Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 23 Erfið leit eftir ferju- slys KAFARAR hafa nú náð 158 líkum úr flaki ferjunnar Bukoba, sem hvolfdi á Viktoríuvatni á föstudag, skammt frá þorpinu Mwanza. Franska fréttastofan AFP hafði í gær eftir Ómari Valdimarssyni, starfsmanni Rauða krossins, sem er staddur í Mwanza í Tanzaníu, að minnst 800 manns hefðu farist með feijunni. Ómar sagði að verið væri að reyna að bera kennsl á lík- in, en það yrði ekki auðvelt. Þeir, sem ekki tækist að bera kennsl á, yrðu grafnir í fjöldagröf í Mwanza. Verkfallsbann virt að vettugi ÞÚSUNDIR opinberra starfsmanna lömuðu í gær almenningssamgöng- ur í nokkrum borgum í norðurhluta Þýskalands og höfðu að engu bann við verkfalli. Starfsmennirnir lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun og til að mótmæla sparnaðaráformum þýsku stjórnarinnar. Fjórða lota samningaviðræðna um kjaradeiluna fór út um þúfur á fimmtudag og samninganefndirnar ákváðu að vísa málinu til gerðardóms. Samkvæmt lögum eru verkföll bönnuð í þijár vikur eftir að deila er lögð fyrir dóminn. Færst undan ákvörðun um Berlín SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild þýska þingsins, færðist í gær undan því að taka lokaákvörðun um hvort flytja ætti starfsemi þess frá Bonn til Berlínar þegar þýska stjórnin og neðri deild þingsins flytja þangað fyrir aldamót. Endanleg ákvörðun verður tekin 27. september. Akæra vegna morðs á Jaroszewicz FJÓRIR menn voru í gær ákærðir fyrir morðið á Piotr Jaroszewicz, fyrrverandi forsætisráðherra pólsku kommúnistastjórnarinnar, fyrir fjórum árum. Talið er að þeir hafi brotist inn í hús Jaroszewicz í leit að þýfi. Dagblöð höfðu leitt getum að því að hann hefði verið myrtur af pólitískum ástæðum. Hryðjuverka- maður fram- seldur ABDULLRAHIM Khaled, Palest- ínumaður sem var dæmdur fyrir ránið á ítalska farþegaskipinu Ac- hille Lauro árið 1985, var framseld- ur frá Grikklandi til Ítalíu í gær. Khaled var dæmdur í lífstíðarfang- elsi að honum fjarstöddum árið 1987. Jón Baldvin Hannibalsson gerður að heiðursborgarai í Vilnius Rás atburða varð að vera óaftur- kallanleg JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, var í gær gerð- ur að heiðursborgara í Vilnius, höfuðborg Litháen. Jón Baldvin hélt til Litháen á fimmtudag en heiðursborgara- nafnbótina hlýtur hann fyrir stuðning sinn við málstað Litháa er landsmenn hófu, ásamt hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, baráttu fyrir sjálfstæði og frelsi undan oki sovét-valdsins. Fyrr í ár var Jón Baldvin sæmdur ridd- arakrossi í Eistlandi vegna fram- göngu sinnar en íslendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna er Sovétríkin voru við að líða undir lok. Athöfnin fór fram klukkan 16 að staðartíma í gær en fyrr um daginn hafði Jón Baldvin átt við- ræður við Algirdas Brazauskas, forseta Litháen. Eftir athöfnina var síðan snæddur kvöldverður í boði borgarstjóra Vilnius. í þakkarræðu sinni sagði Jón Baldvin að bæði hann og eigin- kona hans væru djúpt snortin sök- um þessa heiðurs sem þeim væri með þessu sýndur. Kvaðst hann jafnframt vilja minnast allra þeirra sem í gegnum tíðina hefðu fært fórnir til að unnt væri að vernda og tryggja vöxt og við- gang þessarar sögufrægu borgar, Vilnius, sem væri í hjarta Evrópu. Ekki mátti styggja Gorbatsjov Jón Baldvin vék að ræðu sem hann flutti í Kaupmannahöfn fyr- ir sex árum er saman voru komn- ir allir 35 utanríkisráðherrar Evr- ópuríkja og Bandaríkjanna til að ræða mannréttindi. Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna fengu ekki að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. í ræðu sinni þá lagði Jón Baldvin þunga áherslu á sjálfsá- kvörðunarrétt þjóða og beindi at- hygli fundarmanna að þeim möguleikum sem næstu ár kynnu að bera í skauti sér, bæru menn gæfu til að nýta til fullnustu þá þíðu, sem skapast hefði í sam- skiptum austurs og vesturs. I þakkarræðunni ræddi Jón Baldvin einnig stöðuna í evrópsk- um stjórnmálum fyrir sex árum og þær miklu breytingar sem þá blöstu við. Hann vék að því hlut- verki sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, þáverandi leiðtogi sovéska komm- únistaflokksins, hefði gegnt og sagði að á Vesturlöndum hefðu ráðamenn þá almennt verið þeirrar hyggju að ekkert mætti segja eða gera sem styggt gæti Gorbatsjov og spillt fyrir sameiningu Þýska- lands. Sökum þessa hefðu stjórn- völd á Vesturlöndum almennt litið á sjálfstæðishreyfingamar í Eyst- rasaltsríkjunum sem „boðflennur“, sem spilltu hina nýja sambandi risaveldanna. „Þögnin umlukti þá. Leiðtogum [sjálfstæðishreyfing- anna] var í lágum hljóðum sagt að spilla ekki friðnum og að leita eftir samkomulagi við nýlendu- herrana, kúgara sína.“ Siðaboð í anda Kants Jón Baldvin kvaðst allt frá Kaupmannahafnarfundinum hafa notað hvert tækifæri til að minna ráðamenn á Vesturlöndum á að aldrei yrði unnt að ganga frá „óuppgerðum afleiðingum síðari heimsstyijaldarinnar“ í viðræðum við Sovétríkin án þess að tekið yrði tillit til hagsmuna og frelsis- þrár Eystrasaltsþjóðanna. í þess- ari skoðun hefði falist skilyrðis- laust siðaboð, sem menn ættu að þekkja frá heimspekingnum Im- manuel Kant, sem gerði borgina Königsberg fræga. Fyrst hefði þessari afstöðu ver- ið mætt með þögn en síðan hefðu menn varfæmislega tekið að ræða þessi sjónarmið. Loks hefðu þau hlotið stuðning. „í þessu sam- hengi langar mig að minnast framgöngu hins danska starfs- bróður míns, Uffe-Ellemann Jens- ens, sem gekk snemma til liðs við mig í þessum efnum og reyndist öflugur baráttumaður fyrir mál- stað okkar, ekki síst innan Evr- ópusambandsins, sem hann hafði aðgang að en ég ekki.“ Valdarán og endalok Jón Baldvin vék síðan að at- burðunum sögulegu í ágústmán- Reuter JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og fyrr- verandi utanríkisráðherra, tekur við heiðursverðlaunum í Vil- nius í gær, við hlið hans er Alius Vidunas, borgarstjóri Vilnius. uði 1991 er harðlínukommúnistar reyndu að ræna völdum i Moskvu og ráku þannig einn síðasta nagl- ann í líkkistu Sovét-veldisins. Hann riíjaði upp er hann var staddur á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel tveimur dögum eftir að valdaránið hófst og Manfred Wörner, þáver- andi framkvæmdastjóri NATO, náði loks sambandi við Borís Jelts- in, Rússlandsforseta, í Moskvu, sem færði honum þær fréttir að valdaránið hefði farið út um þúf- ur. Jón Baldvin kvaðst þá hafa lagt til hliðar skrifaða ræðu sína og hafa hvatt starfsbræður sína til að íhuga alvarlega þá breyttu stöðu sem skapast hefði. Hann hefði minnt á fyrri málflutning sinn og Uffe-Ellemann Jensens um réttindi Eystrasaltsríkjanna og sagt að fyrri röksemdir um að ekki mætti á neinn hátt veikja Gorbatsjov og „umbótastjórn hans“ væru úr gildi fallnar. í stjórnmálum