Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 2
2 -LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ [ MEIRIHLUTI sjávarútvegsnefndar Alþingis hefur lagt fram breyting- artillögur við frumvarp um fiskveiðar utan efnahagslögsögu Islands. Er í tillögunum m.a. gert ráð fyrir að lögfest verði heimild til að innheimta af viðkomandi útgerðum kostnað vegna eftirlits með veiðum úthafsveiði- skipa sem nemi 30 aurum á hvert aflakíló metið til þorskígilda. Umdeild reglugerð úrgildi FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um meðferð upplýsinga úr álagn- ingarskrám og skattskrám, en þessi reglugerð var gagnrýnd harðlega á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu. Þess í stað verða beiðnir um út- gáfu og úrvinnslu upplýsinga úr skattskrám og virðisaukaskatt- skrám afgreiddar að undangenginni umsögn tölvunefndar hveiju sinni, þar til skýrar lagareglur liggja fyr- ir um þetta efni. Reglugerðin, sem nú hefur verið felld úr gildi, sagði fýrir um að öll úrvinnsla upplýsinga úr álagningar- og skattskrám væri óheimil, svo sem umreikningur álagðra gjalda yfír í tekjur eða veltuíjárhæð, sam- anburður milli ára og framreikning- ur til núvirðis með vísitölureikningi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra óskaði álits tölvunefndar á reglugerðinni og taldi nefndin ákvæði hennar samræma vel reglur skattalaga um aðgang að skránum og reglur um friðhelgi einkalífs og persónuvemd. Hins vegar væri ljóst að í ljósi umræðna á undanfömum vikum ríkti ekki fullkomin sátt um málið og því væri afar þýðingarmik- ið að löggjafarvaldið tæki af skarið og setti skýrar reglur í þessum efn- um. í skýrslu, sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi í gær, tekur hann undir þessi sjónarmið og segir rétt í því sambandi að skoðað verði hvaða reglur gildi í nágrannalönd- unum á þessu sviði. Jafnframt segir hann að ráðu- neytið hafi ákveðið að endurskoða núgildandi reglur um álagningar- og skattskrár samfara heildarend- urskoðun sem fyrirhuguð er á lög- um um tekjuskatt og eignarskatt. í tillögunum er gert ráð fyrir að veiðieftirlitsgjald vegna hvers ein- staks skips verði greitt fyrirfram við útgáfu tilkynningar um afla- mark er kveði á um heimild til að veiða tiltekið magn sjávardýra á viðkomandi fiskveiðiári, vertíð eða veiðitímabili, og skuli gjaldstofn miðaður við úthlutað aflamark. Miðað er við að gjaldið verði ekki endurkræft þótt veiðiheimildir hafí ekki verið nýttar. Sé um að ræða veiðieftirlit á grundvelli milliríkjasamninga þar sem eftirlitsmenn þurfa að vera um borð í einstökum skipum þurfa út- gerðir að greiða 15 þúsund krónur á hvern dag sem skipið stundar veiðar, og greiðist þetta gjald árlega eftir á. í nefndaráliti sem fylgir breytingartillögunum kemur fram að markmiðið með þessum breyt- ingum sé að kostnaður útgerða vegna veiðieftirlits verði sem mest fyrirsjáanlegur. „ÉG HEF svo sem enga töfra- formúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin. Ég tek tarnir fyrir próf, fremur en að liggja alltaf yfir bókunum og hef allt- af verið með góðar einkunnir,“ segir dúxinn í Menntaskólanum við Sund, Katrín Jakobsdóttir. Katrín er með 9,70 í aðalein- kunn, sem er hæsta einkunn sem stúdent við MS hefur feng- ið. Hún er ekki eini dúxinn í fjölskyldunni, því bræður henn- ar tveir, tvíburarnir Armann og Sverrir, luku sínum stúdents- prófum frá MS með láði fyrir nokkrum árum. Ármann dúxaði með 9,60 og Sverrir var annar semidúxa. Katrín vill ekki viðurkenna að einkunnir í fjölskyldunni hækki með hveiju barninu. „Elsta systir okkar, Bergljót Njóla, stóð sig líka alltaf mjög vel. Það má þó vera að einkunn- imar stígi lítillega, en ég þori ekki að fullyrða að við systkinin förum að öllu leyti batnandi eftir því sem neðar dregur í aldri,“ segir hún og skellir upp úr. Katrín segir að franska sé eitt af uppáhaldsfögunum. „Ég hef nú ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að fást við í framtíð- inni, en núna segi ég öllum að ég ætli að læra frönsku og rúss- nesku, hvað sem síðar verður. Ég byija líklega í Háskólanum hér heima, en mig langar einnig að fara til Frakklands." Ólesin í leikfimipróf? Lægsta einkunn Katrínar var 8 og þá einkunn fékk hún fyrir frammistöðuna í leikfimi. „Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leik- fiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kenn- araeinkunn," segir Katrín og hlær dátt. „Ég hlýt að hafa far- ið eitthvað óvarlega í prófinu, enda velti ég því ekkert sérstak- lega fyrir mér. Það er jú ekki hægt að lesa fyrir leikfimipróf, eða hvað?