Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VSÍ/VMS bjóða breytt taxtakerfi og sveigjanlegan dagvinnutíma Aukín svartsýni innan ASI á gang viðræðna „ÞETTA horfir gífurlega þunglega," sagði einn af forystumönnum launþegasamtakanna eftir við- ræður VSÍ og Vinnumálasambandsins með lands- samböndum ASl hjá sáttasemjara í gær. Forystu- menn ASÍ eru svartsýnni á gang viðræðnanna eftir fundina í gær en þeir voru á fimmtudag, þegar vinnuveitendur lögðu fram nýjar tillögur. En talsmenn vinnuveitenda eru þeirrar skoðunar að málin hafi þokast í rétta átt í gær. Ákveðið var að halda áfram viðræðum milli vinnuvefténda og Landssambands verslunarmanna, VMSl og Iðju fyrir hádegi í dag. Hugmyndir vinnuveitenda eru settar fram til að koma til móts við meginkröfur verkalýðshreyf- ingarinnar um hækkun lægstu launa og leggja áherslu á aðgerðir til að hækka dagvinnutaxta sérstaklega, m.a. með því að færa hluta yfir- vinnuálags og kaupaukagreiðsina inn í taxtana og hins vegar að komið verði á sveigjanlegri dag- vinnutíma einstakra starfsmanna í samráði við stjórnendur á hveijum vinnustað. Samið verði til 1. október 1999 með þremur áfangahækkunum á tímabilinu. Engar ákveðnar launatölur hafa verið settar fram en vinnuveitendur líta svo á að ef verkalýðshreyfingin tekur undir þessar hug- myndir ættu lægstu launataxtar að geta legið sitthvorum megin við 70 þúsund króna markið. Fyrirtækjasamningum ýtt til hliðar Vinnuveitendur telja að vonlaust sé orðið að ná samningum við landssambönd ófaglærðra inn- an ASl um hækkun lægstu launa í fyrirtækja- samningum og hefur þeirri hugmynd því að veru- legu leyti verið ýtt til hliðar. Ganga þeir þó út frá að leitað verði eftir heimild í almennu samning- unum til að gera fyrirtækjasamninga í framhald- inu þar sem þess yrði óskað. Hugmyndum vinnuveitenda var ekki vel tekið af verkalýðsforystunni í gær, skv. heimildum blaðsins. Verkamannasambandsmenn vilja t.d. ekki fallast á þá tillögu vinnuveitenda að lækka reiknitölu bónusgreiðslna um 30 kr. og færa hana inn í dagvinnutímakaupið. Mikill ágreiningur er á milli ASÍ og VSÍ í skattamálum en VSÍ er algerlega andvígt því að tekið verði upp viðbótarskattþrep í tekjuskatti eins og forysta ASÍ gerir kröfu um á hendur stjórnvöldum. Líta vinnuveitendur m.a. svo á að því fylgi miklar eftirágreiðslur og aukinn kostnað- ur vegna árlegrar útgáfu skattkorta sem fyrirtæk- in þyrftu að halda utan um. Engin niðurstaða varð á fundi jaðarskattanefndar í gær um breyt- ingar í skattamálum en annar fundur var ákveð- inn í næstu viku. Hefur þar einnig strandað á ólíkum hugmyndum aðila um breytingar á vaxta- bótakerfinu. Rafiðnaðarsamband undirbýr fyrstu verkföll 9. mars I gærkvöldi kom forysta Rafiðnaðarsambands- ins saman tii að ganga frá aðgerðaáætlun sem á að vera tilbúin á þriðjudag, en þá mun miðstjórn og formenn taka ákvörðun um aðgerðirnar. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns sam- bandsins, verður byijað „að trappa inn verkföll í einstökum fyrirtækjum 9. mars,“ eins og hann orðaði það, sem muni svo enda í allsheijarverkföll- um í síðari hluta mánaðarins ef enginn árangur hefur orðið í samningaviðræðunum. Vinnur Raf- iðnaðarsambandið að þessari aðgerðaáætlun í samstarfi' við Dagsbrún. Jafnt fylgi flokka ALÞÝÐUFLOKKUR, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk- ur hafa nú nær jafnmikið fylgi, samkvæmt könnun sem Félags- vísindastofnun vann fyrir Morg- unblaðið. Flokkarnir þrír mælast allir með um 18% fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Samkvæmt því hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum en Fram- sóknarflokkur tapað. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist um 36,9% eða nánast sama og í kosningunum, Kvennalistinn naut stuðnings 3% og Þjóðvaki 0,4%. Tæplega 4% sögðust styðja Jafnaðarmannaflokk án nánari skilgreiningar. Fram kom að fýlgi Sjálfstæð- isflokks var mest meðal 18-24 ára, en minnst meðal 60-75 ára. Fylgi Framsóknarflokksins hjá yngstu kjósendunum var einnig yfir meðalfylgi flokksins. Fýlgi Alþýðubandalagsins var einna mest meðal elstu kjós- enda, en fylgi Alþýðuflokks mest meðal kjósenda 35-44 ára. ■ Fylgi/6 Viðskiptaráðherra Gengið skemur en nefndin lagði til GUNNLAUGUR Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem sat í samráðsnefnd um breyt- ingu ríkisviðskiptabankanna í hluta- félög, segir að hann muni ekki styðja það að 49% nýs hlutafjár í bönkunum verði seld strax í kjölfar breytingar- innar um næstu áramót eins og ríkis- stjórnin hefur ákveðið. Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra segir að í frumvarpinu um stofnun hlutafélaga um bankana sé gengið skemur en samráðsnefndin hafí lagt til. Frumvarpið var rætt á ríkisstjórn- arfundi í gær og segir Finnur það ennþá vera til skoðunar hjá ríkis- stjórninni. Gunnlaugur segist ekki andvígur því að fá meðeigendur með ríkinu að bönkunum. „Eg er mikill stuðn- ingsmaður þess að bankakerfinu sé breytt, en ég tel ekki málinu til fram- dráttar að ákveða það núna að ríkið ætli að selja 49% í fyrstu atrennu. Ég vil sjá það á miklu lengri tíma,“ sagði Gunnlaugur. Aðspurður hvort hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu í þessari mynd sagðist hann yfirleitt ekki læsa sig í afstöðu og hann þyrfti að fá að sjá frumvarpið og heyra hvað ríkisstjórninni gengi til. „Ég get verið með þeim hluta frumvarps- ins sem lýtur að því að formbreyta bönkunum þótt ég sé á móti því að selja þetta svona, sé það inni í frum- varpinu," sagði hann. Samhljóma nefndaráliti Finnur Ingólfsson sagði að gert væri ráð fyrir samþykki Alþingis fyrir sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum, en viðskiptaráðherra geti þó boðið út nýtt hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna. „Bæði þessi atriði eru samhljóma því sem kom frá þeirri nefnd sem Gunnlaugur Sigmundsson sat í. Ef það væri ekkert þak á því sem mætti bjóða út gæti ríkið lent í minnihluta. Til að koma í veg fyrir það er gengið út frá þeirri reglu að samanlagður eignarhlutur annarra aðila í bönkunum geti aldrei orðið meiri en 49%. Við göngum því í raun og veru skemur en Gunnlaugur lagði til sjálfur," sagði Finnur. Morgunblaðið/Ingvar Omeiddur eftir útaf- akstur BETUR fór en á horfðist þegar jeppabifreið fór út af Vestur- landsvegi síðdegis í gær og hafn- aði á hitaveitustokki með þeim afleiðingum að hún gjöreyðilagð- ist. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík slapp bíl- stjórinn, sem var einn í bílnum, lítið sem ekkert meiddur. Harður árekstur varð rétt norðan við brúna yfir Brunná í Hvalfirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíll sem var á leið suður rann til og skall framan á rútu sem var að koma yfir brúna á norðurleið. Ökumaður fólks- bílsins og farþegi hans voru flutt- ir á sjúkrahúsið á Akranesi, en að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi eru þeir ekki taldir alvar- lega slasaðir. Báðar bifreiðamar skemmdust töluvert. Lögmaður Vífilfells krefst þess að Hæstaréttarmál verði tekið upp á ný Telja Pétur Kr. Hafstein van- hæfan í málinu HREINN Loftsson, hrl., lögmaður Verksmiðjunnar Vífilfells, hefur krafist þess að Hæstaréttarmál Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli verði tekið upp á ný. Krafan er einkum rökstudd með því að Pét- ur Kr. Hafstein hæstaréttardómari hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu, m.a. vegna samskipta þeirra sem Vífilfell átti við stuðningsmenn Péturs í leit að fjárstuðningi, þegar hann var meðal frambjóðenda í for- setakosningunum sl. sumar. Pétur Kr. Hafstein vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þetta er endurupp- tökubeiðni, sem Hæstiréttur svarar formlega. Ég vil ekki tjá mig um það,“ sagði hann. Með dóminum, sem felldur var 30. janúar sl., staðfesti Hæstiréttur fjárnám sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði gert í fasteign Verk- smiðjunnar Vífilfells hf. til trygging- ar 221 milljónar króna skattskuldar. Fram kemur í bréfi því, sem Hreinn Loftsson sendi Hæstarétti í gær, að þar sem málið hafi verið kærumál sem flutt var skriflega hafi Verksmiðjan Vífilfell ekki haft vitneskju um það hveijir myndu dæma í málinu fyrr en við dómsupp- sögu en telji að einn dómara máls- ins, Pétur Kr. Hafstein, hafi ekki uppfyllt hæfiskilyrði laga til að dæma í málinu, sem fyrrverandi for- setaframbjóðandi. Beiðni um stuðning hafnað I bréfinu er rakið að á vegum framboðs Péturs Kr. Hafstein í for- setakosningunum hafi verið haft samband við Pétur Björnsson, stjórnarformann Vífilfells, um bein- an fjárstuðning en hann hafi hafnað beiðninni. Þá hafi á vegum fram- boðsins verið farið fram á stuðning Vífilfells í formi ókeypis drykkjar- fanga á kosningaskrifstofur og á samkomur á vegum framboðsins og hafi þeim flestum verið synjað. Einnig var synjað beiðni um að frambjóðandinn kæmi á vinnustaða- fund hjá Vífilfelli. „ítrekað kom fram í samtölum fulltrúa framboðsins við starfsmenn umbjóðanda míns, að framboðinu þætti ekki nægilegt að fá aðeins 40% afslátt drykkjarfanga frá Vífil- felli ehf. eins og allir aðrir frambjóð- endur. Tókst framboðinu með mikl- um eftirgangsmunum að fá í gegn eina sendingu endurgjaldslaust frá fyrirtækinu. Þá fór framboðið fram á það að fá afnot af stórum auglýs- ingavegg í eigu umbjóðanda míns á Akureyri, en þeirri beiðni var hafnað," segir í bréfi Hreins. Fram kemur að Pétur Kr. Haf- stein hafí ekki sjálfur átt í samskipt- um við Vífilfell. „I því sambandi skiptir engu máli hvort frambjóð- andinn sjálfur átti í slíkum sam- skiptum eða stuðningsmenn í hans nafni. Hér skiptir heldur ekki máli með hvaða hætti dómarinn sjálfur telur sig hafa rækt starfa sinn. Umbjóðandi minn á að geta treyst hlutleysi dómstólsins í hvívetna," segir í bréfinu. „Hafi [Pétur Kr. Hafstein] ekki haft persónulega vitneskju um samskipti Vífilfells ehf. og starfsmanna framboðsins hafi honum borið að kynna sér hvort um einhver slík samskipti hafí verið að ræða og segja sig frá málinu í ljósi þeirra.“ En samskipti stuðningsmanna forsetaframbjóðandans og fyrir- tækisins Vífilfells eru ekki eina ástæða þess að endurupptöku máls- ins er krafist. Hreinn Loftsson seg- ir að sú staðreynd að dómarinn var frambjóðandi í forsetakosningum á sl. ári sé almennt séð til þess fallin að valda vanhæfi hans sem dómara í Hæstarétti íslands, þegar litið sé til allra þeirra yfírlýsinga, vináttu- tengsla og andúðar, loforða og af- neitana, sem óhjákvæmilega fylgi framboði til forseta. Einnig telur lögmaðurinn að það að málið var flutt skriflega en ekki munnlega fyrir Hæstarétti hafí brotið gegn rétti borgaranna til réttlátrar og opinberrar rannsóknar í málum fyrir dómstólum sam- kvæmt 6. grein Mannréttindasátt- mála Evrópu. Einnig vísar lögmað- urinn til 70. greinar stjórnarskrár- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.