Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 51 MINNINGAR HELGIÞORLEIFUR ERLENDSSON GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Guðrún Sigríður Jónsdóttir fædd- ist á Steinaborg á Berufjarðarströnd 31. október 1910. Hún lést á heimili sínu, Löndum í Stöðvarfirði, 23. febrúar 1996. Helgi Þorleifur Erlendsson fæddist 28. júlí 1913. Hann lést á sjúkrahúsi Húsavíkur 15. febr- úar síðastliðinn. Helgi og Sigríður gengu í hjónaband 4. nóvember 1934 og eignuðust fjögur böm sem öll em upp- komin. Útför Helga fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú eru þau bæði dáin elsku afi okkar og amma í Löndum. Hún amma dó fyrir ári og síðan hefur afí barist við mikið veikindi. Við vitum að nú hafa þau sameinast í öðrum heimi. Það eru mikil forrétt- indi að hafa þekkt þessar yndislegu manneskjur sem alltaf vildu allt fyrir alla gera. Þær stundir sem við áttum hjá þeim, ömmu og afa í Löndum, eins og við kölluðum þau, eru með öllu ógleymanlegar. Það verður tómlegt að keyra að Löndum og engin amma brosandi og veifandi í dyrunum og enginn afi að leggja kapal við borðið. Það voru allir velkomnir að Lönd- um og oft og tíðum margt um manninn. Það mætti skrifa stóra ritgerð um þau hjónin en þessar línur verða að duga. Elsku amma og afi, guð vaðveiti ykkur um leið og við varðveitum minningu ykkar í hjörtum okkar. Þó að missirinn sé sár þá er minn- ingin yndisleg. Helga, Jakob, Svanhvít og Erlendur. ar við Kobbi kíktum inn í Löndum og var alltaf reitt fram dýrindis bakkelsi úr búrinu og spjallað um hvað á dagana hafði drifið. Helgi sat vanalega við eldhúsborðið og lagði kapal og Sigga sagði okkur ófáar sögurnar, en þær kunni hún margar. Við Kobbi fluttum suður fyrir íjórum árum og voru þau alltaf mjög dugleg við að halda sambandi og hringdu yfirleitt mánaðarlega. Alltaf var nú gaman að heyra í þeim og fylgdu oft sögur frá Siggu í þeim samtölum. Símtölunum fækkaði síðasta árið en við fengum að kveðja Helga síðaSt sumar og var það okkur mikils virði. Þá var vitað hvert stefndi. Það verður aldr- ei það sama að koma aftur á Stöðv- arfjörð og keyra að Löndum. Van- inn að kíkja inn hjá „ömmu og afa“ í Löndum verður víst að bíða betri tíma en þangað til verðum við að minnast góðu tímanna með þeim hjónum. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta börnum, tengdabörnum og að- standendum þeirra hjóna samúð mína. Blessuð sé minnig þeirra. Þórey Björg Einarsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sara Rós og Valgeir Þór. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, son- ur og bróðir, guðfiimimur karlssoim, Efstasundi 29, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að morgni föstudagsins 21. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Lilja Jóhannesdóttir, Hafdís Guðfinnsdóttir, Karl R. Guðfinnsson, Hafdís Jónsdóttir, Erlendur Karlsson, Geir Jón Karlsson. Margs er að minnast, margs er að sakna. Þessar línur koma fyrst upp í hugann þegar hugsað er til þeirra sómahjóna sem Sigga og Helgi voru. Sigga eins og hún var | kölluð lést fyrir ári og kom sú frétt _ eins og köld vatnsgusa þrátt fyrir P að við vitum að maðurinn lifir ekki að eilífu í þessu jarðlífi. Helgi var aldrei samur eftir andlát Siggu og dró mjög af gamla manninum. Hann hafði verið undir læknishendi síðan fyrrihluta sumars og í haust var hann svo lánsamur að geta dvalist hjá dóttur sinni á Húsavík og leið honum vel þar. Ég get mér þess þó til að honum líði betur nú j þegar hann er kominn til Siggu ■ sinnar og þarf ekki að þjást leng- * ur. Þó ég hafi aðeins þekkt þau hjón í tæp sjö ár finnst mér ég hafa þekkt þau miklu lengur. Ég varð strax ein af fjölskyldunni þeg- t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÓLAFSSOIM læknir, Víðimel 68, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Kolbrún Ólafsdóttir, Áslaug Stefánsdóttir, Einar Örn Kristinsson, Ólafur Stefánsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Einar Baldvin Stefánsson, Ragnhildur Steinbach, og barnabörn. t Ástkær bróðir okkar, stjúpafi og stjúp- langafi, STEFÁN AXEL GUÐMUNDSSON frá Flekkuvík, Vatnsleysuströnd, síðast til heimilis að Nönnufelli 3, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 12. februar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 24. febrúar kl. 13.30. Konráð Guðmundsson, Kári Guðmundsson, Hjörtur Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Jóhannes Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Grétar Þormar Karlsson, Magnús Karlsson, Helga Olgeirsdóttir, Brynja Olgeirsdóttir, makar, barnabörn og Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Axel Valdimarsson, Lárus Ingi Valdimarsson, Róbert Hjálmar Valdimarsson, Sigursteinn Smári Karlsson, Ingveldur Lára Karlsdóttir, Einar Karlsson, Eva Birgitta Karlsdóttir, Pétur Karl Karlsson, Sigursteinn Olgeirsson, Sædi's Gísladóttir, barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, ÓLAFUR HALLDÓRSSON læknir, lést í Flórída þann 20. febrúar. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Elia Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björg Ólafdóttir, Ella Halldórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts systur, móður- og ömmusystur okkar, HERDISAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Túngötu 3 í Reykjavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Geirlaug Herdís Magnúsdóttir Ragnheiður Birgisdóttir, Herdfs Birgisdóttir og aðrir vandamenn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN KARITAS BJARNADÓTTIR, Akralandi 3, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kristniboðssambandið (sími 588 8899). Guðrún Ragnarsdóttir, Gústaf Adolf Jakobsson, Hrafnhildur Bogadóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Edda Björk Bogadóttir, Jenna Kristín Bogadóttir, Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Bogason, Þórunn Huida Sigurðardóttir, Ingi Bogi Bogason, Hallgerður Bjarnhéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR PÁLSSON trésmiður, Safamýri 36, lést á Landspítalanum 20. febrúar. Kristin Guðlaugsdóttir, Guðlaug Helga Pétursdóttir, Inga Anna Pétursdóttir, Þorleifur Björgvinsson, Pétur Þorleifsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Ólína Þorleifsdóttir, Jón Páll Kristófersson, Kristfn Þorleifsdóttir, Halldór Dagur Benediktsson, Áróra Björk Pétursdóttir. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, bróður og tengdasonar, KRISTJÁNS ARNAR MAGNÚSSONAR, Hvolsvegi 28, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum. Erla Jónsdóttir, Svanfrfður Magnúsdóttir, Borgþór Magnússon, Guðbjörg Guðsteinsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, fóstursonar og bróður, HAFÞÓRS INGA MAGNÚSSONAR, Múlasi'ðu 22, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri og Dr. Nick Cariglia. Sólrún Marfa Gunnarsdóttir, Loftur Pálsson, Magnús Jóhannsson, Gunnar Þór Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.