“ Morgunblaðið/Þorkell KATRÍN Jakobsdóttir, dúx Menntaskólans við Sund, ásamt bræðrum sínum, Ármanni og Sverri, sem tóku að sér að bera öll verðlaunin, sem hún fékk við skólaslitin. Útgerðir greiði veiðieftirlitsgjald Breytingar á frumvarpi um úthafsveið- ar gera ráð fyrir 30 aura gjaldi á kíló Katrín Jakobsdóttir dúxaði í MS með 9,70 í aðaleinkunn Hef enga töfraformúlu Verðmæti úthafsafla gæti orðið 8 milljarðar VERÐMÆTI afla íslenzkra skipa af úthafsmið- um gæti orðið um átta milljarðar króna, miðað við að karfa- og sfldarkvóti íslands náist allur, þorskveiðar í Smugunni verði svipaðar og í fyrra og rækjuafli á Flæmska hattinum aukist í samræmi við sóknina, að sögn Péturs Arnar Sverrissonar, forstöðumanns Aflamiðlunar. íslandi hefur verið úthlutað 45.000 tonna karfakvóta á Reykjaneshrygg og er áætlað aflaverðmæti rúmlega tveir milljarðar króna. Þá er síldarkvóti íslands, samkvæmt samkomu- lagi við önnur strandrfki, 190.000 tonn og afla- verðmætið gæti orðið rúmlega milljarður. í fyrra og hittifyrra veiddust um 34.000 tonn í Smugunni í Barentshafi. Verði veiðin svipuð á þessu ári getur aflaverðmætið orðið um 2,6 milljarðar. Rækjuveiðin á Flæmska hattinum var um 7.600 tonn í fyrra. Sókn hefur nú mjög aukizt í veiðamar og segir Pétur sízt of bjart- Leiguverð kvótans tæpur 1,5 milljarður sýnt að gera ráð fyrir 13-14.000 tonna afla. Verðmæti hans gæti orðið um 2,4 milljarðar. Verðmæti úthafsafla 13% af aflaverðmæti á heimamiðum Samanlagt verðmæti úthafsafla hefur farið hraðvaxandi frá árinu 1993. Það ár var afla- verðmæti úr Smugunni, af Reykjaneshrygg og Flæmingjagrunni rúmlega 2,2 milljarðar. Arið eftir skiluðu úthafsveiðar um 4,9 milljörðum króna. í fyrra var mikil veiði á fernum úthafs- veiðimiðum og samanlagt aflaverðmæti um 6.570 milljónir króna. Það ár var verðmæti úthafsafla komið í 13% af aflaverðmæti á heimamiðum. Mætti leigja úthafskvóta fyrir hálfan annan milljarð Á tvennum úthafsmiðum, Reykjaneshrygg og í Síldarhafinu, veiða íslenzk skip nú sam- kvæmt alþjóðlegum samningum, sem íslenzka ríkið hefur gert um veiðiréttindi. Ætla má að hægt væri að leigja kílóið af úthafskarfakvóta á um 23 krónur, en leiguverð sfldarkvóta yrði varla meira en tvær krónur fyrir kílóið, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins. Þannig mætti leigja úthafskarfakvótann fyrir 1,1 milljarð króna og síldarkvótann fyrir 380 milljónir, yrði slík ákvörðun tekin. Uthafs- veiðiréttindin myndu þannig skila ríkissjóði hátt í hálfum öðrum milljarði króna í leigutekj- ur. ■ Úr engu í átta/32 Morgunblaðið/Ásdís Á MYNDINNI sjást Jón Thors og Áslaug Þórarinsdóttir lög- fræðingur í dómsmálaráðu- neytinu yfirfara gögn fram- bjóðendanna. Fimm til- i kynningar I um fram- boð bárust FIMM frambjóðendur til embættis forseta íslands höfðu skilað tilskild- um gögnum um framboð sin til dóms- málaráðuneytisins í gær, en fram- boðsfrestur rann út á miðnætti. Að sögn Jóns Thors, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, skiluðu Guðrún Agn- arsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein tilkynningum um framboð ásamt tilskildum með- mælendalistum til ráðuneytisins í fyrradag, og Guðrún Pétursdóttir og Astþór Magnússon tilkynntu um framboð sín og afhentu meðmæ- lendalista í gær. \ Hálsbrotn- ' aði í sund- lauginni ÞRETTÁN ára gömul stúlka háls- brotnaði er hún stakk sér til sunds í sundlaugina á Egilsstöðum síðast- liðið miðvikudagskvöld og höfuð hennar skall í laugarbotninn. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum brákuðust að auki tveir hálsliðir og tveir hryggjarliðir í stúlkunni en hún hefur þó fullan mátt. Stúlkan var til Tannsóknar á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfara- nótt fímmtudagsins en þá um morg- uninn var hún send með Flugleiðavél á sjúkrahús í Reykjavík til frekari rannsókna. Þar kom svo í ljós við sneiðmyndatöku hve meiðsl hennar voru alvarleg. -------«----------- Hannes Hlífar efstur HANNES Hlífar Stefánsson er einn í efsta sæti á Skákþingi íslands með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir, vinningi á undan næstu mönnum, sem eru með 2 vinninga, en það eru fjórir skákmenn. Hannes Hlífar vann Jón Grétar Viðarsson og Margeir Pétursson vann Helga Áss Grétarsson. Jafn- tefli gerðu Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson, Benedikt Jónasson og Sævar Bjamason og Magnús Öm Ulfarsson og Jón Viktor Gunnarsson. ■ Hannes/47 ■» ♦ ♦------ Fyrirburi sóttur til Grænlands i 1IMM daga gamall fyrirburi var sótt- ur til Scoresby-sunds á Grænlandi í gærdag og fluttur á Landspítalann. Drengurinn er tíu merkur og gat ekki haldið næringu niðri, að sögn Þórðar Þórkelssonar fyrirbura- og | gjörgæslulæknis. Drengurinn er ekki í lífshættu en fær nú næringu í æð og verður kann- að hvað amar að honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.