Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 43 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á MYNDINNI eru f.v: Þórunn Finnsdóttir, Ásthildur Guðmunsdótt- ir, Hjálmar Diego fyrir hönd Hilmars Diego, Einar Sigmarsson, Steingrímur Ólafsson, Ragnar Jónasson, Sunneva B. Hafsteinsdótt- ir, Halldór Haraldsson og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Viðurkenningar fyr ir nýsköpun og góð- an árangur í námi BJÖRN Bjarnason, menntamálaráð- herra, afhenti _sl. föstudag náms- og athafnastyrki íslandsbanka. Veittir voru sjö námsstyrkir, hver að upphæð 120 þúsund krónur og tveir athafnastyrkir, hvor að upphæð 200 þúsund krónur. Alls bárust 450 umsóknir um styrkina. Það eru heldur fleiri umsóknir en borist hafa um þessa styrki undanfarin ár. Markmið íslandsbanka með þess- um styrkjum er að veita námsmönn- um viðurkenningu fyrir frábæran árangur í námi og hvatningu til frek- ari góðra verka í framtíðinni. Jafn- framt er tilgangurinn að örva nýsköp- un og frumkvæði meðal íslenskra námsmanna, enda rík þörf á að stuðla að leit ungs fólks að framtíðartæki- færum. Styrkimir em veittir í tengsl- um við Menntabraut, námsmanna- þjónustu íslandsbanka. Námsstyrki hlutu eftirtaldir: Ásthildur Guðmundsdóttir, 24 ára. Hún er við nám í hjarta- og lungnafræðum í University of Texas Health Service Center í San Antonio. Einungis 15 nemendur fá inngöngu í skólann á ári, en umsækjendur em yfir eitt hundrað. Ásthildur mun út- skrifað með B.Sc. gráðu eftir rúmt ár og ætlar þá að koma heim g vinna hér að forvörnum, einkum varðandi reykingar unglinga. Birgfir Finnsson, 28 ára. Hann er við nám í bmnatæknifræði við Tækni- skólann í Lundi og stundar jafnframt framhaldsnám við Ráddingsskolan í Revingi í Svíþjóð. Birgir mun vera fyrsti Islendingurinn sem bætir þessu námi við brunatæknifræðinám. Raun- ar em mjög fáir menntaðir bmna- tæknifræðingar hér á landi. Einar Sigmarsson, 21 árs. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um á Laugarvatni fyrir tveimur ámm með frábæram einkunnum, meðal- einkunin var 9,61. Hann stundar nú nám í heimspekideild Háskóla íslands þýtt bækur eftir Agöthu Christie fyr- ir bókaútgáfuna Skjaldborg. Tvívegis hefur hann tekið þátt í spuminga- keppni framhaldsskólanna, „Gettu betur“, fyrir hönd Verslunarskólans en liðið lenti í öðm sæti í fyrra. Sunneva B. Hafsteinsóttir, 23 ára. Hún er að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur sýnt góðan námsárangur. I haust stefnir hún að því að hefja nám í sjávarútvegsdeild háskólans á Akur- eyri. Þórunn Finnsdóttir, 38 ára. Hún lauk BA prófi í sálarfræði frá Há- skóla íslands árið 1992 og hóf haust- ið 1994 nám við Psykologisk Institut í Árósum. Hún hefur sérhæft sig í heilsusálarfræði og áfallasálarfræði. Hún tók þátt í rannsókn á afleiðingum snjóflóðanna á Vestfjörðum og mun nota gögn úr rannsókninni sem efniv- ið í lokaritgerð um áfallasálarfræði. Athafnastyrki hlutu: Halldór Haraldsson, 27 ára. Hann hlaut styrkinn fyrir hugmynd að tæki til að ná hrognum úr fiski á auðveld- an hátt. Stungið er slöngu upp í go- trauf fiska, hrognin soguð út með þar til gerðri dælu og fiskinum síðan sleppt. Þessi aðferð hentar vel í þeim tilvikum þegar eingöngu hrognin em nýtt, svo sem við grásleppuveiðar. Fyrir viðskiptahugmynd: Steingrímur Ólafsson, 28 ára. Hugmynd hans snertir útflutning á ferskum gellum og kinnum. Hann hefur þegar flutt út ferskar gellur á eigin vegum til Kaupmannahafnar og segir að það hafi reynst ágæt tekju- lind þótt í smáum stíl væri. Jafnframt hefur hann hafið undirbúning á út- flutningi til Frakklands. Sérstök dómnefnd valdi úr umsókn- um. Hana skipa frá íslandsbanka: Ásmundur Stefánsson, formaður og Bima Einarsdóttir, frá Alþingi: Lúðvík Bergvinsson og frá Háskóla íslands: Ingjaldur Hannibalsson. Hvítasunnumót Fáks Snillingur efst ur í tvígang í B-flokki HESTAR Víðivcllir Hvitasunnumót Fáks Líklega hafa aldrei komið fram jafn- sterkir hestar á hvítasunnu- móti Fáks sem nú. Á fimmtudag fór fram forval þar sem þrír hest- ar