Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 49 Hannes Hlífar vann tvær fyrstu skákirnar SKÁK F j ö 1 b r a u t a s k 61 i n n í G a r ð a b æ SKÁKÞING ÍSLANDS - LANDSLIÐSFLOKKUR Frá 22. mai til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum, 26. mai og 1. júní. HANNES Hlífar Stefánsson er einn með fullt hús vinninga að afloknum tveimur umferðum á Skákþingi íslands. Hann sigraði Torfa Leósson í annarri umferð. í 2.-6. sæti eru Helgi Áss Grétars- son, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón Garðar Viðarsson og Magnús Örn Úlfarsson með IV2 vinning hver. Einni umferð er lokið í kvenna- flokki, Anna Björg Þorgrímsdótt- ir, Harpa Ingólfsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir sigruðu í skákum sínum. Úrslit á fimmtudag urðu eftir- farandi: Hannes H. Stefánsson - Torfi Leósson 1 -0 Jóhann Hjartarson - Jón Garðar Viðarsson 'k-'k Sævar Bjarnason - Helgi Ólafsson 'k-'k Margeir Pétursson - Benedikt Jónasson 1-0 Magnús Örn Úlfarsson - Helgi Áss Grétarsson 'k—'k Þröstur Þórhallsson - Jón Viktor Gunnarsson 1-0 Anna B. Þorfinnsdóttir - Helga G. Egilsdóttir 1-0 Harpa Ingólfsdóttir - Þorbjörg E. Ingólfsdóttir 1-0 Sigrún Sigurðardóttir - Ingibjörg E. Birgisdóttir 1-0 Hulda Stefánsdóttir sat yfir í fyrstu umferð. Hannes Hlífar byrjar vel á Skákþinginu og þyrstir vafalaust í sigur. Hann lagði Torfa Leósson næsta auðveldlega með hvítu mönnunum og hið sama má segja um sigur Þrastar Þórhallssonar gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Mar- geir Pétursson vann Benedikt Jónasson einnig örugglega. Magnús Örn og Helgi Áss tefldu þá skák sem mesta athygli vakti í 2. umferð. Magnús Örn hefur byijað vel á Skák- þinginu, hann vann öruggan sigur gegn Bendikt Jónassyni í fyrstu umferð og hafði vænlega stöðu lengst af gegn yngsta stórmeistara lands- ins. Eftir tímamörkin við fertugasta leik kom upp enda- tafl þar sem Magnús hafði peði framyfir, hann gaf peðið til baka og keppendur sömdu um jafntefli eftir 48 leiki. Sævar Bjarnason hafði betri stöðu framan af gegn Heljga Ólafssyni en varð að sætta sig við jafntefli og töluverðar sviptingar urðu í skák Jóhanns Hjartarsonar og Jóns Garðars Viðarssonar en þeir sömdu um jafntefli eftir að tímamörkunum við fertugasta leik var náð. Fyrsta umferð í kvennaflokki á Skákþingi íslands var tefld á fimmtudagskvöldið og var hart barist ekkert síður en í karla- flokki. Hrein úrslit fengust í öllum skákunum en keppendur eru sjö. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Benedikt Jónasson Enskur leikur I. c4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. Rc3 - Rf6 4. e3 - e6 5. d4 - d5 6. a3 - cxd4 7. exd4 - Be7 8. Bd3 - 0-0 9. 0-0 - b6 10. cxd5 - exd5 II. h3 - h6 12. Hel - Bb7 13. Bf4 - He8 14. Bc2 - Bf8 15. Re5 - a6 16. Dd3 Hvítur hefur öðlast mikla stöðuyfirburði án þess að hafa haft mikið fyrir hlutun- um. Sjöundi leikur svarts var óná- kvæmur, betra var 7. Re4 en þannig tefldi ísraelski stór- meistarinn Judasin gegn Margeiri í landskeppninni fyrir skömmu, og áfram- haldið hefur svartur einnig teflt fremur ómarkvisst. 