Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 53 BRÉF TIL BLAÐSINS Um tvöfalt siðgæði Frá Hauki Má Helgasyni: í MORGUNBLAÐIÐ miðvikudaginn 15. maí síðastliðinn ritar Arni Hilm- arsson nokkuð til að „leiðrétta" orð mín í þessum ágæta miðli fimmtu- daginn 9. maí. Ég vil færa Áma kærar þakkir fyrir góða viðleitni, en lýsa um leið yfír vonbrigðum á blindni jafn vel gefins manns og Árni annars augljóslega er. Er það skoðun Árna að samkynhneigð sé viðurstyggð og rök hans: Biblían. Árni byrjar á að tilkynna mér að gamli sáttmálinn og um leið Gamla testamentið sem slíkt séu fallin úr gildi: „Með nýja sáttmálanum í Nýja testamentinu féllu mörg boðorð Gamla testamentisins úr gildi, þó ekki þau sem eru staðfest í Nýja testamentinu.“ Reyndar virðast þeir ekki vera á einu máli um það, þeir Árni og Jesús Kristur, því svo mælir frelsarinn í Lúkasarguðspjalli (16:17): „En það er auðveldara að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi.“ En lítum fram hjá því. Segjum sem svo að það sé Árni sem hafí rétt fyrir sér, Kristi hafi fipast. í Nýja testamentinu er nefnilega hægt, engu síður en því gamla, að koma auga á siðferðisboðskap sem á við engin rök að styðjast í dag. Samfélag okkar byggist víst upp á öðru og meira. í fyrra almenna bréfi Péurs segir t.d.: „Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eigin- mönnum yðar ...“ (3:1) og í Títusar- bréfínu: „Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og í öllu geðþekkir, ekki svörulir... til þess að þeir prýði kenningu Guðs frelsara vors í öllum greinum.“ (2:9). Eða bara í Korintubréfinu sem Árni vitnar sjálfur í: „Eins og í öllum söfn- uðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir.“ (14.33-34). Og í Lúkasarguðspjalli (16:18): „Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra, drýgir hór, og hver sem gengur að eiga konu, sem skilin er við mann, drýgir hór.“ Víst eru einhveijir til í dag á móti hjónaskilnaði. Og eflaust eru þeir til sem sammála eru Nýja testamentinu um yfirráð mannsins yfir konunni, mögulega einhveijir enn hliðhollir þrældómi. En almennt held ég _að það séu ekki viðtekin viðhorf. Ég held ég geti fullyrt að almennt sið- ferði okkar þjóðar og vestræns sam- félags í heild sinni boði frelsi hvers manns og konu. Og prísum okkur sæl fyrir hentistefnu kirkjunnar manna, sem virðast hafa gert fyrr- nefndar og fleiri kennisetningar að eins konar opinberu leyndarmáli, því þeir vita að þær myndu ekki falla í góðan jarðveg. Ámi, öll vestræn siðmenning er ekki byggð á þessum né öðrum mörg þúsund ára sögubókum nema að tak- mörkuðu leyti. Og Guði sé lof er menningin, eðli sínu samkvæmt, í stöðugri endurskoðun og uppbygg- ingu. Ef þú hins vegar kýst að kalla þig kristinnar trúar, ekki blekkja þig með því að velja og hafna hveiju innan „heilagrar ritningar" þú vilt trúa. Eða, með þínum eigin orðum: „. .. sem sannkristið fólk eigum við að hlýða boðum Biblíunnar." Nýja testamentið er, engu síður en það gamla, skrifað á öðrum stað, öðrum tíma og undir öðrum boðum og bönn- um af hálfu samfélagsins en við búum við í dag. Ef þú eða aðrir vilja fordæma homma og lesbíur fyrir hegðan sína, sýnið þá bræðrum ykk- ar og systrum þá lágmarks virðingu að færa fyrir því rök sem standast, ellegar endurskoðið mat ykkar. Með virðingu, HAUKUR MÁR HELGASON, Lautasmára 49, Kópavogi. Frá Jóni K. Guðbergssyni: NÝLEGAR fréttir um að neysla áfengis og annarra vímuefna sé al- gengari og meiri meðal enskra lækna en annarra stétta þar í landi ættu að opna augu fólks fyrir því að virk- ar forvamir hljóta að felast í ýmsu öðru en fræðslu. Að vísu mega áfeng- isframleiðendur, jafnt í Bretlandi sem annars staðar, ekki heyra á annað minnst en sett sé jafnaðarmerki milli svokallaðra forvama og fræðslu. Hitt er þó deginum ljósara að vitneskja um vímuefni og góða menntun er síð- ur en svo trygging fyrir því að fólk ánetjist ekki slíkum efnum. Það hafa bandarískar rannsóknir sýnt fyrir löngu. Og það staðfestir fregnin um ensku læknastéttina. Hér á landi hefur verið haldið uppi hörðum áróðri fyrir því að Fordæmi áhrifameira en fræðsla fræðsla leysi allan vanda í þessum sökum. Við Islendingar ættum þó að vita þjóða best að það voru aðrar ráðstafanir en meinleysislegt spjall við unglinga sem komu því til leiðar að íslendingar hafa drukkið minna en aðrar þjóðir í Evrópu mestalla þessa öld. Stundum meira að segja svo lítið að hægt hefur verið að leigja fangelsi húsnæðislausu fólki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf í fyrra út bók eftir 17 þekktustu vísindamenn heims á sviði áfengis- rannsókna. Þeir benda á að eftirtald- ar ráðstafanir séu veigamestu for- varnirnar: 1. Fáir áfengissölustaðir. 