Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 GREINARGERÐIR MORGUNBLAÐIÐ Öviðunandi að sendiherrar starfi langtímum saman erlendis Eins og skýrt var frá fyrir skömmu hefur Ríkisendurskoðun framkvæmt svokallaða stjómsýsluendurskoðun á utanríkisráðuneytinu o g birt skýrslu um hana. Þar er m.a. fjallað um ýmsa innri þætti í starf- semi ráðuneytisins svo og ráðningar starfsmanna og tilfærslur á milli embætta. MORGUNBLAÐIÐ birtir hér á eftir kafla úr þessari skýrslu svo og kafla úr athugasemdum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. utanríkisráðherra, sem óskaði eftir þessari stjórnsýsluendur- skoðun. Innri skipulagshættir Undanfarin ár hafa orðið veru- legar breytingar á starfsháttum og skipulagi utanríkisþjónustunnar í kjölfar nýrra verkefna sem þjónust- an hefur tekist á við. Á árinu 1989 lagði þáverandi utanríkisráðherra grunninn að veigamiklum breyting- um í þessu sambandi sem fólust í því að aðlaga starfsemi fagskrif- stofa ráðuneytisins að nýjum verk- efnum og aðsteðjandi breytingum. í sérstakri greinargerð ráðherra um „Tillögur að breytingum á skipulagi og starfsmannahaldi utanríkisþjón- ustunnar" voru rakin all ítarleg áform í þessa átt sem m.a. gengu út á að styrkja starf í tengslum við EFTA og ESB, afvopnunarmál og umhverfísmál með hliðsjón af póli- tískri stefnumörkun ríkisstjómar- innar. í stórum dráttum má segja að þessi áform hafí gengið eftir. Núverandi utanríkisráðherra hefur svo beitt sér fyrir frekari eflingu á starfí ráðuneytisins á ýmsum svið- um s.s. í tengslum við viðskiptamál. Ríkisendurskoðun telur að nægj- anlegrar festu hafí ekki gætt að öllu leyti hjá utanríkisráðuneytinu hvað varðar framkvæmd ýmissa atriða sem snerta innri málefni ráðuneytisins. Framkvæmd flutn- ingsskyldunnar er án efa veiga- mesta atriðið í því sambandi. Það fyrirkomulag að starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar séu skyldugir til að flytjast með reglubundnum hætti úr ráðuneytinu á erlendar sendi- skrifstofur, milli sendiskrifstofa og heim aftur er einsdæmi innan ís- lensku stjómsýslunnar. Flutnings- skyldan veldur því að hreyfing er mikil á starfsmönnum utanríkis- ráðuneytisins og á það jafnt við um almenna starfsmenn sem og stjóm- endur, en ráðuneytið fer með yfír- stjórn utanríkisþjónustunnar lögum samkvæmt. Það er álit Ríkisendur- skoðunar að framkvæmd þessa þáttar og áætlanagerð um hann hafí ekki verið nægjanlega mark- viss á síðustu árum. Þá telur stofn- unin á sama hátt að núverandi til- högun kjaramála í utanríkisþjón- ustunni komi niður á starfshæfni ráðuneytisins eins og síðar er vikið að. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að ákveðið skipulag og festa ríki í samskiptum ráðherra og embættismanna. Þannig verður að telja eðlilegt að þessi samskipti fari formlega fram í gegnum yfir- stjórn ráðuneytisins þ.e. ráðuneytis- stjórann eða skrifstofustjórana. Jafnframt þarf stjórnsýsluleg staða ráðuneytisstjórans að vera skýr og öllum ljós. Ríkisendurskoðun telur að nokkrir misbrestir hafí orðið á þessu í utanríkisráðuneytinu síð- ustu árin. Undanfarna mánuði hef- ur þó virst sem formfesta hafí auk- ist bæði að þessu leyti og í al- mennri stjórnsýslu ráðuneytisins. Rekstrarmálum sendiskrifstof- anna er nú að miklu leyti miðstýrt af almennri skrifstofu ráðuneytis- ins. Skrifstofustjóri hennar sér um fjárhagsáætlanagerð fyrir sendi- skrifstofurnar að fengnum kostnað- artillögum frá þeim og ákvarðar að miklu leyti fjárveitingar til þeirra í samráði við fjármálaráðuneytið. Allar meiriháttar útgjaldaákvarð- anir, s.s. í tengslum við viðhalds- og stofnkostnað, eru teknar í ráðu- neytinu og enn fremur margskonar minniháttar ákvarðanir. Þannig má í raun segja að forstöðumönnum sendiskrifstofanna, þ.e. sendiherr- unum, séu mun þrengri stakkur skorinn í rekstrarlegu tiliti en for- stöðumönnum almennra ríkisstofn- ana. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins hefur þetta fyrir- komulag einkum skapast af að- haldssjónarmiðum, þ.e. ráðuneytið hefur viljað stýra ákveðnum kostn- aðarliðum og halda yfírsýn yfir reksturinn. Ríkisendurskoðun tekur undir það sjónarmið forráðamanna utan- ríkisráðuneytisins að nauðsynlegt sé að gæta aðhalds í rekstri sendi- skrifstofanna. Stofnunin telur þó æskilegt að þessar starfseiningar utanrikisþjónustunnar njóti ákveð- ins sjálfstæðis um útgjaldaákvarð- anir innan fjárveitingaramma. Aukið rekstrarlegt sjálfstæði sendiskrifstofanna skapar forsend- ur fyrir bættum rekstri þeirra að mati Ríkisendurskoðunar. Auk þess má ætla að aukið sigrúm skapist fyrir almenna skrifstofu ráðuneytis- ins til að sinna betur en nú er gert stefnumótun og áætlanagerð. Stofnunin telur þó grundvallaratriði að samhliða þessum breytingum verði sendiherrarnir gerðir ábyrgari fyrir rekstrarlegri afkomu sendi- skrifstofanna. Starfsmenn utanríkisráðuneytis sækja jafnan fjölmarga fundi er- lendis á hverju ári, en til marks um það voru farnar 226 ferðir starfs- manna úr ráðuneytinu til erlendra áfangastaða á árinu 1995. Auk þess voru farnar 48 ferðir af ýmsum aðilum utan ráðuneytisins, en á vegum þess. Að undangenginni sér- stakri athugun á ferðakostnaði er það álit Ríkisendurskoðunar að ut- anríkisráðuneytið þurfí að marka stefnu og vinna að áætlanagerð um þennan kostnaðarþátt, ekki síst í ljósi þess að ráðuneytið býst við auknum ferðalögum í framtíðinni vegna þeirrar víðtæku alþjóðavæð- ingar sem átt hefur sér stað á öllum sviðum. í slíkri stefnumörkunar- vinnu þyrfti að taka afstöðu til þess hvort mæta megi fundarsókn í meira mæli frá sendiskrifstofunum, sameina ferðatilefni og nýta í rík- ara mæli en gert er upplýsinga- tæknina. Því má skjóta hér inn í að utanríkisráðuneytið hefur unnið undanfarin misseri að tölvuvæðingu sendiskrifstofanna, en tilgangurinn er m.a. að draga úr kostnaði vegna fjarskipta og ferðalaga. Flutningsskylda Samkvæmt 10. gr. laga um utan- ríkisþjónustuna eru starfsmenn ut- anríkisþjónustunnar skyldir til að starfa sem fulltrúar hennar erlendis eða í utanríkisráðuneytinu sam- kvæmt ákvörðun ráðherra. Flutn- ingsskyldan er mjög veigamikill þáttur í starfsemi utanríkisráðu- neytisins, en hvernig til tekst með framkvæmd hennar getur haft af- gerandi þýðingu um starfshæfni utanríkisþjónustunnar í heild. Á yfirstjórn ráðuneytisins er því lögð rík ábyrgð í þessu sambandi. Að mati Ríkisendurskoðunar hef- ur utanríkisráðuneytið ekki staðið með nægjanlega markvissum hætti að skipulagningu og framkvæmd flutningsskyldunnar á síðustu árum. í því sambandi má nefna eftirfarandi: Reglur um flutningsskylduna hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti í utanríkisráðu- neytinu. Þetta er ekki síst bagalegt í ljósi þess að hvergi eru að fínna fyrirmæli um þetta atriði í lögum eða reglugerðum er tengjast starf- semi ráðuneytisins. Á árinu 1989 gerði þáverandi utanríkisráðherra tillögur að reglum um flutnings- skylduna sem fólu í sér að sendi- herrar og sendifulltrúar störfuðu ekki lengur en fjögur ár samfleytt erlendis í sömu sendiskrifstofunni og að hámarksdvalartími erlendis yrði aldrei lengri en átta ár milli þess sem starfað væri heima í ráðu- neyti. Jafnframt fólu tillögurnar í sér að sendiherrar gegndu að jafn- aði ekki störfum erlendis eftir að þeir hefðu náð 65 ára aldri. Tillög- ur þessar voru sendar út með um- burðarbréfi til starfsmanna, en þær hafa hins vegar ekki verið staðfest- ar í Fyrirmæla- og leiðbeiningabók utanríkisþjónustunnar. í framhaldi af þessu er það álit Ríkisendurskoðunar að nauðsyn beri til að staðfesta formlega reglur um flutningsskylduna í