Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Helgispjöll í Foss- vogskirkjugarði í ORÐABÓK Menningarsjóðs er orðið helgispjöll túlkað þannig: „helgibrot, rof á friðhelgi". Frið- helgi Fossvogskirkjugarðs hefur verið rofin og höggva þar þeir sem hlífa skyldu, kirkjugarðs- og borg- aryfirvöld. Því er ég að skrifa um þetta, að sá er eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur, og hann brennur á mér og mínum og ef að líkum lætur á fleirum, vegna þess hvernig búið er að fara með Foss- vogskirkjugarð, og hvað fólki í sorg sem á sér nána þar hvílandi er boðið upp á. Síðastliðið vor fékk ég að vita út til Frakklands, að dóttir mín sem hafði farist þar af slysförum yrði jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Þetta var þó þrátt fyrir allt smá sólarglæta í tilveruna. Dóttir mín yrði þó að minnsta kosti jörðuð á fögrum stað. Svo var jarðsett. Þegar blóm og kransar voru fölnaðir voru gróður- . sett blóm á leiðið. Það sefaði sorg- ina, því það er eins og útrétt hönd til þess burtkvadda. Þegar plöntun- um er þrýst niður í moldina er fólg- in í því uppriijun á kærum minning- um, sem hafa þyrpst að. Og þetta er mikilsvert til að reyna að sætta sig við að lifa með sorginni. Því er það mikilvægt að þeir, sem hafa þurft að sjá á eftir barni sínu, maka, foreldri, systkini eða öðrum GULLSMIÐJAN PYRIT-G 15 Handsm iðaðir DEMANTSHRINGIR sem þeir trega, eigi kost á því að geta verið í næði við leiði þess látna. Ég gekk oft út í kirkjugarð um sumarið, því nú átti ég erindi þang- að. Þar var alltaf þessi kærkomna ró og friður, sem maður hafði þörf fyrir, og hvert eitt sinn var á við tíu sálumessur. Alltaf voru einhverjir að dytta að leiðum og gróðursetja blóm. Það var notaleg sjón. Oft var nokkuð af fólki sem greinilega var þarna til að njóta þess friðar sem þarna ríkti, gekk um í rólegheitum og virti fyrir sér og las af krossum og legsteinum. Þarna gat að líta íslenskan kirkjugarð eins og þeir hafa verið. En þessi mynd átti því miður eftir að breytast. Um haustið komu fregnir um að nú ætti loks að gera göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og tengja þannig göngu- og hjólreiðastíg frá Seltjarnarnesi við Fossvpgsdal, Ell- iðaárdal og Heiðmörk. Ég gladdist yfir þessari frétt, því göngur og útivist er öllum holl. Að sjálfsögðu áleit ég að göngubrautin frá Naut- hólsvík yrði lögð með sjávarbökk- unum og fyrir neðan kirkjugarðinn að brúnni, ekkert annað gat komið til greina. Kirkjugarðurinn er jú helgur reitur. A stórum innrömmuðum skilt- um, sem hafa verið og eru á nokkr- um áberandi stöðum í útjaðri kirkjugarðsins, segir: „Umgengnisreglur: Kirkjugarð- arnir eru friðhelgir. Öll óþarfa umferð er bönnuð, leikir og hvers- konar hávaði. Börn mega ekki haf- ast þar við, nema í fylgd með full- orðnum, sem þá beri ábyrgð á hegðun þeirra. Umferð vélknúinna reiðhjóla og ökutækja er óæskileg. Bannað er að fara um garðinn með hesta, hunda og önnur dýr. Ef nauðsyn er á akstri um garðinn skal hraði ökutækja aldrei fara yfir 20 km á klst.