voru sýndir í einu á tveimur eða þremur gangtegundum og þykir þetta nýja fyrirkomulag gefa góða raun. Fjöknargar glæsisýningar sem gengu hratt og vel fyrir sig féllu vel í kramið hjá áhorfendum. SPENNAN í gæðingakeppni Fáks var tvöföld að þessu sinni því auk þess að baráttan standi um sigur- og verðlaunasæti þá er verið að velja gæðinga til þátttöku á fjórð- ungsmóti. I forvali B-flokks á fimmtudag hlaut hæstu einkunn Snillingur frá Austvaðsholti sem Gunnar Arnarsson sýndi og Gunnar var einnig með Hektor frá Akureyri í þriðja sæti með 8,68. Tuttugu hestar komust áfram í keppni úrvalsgæðinga sem er með sama sniði og forkeppnin hefur verið til þessa, þ.e. einnig sýnt fet og stökk og einn hestur á velli í senn. Voru þeir Gunnar og Sigurbjörn Bárð- arson með fjóra hesta hvor í þessu úrvali, Alexander Hrafnkelsson, Sigurður V. Matthíasson, Erling Sigurðsson og Hermann Þ. Karls- son með tvo hvor. í A-flokks forvali var keppnin ekki síður hörð en efstur stóð Svartur frá Unalæk sem Þórður Þorgeirsson sýndi, með 8,67 en Dynur frá Ytra-Skörðugili og Sig- urbjörn fylgdu á hæla þeirra með 8,66. Þá komu fjórir hestar með sömu einkunn 8,58. Sigurbjörn var með fimm hesta í A-flokki af þeim tuttugu og einum sem áfram fara, ungu mennirnir Daníel Jóns- son og Sigurður V. Matthíasson eru með tvo hvor en aðrir em með einn hest hver. A-flokkurinn var ekki síður skemmtilegur á að horfa og vöktu athygli feiknagóð- ar skeiðsýningar hjá flestum hest- unum sem komu fram. í keppni úrvalsgæðinga í gær héldu Snillingur og Gunnar efsta sætinu, Oddur og Sigurbjörn skut- ust upp í annað sæti á kostnað Loga frá Skarði sem Sigurbjörn sat einnig. Hlutu þeir fjórða sætið en Farsæll frá Arnarholti og Ás- geir Svan lyftu sér um eitt sæti úr fjórða í þriðja. Auk þeirra sem hér eru nefndir hafa eftirtaldir tryggt sér sæti í átta hesta úrslit- um annan í hvítasunnu: Ernir frá Eyrarbakka og Sigurður V. Matt- híasson, List frá Litla-Dunhaga og Sigurbjörn Bárðarson, Birta frá Breiðabólsstað og Sigurður V. Matthíasson og Hektor frá Akureyri og Gunnar Amarsson. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞEIR Snillingur frá Austvaðsholti og Gunnar Arnarsson héldu sínu striki í keppni úrvals gæðinga og tryggðu sér fyrsta sætið annan daginn í röð en lækkuðu örlítið í einkunn eins og flestir hestarnir tuttugu gerðu. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlistarvor í Fríkirkjunni Negrosólmakvöld þriðjudaginn 28. mai kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur. Einsöngvarar: Davíð Ólafsson, Ólöf Ásbjörnsdóttir, Svava Kr. Ingólfsdóttir og Þuriður G. Sigurðardótlir. Stjómondi: Pavel Smid. + / U TU 1\ 1V —l 1 L gi-S qA Í ffi ffi fl fi i J iltak. PRACTIC Verð kr. Verð kr. Verð kr. - Stálvaskar á hagstæðu verði ■E3E199 4.709 stgr 5.869stgr 6* I ÓOstgr. 7. 1 23 stgr. ^ VATNSVIRKINN Ármúla 21, sími 533 2020 og hefur því sem næst lokið B.A. prófi í almennum málvísindum á að- eins þremur missemm. Jafnframt hefur hann lokið námskeiðum í nokkr- um öðrum greinum, svo sem rúss- nesku, latínu og grísku. Hlín Diego Hjálmarsdóttir, 18. ára. Hún stundaði ballettnám við Svenska Ballettskolan í Stokkhólmi. Hlín hefur stundað ballett frá 9 ára aldri og hefur dansað víða, m.a. við City Ballet of Huston og Konunglega danska ballettinn í Kaupmannahöfn. Fyrir tveimur ámm þreytti hún inn- tökupróf í Ballettakademien í Stokk- hólmi, sem útskrifar nemendur eftir þriggja ára nám. Af 170 memendum sem þreyttu prófið komust aðeins 30 inn í skólann og Hlín var tekin beint inn á þriðja ár. Það hafði aldrei verið gert í sögu skólans. Hún útskrifaðist þaðan í fyrra vor og tók síðan inntöku- próf í Svenska Ballettskolan og var ein 27 umsækjenda sem komust inn, en 200 sóttu um skólavist. Ragnar Jónasson, 19 ára. Hann er að ljúka stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands. Varð dúx á verslun- arprófí vorið 1994 og var með meðal- einkunnina 9,54 á miðsvetrarprófi í vetur. Undanfarin tvö ár hefur hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.