Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jón Baldvin ekki í forsetaframboð ÞETTA var alveg eins með mig Nonni minn. Égpassaðiheldurekkertídjobbið . . . * Island með undan þágu frá munn- tóbaksbanni Landbúnaðarráðuneyti ákvarðar paprikutolla vegna mikils framboðs Rökstuddar kvartanir verða kannaðar FULLYRÐINGAR þess efnis, að sölufulltrúar bænda reyni vísvit- andi að gefa landbúnaðarráðu- neyti rangar upplýsingar um framboð á íslensku grænmeti, verða kannaðar ef rökstuddar kvartanir berast ráðuneytinu, seg- ir Ólafur Friðriksson hagfræðing- ur í ráðuneytinu. í Morgunblaðinu á fimmtudag var eftirfarandi haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Bónus: „Sölufulltrúar bænda á markaðn- um reyna vísvitandi að gefa ráðu- neytinu rangar upplýsingar til að fá vernd á vöruna. Það er verið að misnota GATT-verndina og það er óþolandi," sagði hann. GATT-verndin tók gildi 1. maí síðastliðinn, það er 30% álagning og 397 króna magntollur á kíló. „Ef menn gefa rangar upplýs- ingar, hvort sem um er að ræða bændur, fulltrúa þeirra eða versl- unarfyrirtæki, gera þeir það ekki nema einu sinni,“ segir Ólafur. „Okkar ákvarðanir byggjast á persónulegum samtölum og við þurfum að vega og meta þær upp- lýsingar sem við fáum. Það er ekki hægt að gera þetta bréflega því hlutimir gerast svo hratt í þessum viðskiptum." Engin formleg kvörtun hefur borist ráðuneytinu að Ólafs sögn. „Ef við fáum rökstudda kvörtun munum við að sjálfsögðu kanna hana,“ segir hann að lokum. KOMIÐ hefur í ljós að íslendingar eru undanþegnir innflutningsbanni á munntóbaki, sem annars gildir á Evrópska efnahagssvæðinu. Munntóbak hefur verið nokkuð deilumál á Alþingi í tengslum við frumvarp um tóbaksvarnir sem þar er til meðferðar. Samkvæmt frum- varpinu á að banna innflutning á munntóbaki, og er í greinargerð með frumvarpinu vitnað til tilskipunar Evrópusambandsins um að banna munntóbak og íslendingum sé skylt að hlíta þessu banni með samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. Össur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðuflokks lagði til breytingartil- lögu við tóbaksvarnarfrumvarpinu um að hætt yrði við að banna inn- flutning og sölu á munntóbaki en sú tillaga var felld naumlega á Al- þingi. Það réði afstöðu a.m.k. ein- SALA happdrættismiða hjá DAS hefur aukist um 24%, áætlað á árs- grundvelli, eftir að byijað var að draga í DAS-48 happdrættinu, seg- ir Sigurður Ágúst Sigurðsson for- stjóri DAS. Happdrætti DAS hefur líka boðið Færeyingum að taka þátt og segir Sigurður að undirtektir hafi verið miklu betri en búist var við. Færey- ingarnir greiða fyrir miða sína með gíróseðli, að sögn Sigurðar, og keyptu þeir 20% seðlanna, í stað 5% eins og áætlað var. Búið er að draga þrisvar sinnum í DAS-48 í maí, en dregið er einu sinni í viku, á fimmtudegi. Síðasti aðalvinningur á tvöfaldan miða fór til fjölskyldu á Reyðarfirði, eða fjór- ar milljónir. Þá hefur aðalvinning- hverra þingmanna að þeir töldu bannið óhjákvæmilegt vegna EES- samningsins. En sendiráð íslands í Brussel staðfesti á miðvikudag, að árið 1994 hafi ísland, Noregur og Svíþjóð fengið varanlega undanþágu frá innflutningsbanni á munntóbaki. Þó skuli undanþágan ekki gilda þeg- ar munntóbak, eða snus eins og það er kallað, sé í formi matvæla. Össur og fleiri þingmenn hafa nú lagt fram breytingartillögu við tób- aksvarnalögin um að innflutnings- bann á munntóbaki taki ekki gildi fyrr en árið 2000. Þá Sigríður Anna Þórðardóttir Sjálfstæðisflokki og fleiri þingmenn lagt til að undan- skilja skrotóbak frá unnflutnings- og sölubanni, en með skroi er átt við svonefnt hefðbundið munntóbak. Verða þessar tillögur ræddar við 3. umræðu um frumvarpið. ur, tvær milljónir, lent í höndum íbúa í Kópavogi og á Sauðárkróki. í næstu viku verða dregnir út tíu bílar í aðalvinning, og geta þeir sem eiga tvöfalda miða fengið tvo bíla í sinn hlut, að Sigurðar sögn. Loks er verið að undirbúa heima- síðu DAS á Internetinu, þar sem áhugasamir geta keypt miða, kíkt á vinninga og séð hvaða númer hafa verið dregin út, en slóðin er http://www.itn.is/das/. Happ- drætti DAS er fyrst íslenskra happ- drætta til þess að fara inn á Inter- netið og segir Sigurður Ágúst jafn- framt að fyrirtækið sé fyrst til að færa út kvíarnar erlendis. Vinn- ingaskráin er birt á færeysku í Dimmalætting. Söluaukning hjá DAS Söfnuðir Guðs í sókn Yið gerum ekk- ert í eigin krafti Hvítasunnuhreyf- ingin á íslandi minnist þess nú um hvítasunnuna að 75 ár eru liðin frá því að starf safnaðarins hófst hér á landi. I ár eru einnig liðin 70 ár frá því að Betelsöfn- uðurinn