Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 47 I I I » J í 9 m : 9 i Í 4 4 4 4 4 4 4 4 I 4 AÐSENDAR GREINAR ■« Auðlindaskattur og- álit Háskólans PRÓFESSOR Þorvaldur Gylfason skrifar grein í Mbl. 17. jan. 97, nefnd „Eitt orð um mikið mál“. Þessi grein hefði fremur mátt heita: „Mikið mál um eitt orð“. Orðið er: Auðlindaskattur, sem hann kýs að nefna veiðigjald. Umræðan um auð- lindarskatt eða veiðigjald er orðin mjög hvimleið, en henni hefir fyrst og fremst verið haldið á lofti af prófessorum við Háskóla íslands og einum íslenzkum í Noregi, en sam- eiginlegt er þeim öllum að þeir hafa ekki fengizt til að skilgreina hugtak- ið. Meðan svo er veit enginn hvað verið er að tala um. Þessvegna hef- ir þetta verið nefnt „prófessorasýk- in.“ Þetta er á móti öllum akadem- ískum venjum, því að menn verða að byija á að skilgreina, hvað þeir eru að tala um. Annars er umræðan fyrirfram dauðadæmd og máttlaus með öllu. Það er ekki sæmandi fyr- ir Háskóla íslands, að prófessorar hans skuli bjóða almennum Iesend- um upp á slíka umræðu. Þegar menn, sem þannig eru tengdir Há- skólanum, vilja taka þátt í slíkri umræðu, verða þeir að gera það í eigin nafni, en ekki í nafni Háskól- ans, jafnvel þótt þeir hafi slíka stöðu við Háskólann, því að þeir eru ekki að tala í nafni Háskól- ans. „Gróðumíðingar“ Utan efnisins byijar hann á að koma á framfæri hagfræði- hugtakinu „gróðurníð- ingar", án nánari skil- greiningar. Hann getur þó varla átt við annað en sauðfjárbændur eða hrossabændur eða hrossaeigendur. Greinilegt er að margir munu illa sætta sig við þessa nafngift, og mætti hann gjaman skilgreina þetta hugtak betur, og hverjar úrlausnir hagfræð- in blæs honum í bijóst til lausnar á þeim vanda. Hann er þó fýrst og fremst að ræða stjómun fiskveiða, og heldur því fram, að veiði- gjald/auðlindaskattur sé stjómtæki til þeirra hluta. Hvað um hugtakið „fiskiníðingar“? Togveiðar stórskip- aútgerðarinnar drápu þorskveiði í 200 mílna lögsögu landsins úr 540.000 tonnum niður í 150.000 tonn á ári, sem hagfræðingar Há- skólans hafa ekki séð ástæðu til að fjalla sérstaklega um. Þetta var gert með miklum tilkostnaði, með stöðugt stærri og afl- meiri skipum, með stöð- ugt stærri og aflmeiri vélum allt upp í 5.000 hö. og með stöðugt stærri og öflugri troll- um, allt upp í „Gloríu“- troll með kjaftopi eins og sex fótboltavellir. Þjóðhagsstofnun segir að það sé sjöfalt dýrara að veiða þorsk með trolli en með krókaveiðum, þ.e. færam og línu. Það vora útgerðimar sjálf- ar, sem ákváðu að minnka veiðamar í fiskilögsögunni sl. þijú ár, og í þess stað að reyna að afla sér veiðireynslu á úthafínu. Samt er haldið áfram að úthluta þeim fullum kvótum í landhelginni. Þessi hlífð í fiskilögsögunni hefír ótvírætt verið til bóta, en kom allt of seint vegna stjómleysis i fiskiráðu- neytinu. Þessvegna hafa útgerðimar nú tapað mikilli hlutdeild í úthafs- veiðunum, sem kannske fæst aldrei aftur og virðast giataðar landinu til frambúðar. Önundur Ásgeirsson Veiðigjaldið sem stjórntæki Hugmyndin að auðlindaskatti var sett fram af Alþýðuflokknum, sem enn er að láta nýjan formann burð- ast með þennan óburð. ÞG nefnir þetta nú veiðigjald, sem virðist gefa til kynna að gjaldið eigi að vera frá- dráttarbært í skattreikningum út- gerðanna. Allt er þetta