Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 69 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP MYNDBOND BRUCE Willis leikur hetju af gamla skólanum í „Last Man Standing“. Síðasta hetjan af gamla skólanum Til síðasta manns (Last Man Standing) Spcnnumynd ★ ★ 'A Leikstjórn og handrit: Walter Hill, bygg^t á sögu Ryuzo Kikushima og Akira Kurosawa. Framleiðendur: Walter Hill og Arthur Sarkissian. Kvikmyndatökustjóri: Lloyd Ahern. Tónlist: Ry Cooder. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Christopher Walken, Alexandra Powers og Bruce Dern. 100 mín. Bandarísk. New Line Cin- ema/Myndform 1996. Bönnuð börn- um yngri en 16 ára. Útgáfudagur 18 febrúar. ÞAÐ virðist eink- um vera tvennt sem einkennir myndir hins gam- algróna hasar- myndaleikstjóra, Walters Hill; hið heitþrungna and- rúmsloft suður- ríkja Norður- Ameríku og ofur stílsett form sem ber innihaldið ofurl- jði. Til síðasta manns ber þetta hand- bragð hans með afar svipsterkum hætti. Myndin byggist á einni áhri- faríkustu kvikmynd sögunnar, Yoj- imbo eftir Akira Kurusawa, sem áður hefur orðið Sergio Leone að yrkis- efni í sínum fyrsta spaghettí-vestra, •d Fistfull of Dollars. Hill býr sinni útgáfu enn eitt sögusviðið, lítinn bæ við landamæri Texas og Mexíkó á tímum áfengisbannsins. Þannig færir hann sér í nyt þá óreiðu og lögleysu sem ríkti í sögusviði Leones, á tímum hins villta vesturs, og heimfærir yfir á bannárin, sem einnig var blómatími glæpagengja. Ókunnugur maður (Bruce Willis) velur sér leið í gegnum krummaskuð- ið Jericho á flótta undan yfirvöidum til Mexíkó. Hann flækist þegar í ill- deilur milli tveggja glæpagengja, sem bítast um viðskipti með áfeng- issmyglvarning frá Mexíkó. Af út- sjónarsemi, kaldriijaðri hörku og skotfimi tekst honum að vefja báðum gengjunum um fingur sér og ávinna sér óttablandna virðingu þeirra, sem hann síðan nýtir sér til þess að hafa af þeim fé og egna að lokum saman. Það eru fáir leikarar nú til dags sem geta ráðið við þetta hlutverk hins eldklára, hugumstóra og leynd- ardómsfulla einfara. Hann er lietja af gamla skólanum sem hefði hentað töffurum gærdagsins, líkt og þeim John Wayne og Clint Eastwood. Stjömur sem þeir eru hinsvegar ekki á hveiju strái í dag og er Bruce Willis í raun einn fárra sem ekki virk- ar hjákátlegur í hlutverki sem þessu. Aðrir leikarar fá ekki úr miklu að moða, enda er venju samkvæmt öllu púðri eitt í söguhetjuna. Eins og fyrr segir þá eru ytra útlit og stílfæringar helstu sérgreinar Walter Hill og njóta þær sín vel hér en því miður ber einnig nokkuð á helsta veikleika hans, hversu slakur sögumaður hann er. Það er miður, því myndin er að öðru leyti smekkleg- ur og fínn hasar. Skarphéðinn Guðmundsson Efnileg Ricci í Disneymynd CHRISTINA Ricci, sem leikur aðalhlutverkið í Disney myndinni „That Darn Cat“ sem er meðal að- sóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum um þessar mund- ir, er ein af efnilegustu leikkonum af yngstu kynslóðinni í Hollywood í dag. Hún hefur leikið í myndum eins og „Adams Family", „Casper“ og „Now and Then“ og á næstunni leikur hún í nýjustu mynd leikstjór- ans Ang Lee, „Ice Storm“ ásamt Kevin Kline og Sigourney Weaver. Um hlutverk sitt í „That Darn Cat“ segir hún: „Persónan sem ég leik, Patty Randall, er þessi dæmi- gerði unglingur. Hún hatar smábæ- inn sem hún býr í og einnig fólkið sem býr I honum. Þegar líður á myndina kemst hún þó að því að bærinn er ekki alslæmur," segir Ricci.