Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 59 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Er neðanjarðar- starfsemi í launa- málum á Islandi? Frá Vilhjálmi Guðjónssyni: FJÖLDI íslendinga er á allt öðrum og miklu hærri launum en þeim sem verkalýðsfélögin eru að semja um. Margir semja sjálfir við sína vinnu- veitendur og eru þar af leiðandi með hærri laun en taxt- ar segja til um. Skv. nýlegri könn- un eru meðaltals- laun verkafóiks u.þ.b. 130.000 kr. á mánuði. Hvernig má það vera? Ekki eru það launin sem verkalýðsfélögin hafa samið um og ekki einu sinni þau laun sem farið er fram á í þeim kjara- viðræðum sem nú standa yfir. Tvær ástæður dettur manni helst í hug sem skýringu á þessu ósamræmi. Annað- hvort semja flestir sjálfir um sín laun og/eða þá að flestir vinni yfirvinnu til að auka við launin sín. Þetta er að sjáifsögðu neðanjarðarstarfsemi í launamálum. Verktakavinnan er annað form neðanjarðarstarfsemi í launamálum. Fjöldi fyrirtækja er með verktaka í vinnu við að sjá um ræstingar hjá sér. Hvers vegna skyldu öli þessi fyrirtæki semja við verktaka um þrif, frekar en að ráða starfsfólk í vinnu til að sjá um þessi mál? Getur það verið að það sé ódýrara fyrir fyrir- tækin? Þau fyrirtæki sem hafa verk- taka þurfa alla vega ekki að hafa áhyggjur af því að ræstitæknirinn verð lasinn, óléttur eða þurfi að fara í frí, vegna þess að sem verktaki hefur hann engan rétt á því. Þetta er þess vegna afar þægileg lausn fyrir fyrirtækin. Mörg dæmi eru um ræstitækna sem hafa ráðið sig sem verktaka og eru á launum nálægt lægstu töxtunum sem verkalýðsfé- lögin hafa samið um og þá er ekki inn í þeim orlof, veikindadagar, tryggingar eða lífeyrissjóður. Hefur verkalýðsforystan brugðist? Hvernig má það vera að verkalýðs- forystan beiti sér ekki fyrir því að koma í veg fyrir misnotkun á laun- þegum eins og tíðkast með verktaka- starfsemi? Hvers vegna eru taxtar verkalýðsfélaganna úr öllum tengsl- um við raunveruleikann? Allt þetta og miklu meira verður umræðuefni opins borgarafundar um kjaramál sem Landssamtök ITC boða til í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 23. febrúar kl. 14:00. Hvers vegna skyldu ITC-samtökin vera að skipta sér af kjaramáium, gæti nú einhver spurt. Ekki eru ITC- samtökin launþegasamtök og ekki eru þau í kjaraviðræðum. ITC (Intemati- onal training in communication) era þjálfunarsamtök í mannlegum sam- skiptum og þeim er þar af leiðandi ekkert mannlegt óviðkomandi. Stefna ITC-samtakanna er aðeins ein setn- ing. „Þroski, frjálsar og opinskáar umræður án fordóma um nokkurt málefni, hvort sem er stjómmálalegs, félagslegs, hagfræðilegs, kynþátta- legs eða trúarlegs eðlis." ITC-samtök- in hvetja borgara til að mæta og taka virkan þátt í þessum opna borgara- fundi um kjaramál, þar sem forystu- menn verkalýðsfélaga, vinnuveitenda, ríkisins og fl. verða með framsögu og svara síðan fyrirspumum úr sal. VILHJÁLMUR GUÐJÓNSSON, stoðtækjasmiður og félagi í ITC. Vilhjálmur Guðjónsson Fórn á föstu BIÐRÖÐ við eitt af vatnsbólunum sem íslendingar hafa kostað í útjaðri Tete- borgar í Mósambík. Frá Gylfa Jónssyni: VERIÐ gjörendur orðsins en ekki aðeins heyrendur, svíkjandi sjálfa yður. Þannig talar Nýja testamentið til okkar í Jakobs- bréfi. Á þeirri föstu sem nú er ný- hafin munu söfnuðir Reykjavík- urprófastsdæmis vestra hafa góða möguleika á því að leggja hönd á plóg hjálparstarfs og kristniboðs. Fulltrúar frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Sam- bandi ísienskra kristniboðs- félaga hafa undirbúið vandað kynningarefni um starf sitt og bjóðast til að koma á fundi safn- aða og kynna störf sín um leið og fólki gefst tækifæri til að leggja örlítið að mörkum til starfa þessara samtaka. Hver söfnuður mun helga þessari kynningu rúma viku, frá sunnudegi til sunnudags og verður því kynningarerindi og prédikun tveggja sunnudaga þungamiðja fræðslunnar. Sem lítinn þakklætisvott og til skemmtunar mun einn þátttakandi í þessum kynningarfyrirlestrum eign- ast körfu frá Kenýa með smágripum frá Afríku, kaffi og fleiru. Kynning þessi er ekki aðeins hugs- uð fyrir kirkjugesti sunnudagsins heldur einnig fyrir mömmu- og for- eldramorgna, fermingarfræðsluna og æskulýðsfélögin. Fyrir tíu til tólf ára starfið hafa verið unnin sérstök verkefni ásamt fræðslu og mynda- sýningu. Öldranarstarfið er tilvalinn vettvangur, svo og kvenfélagsfundir og sóknarnefndarfundir. Þessa dagana er varpað fram áleitnum spurningum um kirkjuna. Hvert stefnir hún? Hver eru mark- mið hennar í samtíðinni - og framtíð- inni? Sagt hefur verið að kirkja sem ekki rækir kristniboð sé deyjandi kirkja. Þannig kirkju viljum við ekki tilheyra. Kirkjan í Reykjavíkurborg er að mörgu leyti með fjölbreytt og gefandi starf. Guðsþjónustur og sam- verustundir næra