samt óskil- greint, því engin tillaga liggur fyrir um framkvæmdina. Prófessor í röð- um Þjóðvaka bauð alþingismönnum í byijun þings upp á umræðu um málið í 11 liðum. Fjárhæð skattsins er nefnd allt frá nokkur hundrað milljónum upp í 30 milljarða, og allt þar á milli. Grandi vill lítinn skatt, LÍÚ engan, sem vonlegt er. Slíkur málflutningur vekur eðlilega upp ótrú hjá almenningi á stjómsýslunni íslendingar hafa langa reynslu af gengisfell- ingum, segir Önundur Asgeirsson, og ýms- um aðferðum við að koma þeim á. og hæfi alþingismanna til úrlausnar á málum. ÞG segir að það þurfi stóra gengisfellingu stax til að búa til „tekjur" til að greiða veiðigjaldið með. Þjóðvaki (ÁE, sijómarmaður í Granda) sagði að ef veiðigjald yrði ekki lagt á, myndi það „leiða til versnandi efnahagsástands með verðbólgu og gengislækkun". (Mbl. 29.10.96) Þetta era tveir aðalpostul- amir, og menn hafa ekki við að trúa. íslendingar hafa langa reynslu af gengisfellingum og ýmsum að- ferðum við að koma þeim á. Þetta hét um tíma „hrognapeningar" eða „millifærsluleiðin" o.s.frv. Allt reyndist þetta bull, en Seðlabankinn var jafnan í fylkingarbijósti við að mæla með þessum ráðstöfunum. Á 50 áram hefir verðmæti krónunnar rýmað í einn þúsundasta hluta mið- að við dollar. Skyldi Seðalabankinn nú sammála því að veiðigjald myndi „greiða fyrir hagkvæmri gengis- skráningu krónunnar í tæka tíð“. (ÞG) „Veiðigjald er afnotagjald en ekki skattur,“ segir prófessor ÞG. Það er eins og enginn borgi, þótt grandvöllurinn í tillögum hans sé byggður á stórri gengisfellingu. Gengisfelling er aðeins aðferð til að velta byrðinni yfir á almenning, og þetta vita allir af langri og sárri reynslu í 50 ár. Öruggasta leiðin til að skapa glundroða og setja allt efnahagskerfí landsins á annan end- ann er gengisfelling. Það er furðu- legt, að flokkur, sem telur sig verka- lýðsflokk, skuli hafa slíkt á stefnu- skrá sinni. Orsök vandans Vilji einhver leita orsaka vand- ans, þá ráðlegg eg honum að leita í fískiráðuneytinu. Þar eru öll vanda- málin búin til, en það mál rúmast -p* ekki í þessari grein. Höfundur er fyrrverandi forsljóri Olís. Vönduð stjórnmál - Færa má umræðu til betri vegar Á UNDANFÖRN- UM árum hefur sú breyting orðið að stjórnmál eru farin að verða vandaðri en áður var. Fyrir um 10-20 árum var oft mjög hávær umræða milli hægri og vinstri afla þjóðfélagsins, svo mikil að málefnaleg umræða komst oft ekki að. Botninn datt úr þessu þegar Sovét- ríkin liðu undir lok, því með því var höfuðvígi vinstri sjónarmiða ekki lengur til. Um leið datt niður önnur hitaumræða og það var um veru bandaríska hersins hér á landi því hann hafði í sjálfu sér lítið að veija þegar kjarnorkuveldið í austri var ekki mikil ógnun lengur. Síðan þá hefur verðbólga verið kveðin niður, verkföll heyra sög- unni til og hagvöxtur er kominn á að nýju. Tekið er málefnalegar á málum en áður. Enn eimir þó eftir af hægri-vinstri umræðu. Rætt er um að hægri menn myndi með sér svo mikla samtryggingu að þörf sé á að sameina vinstri öflin til að mynda mótvægi. Dæmi um þetta er sigur vinstri aflanna í síðustu borgarstjómarkosningum og þreif- mgar í átt að sameiginlegu fram- boði vinstrisinnaðra aðila í næstu alþingiskosningum og stofnun Grósku er talin vera mikilvægt skref á þeirri leið að mati