Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 ERLENT Hruni kommúnismans og bráðri upplausn spáð í Norður-Kóreu Skipt um forsætisráð- herra í Pyongyang Seoul, Peking. Reuter. Banavopn Martins Luthers rannsakað DÓMARI í Memphis í Banda- ríkjunum mælti með því í gær, að ný rannsókn færi fram á skotvopninu, sem hingað til hefur verið talið notað við morðið á blökkumannaleiðtog- anum Martin Luther King árið 1968. Ekkja Kings og sonur tóku undir það við vitnaleiðsl- ur. Ákvörðunin varð til að ýta á ný undir vangaveltur um að King hefði verið fórnarlamb samsæris. James Earl Ray gekkst við morðinu og fóru glæparéttarhöld því aldrei fram en síðar lýsti hann sig saklausan en talið er að sýna megi fram á eða afsanna með nýrri tækni hvort skotvopnið, sem safnstjóri munavörslu dómsmálayfirvalda í Memphis heldur hér á, hafi raunveru- lega verið notað við morðið. Ólíklegt er að Ray komi aftur fyrir rétt því hann er alvarlega veikur af lifrarsjúkdómi og er talinn eiga skammt eftir ólifað. LEE Hong-koo, formaður stjórnar- fiokksins í Suður-Kóreu, sagði á miðvikudag að stjóm landsins þyrfti að gera róttækar breytingar á stefnu sinni hvað varðar sameiningu kóresku ríkjanna og búa sig undir algjört hrun kommúnismans í Norð- ur-Kóreu. í gær var skipt um for- sætisráðherra í Norður-Kóreu og er það talið geta verið liður í valdabar- áttu og hreinsunum vegna flótta Hwangs Jangs-yo, náins ráðgjafa Kims Jong-il, leiðtoga landsins. Stjómmálaskýrendur telja, að hugsanlega séu hafnar hreinsanir í Pyongyang, höfuðstað Norður- Kóreu, vegna flótta Hwangs. Kang Song-san var settur af og Hong Song-sam skipaður í hans stað sem forsætisráðherra. Hong er 73 ára eða sjö ámm eldri en Kang. Sá síð- arnefndi hefur ekki sést opinberlega í eitt ár og á við sykursýki að stríða. Hann hafði ásamt sjö öðmm hátt- settum mönnum tekið undir skoðan- ir Hwangs um nauðsyn efnahags- umbóta til þess að forða þjóðinni frá algjöru hmni og hungursneyð. Þess vegna hefur hann verið talinn hugs- anlegt skotmark í valdabaráttu og hreinsunum af hálfu harðlínumanna undir forystu Kims Jong-il. Hong er sagður einn nánasti samstarfs- maður Kims og í góðum samböndum við kínverska ráðamenn. Kang hefur verið talinn sjötti valdamesti maður Norður-Kóreu en Hong 19. Sá síðamefndi var skipað- ur varaforsætisráðherra 1987 og varamaður í stjómmálaráði Komm- únistaflokks Norður-Kóreu í mars 1989. Hann útskrifaðist úr Kim II- sung háskólanum, skóla forréttinda- stéttarinnar, og stundaði síðan véla- verkfræðinám í Tékkóslóvakíu. „Alvarlegur matvælaskortur og efnahagsþrengingar hafa orðið til þess að Norður-Kórea stefnir í mikla kreppu, sem ekki verður hægt að yfirvinna," sagði Lee á þinginu. „í ljósi hinnar hröðu upplausnar og hmnsins í Norður-Kóreu verðum við að gera róttækar breytingar á sam- einingarstefnunni." Lee sagði að stjómin gæti þurft að falla frá þeirri stefnu sinni að reyna að semja við Norður-Kóreu- menn sem jafningja um sameiningu kóresku ríkjanna. Hann skýrði þetta ekki nánar en áhrifamaður í stjóm- arflokknum sagði að flokksformað- urinn hefði lagt áherslu á nauðsyn þess að stjórnin byggi sig undir hran kommúnismans í Norður- Kóreu. Ekkert miðar í viðræðum um fiótta Hwangs Flótti Hwangs, helsta hugmynda- fræðings Norður-Kóreustjórnar, hefur verið talinn vísbending um að kommúnistastjórnin eigi í miklum erfiðleikum vegna alvarlegs mat- vælaskorts í landinu af völdum nátt- úrahamfara og efnahagsóstjómar. Suður-kóreskir embættismenn sögðu á miðvikudag að ekkert hefði miðað í viðræðum við Kínverja um að Hwang yrði fluttur úr suður-kór- eska sendiráðinu í Peking til Seoul. Þeir vísuðu á bug fréttum japanskra dagblaða um að samkomulag hefði náðst um að Hwang færi til Suður- Kóreu síðar í vikunni. Kínverskir fjölmiðlar skýrðu frá því í fyrsta sinn á miðvikudag að Hwang hefði farið í sendiráðið af fúsum og fijálsum vilja til að óska eftir hæli í Suður-Kóreu. Norður- Kóreustjóm hefur gefið til kynna að hún gæti fallist á að Hwang yrði sendur til Suður-Kóreu, hugs- anlega fyrir milligöngu Kínveija. Kínversk stjórnvöld sögðust á miðvikudag vonast til þess að Kóreuríkin fyndu sjálf lausn á deil- unni en suður-kóreskir embættis- menn sögðu að ógjörningur yrði að semja um málið við Norður-Kóreu- stjórn án milligöngu Kínveija. Átökin í Zaire Viðræður að hefjast