“ En það fór nú ekki aldeilis svo. Ekki veit ég hvort það hefur átt að vera stílbragð hjá einhveiju reglustrikufólki hjá Borgarverk- fræðingi, eða hvort R-listinn hefur fyrirskipað þetta til að spara ein- hveijar krónur, en nú var bankað uppá hjá Kirkjugörðum Reykjavík- ur og hluti af brautum Fossvogs- kirkjugarðs skyldu nýttar í þessari margumtöluðu framkvæmd. Það er skýlaus krafa mín, segir Sveinn B. Hálfdanarson, að gild- andi umgengnisreglur Fossvogskirkjugarðs verði látnar gilda um garðinn allan. Opnuð var nokkurs konar flóð- gátt við enda malbikaða stígsins fyrir ofan Z-reitinn í átt að Naut- hólsvík og önnur flóðgátt austast og neðst í garðinum, fyrir neðan J-reit, í átt að veginum og göngu- brúnni. Mikið var sett upp af umferðar- merkjum, enda engin fyrir og ekki þörf á, sjálfsagt til að allt rynni nú sem hraðast í gegnum garðinn þegar þar að kæmi. Við „flóðgáttirnar" voru sett upp stór skilti með eftirfarandi texta: „Kirkjugarðurinn er helgur reitur. Farið hljóðlega um garðinn og með virðingu fyrir þeim sem þar hvíla. Leyfi var veitt fyrir lagningu stígsins um kirkjugarðinn í vissu um að vegfarendur virði helgi hans og njóti þeirrar fegurðar og kyrrð- ar sem hann hefur upp á að bjóða.“ Fyrri hluti þessa texta er góður útaf fyrir sig. Seinni hlutinn gefur vissar vísbendingar um upphaf þessa hneykslis, en er þar að auki bamalegur og mótsagnakenndur m.t.t. ríkjandi umgengnisreglna Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis annarsvegar og hinsvegar þess fyrir hveiju verið var að gefa heimild í kirkjugarðinum. Svo var brúin opnuð með kurt og pí í viðurvist fjölmiðla. Sam- göngumálaráðherra og borgar- stjóri, bæði á nokkurra gíra hjól- hestum, mættust á brúnni miðri. Þetta var allt mjög ánægjulegt, enda merkum áfanga í útivistar- málum náð. Og það var sýnt frá atburðinum í sjónvarpi og skrifað um þetta í blöðum. En eitt var það, sem ekki var sýnt frá eða skrifað um; stígurinn liggur beint frá vesturenda brúarinnar að kirkjugarðinum og í gegnum hann næstum þveran. Hvers vegna var ekki skýrt frá því? Það skyldu þó ekki einhveijir hafa verið með slæma sam- visku út af þessu? ís- lendingar hafa jú fram að þessu fengið að hvfla í friði í gröfum sínum, enda eiga þeir fullan rétt á því, þar sem búið er að borga plássið fyrirfram með sköttum. En staðreyndin er samt sú, að það er í raun búið að kljúfa kirkjugarðinn í tvennt. Reitir Z, Y, X og hluti af G hafa lent annarsvegar en aðr- ir reitir hinsvegar og milli þessara tveggja garðshluta á umferðin að liggja. Staðan í dag er þannig að í sól og góðu veðri um helgar er straumur gangandi, skokkandi og hjólandi fólks slíkur að manni dett- ur helst í hug umferð á Laugaveg- inum á veðurblíðum og velheppnuð- um 17. júní-degi, nema klæðnaður- inn er annar og flöggin vantar. Og ég get ekki neitað því að oft þegar ég hef horft sem hálflamaður á þetta, kannski glaðbeittan og skrafhressan 25-30 manna skokk- hóp fara hjá, hefur mér dottið í hug Ijóð Davíðs Stefánssonar, sem hefst á þessum orðum: „Föru- mannaflokkarþeysa." Kvæðið heit- ir Eyðimörk. Ekki er nóg með að öll sú um- ferð sem streymir framhjá Z-reitn- um (sem er stærsta samfellda svæðið með nýjum leiðum) eigi ekkert erindi i kirkjugarðinn, held- ur er hún í ofanálag í einungis 2-3 m fjarlægð frá höfðalagi þeirra sem hvíla næst stígnum. Það getur því hver sagt sér hvernig aðstandend- um þess fólks, sem hvílir þarna, líður er það vitjar leiðis til gróður- setningar eða annars, með allan þennan fólksflaum við hliðina á sér. Hér festir enginn