16. Re7 17. Df3 - Re8 18. Rg4 - Hxel+ 19. Hxel - Rxg4 20. Dxg4 - Df6 21. Be5 - Dg5 22. Dd7 - De7 23. Df5 - g6 24. Df3 - De6 25. Bb3 - Re7 Nú þvingar Margeir fram enda- tafl þar sem svörtu peðin falla hvert á fætur öðru. 26. Df6! - Dxf6 27. Bxf6 - Rf5 28. Rxd5 - Bg7 29. Rxb6! - Hb8 30. Rd7! - Hc8 31. Bxg7 Kxg7 32. Hdl - Hd8 33. Rc5 - Bd5 34. Bxd5 - Hxd5 35. Rxa6 opg svartur gafst upp. Karl Þorsteins Hannes Hlífar Stefánsson Morgunblaðið/Amór ÞAU KUNNA bæði vel við sig í toppsætunum þessi pör og hafa verið þeirra á meðal undanfarin ár. Þau urðu í þriðja og öðru sæti í paratvímenningnum á dögunum. Talið frá vinstri: Esther Jakobs- dóttir og Sverrir Ármannsson og Ásgeir Ásbjörnsson og Dröfn Guðmundsdóttir. BRIDS limsjön: Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996 Spilamennskan í Sumarbrids 1996 heldur áfram. Miðvikudaginn 22. maí spiluðu 16 pör tölvureiknað- an Mitchell-tvímenning með for- gefnum spilum. Meðalskor var 168 og efstu pör urðu: NS: Gylfi Baldursson - Sverrir Ármannsson 205 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 191 Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 188 AV: Guðbjörn Þórðarson - Guðmundur Baldursson 216 Björn Theódórsson - Sigurður B. Þorsteinsson 207 Albert Þorsteinsson - Bjöm Árnason 184 Fimmtudaginn 23. maí mættu 22 pör til leiks. Spilaður var tölvu- reiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS: Bima Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson 323 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 315 Þrösturlngimarsson-ÞórðurBjömsson 310 AV: Jens Jensson - Erlendur Jónsson 313 Jón St. Gunnlaugsson - Björgvin Viglundsson 303 Erla Siguijónsdóttir - Þorst. Kristmundsson 302 Guðlaugur orðinn efstur Nú þegar hafa 45 spilarar hlotið bronsstig í Sumarbrids 1996. Spennan í keppninni um fyrsta Vikumeistaratitilinn eykst, en nú er staðan þessi: Guðlaugur Sveinsson 46 RúnarEinarsson 40 Gylfi Baldursson 38 Sigurður B. Þorsteinsson 32 Halldór Þorvaldsson 28 MagnúsSverrisson 28 Aðalbjöm Benediktsson 26 JóhannesGuðmannsson 26 IngiAgnarsson 26 Spilamennska hefst alla daga kl. 19 og er spilað í húsnæði Bridssam- bandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Ei- ríksson og Matthías G. Þorvaldsson og taka þeir vel á móti öllum spilur- um. Reynt er að hjálpa til við mynd- un para. Bridsfélag SÁÁ Síðasta spilakvöld félagsisn var þriðjudaginn 21. maí. Spilaður var TOPP 16 silfurstiga einmenningurinn. Mótið var æsispennandi fram á síð- asta spil en úrsiit urðu þannig: Meðal- skor var 90. Daníel Már Sigurðsson 101 Nicolai Þorsteinsson 100 Sveinn Sigurgeirsson 99 Cecil Haraldsson 98 Jón Baldvinsson 97 Beðist er velvirðingar á því að end- urreikna þurfti síðustu umferðina og voru sumir farnir heim með allt aðra lokastöðu. Þar sem mikið jafnræði var með spilurum þá breyttist lokastaðan tölvuert. Spilurum er þakkaður vetur- inn og umsjónarmanni bridsdálksins er þakkað samstafið og öllum óskað gleðilegs sumars. Ný gjafavöru- verslun opnuð NÝ gjafavöruverslun sem nefnist Slaufan opnaði laugardaginn 18. maí í Miðbæ Hafnarfjarðar. Eig- andi verslunarinnar er Sigríður V. Jóhannesdóttir. í búðinni eru gjafavörur á