forystu- manna vinstri hreyfingarinnar. Það er eitt við þetta hægri- vinstri karp sem ég hef átt erfítt með að skilja. Með alla þá menntun sem þjóðin hefur ætti það sjónar- mið að hafa borist inn til stjóm- málamanna úr háskólaumræðu að mikilvægt er að stefna að vitleg- ustu niðurstöðunni. í öðru lagi að ef menn deila sé tekið tillit til áframhaldandi þróunar á málefninu. I þriðja lagi að ef í ljós kemur að annar hvor aðilinn hefur rangt fyrir sér á hann að hafa í sér manndóm til að viðurkenna það til að auka líkur á framþróun vísindanna. Ég legg til að slíkum vinnubrögðum verði komið á í auknum mæli innan veggja Al- þingis til að auka líkur á að málefni þjóðar- innar fái sem bestan framgang. Það er annað sem ég hef við þessa hægri-vinstri „hringavit- leysu“ að athuga og það er að með henni eyðist upp ómældur tími svo og vinnuafl viðkomandi einstakl- Afnema þarf hugtakið „pólitík“, segir Guð- mundur Rafn Geirdal, úr íslensku máli. inga þannig að hin endanlega út- koma hlýtur að verða rýrari en ella. Davíð Oddsson forsætisráð- herra okkar kom inn á þetta í þjóð- hátíðarræðu sinni sumarið 1995 og eftir orðum hans var tekið, en þar sagði hann eitthvað á þá leið að það þættu ekki góð vinnubrögð í fyrirtækjum ef helmingurinn af starfsfólkinu væri alltaf að setja sig upp á móti því sem hinn helm- ingurinn segði. Sem betur fer hef- ur þingið verið mun afkastameira síðastliðna tvo vetur en dæmi era til um áður þannig að verið getur að þingmenn séu famir að átta sig á ókostunum við þetta. Þingmenn Guðmundur Rafn Geirdal þyrftu að temja sér vinnubrögð sem fulltrúi AJþýðubandalagsins, Siguijón Pétursson, hélt fram að hann viðhefði þegar hann var í borgarstóm á síðastliðnum áratug og það var að gagnrýna eingöngu ef hann teldi eitthvað gagnrýni vert en taka undir með andstæð- ingum sinum í því sem hann teldi vera vel gert. Þannig mætti leysa klassísk deilumál milli hægri-vinstri afla. Eitt af þeim er hvor sé betri fij áls- hyggja eða félagshyggja. Þetta eru hugmyndafræðistefnur. Bestu fag- aðilamir til að meta gildi þeirra væru heimspekingar, stjórnmála- fræðingar, sagnfræðingar, hag- fræðingar og félagsfræðingar. Því myndi ég halda að rannsóknir, umræður og rit um þetta efni gætu þróað málið mun hraðar áfram en deilur meðal mismennt- aðra stjómmálamanna sem oft á tíðum virðast frekar vilja deila en leysa mál. Annað deilumál, skylt hinu fyrra, er hvort sé betra, markaðs- hagkerfí eða miðstýrt hagkerfi. Þetta væri væntanlega fyrst og fremst málefni hagfræðinga og annarra viðkomandi aðila að leysa. Það er ekki víst að hið endanlega svar þeirra sé að annað hvort sé betra. Það gæti allt eins farið þann- ig að þeir bendi á kostina og gall- ana við bæði hagkerfin og komi með tillögu að þriðju lausninni sem kann að vera alveg ný lausn. Að lokum tel ég að það ætti að afnema með öllu hugtakið „pólitík“ úr íslensku máli, því það er út- lenska, sem vottar kannski hvað umræðan hefur verið menguð. I nafni hreinleika málsins legg ég því til að eingöngu sé notað hið íslenska hugtak: stjómmál. í stað „pólitíkusa" sé ávallt notað: stjórn- málamenn, þingmenn, alþingis- menn og í viðkomandi tilfellum ráðherrar. Verkefni stjómmála- manna er þá ósköp einfaldlega það að sinna stjórnun ákveðinna mála, stjóm-mála, með því að reyna