2. Ekkert eða afar lítið áfengis- magn í drykkjum. 3. Fáir áfengisveitingastaðir. 4 Hár lögaldur til áfengiskaupa. 5. Ábyrgir veitingamenn. (Áfengi ekki veitt unglingum og ölvuðu fólki). 6. Veitingamenn beri ábyrgð, ásamt þeim sem drekkur, á tjóni sem kann að stafa af drykkjunni. 7. Stuttur sölutími. (Daglegur, vikulegur). Og svo skyldum við aldrei gleyma því að gott fordæmi er líklegra til árangurs en nokkur fræðsla. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. brúbkaupsferð Fylgist með blaðaukanum Brúbkaup - í blíbu og stríbu sem fylgir Morgunblaðinu á morgun. Með því að fylla út seðil sem birtist í blaðaukanum og senda til Morgunblaðsins eiga tvenn brúðhjón sem staðfest hafa giftingardaginn á þessu ári möguleika á að hreppa helgarferð með Úrval-Útsýn til Parísar eða London og helgardvöl á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. -kjarni málsins! 5 Lækningar og markaðshyggja Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: GETUR það verið að fyrirkomulag okkar íslendinga í heilbrigðisþjón- ustu sé orðið svo flókinn fókinn frum- skógur, að þar náist vart að ryðja braut stefnumörkunar? Við segjumst eiga „besta heil- brigðiskerfi í heimi“. Þegar talað er um gott vill oft vera samasemmerki í milli magns og gæða. Við höfum vel menntaða lækna og vel búin sjúkrahús, þar sem nýjasta tækni er í hávegum höfð, samt höfum við þéttsetna biðlista fólks er á við vandamál að stríða. Hvers vegna er þetta svona? Getum við ekki tekið okkur til, þessi þjóð, og eytt þessum biðlistum sjúkrahús- anna, með því einu að manna og nýta allt það húsnæði sem fyrir hendi er hér á landi, tímabundið? Lýst hefur verið eftir stefnu stjórn- valda af hálfu heilsugæslulækna, er telja lögum um heilbrigðisþjónustu ekki framfylgt. Það er í raun mjög eðlilegt, því sérstaklega hér á Reykja- víkursvæðinu hafa margir litið svo á að sjálfsagt og eðlilegt sé að leita sérfræðings, jafnvel við hálsbólgu. Á meðan almenningur hefur ekki betri vitund um kostnað þann er samfélagið hefur af slíkri ofþjónustu, þá er ekki von til þess að viðhorf breytist. Einnig er mjög mikill skort- ur á upplýsingum um hið gífurlega mikilvægi þess að einn læknir hafi yfirsýn yfir heilsufar einstaklingsins, ekki hvað síst ef samkeppni um sjúkl- inga er til staðar. Samband af einka- og ríkisrekinni þjónustu er nú til staðar, hins vegar hlýtur að þurfa að draga skýrari lín- ur á milli þess hvaða þjónustu samfé- lagið ætlar að veita, og hvaða þjón- ustu er ætlað að eiga sjálfstæðar starfsgrundvöll. Núverandi fyrirkomulag er neyt- endum í óhag og stendur jafnframt eðlilegri samkeppni fyrir þrifum. Siðferðilegur staðall Ósjálfrátt gerum við meiri kröfur um siðgæði, og almenna siðferðisvit- und á hendur lækna, og presta, en til hins almenna borgara. Þessar stéttir koma nálægt lífi okkar í gleði og sorg, gegnum æviskeiðið. Þegar svo er komið að samkeppni um sjúkl- ingana er til staðar, þá hlýtur hver að staldra við og spyija, fæ ég örugg- lega nógu góða þjónustu? Að sjálf- sögðu er það hvers og eins að meta hvort „tilgangurinn helgi meðalið", og vera á varðbergi um sitt eigið heilsufar, hvort sem er til hins betra eða verra, en neytandinn hefur samt sem áður þann möguleika að kvarta, telji hann sig til dæmis meðhöndlað- an sem tilfelli, en ekki manneskju. Kvartanaþjónustan hefur samt sem áður nokkurn annmarka enn sem komið, því enginn íslenskur læknir hefur enn sérhæft sig í mistakarann- sóknum í heilbrigðisþjónustu. Landlæknir landsins þarf í dag að sinna því ofurhlutverki, að taka með í reikninginn þátt læknisins, þátt sjúklingsins, þátt hins opinbera að- haldsama aðila (útgjaldalega), og rannsaka og úrskurða um efnisþætti mála, öllum í hag, það má því nærri geta hvort siglingin milli skers og báru geti ekki orðið æði vandasöm á stundum. Það höfum við ítrekað bent á hjá samtökunum Lífsvog og munum beita okkur fyrir því að Umboðsmað- ur sjúklinga líti dagsins ljós. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, samtökunum Lífsvog. -'ffl 8 sk m(I liipokðE liiaseii lieece peysur, sriii. liiiiliOliýiiMllif, SHUES FOK ACTIVKS Gönguskór í barna, dömu og herrastærðum. MOUNIAIN HOUSE* Bragðgóður og næringaríkur frostþurkaður matur. Ómissandi í allar ijallaferðir. Göngutjöld og svefnpokar. Norsk hágæðavara prófuð við erflðustu aðstæður. Löngu heimsþekktur fatnaður fyrir fjallafólk. GLÆSIBÆ . SÍMf S81 2922 j Myndin er úr leiðangri yfir Grænlandsjökul KOMPERDELL Göngustafir með stillanlegri lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.