og styrkja trú þeirra sem þær sækja. En Kristur hefur sagt að við eigum að gæta bróður okkar. Til að rækja það hlut- verk þurfum við að vita hvernig að- búnaður bræðra og systra í þróunar- löndunum er. í kynningu Hjálpar- stofnunar og Kristniboðsfélaganna sést hversu óhemjudýrmætt kristni- boðið og þróunarhjálpin er. Þar sést hvað örfáar íslenskar krónur geta skapað mikla vellíðan og gleði. Kynningin Fórn á föstu í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra er nýtt, spennandi og gefandi tækifæri til að kynnast starfi okkar fólks í þriðja heiminum og gerast þátttak- endur i því og láta um leið örlítið af hendi rakna til starfsins. Það verð- ur Kenýa-kaffi á könnunni. Hver veit nema þú eignist poka af þessu sérstaka kaffi og hellir upp á Afríku- kaffi heima hjá þér. Fylgist með hvenær ykkar söfnuður auglýsir þessa kynningu og komið, hlustið, ræðið saman og njótið þess sem fram verður borið. SR. GYLFIJÓNSSON, héraðsprestur. Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Begur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organieikari Marteinn H. Friðriksson. Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni. Föstumessa kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Barn borið til skírnar. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Gylfi Jónsson; GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Söngur, sögur, kennsla. Leið- beinendur Eirný Ásgeirsdóttir, Sonja Berg og Þuríður Guðnadóttir. Messa kl. 11. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra komi til messu. Fundur um ferminguna eftir messu. Nú er aðeins einn mán- uður til ferminga. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg- unn kl. 10. Leitin að lækningunni. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Sigfinnur Þorleifsson prédikar. Sr. Gylfi Jóns- son þjónar fyrir altari. Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Munið: Konur leiða messugjörð í Langholtskirkju í tilefni konudagsins. Messa kl. 11. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Kvenna- kórinn Vox Femine syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Org- anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthíasdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Ástríður Haraldsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Kökubasar á vegum mæðramorgna eftir mess- una. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jó- hannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórs- son. Frostaskjól: Starfið flyst í Nes- kirkju. Kirkjubíllinn ekur á milli. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Reynir Jón- asson. Sr. Halldór Reynisson. Að lok- inni guðsþjónustu mun dr. Jónas Kristjánsson fjalla um kristni og heiðni í íslenskum fornbókmenntum. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11 á konudag. Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn aðstoða við messuna. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. Barnakórinn syngur. Org- anisti Viera Manasek. Konur úr Kven- félaginu Seltjörn sjá um hádegisverð eftir messu. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Jazzmessa kl. 14. Tríó Björns Thoroddsens og Egils Ólafs- sonar leika. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. í stað venjulegs sálma- söngs verða leikin m.a. lög af plöt- unni „híf opp". Hljóðfæraleikarar Jo- sef Zaminul, Chich Corea. Allir hjart- anlega velkomnir. Organleikari Krist- ín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skátaguðsþjónusta kl. 14. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í umsjón Ragn- ars Schram. Organisti Lenka Máté- ová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta í Rima- skóla kl. 12.30 í umsjón Ólafs, Val- gerðar og Rúnu. Skátaguðsþjónusta. Skátakór Reykjavíkur syngur. Ræðu- maður: Yngvinn Gunnlaugsson skátaforingi. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar og situr aðaisafn- aðarfund Hjallasóknar sem hefst strax að messu lokinni. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. í messunni verð- ur nýr flygill kirkjunnar formlega tek- inn í notkun. Lára Bryndís Eggerts- dóttir leikur á hljóðfærið og Ólöf Júl- ía Kjartansdóttir annast fiðluleik. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Popp- messa kl. 17. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Félagar frá Gideonfélaginu lesa ritningarlestra og kynna starf félagsins. Halldór Björnsson syngur einsöng. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar. Altaris- ganga. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. FRIKIRKJAN í Rvík: Barnamessa kl. 11.15 á sunnudag. Afmælisbörn síð- ustu tvær vikur fá litlar afmælisgjafir. Að messu lokinni leiðir presturinn börnin niður að Tjörn, þar sem fugl- arnirfá brauð. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Bryndís Malla Elí- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnu- dag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Almenn samkoma á morgun kl. 17. ræðu- maður sr. Kjartan Jónsson. Barna- og unglingasamverur á sama tíma. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVlTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Dögg Harðardóttir. Allir hjart- anlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf með- an á samkomu stendur. Allir vel- komnir. MESSIAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altar- isganga öll sunnudagskvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bæna- stund. kl. 20 hjálpræðissamkoma. Elísabet Daníelsdóttir taiar. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þor- steinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Gunnar Kristjánsson. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Nanna Guðrún Zoéga djákni prédikar. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Skátaguðs- þjónusta kl. 14. Kristín Bjarnadóttir skátaforingi flytur hugvekju. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjónarmenn sr. Þórhildur Ólafs, Natalía Chow og Katrín Sveinsdóttir. Munið skólabil- inn. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjónarmenn sr. Þórhallur Heimisson, Bára Friðriksdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Guðs- þjónusta k|. 14. Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla sýna helgileik, lesa ritningartexta og bænir. Prestur sr. Gunnþór Ingason, organisti Natalía Chow. Kór Hafnarfjarðarkirkju syng- ur. Foreldrar og fermingarbörn hvött til að sækja kirkju. Kaffi í Strandbergi eftir guðsþjónustu. Tónlistarguðs- þjónusta kl. 18. Prestur sr. Þórhildur Ólafs, Natalía Chow organisti Hafnarfjarðarkirkju leikur valin verk á orgel kirkjunnar, en nýlega var lokið viðamikilli viðgerð á hljóðfærinu. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja undir stjórn Natalíu. Prestarnir. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Barnasamkoma kl. 11. Edda, Elín og Aðalheiður. Guðsþjónusta kl. 14. Sig- ríður Kristín Helgadóttir prédikar. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Börn sótt að safnaðar- heimilinu kl. 10.45. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Hann mun einnig ræða kristniboðið. Fermingar- börn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn organistans Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sig- urðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Brúðuleikhús. Bald- ur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kristniboðs- dagurinr,. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Skátar sækja guðsþjónustu í til- efni af Baden Powell-degi 22. febr- úar. Ylfingavígsla. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti: Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Konudagurinn. Guðrún Eggertsdótt- ir, djáknanemi prédikar. Konur sjá um lestra og ungar tónlistarkonur spila. Kaffi eftir messu í umsjá kven- félags Þorlákshafnar. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknar- prestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Kl. 11 Sunnudagaskólinn. Kl. 14 al- menn guðsþjónusta. Starfsgreina- messa! Starfsmenn ráðhúss, stjórn- sýsluhúss, lögreglu og bæjarveitna sérstaklega hvattir til kirkjugöngu. Georg Lárusson, sýslumaður, og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, lesa ritningartexta. Við messuna leika Gunnar Kvaran á selló og Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu. Barnasam- vera meðan á predikun stendur. Messukaffi og kirkjudjús í safnað- arheimilinu á eftir. Kl. 15.15 tónleikar í safnaðarheimilinu þar sem Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir leika. FLATEYRARSÓKN: Messa sunnu- dag kl. 14 1 Flateyrarkirkju. Organisti lllugi Gunnarsson. Gunnar Björns- son. AKRANESKIRKJA: Stutt helgistund fyrir börn í kirkjunni í dag kl. 11. Föndur í safnaðarheimilinu á eftir. Stjórnendur Axel Gústafsson og Sig- urður Grétar Sigurðsson. Messa sunnudag kl. 14. Messa á Dvalar- heimilinu Höfða kl. 12.45. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Gestaprédikari verður Friðrik Hilmarsson, starfs- maður Kristniboðssambandsins. Kaffi á eftir í Óðali og fyrirlestur um starfsemi Kristniboðssambandsins. Þorbjörn Hlynur Árnason. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14 ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Barnamessa kl. 11.15 á sunnudag Afmælisbörn síðustu 2 vikur fá afmælisgjafir. Að messu lokinni leiðir presturinn börnin niðurað Tjörn, þar sem fuglarnir fá brauð. Guðsþjónusta Almenn guðsþjónusta verður kl. 14.00. Prestur sr. Bryndís Malla Eljl Aliir hjartanlega velkon Ebi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.