonda mynd af honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.