Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ _______________AÐSENPAR GREINAR______ Lágt útsvar samsvarar tugþúsunda skattaafslætti og fasteignagjaldagreiðslur hjóna til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Selij.nes Reykjavík Garðabær Mosf.bær Bessast.hr. Hafnarfjörður Kópavogur IE3 Útsvar og fasteignagjöld Samanburöur á veröhækkunum á ýmsri vöru og þjónustu 1991-1996. Dagvisí barna Mnvara Rafmagn, taxti Vísitala Hljó-Jv. Sjónv. Kvikmkúf ofl. Hitavcita Stöa 2 án auka Dagblöi og A1 ncysluvcrií RÚV. Rcykjavíkur ítöiva áskrift ÞAÐ hefur verið markmið núverandi borgaryfirvalda að halda áiögum á borg- arbúa í lágmarki og við það hefur verið staðið það sem af er þessu kjörtímabili. Samanlögð skattbyrði vegna útsvars og fast- eignagjalda í Reykja- vík er með því lægsta sem þekkist á landinu og hækkunum á gjald- skrám hefur verið haldið í lágmarki. Fullyrðingar um „skattahækkanir R- listans“ sem haldið hefur verið fram á opinberum vett- vangi eru bæði villandi og úr lausu lofti gripnar. Samanburður annars vegar á verðhækkunum á vöru og þjónustu og hins vegar á útsvari og fasteignagjöldum í nokkrum sveitarfélögum hér á höfuðborgar- svæðinu sýnir að Reykjavíkurborg stenst allan samanburð og vel það. Mikilvægasti skattstofn hvers sveitarfélags er útsvarið og sá skattaafsláttur sem Reykvíkingar njóta í formi lágs útsvars nemur tugum þúsunda á hvert heimili í borginni. Hvað greiða íbúar? í dæmi því sem hér er sýnt á mynd 1 er borið saman hversu mikið íbúar á höfuðborgarsvæðinu greiða í útsvar og fasteignagjöld, þ.m.t. holræsagjald, vatnsskatt, lóðaleigu og sorphirðugjald. Tekið er dæmi af hjónum með 2.850.000 kr. árslaun, sem eiga íbúð sem metin er á 7 milljónir króna sam- kvæmt fasteignamati. í ljós kemur að það kostar um 30.000 kr. minna að búa í Reykjavík en því sveitarfé- lagi sem innheimtir hæstu gjöldin. Þar munar mest um að í Reykja- vík er innheimt lágmarksútsvar, 11,19% en hámarksútsvar er 11,99%. Fyrir hjón með umrædd árslaun samsvarar þessi munur á álagningarhlutfalli útsvars 23.000 kr. lægri skattbyrði. Þar við bætist að aðeins í einu sveitarfélagi eru fasteignagjöld þau er hér um ræð- ir lægri en í borginni. Almennings- samgöngur Það er nærtækt að bera saman sveitarfé- lög á sama svæði og líta má til fieiri þátta. Fyrir margar fjöl- skyldur skipta fargjöld almenningsvagna og dagvistargjöld miklu máli. Gjaldskrá SVR er talsvert lægri en gjaldskrá Almenn- ingsvagna hvort held- ur um er að ræða verð á einstökum farmiðum eða farmiðaspjöldum. Miðað við verð á far- miðaspjöldum kostar fullorðinsfar- gjald 100 krónur hjá SVR en 110 hjá AV, unglingafargjaldið 50 hjá SVR en unglingar greiða fullt gjald hjá AV eða 110 krónur. Hjá AV greiða allir fullorðnir sama verð eða 110 krónur. Hins vegar greiða Mest munar um, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að í Reykjavík er innheimt lágmarksútsvar, sum aðildarsveitarfélaga AV niður farmiða fýrir aldraða og öryrkja. Það er þó Ijóst að aldraðir og ör- yrkjar njóta mun betri kjara hjá SVR en þar greiða öryrkjar kr. 25 og aldraðir kr. 50. Einstakt barnaf- argjaid er 25 krónur hjá SVR en 55 hjá AV. Hvað dagvistargjöld varðar hefur Reykjavíkurborg þá sérstöðu að Dagvist er með lægri gjaldskrá fyr- ir námsmenn og hefur auk þess lagt á það áherslu á þessu kjörtíma- bili að mæta þörf fyrir lengri vist- un. Onnur sveitarfélög en Reykja- vík veita ekki námsmannaafslátt nema báðir foreldrar séu í námi. Samanburður sem Stúdentaráð Háskóla íslands gerði á síðasta ári á kostnaði námsmanna með eitt barn vegna leikskóla og húsaleigu leiddi í ljós að fyrir ungt bamafólk í námi getur kostnaður vegna þess- ara þátta verið ríflega 300.000 kr. lægri í Reykjavík en í næsta sveitar- félagi. Þarna vegur þungt að húsa- leigubætur eru greiddar í Reykjavík en ekki í því sveitarfélagi sem sam- anburðurinn tók