yndi, hér er enginn friður lengur. Maður fær það næstum því á tilfinninguna að vera orðinn fyrir. Og þetta eru engar ýkjur, því þegar maður kemur akandi lús- hægt niður slakkann vestast í garð- inum, sem liggur að Z-reitnum, verður maður, þegar niður kemur, að stórvara sig á að aka ekki á skokkara eða að lenda í árekstri við reiðhjólakappa, slík er stundum ferðin á þeim. Nei, mér finnst þetta ekki lengur sami fallegi staðurinn og áður. Mér og mínum finnst við hafa verið svikin og traðkað á tilfinningum okkar. í sjálfu sér er ekki hægt að áfell- ast það fólk neitt, sem fer um garð- inn, því er boðið upp á það, er bókstaflega teymt inn í hann. Og best gæti ég trúað að velsæmi margra sé misboðið með þessu, því flestir eiga ein- hvern sér nákominn hvílandi í garðinum einhvers staðar. Víkjum því næst að hundum og eigendum þeirra. Hundar eru bannaðir í garðinum, og ekki man ég betur en það hafi verið bann- skilti við „flóðgáttirn- ar“ varðandi hunda- umferð, en þau merki eru nú horfin. Það hefur því miður verið háttur of margra hundaeig- enda að virða engin boð og bönn varðandi hunda, enda hafa þeir sprangað um garðinn eins og þeim sýnist með þessa vini sína. Svo eru það reiðhjólin, fjallareið- hjólin. Það er nú orðið þannig, að fólk er að hjóla, ekki bara um stíg- inn, heldur um allan garðinn, upp og niður, út og suður. Það sjást einnig skokkarar um allan garðinn. Þetta ástand í kirkjugarðinum er auðvitað algjörlega óþolandi. Þetta er hneyksli. Þjóð, sem vill láta telja sig siðmenntaða, gerir ekki kirkju- garð, hinsta hvílustað þúsunda, að leikvelli, hlaupa- og reiðhjólabraut. Hinn nýi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hefði, áður en hann veitti leyfi fyrir þessu óheillaverki, átt að kynna sér hvað ótrúlega margir velja sem graf- skrift „Hvíl í friði“. Telur hann sig vera að uppfylla bænir þess fólks með verkum sínum? Og hvað segja guðsmenn vorir, prestarnir, um þetta mál? Eru þeir svo uppteknir af sínu Sturlungastríði að framan- greint hafi allt farið framhjá þeim? Mig minnir að við jarðarfarir biðji þeir þessarar bænar: „Drottinn gef þú látnum ró og hinum líkn, sem lifa.“ Finnst þeim breytni forstjóra kirkjugarðsins vera í anda þessarar bænar, bæði gagnvart þeim látnu og eins gagnvart hinum sem eftir lifa? Ég tel að forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hafi brotið trúnað við skjólstæðinga sína, sem hljóta að vera þeir sem í mold- inni hvíla og aðstandendur þeirra. Að lokum. Það er skýlaus krafa mín að gildandi umgengnisreglum Fossvogskirkjugarðs verði beitt, þær látnar gilda um allan garðinn, „flóðgáttunum" verði lokað og úti- vistarfólki séð fyrir annarri göngu- leið. Höfundur er vélfræðingur og skipaeftirlitsmaður. Sveinn B. Hálfdanarson c i i ( ( CVVtt ”Þar tf"' "’rsvonu*1"’'; <£££«**** NSFLOKKURINN "^HÉártÉ—w96 FRUMSYNT 4. JUN1 MlÐASALA SIMI 552 S5SS r TRÉSMÍÐI 'l FJÖLBRAUTASKdUNN BHEIDHOLTI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild undirstöðuatriði í trésmíði Húsasrmði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi V FB þegar þú velur verknám j $(wdum gwenmeti ag- áneœti fiei£ðunnax aegna + . 1» ________________________ Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af graenmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.