Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR 25. MAÍ1996 21 VIÐSKIPTI Umhverfisviðurkenning Iðnlánasjóðs var veitt í fimmta sinn á ársfundi sjóðsins nýverið Samtakamátturiim gerir þetta mögulegt Iðnlánasjóður hefur undanfarin ár veitt umhverfisviðurkenningu fyrirtæki sem skarar fram úr í aðbúnaði og öryggi starfsfólks og verndun umhverfisins. Jó- hannes Tómasson ræddi við forráðamenn nokkurra fyrir- tækja sem fengið hafa þessa viðurkenningu og ljúka þeir upp einum rómi um að slík viður- kenning sé starfsmönnum hvatning til frekari dáða og að hún sé fyrirtækjunum jákvæð. VIÐURKENNING Iðnlánasjóðs er þetta listaverk Magnúsar Tónias- sonar. MÉR finnst Iðnlánasjóður eiga heiður skilið fyrir að koma á slíkri viðurkenningu og stjórnendur, starfsmenn og hluthafar Haraldar Böðvarssonar hf. þakka fyrir hana af heilum hug. Samtakamáttur allra í fyrirtækinu gerir þetta mögulegt, sagði Sturlaugur Sturlaugsson, einn af forráðamönnum H.B. eins og fyrirtækið er daglega nefnt á Akranesi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins en Iðnlánasjóður veitti á dögunum í fimmta sinn við- urkenningu sína, „Vernd“, því fyrir- tæki sem skarað hefur framúr í aðbúnaði og öryggi starfsfólks og verndun umhverfis. Viðurkenningin er listaverk eftir Magnús Tómasson sem lýsir á táknrænan hátt við- horfi og ábyrgð stjórnenda fyrir- tækisins til velfamaðar starfs- manna og varðveislu umhverfis og náttúru landsins. Viðurkenning Iðnlánasjóðs er í samræmi við þá stefnu sjóðsins að lána til aðgerða sem auka á holl- ustuhætti og bæta aðbúnað á vinnu- stöðum. Bragi Hannesson forstjóri sjóðsins segir Iðnlánasjóð vera stór- an lánveitanda til fyrirtækja í mat- vælaiðnaði og segir hann um 20% af lánum sjóðsins fara í þá grein. Fjögurra manna dómnefnd velur fyrirtækið sem viðurkenninguna hlýtur en í henni sitja formaður og forstjóri Iðnlánasjóðs og fulltrúar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfís- ráðuneytis. Þau atriði sem koma til skoðunar eru m.a. umhverfísstjórn- un, úrgangs- og fráveitumál, hrá- efnanotkun, meðhöndlun hættulegra efna, gæðamál, umbúðanotkun, að- búnaður og hollustuhættir starfs- manna, svo nokkuð sé nefnt. Um- ræða um umhverfismál hefur aukist mjög í þjóðfélaginu og með þessari viðurkenr.ingu viljum við hvetja fyr- irtækin til að taka á þessum málum, segir Bragi Hannesson. Við fáum góðar upplýsingar um fyrirtækin sem við styðjumst við í mati okkar en á þessum sviðum eru mörg góð fyrirtæki og mér fínnst áberandi hversu umhverfismál eru að fá sí- fellt meira vægi í atvinnulífínu. Viðurkenning fyrir 90 ára starf Hjá okkur koma fagmenn að öll- um þessum málum og eftirlitsstofn- anir ríkisins fylgjast með að farið sé að settum reglum en það má kannski segja að hér séum við að fá viðurkenningu fyrir góðan árangur og metnað okkar í 90 ár, sagði Sturlaugur Sturlaugsson einnig í samtali við Morgunblaðið. Fiskvinnslufyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. hefur í stefnumörk- un sinni lagt áherslu á umhverfis- mál, gæðamál og vinnuvernd. Stur- laugur segir að síðustu tvö árin hafi vinnuhópur starfað með stjórn- endum fyrirtækisins við að skil- greina þarfir og meta verklag m.a. samkvæmt nýjum reglum sem verið er að setja í þessu starfsumhverfí. Við höfum þannig verið að skil- greina hvaða úrgang við erum að láta frá okkur, hvemig beri að fara með hann, hvernig komast megi hjá óþarfa kostnaði vegna umhverf- ismála og þar fram eftir götunum, segir Sturlaugur ennfremur. Við- urkenningin er okkur öllum tví- mælalaust mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut sem er alveg bráðnauðsynlegt og verður sífellt mikilvægari í sölustarfi okkar á erlendum markaði. Við seljum allar frystiafurðir okkar gegnum S.H. en tökum einnig þátt í beinu sölustarfí og þróunin hefur verið í þá átt að kaupendur koma gjarna hingað til að skoða og taka út fyrir- tækið og framleiðsluaðferðir og skipta helst við þá sem geta sýnt fram á að vel sé að öllum fram- leiðsluferli staðið. Stöðug brýning Eins og fyrr segir er þetta í fimmta sinn sem Iðnlánasjóður veit- ir þessa viðurkenningu. Árið 1992 fékk hana lyfjafyrirtækið Delta hf., 1993 Hekla hf., árið eftir Sæplast hf. og í fyrra Sláturfélag Suður- lands. Jón Gunnar Jónsson er fram- leiðslustjóri SS á Hvolsvelli og tók hann við viðurkenningunni í fyrra fyrir hönd SS. Þetta var okkur mik- il hvatning og viðurkenning til allra starfsmanna fyrirtækisins og verð- launagripurinn hér í anddyrinu á Hvolsvelli verður okkur stöðug áminning og bfyning til að halda áfram á þessari braut til stærri verka, sagði Jón Gunnar í samtali við Mbl. Viðurkenninguna fékk SS fyrir að hafa staðið vel að málum m.a. varðandi sorpflokkun og hvernig tekið hefur verið á málum og unnið samkvæmt markaðri stefnu. Starfsmenn vita að hér er verið að gera góða hluti og þeir eru ekkert hætfir því þótt við höfum fengið viðurkenningu, við munum vinna áfram að því að tryggja fram- leiðslugæði fyrirtækisins í hvívetna. Jákvætt fyrir fyrirtækið Hekla hf. sem flytur inn bíla og rekur umfangsmikia verkstæðis- þjónustu fékk viðurkenningu Iðn- lánasjóðs árið 1993. Sigfús Sigfús- son forstjóri var spurður hvemig viðurkenningin hefði nýst fyrirtæk- inu: Hún nýtist mjög vel á allan hátt því hún er bæði viðurkenning fyrir starfsfólkið og stjórnendur fyrir að koma á hreinu vinnuum- hverfi, sinna sorpflokkun og annað slíkt og á það höfum við minnt í sölu- og markaðsstarfi okkar, til dæmis þegar við eram að þreifa fyrir okkur erlendis með ný við- skiptasambönd. Við höfum stillt listaverkinu upp á áberandi stað, notað það í kynningarbæklingum og erlendir viðskiptaaðilar hafa fengið að vita um þessa viðurkenn- ingu og um leið að hér er lögð áhersla á rétta meðferð spilliefna og umhverfismál öll, gerðar kröfur til starfsfólks og lagt talsvert fé í að sinna þessum málaflokkum. Við eram mjög hreykin af því að hafa fengið þessa viðurkenningu og þakklát því hún er jákvæð fyrir fyrirtækið bæði inná við og út á við. Innri sýn Loftkastalcmum 25. mcn kl. 21.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.