til. Áskriftargjöld fjölmiðla En víkjum nú að samanburði á verði vöru og þjónustu. Eins og fram kemur á Mynd 2 hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 11,76% á síðustu fimm árum og matvara um 8,81%. Til samanburð- ar vil ég sérstaklega benda á gjald- skrá Dagvistar barna sem hækkaði um 7% og á sama tíma og ýmis önnur þjónusta hækkaði margfald- lega. Þjónusta Ríkisútvarpsins um 18,55%, Stöð 2 hækkaði í áskrift um 29,34% og dagblöð um 37,15%. Hækkun á gjaldskrá Dagvistar barna kom til framkvæmda á síð- asta ári þegar öll þjónusta stofnun- arinnar hafði verið aukin og bætt stórlega og hafði þá gjaldskráin staðið í stað síðan 1991 þrátt fyrir að laun hafi hækkað umtalsvert og ýmis aðföng sem leikskólar þurfa að nýta sér í daglegum rekstri. Gjaldskrá Hitaveitu og Raf- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir magnsveitu var hækkuð á síðasta kjörtímabili, í tíð núverandi minni- hluta, og aftur á síðasta ári. Þær hækkanir voru afgreiddar sam- hljóða í stjórn veitustofnana og í borgarráði og jafnframt að þessar gjaldskrár skyldu taka hækkunum í samræmi við hækkanir á bygg- ingarvísitölu. Skuldasöfnun sjálfstæðismanna Að lokum vil ég aðeins gera að umtalsefni holræsagjaldið sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lofað „að sturta niður“ ef tækifæri gefst. Úrbætur í umhverfismálum eru afar kostnaðarsamar og við flestum sveitarfélögum blasa viða- mikil verkefni á því sviði. Sveitarfé- lögum er í lögum ætlaður sérstakur tekjustofn til þess að standa undir holræsaframkvæmdum og allflest þeirra hafa um árabil nýtt sér heim- ild til álagningar holræsagjalds. Holræsagjaldið hér í Reykjavík er tilkomið vegna þeirra miklu fram- kvæmda sem staðið hafa yfir á síð- ustu misserum við hreinsun strand- lengjunnar. Að mati núverandi borgaryfir- valda varð ekki lengur við það unað að skólp og úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum mengaði Qörur og grynningar meðfram strönd borgarinnar en fyrirsjáan- legt var að ekki yrði unnt að ráð- ast í nauðsynlegar framkvæmdir vegna fjárskorts. Þeim merka áfanga verður náð í haust að fyrsta hreinsistöðin sinnar tegundar fyrir skólp hér á landi verði tekin í notk- un við Ánanaust. Á síðasta kjörtímabili var stór hluti framkvæmda borgarinnar fjármagnaður með lánsfé. Loforð um að lækka skatta og gjaldskrár hljóma hvorki trúverðug né ábyrg úr munni manna sem á síðustu árum hafa steypt Reykjavíkurborg í slíkar skuldir að það mun taka langan tíma enn að rétta borgar- sjóð af. Að mínu mati er fyrst hægt að lofa borgarbúum að fella niður holræsagjaldið þegar viðun- andi markmiðum er náð og stærstu framkvæmdum er lokið sem hol- ræsagjaldinu er ætlað að standa undir. En eins og nú háttar eru borgarbúar enn að súpa seyðið af fjármálastjórn sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur á liðnum árum og ekki svigrúm til slíks. Afborganir af skuldunum sem sjálfstæðismenn hlóðu upp á síð- asta kjörtímabili er þyngsti skatt- urinn sem Reykvíkingar greiða í dag og hann er því miður ekki hægt að fella niður. Höfundur er borgmstjóri. Heilbrigðistækni HEILBRIGÐIS- TÆKNI fæst við tækni í líf- og læknisfræði. Markmiðið er að bæta líðan og heilsu manna, og stundum dýra, með aðstoð tækninnar. I þröngum skilningi snýst heilbrigðistækn- in um að beita verk- fræðilegum aðferðum í líf- og læknisfræði og þannig öðlast meiri skilning og grípa inn í líffræðileg ferli. í raun er sviðið víðtækara og að því koma fleiri fag- svið, s.s. lyfya-, eðlis- og tölvufræði. Heilbrigðistæknin fæst að veru- legu leyti við uppbyggingu og notk- un lækningatækja sem nútíma læknisfræði styðst mikið við. Það má skigta lækningatækjum í þijá flokka. í fyrsta flokknum eru lækn- ingatæki sem aðstoða við að greina sjúkdóma. Meðal þeirra má nefna hlustunarpípu, ómsjá og röntgen- tæki. í öðrum flokknum eru með- ferðartæki. Þar má nefna