“ BIOIN I BORGIIMIMI Amaldur Indriðason/Sæbjöm Valdimarsson BIOBORGIN Að lifa Picasso ir-kir Lausnargjaldið iririr Ævintýraflakkarinn ir'/i SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA Sonur forsetans ★ ★ Dagsljós ir ir'A Lausnargjaldið iririr Kona klerksins ir Djöflaeyjan ir ir ir'A Hringjarinn í Notre Dameir ir ir Þrumugnýr irir'A HÁSKÓLABÍÓ Meðeigandinn irir Leyndarmál og lygar iriririr Áttundi dagurinn ★ -k'A Undrið iririr'A KRINGLUBÍÓ Ævintýraflakkarinn ir'A Hringjarinn í Notre Dame ir ir ir Kvennaklúbburinn ir ir'A Þrumugnýr irir'A LAUGARÁSBÍÓ Koss dauðans iririr'A Samantekin ráð irir Jarðarförin irir REGNBOGINN Banvæn bráðavakt irir'A Reykur iririr'A Múgsefjun iririr Sú eina rétta iririr STJÖRNUBÍÓ Djöflaeyjan JrirJr'A Tvö andlit spegils ir ir'A Þrumugnýr irir'A ♦ ♦ ♦ Wuhrer er hættuleg* sí- gaunakona LEIKKONAN Kari Wuhrer, leikur hina fal- legu og stór- hættulegu sí- gaunakonu, Ginu Lempke, í mynd- inni „Thinner", nýjustu myndinni sem gerð er eftir sögu hrollvekju- höfundarins Stephens Kings. Myndin fjallar um lögfræðing sem á við offituvandamál að stríða. Þegar hann lendir í árekstri og banar gamalli sígaunakonu fer hann skyndilega að grennast án þess að fá nokkuð við það ráðið. Eftir það kemur Lempke til sögunn- ar en sígaunakonan sem dó í árekstrinum var amma hennar. Wuhrer, sem hóf fyrirsætustörf fyrir Ford módelskrifstofuna 13 ára gömul, fékk sitt fyrsta kvikmynda- hlutverk 17 ára gömul en hún hef- ur meðal annars leikið í myndunum „The Crossing Guard“, „Ford Fairl- ane“ og „Higher Learning". Læknastofur til sölu eða leigu Glæsilegar læknastofur i nýrri læknastöð að Lágmúla 5 í Reykjavík eru til leigu eða sölu. Um er að ræða 1000 m2 húsnæði á þremur hæðum, hannað og innréttað sérstaklega fyrir læknastarfsemi, m.a. skurðstofur, röntgendeild og 15 læknastofur. Stofurnar eru rúmgóðar, 12 og 24 m2 og með góðu útsýni í vesturátt. Læknastöðin er vel staðsett í Reykjavík, skammt frá einum fjölförnustu gatnamótum borgarinnar. í sama húsi er lyfjabúðin Lyfja sem er opin alla daga vikunnar frá kl. 9-22. Auk þess er stór heilsugæslustöð starfrækt handan götunnar að Lágmúla 4. Allar frekari upplýsingar eru veittar í sima 533 3131 kl. 9-16 virka daga. Lækning Légmúla 5 Reykjavík LÆKMXG Sími 533 3131 E S S O ÞJONUSTA - s n ý s t u m þ i g Meðan við setjum eldsneyti á tankinn geturðu litið inn og kannað úrvalið í búðinni. Þar færðu margs konar snarl og sælgæti, brauð og mjólk, blöð og tímarit og alls kyns vörur til heimilisins. €sso) Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.