í Höfðaborg, Nairobi. Reuter. FULLTRÚAR Zairestjórnar og upp- reisnarmanna í Iandinu munu ræð- ast við í Suður-Afríku um helgina. Stjómvöld í Rúanda segja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé í Zaire vera „út í hött“ vegna þess, að í henni væri ekkert tillit tekið til sjónarmiða uppreisnarmanna í landinu. Claude Dusaidi, ráðgjafi Paul Kagames, varaforseta og varnar- málaráðherra Rúanda, sagði á mið- vikudag, að ályktun SÞ væri mark- laus vegna þess, að hún væri aðeins miðuð við hagsmuni annars aðilans í deilunni. í Búrandí sagði Pierre- Claver Ndayicariye upplýsingamála- ráðherra, að stjómvöld þar styddu allar tilraunir til að koma á friði. Hann vísaði hins vegar á bug ásök- unum um Ihlutun í málefni Zaire. S-Afríku Dusaidi sagði Rúandastjórn mundu styðja vopnahlé en því yrði að fylgja eftir með viðræðum milli fulltrúa Zairestjómar og uppreisn- armanna. Stríðið heldur áfram af fullum krafti Dppreisnarmenn af ættflokki tútsa undir fotystu Laurent Kabila hafa nú lagt undir sig um 1.000 km langa sneið af Austur-Zaire meðfram landamæranum við Rú- anda, Búrundí og Tansaníu. Þrátt fyrir friðarþróunina hélt stríðið áfram af fullum krafti í Zaire í gær. Varnarmálaráðherrann, Lik- ulia Bolongo, sagði að stjórnarher- inn myndi ekki hætta í bráð tilraun- um til að endurheimta lendur í klóm uppreisnarmanna. Djindjic borgar- stjóri Belgrad. Reuter. ZORAN Djindjic, einn af leið- togum Zajedno, bandalags stjómarandstöðuflokka í Serb- íu, var kjörinn borgarstjóri Belgrad í gær þegar bandalag- ið tók við völdunum í borginni. Djindjic fékk 68 atkvæði af 110 í kjörinu og 24 fulltrúar greiddu atkvæði gegn honum. Fulltrúar Róttæka flokksins lögðust gegn honum og sögðu ástæðuna þá að hann hefði stol- ið bók á námsárum sínum. Zajedno fékk meirihluta í borgarstjómarkosningunum í Belgrad og þrettán öðrum borgum í nóvember en Sósíali- staflokkur Milosevic viður- kenndi ekki sigur bandalagsins fyrr en eftir þriggja mánaða iátlaus götumótmæli stjórnar- andstæðinga. Elsta mann- eskja í heimi 122 ára Arles. Reuter. JE ANNE Calment, sem opinberlega er talin elsta kona í heimi, varð 122 ára gömul í gær. Hún hefur lifað tímana tvenna og þeg- ar hún fæddist voru hvorki til kvikmyndir, bflar, símar né flugvélar. Calment er nú blind og í hjólastól og heyrir orðið illa. Hún mun halda upp á af- mælið á elliheimilinu, sem hún býr á í bæn- um Arles í Suður-Frakklandi. Hún hefur búið í Arles alla sína ævi og þegar hún var ung hitti hún eitt sinn málarann Vincent van Gogh. Calment er orðin heilsuveil eins og að líkum lætur og læknum er mjög í mun að vernda hana fyrir ágangi. Því mun ekki verða mikið tilstand á afmælinu, ólíkt und- anförnum árum. Dómstólar fyrirskipuðu í janúar að hún yrði svipt forræði á þeirri forsendu að hún gæti ekki lengur gegnt borgaralegum skyld- um sínum og þyrfti „ráðgjöf, stuðning og Reuter JEANNE Calment, elsta kona heims, held- ur upp á 122 ára afmæli sitt í gær. vernd frá þeim áföllum, sem frægð hennar gæti haft í för með sér“. Þegar hún varð 121 árs var til dæmis gefinn út geisladiskur, sem bar nafnið „Hjá- kona tímans" þar sem hún talaði við teknó- og rappundirleik. Útgáfan virtist vera Cal- ment áfall, enda eru óperur henni fremur að skapi, þar á meðal Carmen eftir Bizet, sem var frumflutt árið 1875, sama ár og hún fæddist. f Heimsmetabók Guiness segir að Cal- ment sé elsta kona, sem nokkru sinni hafi verið uppi og hún hafi undir höndum fæð- ingarvottorð dagsett 21. febrúar 1875 til að sanna aldur sinn. Aðrir hafi gert tilkall til þess að vera elstu íbúar jarðar, en þá skorti staðfestingu. Þeirra á meðal eru Maria do Carmen Geronimo, sem hélt upp á 125 ára afmæli sitt í mars og Ali Matar bin Ghourair frá Sameinuðu arabísku fur- stadæmunum, sem dagblöð sögðu að hefði látið lífið í júlí 1996, þá 136 ára gamall. Calment hefur orð á sér fyrir að hafa skopskynið í lagi. Hún hefur reykt lengi, fær sér oft púrtvínsglas og segir að það sé uppskrift að langlífi að vera brosmildur. Hún gekk í hjónaband árið 1896 og eigin- maður hennar, Fernand Calment, lést árið 1942, fjórum árum fyrir gullbrúðkaup þeirra. Hún hefur lifað alla afkomendur sína. Dóttir hennar lést árið 1934 og dóttur- sonur hennar, sem var læknir, andaðist árið 1963. i i ) ! I \ i 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.