raförva, vökvadælur og stein- brjót. Þar eru einnig tæki sem koma í stað líffæra til lengri eða skemmri tíma: blóð- skilunartæki (gervi- nýra), öndunarvélar og gervifótur eru dæmi um slíkt. í þriðja flokknum eru ýmsir efnagreinar á rann- sóknarstofum sem aldrei snerta sjúkling- inn heldur einungis rannsaka sýni úr hon- um. Það er því ljóst að lækningatæki eru af ýmsum gerðum. Gerðar eru mjög strangar kröfur til öryggis læknin- gatækja, mun strangari en t.d. til venjulegra heimilistækja. Tæki sem heldur lífi í sjúklingi verður að láta vita á ótvíræðan hátt ef það er að gefa sig. Eins geta rangar niður- stöður greiningatækja valdið rangri meðferð sjúklinga. Mörg lækninga- tæki eru notuð við mjög sérstakar aðstæður. ígræddur hjartagangráð- ur þarf að starfa rétt í mörg ár inni í vessum og vefjum líkamans án þess að líkaminn hafni honum. Nú eru í gildi á EES-svæðinu sérstakar tilskipanir um lækningatæki sem samræma kröfurnar til þeirra. Lækningatækin geta bætt vinnu- brögð í heilbrigðisgeiranum og auk- ið afköst. í heilbrigðisþjónustunni standa menn frammi fyrir niður- skurði. Hinsvégar er ekki líklegt að fólk sætti sig við minni þjónustu eða gæði. Skynsamleg tækjavæðing er ef til vill ein lausnin. En vegna þess hve lækningatæki þurfa að vera vönduð og örugg eru þau dýr og verulegum fjármunum er varið til lækningatækjakaupa á ári hveiju. í skýrslum Hagstofunnar um utanríkisverslun má finna flokka sem lækningatæki falla und- ir (9018 til 9022). Þó ber að athuga að mörg nútíma lækningatæki styðjast við einmenningstölvur og hugbúnað og falla því undir aðra flokka. Verðmæti innflutnings lækningatækja hefur aukist úr um 492 milljónum árið 1990 í um 887 milljónir árið 1995. En það er gleðiefni að á sama tíma hefur íslenskum heilbrigðis- Baldur Þorgilsson tækniiðnaði vaxið fiskur um hrygg. Á árunum 1990 til 1995 hefur út- flutningsverðmæti lækningatækja aukist úr um 4% af innflutnings- verðmætum í um 30%. Um 110 manns starfa í fyrirtækjum hérlend- is sem fást við framleiðslu lækn- ingatækja. Flest fyrirtækjanna eru smá og það er nauðsynlegt að nýta kraftana vel, t.d. að hjálpast að í markaðsmálum og til að uppfylla hinar ströngu kröfur sem til tækj- anna eru gerðar. Á íslandi eru góðar forsendur fyrir starfsemi innan heilbrigðis- tækni. í fyrsta lagi koma að henni mörg fagsvið sem þegar eru starf- Heilbrigðistæknin, segir Baldur Þorgilsson, getur bætt vinnubrögð í heilbrigðisgeiranum og aukið afköst. andi hérlendis. í öðru lagi sækja margir læknar og raunvísindafólk menntun sína erlendis og flytja heim með sér þekkingu um nýjustu aðferðir og tækni. í þriðja lagi er hér stutt á milli manna og það ætti að vera auðvelt að koma á samstarfi á milli sérfræðinga innan ólíkra sviða. Þetta er góður grunnur og nokkur sérstaða fyrir starfsemi á heilbrigðistæknisviðinu. Heilbrigðisstofnanirnar geta skipt íslenskan heilbrigðistækiiðnað miklu máli - og öfugt. Eftir því sem menn læra betur að þekkja sjúk- dóma koma upp nýjar eða breyttar kröfur til lækningatækjanna. Þessi þróun gerist inni á sjúkrahúsunum þar sem fagfólk er að fást við sjúk- dómana - oft á tíðum í samstarfi við erlenda kollega sína. Góð þekk- ing á starfsemi íslenskra heilbrigð- isstofnana og þörfum þeirra er því verðmæt þegar þróa á ný lækninga- tæki fyrri íslenskan og erlendan markað. íslensk fyrirtæki hafa sýnt getu til þess að koma auga á þarf- ir fyrir lækningatæki og koma með lausnir sem uppfylla þær. Það er því mikilvægt að góð tengsl séu á milli iðnaðarins og heilbrigðisstofn- ananna þannig að iðnaðurinn skilji þarfirnar og heilbrigðisstofnanirnar fái hentug tæki. Heilbrigðistæknin er áhugavert hátæknisvið sem við íslendingar ættum að nýta okkur betur til þess að bæta þjónustu í heilbrigðisgeir- anum og til nýsköpunar í iðnaði. Höfundur er fornmður Heilbrigðistæknifélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.