var stofnaður í Vestmannaeyjum og 60 ár frá stofnun Fíladeflíu- safnaðanna í Reykjavík og á Akureyri. Af þessu tilefni var séra Thomas E. Trask, yfirmanni As- semblies of God (AG), boðið hingað til lands og verður hann ræðumaður á hátíðarsamkomum í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík. Óh'kt öðrum kirkju- deildum hefur hvíta- sunnuhreyfingin enga yf- irstjórn og samanstendur hún af fjölda safnaðargreina. Assemblies of God er stærsta greinin innan hvítasunnuhreyf- ingarinnar og hefur um 26 millj- ónir meðlima á heimsvísu. AG samtökin voru stofnuð árið 1914 af leiðtogum um 300 hvíta- sunnusafnaða í miðríkjum Bandaríkjanna. Þeir vildu ekki stofnsetja nýja kirkjudeild, heldur samtök kirkna þar sem hinir stað- bundnu söfnuðir hefðu mikið sjálfstæði og sjálfsforræði. í Bandaríkjunum eru nú um 12 þúsund AG kirkjur og þjóna þeim yfir 30 þúsund leikir og lærðir, þar af tæplega 5 þúsund konur. Utan Bandaríkjanna eru 145 þús- und AG kirkjur og boðunarstaðir. AG-hreyfingin er með öflugt skólastarf og rekur yfir eitt þús- und skóla á grunnskólastigi í Bandaríkjunum og 18 skóla á háskólastigi. í öðrum löndum er hreyfingin með nær eitt þúsund biblíuskóla sem leggja áherslu á trúfræði- og guðfræðikennslu. Innan safnaðanna í Bandaríkj- unum eru æskulýðsfélög með um 140 þúsund félagsmenn og kven- félög með um 235 þúsund félags- konum. Starfið er borið uppi af fram- lögum meðlima og velunnara. Árið 1994 námu gjafir til starfs- ins rúmlega 212 milljónum bandaríkjadala (14,5 milljarðar kr.) og á vegum ÁG voru prentuð að meðaltali 24 tonn af lesefni hvern einasta dag ársins. Eru Assemblies of God enn í vexti? „Já, við vorum rétt í þessu að fá ný gögn frá ófiáðum samtökum sem sýna að Assemblies of God eru það trúfélag sem örast vex í heiminum. Vöxturinn er mestur í Afríku, Mið- og Suður-Ameríku.“ Á hverju byggist starf As- semblies of God? „Við grundvöllum ------------ starf okkar á Bibl- íunni. Styrkur okkar felst meðal annars í því að við leggjum mikla áherslu á Orð Guðs, myndugleika þess og áreið- anleika. Einnig leggjum við mikla áherslu á kristniboð og tökum alvarlega kristniboðsskipun Jesú Krists um að fara út um allan heiminn og boða fagnaðarerindið. Við erum með yfir 1700 kristni- boða að störfum í 140 þjóðlönd- um.“ Hvers væntir þú á næstu árum, nú þegar aldamótin nálgast? „Við lítum svo á að bestu dag- ar þessarar kirkju séu framund- an. Þá horfi ég til allra þeirra tækifæra og verkfæra sem Guð Thomas E. Trask ► Séra Thomas E. Trask er yfir- maður hvítasunnuhreyfing- arinnar Assemblies of God (AG) eða Safnaða Guðs, í Bandaríkj- unum. Hann tók við embætti 1993 og hafði áður verið fjár- málastjóri hreyfingarinnar frá 1988. Séra Trask lauk guðfræði- prófi frá North Central Bible College í Minneapoiis, Minne- sota. Hann hóf störf hjá AG 1956 og var vígður til prests 1958. Hann á að baki 38 ár í kirkjulegu starfi, þar af aldar- fjórðung sem safnaðarprestur. Séra Trask er m.a. í stjórn sam- taka evangelískra kirkna í Bandaríkjunum, stjórn samtaka trúarlegra útvarpsstöðva og annar varaforseti samtaka hvítasunnu- og náðargjafa- kirkna í Norður Ameríku. Séra Trask og kona hans Shirley eiga eina dóttur og þrjá syni. Leggjum mikla áherslu á orð Guðs hefur gefið kirkjunni og svo til boðskaparins sem við flytjum. Við gerum ekkert i eigin krafti en störfum með Guðs hjálp. Og við trúum því að þetta eigi við um allar kirkjur nútímans sem þrá að framfylgja orði Guðs. Hveijir eru helstu áhersluþætt- ir í starfmu? „Ég er viss um að það sama er að gerast á íslandi og hefur gerst hér í Bandaríkjunum. Fjöl- skyldufólk er að gera sér grein fyrir því að það verður að leggja aukna áherslu á gæði og gildi fjöl- skyldulífsins og að styrkja ijöl- skylduböndin. Það er enginn hæf- ari til að mæta þeim þörfum en kirkjan. Við hjá Assemblies of God höf- um nefnt þennan áratug „Áratug uppskeru“. Við erum þegar famir að undirbúa aldamótin og næsta áratug. Þá ætlum við að leggja enn aukna áherslu á að mæta þörfum fjölskyld- unnar og að styrkja fjöl- skyldugildin.“ Hvernig eru sam- skiptin við aðrar kirkju- deildir? „Við stöndum utan Alheims- ráðs kirknanna (WCC) en eigum mjög gott samstarf við evangel- ískar kirkjur og aðrar kirkjudeild- ir, bæði hér í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum." Er þetta fyrsta heimsókn þín til Islands? „Já, við hlökkum til að koma og vonumst til að geta orðið til blessunar. Við höfum heyrt svo margt jákvætt og fallegt um ís- land og komum til að leggja lið og boða fagnaðarerindi Jesú Krists.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.