sum- arverði svo sem handklæði, púðar, sængurver, hnífapör, bollastell, matarstell, glös, skálar, vasar, krukkur, styttur, kerti og margt fleira á frábæru sumarveri. Einnig eru í versluninni ýmis afmælisá- höld svo sem pappadiskar, mál, blöðrur, servéttur og dúkar svo eitthvað sé nefnt. I tilefni af opnun nýrrar verslunar verða nokkur opnunartilboð. Verslunin verður opin frá kl. 10-18 alla virka daga og frá 10-16 á laugardögum. Indversk máltíð til styrktar starfsemi Þóru Einarsdóttur ÁGÓÐI af veitingasölú Austur- Indíafélagsins á Hverfisgötu 56 þriðjudaginn 28. maí mun renna til hjálparstarfsemi Þóru Einarsdóttur á Indlandi. Máltíðin kostar 2.500 krónur og hefst kl. 19. Þóra er mörgum íslendingum kunn fyrir afskipti sín af mannúðar- málum en um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því hún stofnaði skóla fyrir holdsveikar stúlkur í Madras á S-Indlandi. Kjörorð Þóru hefur alla tíð verið hjálp til sjálfshjálpar. í skól- anum stunda árlega um 70 stúlkur nám í ýmis konar handmennt og tölvuvinnslu auk þess sem haldnir eru fyrirlestrar í samfélagsfræði og hjálp í viðlögum. Nýlokið er byggingu húsnæðis rétt við skólann því ætlunin er að ‘ fjölga námsgreinum og nemendum ' því eftirspurn eftir skólaplássi er mikil. Að frumkvæði Þóru hefur einnig verið staðið fyrir námskeiðum fyrir almenning um forvarnir gegn al- næmisveirunni sem sá sjúkdómur herjar nú á landsmenn af miklum þunga. Indverska barnahjálpin hefur ávísunarreikning númer 72700 í Búnaðarbanka Islands. Fermingarmessur MÖÐRUV ALLAKIRKJ A: Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju á hvítasunnudag kl. 13.30. Ferming og altaris- ganga. Fermd verða: Helga Guðrún Sverrisdóttir, Bjarnargarði, Hjalteyri, Inga Fanney Sigurðardóttir, Kambhóli, Arnarneshreppi, Laufey Þ. Sveinbjörnsdóttir, Miklagarði, Hjalteyri, Sara Fönn Jóhannesdóttir, Múlasíðu 6, Akureyri. STÆRRI ÁRSKÓGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta verður annan hvítasunnudag, 27. maí kl. 11. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Birkir Freyr Stefánsson, Ásholti 5, Hauganesi, Elvar Már Arnþórsson, Aðalbraut 12, Árskógssandi, Hólmar Hákon Óðinsson, Ásholti 8, Hauganesi, Jóhann Geir Heiðarsson, Ásvegi 1, Hauganesi, Margrét Kristín Helgadóttir, Klapparstíg 5, Hauganesi, Ragnhildur Alís Antonsdóttir, Oldugötu 1-L, Árskógssandi, Valdimar Heiðar Valsson, Klapparstíg 19, Hauganesi. HRISEYJARKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta var síð- astliðinn sunnudag. Þá voru fermd: Anton Kristvinsson, Sólvallagötu 3, Berglind Smáradóttir Thorarensen, Norðurvegi 35, Dröfn Teitsdóttir, Austurvegi 11, Jóhanna Elín Vilhjálmsdóttir, Norðurvegi 21, Sandra Heimisdóttir, Norðurvegi 37, Stefán Hrafn Stefánsson, Norðurvegi 25. t Elskuleg systir, mágkona og frænka okkar, INGVELDURS. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þingeyri, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 22. maí. Magnús Guðmundsson, Anna M. Elíasdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Sigrún Elíasdóttir, Auður Andrésdóttir, Benedikt Olgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.