væri tímasetning ákvarðana mikilvægasti þátturinn og rétti tíminn væri runnin upp. Ræðan hefði vakið heldur blendin viðbrögð. Boðið til fundar í Reykjavík Jón Baldvin sagðist hafa haldið til Kaupmannahafnar eftir fund- inn og hafa sest við símann í sendiráði íslands í borginni. Hann hafi verið í stöðugu sambandi við Reykjavík og ráðamenn í höfuð- borgum Eystrasaltsríkjanna. Hann hefði ákveðið að bjóða utan- ríkisráðherrum Eystrasaltsríkj- anna að koma til fundar í Reykja- vík svo fljótt sem auðið væri. Þar yrðu undirrituð viðeigandi skjöl, sem staðfestu að komið hefði ver- ið á stjórnmálasambandi íslands og Eystrasaltsríkja með tilheyr- andi skipan sendiherra og ræðis- manna. Hann kvaðst hafa látið þá skoðun í ljós að brátt myndu fleiri ríki sigla í kjölfarið og viður- kenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóð- anna með þessum hætti. „Sú staða hafði skapast að einhver varð að taka af skarið til að unnt yrði að hrinda af stað rás at- burða, sem reynast myndi óaftur- kallanleg,“ sagði Jón Baldvin í ræðu sinni. Hann kvaðst hafa náð í utanrík- isráðherra Eistlands og Lettlands en þáverandi forseti Litháen, Vy- tautas Landsbergis, hefði sam- þykkt þessa ákvörðun. Utanríkis- ráðherrarnir hefðu síðan komið til Reykjavíkur 25. ágúst og dag- inn eftir hefðu viðeigandi skjöl verið undirrituð í Höfða. „Tekist hafði að ljúka verkefninu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í lok ræðu sinnar. Forsetaframbjóðendurnir Dole og Clinton takast á um fóstureyðingar Forsetinn sakað ur um lítinn sið- ferðisstyrk Philadclphia. Rcutcr. BOB Dole, forsetaframbjóðandi repúblíkana, reynir nú ákaft að höfða til íhaldssamra kjósenda, t.d. kaþólikka, með árásum á stefnu keppinautar síns, Bills Clintons Bandaríkjaforseta, hvað varðar fóstureyðingar. Lét Dole hörð orð falla um stefnu Clintons á fundi með kaþólskum blaða- mönnum, sagði hann hafa „teygt mörk siðgæðisins of langt“ en for- setinn svaraði þegar í stað fyrir sig og sagði að ásakanir Doles miðuðu að því að kljúfa bandarísku þjóðina. Dole sakar Clinton um að hafa gengið of langt í apríl sl. er hann beitti neitunarvaldi til að koma í veg fyrir bann við fóstureyðingu á síðari stigum en henni er ör- sjaldan beitt. Þá er fæðingu kom- ið af stað og fóstrinu eytt. Sagði Dole að stjórn Clintons hefði mis- tekist að sýna siðferðisstyrk þeg- ar hans væri sárlega þörf. Yrði Dole kjörinn forseti myndi hann óska eftir því að þingið sam- þykkti bann við fóstureyðingum á síðari stigum að nýju og undir- rita þau. Clinton kvaðst ævinlega verða tortrygginn þegar stjórnmála- menn færu fögrum orðum um sið- ferðisstyrk sinn og svo væri í þessu tilfelli. Spurði hann einnig hvað Dole hygðist segja við þær konur sem ættu heilsu sína undir því að fara í slíka aðgerð. Ákvörðun Dole breytir engu Skoðanakönnun sem ABC-sjón- varpsstöðin og Washington Post létu gera, leiðir í ljós að bandarísk- ir kjósendur telja þá ákvörðun Dole að segja öldungardeildar- þingsæti sínu lausu, engu skipta. Yfir 82% aðspurðra kváðu ákvörð- unina ekki myndu hafa áhrif á það hvorn frambjóðandann þeir kysu. Afgangurinn skiptist jafnt á milli þeirra sem sögðust fremur eða síður kjósa hann eftir afsögn hans. Væri gengið til kosninga nú, myndu 57% kjósa Clinton en 35% Dole, samkvæmt könnuninni, sem gerð var í upphafi vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.