að leysa þau sem best af hendi, með nútímalegum starfsháttum með kröfu háskólafræða. Með því spái ég enn betri stjómmálum en hing- að til, sem aftur eykur líkur á áframhaldandi framþróun okkar sem þjóðar. Ég þakka. Höfundur er skólastjóri nuddskóla. Eg ætla að verða búðarkona ^ og reykja JÁ, þetta var svar mitt sem lítið barn, þeg- ar ég var spurð að því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. All flestar konur vora heimavinnandi (sem era forréttindi í dag) þegar ég var barn. Þær sem unnu utan heimilis, unnu langflestar við þjónustustörf eins og t.d. verslunarstörf. Af hveiju ætlaði ég að reykja þegar ég yrði stór? Jú, svarið er ein- falt í dag, þetta var sú ímynd sem ég horfði upp á sem lítil stúlka. Konur reyktu gjaman og drakku kaffi með, „virtust glaðar og ham- ingjusamar“. Er nokkuð nema eðli- legt að ég vildi verða eins og þær? Kæru foreldrar, við þurfum að vera börnum okkar fyrirmynd, segir Anna Katrín Qttesen, og taka hlutverk okkar alvarlega. börnum okkar fyrir- mynd og taka það hlut- verk mjög alvarlega. Bömin vilja líkja eftir foreldram sínum í sem flestu. Við segjum þeim til, við kennum þeim muninn á réttu og röngu, og bömin líta upp til okkar. Ákveðin hegð- unarmynstur þróast og festast. Rannsóknir hafa sýnt að böm for- eldra sem reykja era lík- legri til að byija reyk- ingar en böm foreldra sem ekki reykja, og einnig líklegri til að fara í sterkari vímuefni. Ég vil varpa þeirri spumingu til foreldra, er einhver sem vill að bam sitt reyki? Ef svarið er nei, skora ég á þá foreldra sem ennþá reykja að láta börnin ekki sjá sígarettu í munni sínum og alls ekki að reykja innan veggja heimilisins. Slíkt er að mínu viti grátleg framkoma gagnvart þessum litlu yndislegu sálum sem við höfum fengið að láni og okkur ber að virða og leiðbeina. Margir reykingamenn og -konur^m segja að erfitt sé að hætta að reykja. Ég veit ekkert um það því ég hef ekki reynt það sjálf og ætla ekki að dæma slíkt og þaðan af síður að rengja það. Hjálp til handa reykinga- Anna Katrín Ottesen Svarið er að sjálfsögðu nei. Bamið lærir það sem fyrir því er haft. í þá daga var engin áróður gegn þessum vágesti, engin fræðsla og engin með- vitund. Reyndin varð hins vegar sú að ég gerðist ekki búðarkona, og ég hef aldrei reykt, utan einn stubb sem við vinkonurnar reyndum að reykja, en þá voram við 9 ára gamlar. Kannski varð það mér til blessunar að bragðið var ekki spennandi og áhrifin skelfileg. Þá hafði það e.t.v. líka áhrif að mamma hét mér og systur minni peningaverðlaunum ef við byijuðum ekki að reykja fyrir 18 ára aldur. Ég þakka forsjóninni fyrir þá náðargjöf að hafa sloppið við þennan skaðvald. Kæra foreldrar, við þurfum að vera fólki hefur til skamms tíma ekki verið fyrir hendi eins og t.d. hjálp við áfengisvanda. Nú hefur verið komið á fót námskeiðum fyrir fólk sem vill hætta að reykja á Heilsu- stofnun Náttúralækningafélags ís- lands, sem reynst hafa mjög vel. Þökk sé Ingibjörgu Pálmadóttur sem lætur sig málið varða. Þeim sem enn reykja vil ég biðja^* Guðs blessunar og megi þeir opna augun sín fyrir þessum vágesti sem fyrst. Skoðið málin af réttsýni og sanngirnj. Megi ísland verða reyklaust land árið 2000. Guð veri með ykkur og gangi ykkur vel. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.