Fyrirmæla- og leiðbeiningabók sem í senn séu skýrar og afdráttarlausar. Eðlilegt væri að slíkar reglur mæltu a.m.k. fyrir um eftirfarandi atriði: a. Lágmarksdvalartíma starfs- manna heima í ráðuneytinu fyrst eftir að þeir hefja störf í utanríkis- þjónustunni (reynslutíma) og auk þess í hvaða deildum (skrifstofum) þeir skuli starfa á reynslutímanum og hve lengi. b. Hámarksdvalartíma erlendis samfleytt milli þess sem starfað er heima í ráðuneytinu og jafnframt á sama hátt hámarksfjölda starfs- stöðva sem starfsmenn geta dvalið erlendis í einu. c. Hámarkstíma sem starfsmaður getur dvalið á hverri einstakri starfsstöð. d. Lágmarksfyrirvara á því að til- kynna starfsmönnum um flutning. Ríkisendurskoðun telur enn fremur eðlilegt að í reglum þessum verði mælt svo fyrir að ráðuneytis- stjóri ákveði tilflutninga flutnings- skyldra embættismanna annarra en sendiherra. Honum beri hins vegar að rökstyðja með greinargóðum hætti tillögur sínar fyrir ráðherra enda fer ráðherrann formlega með ákvarðanir af þessu tagi sbr. 10. gr. laga um utanríkisþjónustuna. Þá kemur til álita að ákvæði verði sett um að starfsmenn geti sótt um ákveðnar starfsstöðvar að því marki sem hagsmunir utanríkisþjón- ustunnar gefa tilefni til á sama hátt og tíðkast t.a.m. í dönsku utan- ríkisþjónustunni. Utanríkisráðu- neytið gerði tilraun á árinu 1994 með að bjóða starfsmönnum að sækja um starfsstöðvar og heppn- aðist hún vel samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins. Jafnframt hefur komið fram að það sé stefna ráðu- neytisins að þessi háttur verði hafð- ur á framvegis eftir því sem tilefni gefast til. Auk framangreinds þarf utanrík- isráðuneytið að taka til endurskoð- unar reglur um búferlaflutninga milli starfsstöðva með það að mark- miði að gera þær skýrari og afdrátt- arlausari fyrir starfsmenn og auk þess nútímalegri, en núverandi regl- ur sem birtast í Fyrirmæla- og leið- beiningabók utanríkisþjónustunnar eru yfír 20 ára gamlar. í sérstakri könnun sem Ríkisend- urskoðun gerði á framkvæmd flutn- ingsskyldunnar kom í ljós að þeim viðmiðunum sem í gildi hafa verið frá árinu 1989 hefur ekki verið fylgt að öllu leyti. Ríkisendurskoðun telur að formbinding reglna og viðmiðana sé til þess fallin að auka ábyrgð yfirstjórnar utanríkisráðu- neytisins á þessum veigamikla þætti og gera starfsmönnum betur ljós réttindi sín og skyldur í þessu sambandi. Þrátt fyrir ofangreind atriði kom fram í athugun þessari að starfs- menn væru almennt hlynntir flutn- ingsskyldunni sem slíkri og teldu hana nauðsynlegan og eðlilegan þátt í starfsemi utanríkisþjón- ustunnar. Ríkisendurskoðun telur með öllu óviðunandi að sendiherrar starfí langtímum og jafnvel nær allan sinn embættisferil erlendis vegna skorts á „hæfilegum" stöðum fyrir þá í ráðuneytinu eins og nefnt hefur verið. Á það skal bent í þessu sam- bandi að i utanríkisþjónustum ýmissa nágrannalanda gegna sendi- herrar skrifstofustjóraembættum yfír hinum ýmsu deildum ráðuneyt- anna og jafnvel embættum á lægri stjórnsýslustigum, enda talið eðli- legt að svo reynslumiklir menn hafi frumkvæði og forystu í hinum ýmsu málaflokkum. Að mati stofnunarinnar er brýnt að utanríkisráðuneytið geri form- legar áætlanir um tilflutninga starfsmanna. Jafnframt þarf að tryggja að áætlanir séu endurmetn- ar með reglubundnum hætti. Að lokum skal þess getið að eft- ir að Ríkisendurskoðun lauk úttekt sinni sendi ráðuneytið út umburðar- bréf um flutningsskylduna merkt „Þjálfun og starfstími starfsfólks heima og erlendis" (umburðarbréf 1/1996, dags. 13. mars, 1996). í því segir m.a. að telja megi eðlilegt að nýr starfsmaður flytjist utan Sendiherrar höfðu embætti sín að léni áratugum saman Innra starf Annað dæmi um hæpnar fullyrð- ingar, sem ekki eru rökstuddar með viðhlítandi hætti, er eftirfarandi: „Ríkisendurskoðun telur að nægjanlegrar festu hafi ekki gætt að öllu leyti hjá utanríkisráðuneyt- inu hvað varðar framkvæmd ýmissa atriða sem snerta innri málefni ráðuneytisins. Framkvæmd flutn- ingsskyldunnar er án efa veiga- mesta atriðið í því sambandi". Ef „framkvæmd flutnings- skyldu" á að renna stoðum undir þessa fullyrðingu, þá er hún beinlín- is öfugmæli. Þegar undirritaður tók við starfi utanríkisráðherra í sept- ember 1988 var hvergi að fínna skipurit fyrir ráðuneytið; ekki held- ur skriflega stefnuyfirlýsingu, þar sem markmiðum væri raðað í for- Hér fer á eftir kafli út athugasemdum Jóns Baldvins Hannibals- sonar við skýrslu Ríkis- endurskoðunar. gangsröð; né heldur starfsreglur um mannaráðningar, stöðuhækk- anir, flutningsskyldu eða starfs- mannastjómun að öðru leyti. Ég ákvað að ráða bót á þessu. Undirbúningur hófst þá strax um haustið og lauk 14. apríl 1989 með skipulagsbreytingum (nýju skipu- riti), stefnumarkandi markmiðslýs- ingu og starfsreglum um flutnings- skyldu. Málið var rætt ítarlega við ráðuneytisstjóra. Samráð var haft við skrifstofustjó, auk þess sem rætt var í trúnaði við ýmsa starfs- menn. Skjalið var kynnt starfs- mönnum og sent öllum sendiráðum með umburðarbréfi ráðuneytis- stjóra. Af ásettu ráði var sagt að þessar starfsreglur yrðu hafðar til viðmiðunar fyrst um sinn. Það var í reynd lagt til grundvallar skipu- lagsbreytingum, tilfærslum starfs- manna og mati á mannaráðningum í framhaldi af því. Gagnrýni sú, sem sett er fram í ofannefndri tilvitnun, er því beinlínis röng. Sú staðreynd að þessar starfs- reglur voru ekki felldar inn í endur- skoðaðar reglur í fyrirmælabók er formsatriði og í verkahring embætt- ismanna, að ráða bót á því. Athygl- isvert er, að skýrsluhöfundar setja sjálfír fram tillögur, sem í öllum aðalatriðum ganga í sömu átt og þær reglur sem settar voru í apríl 1989. Frávikin eru að ekki þótti nauðsynlegt að setja reglur um lág- marksdvalartíma nýráðinna manna í ráðuneyti (það byggði á mati starfsmannastjóra) og að lágmarks- fyrirvari á því að tilkynna starfs- mönnum um flutninga var talinn vera hæfilegur 3 mánuðir með þeim rökum, að ef fyrirvarinn væri lengri gæti hlotist af óþarflegt los á starfs- lokum á fyrri pósti. Skýrsluhöfundar benda réttilega á að sérstaða utanríkisþjónustunnar og aðalvandi í starfsmannastjórn, hljótist af óhjákvæmilegri flutn- ingsskyldu embættismanna. Starfs- reglumar frá 14. apríl 1989 stað- festa að þá var í fyrsta sinn tekið á þeim málum með skriflegum starfsreglum. Það kemur því úr hörðustu átt þegar fyrsti ráðherr- ann sem tekur á þessum málum, er gagnrýndur fyrir að „fram- kvæmd þessa þáttar og áætlana- gerð um hana hafi ekki verið nægj- anlega markviss á síðustu árum“, sérstaklega á þessu sviði. Ósanngirnin sem í því felst sést best með því að bera saman starfs- reglurnar sem settar voru 1989 við það ástand, sem áður viðgekkst. Skýrsluhöfundar lýsa því sjálfir skilmerkilega. Þeir benda á að sendiherrar hafí áður dvalið lang- dvölum erlendis, án þess að koma heim með reglubundnum hætti til starfa í ráðuneytinu. Jafnvel séu dæmi þess að sendiherrar hafí starf- að nærri allan þann tíma sem þeir hafa gegnt stöðu sinni á erlendri grundu. Þessi vinnubrögð, að sendiherrar hefðu embætti sín að eins konar léni áratugum saman, höfðu við- gengist óátalið allt til 1989. Við það varð vandinn við að koma fram breytingunum meiri en ella, enda beinlínis ekki unnt að framkvæma þær í einu vetfangi. Þetta snertir þann kjarna málsins að starfskjörin erlendis hafa alla tíð verið svo miklu betri erlendis en heima, að margir embættismenn telja það nánast neyðarbrauð eða lítillækkun að vinna að stefnumót- andi verkefnum í aðalstöðvum. Starfsmetnaður margra þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.