Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samið við Grænlendinga um loðnuveiðiheimildir Viðamikil greinar- gerð eftir árs vinnu RAGNAR Aðalsteinsson hæsta- réttarlögraaður og skjólstæðing- ur hans, Sævar M. Ciesielski, af- hentu Pétri Kr. Hafstein, varafor- seta Hæstaréttar, í gær greinar- gerð Ragnars til stuðnings beiðni um endurupptöku sk. Guðmund- ar- og Geirfinnsmála. Sævar og Ragnar komu til fundar við Pétur um klukkan 13 í gærmorgun, en í gær var um það bil ár liðið síðan vinna við greinargerðina hófst. Um mjög viðamikla greinar- gerð er að ræða, og mun Hæsti- réttur taka afstöðu til hennar að fenginni umsögn setts ríkissak- sóknara. STJÓRNVÖLD á íslandi og Grænlandi hafa undirritað sam- komulag um loðnuveiðar innan grænlenzkrar og íslenzkrar lög- sögu. Samkvæmt samkomulaginu er grænlenzkum loðnuskipum heimilt að veiða í lögsögu Islands allt að 8.000 tonn af loðnu af loðnukvóta Íslands á loðnuvertíð- inni, sem nú stendur yfir. Aðeins eitt grænlenzkt skip er gert út til loðnuveiða úr þeim stofni, sem þessi samningur tekur til. Það er Ammassat, sem áður hét Harpa og er gert út frá íslandi. Á móti þessum veiðiheimiidum verður íslenzkum loðnuskipum heimilt að veiða 8.000 tonn af loðnu úr þeim kvóta sem kemur í hlut Grænlands á loðnuvertíðinni, sem hefst í júlímánuði næstkom- andi. Þá verður íslenzkum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 tonn af heildarkvóta íslands sunnan 6430’ norður við Austur-Græn- land, en samkvæmt gildandi samningi milli Noregs, íslands og Grænlands um nýtingu loðnu- stofnsins hafa loðnuveiðar verið íslenzkum skipum óheimilar á því svæði. „Grænlendingar hafa farið fram á að fá að veiða loðnu fyrir sunnan línu og niðurstaðan er sú að þeir muni fá að veiða hér smávegis magn og við veiðum á móti inni á þeirra svæði,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra. Viðræður um sameiginlega stofna Hann segir að ýmis önnur mál hafí staðið út af í samskiptum ís- lands og Grænlands í sjávarút- vegsmálum. „Það hefur verið ákveðið að farið verði í viðræður um sameiginlega stofna, karfa og grálúðu. Þá eru í gangi viðræður út af lögsögumörkunum milli ís- lands og Grænlands. Grænlend- ingar eru mjög sárir út í íslend- inga út af veiðum íslenzkra skipa á Flæmingjagrunni. Margir hafa viljað kenna þeim veiðum um að verðlag á rækju hefur lækkað á heimsmarkaði, en ég kem því reyndar ekki heim og saman,“ segir Halldór. „Menn eru hins veg- ar sammála um að horfa framhjá fortíðinni og reyna að leita leiða til að leysa þau mál, sem standa út af borðinu. í næstu viku, þegar formaður landsstjórnarinnar kem- ur hingað í opinbera heimsókn, reynum við að halda áfram að byggja á því, sem áður hefur ver- ið talað um.“ Morgunblaðið/Ásdís Stækkun Járnblendifélagsins Árangurs- laus fundur ENGINN árangur varð af fundi Elkem og fulltrúa íslenska ríkisins um breytta eignarhlutdeild í ís- lenska járnblendifélaginu hf. á Grundartanga. Ágreiningur er um hvaða verð Elkem eigi að greiða fyrir aukinn eignarhlut í félaginu. Fundurinn var haldinn í Kaup- mannahöfn í fyrradag og sóttu hann af Íslands hálfu Jón Sveins- son, stjórnarformaður Járnblendi- félagsins, og Halldór Kristjánsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyt- inu. Jón sagði að vonast hefði verið eftir að samningamenn Elkem myndu koma með einhver ný við- brögð við hugmyndum íslenska ríkisins um breytta eignaraðild að Járnblendifélaginu. Þau hefðu ekki komið og hefði það komið sér á óvart. Jón sagði að fundinum, sem var styttri en reiknað var með í upphafi, hefði lokið með þeim hætti að ákveðið hefði verið að hvor aðili fyrir sig skoðaði málið betur í sínum hópi og menn myndu síðan hafa samband eftir helgina. Stjórn Járnblendifélagsins hef- ur frest til 8. mars nk. til að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið nýt- ir sér ákvæði raforkusamnings við Landsvirkjun um stækkun verk- smiðjunnar um einn ofn. Málefni aldraðra rædd á hádegisverðarfundi með heilbrigðisráðherra Skattar til jöfnunar hafa snúist upp í andhverfu sína Morgunblaðið/Ásdís FJÖLDI eldri borgara mætti á hádegisverðarfund heilbrigðis- ráðherra á Hótel Borg í gær. ELDRI borgarar fjölmenntu á há- degisverðarfund á Hótel Borg í gær, þar sem Ingibjörg Pálmadótt- ir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, sat fyrir svörum um málefni eldri borgara. Fundurinn hófst á stuttri fram- sögu ráðherrans, sem ræddi m.a. um áhrif jaðarskatta á kjör aldr- aðra og harmaði það að skattar sem ætlaðir voru til jöfnunar hefðu snúist upp í andhverfu sína og ieitt til frekari ójafnaðar. Einnig ræddi ráðherrann um þá endur- skoðun sem nú er í gangi á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra. Stefnan sú að sem flestir verði heima sem lengst Heilbrigðisráðherra benti á ýmislegt jákvætt sem nú væri á döfinni í málefnum aldraðra. Á næstunni yrði til dæmis tekin í notkun öldrunarlækningadeild á Landakoti, sú fyrsta sinnar teg- undar hér á iandi. „Þar byggist öll meðferð á því að einstaklingur- inn nái heilsu og komist aftur i sitt rétta umhverfi. Því nú er stefn- an sú að sem flestir verði heima sem lengst. Við verðum þó Iíka að halda áfram að byggja upp hjúkrunardeildir og nú á einmitt að fara að taka í notkun 40 ný hjúkrunarrými í Skógarbæ og 30 á næsta ári, auk þeirrar uppbygg- ingar sem á sér stað víða úti um land,“ sagði Ingibjörg. Meðal þeirra spuminga sem beint var til heilbrigðisráðherra var hvort hún myndi beita sér fyrir því að jaðarskattaáhrif á kjör aldraðra verði tekin til greina í kjarasamn- ingum. Hún kvaðst telja nauðsyn- legt að taka á því, þar sem jaðar- skattamir hefðu jafnslæm áhrif á kjör aldraðra og hinna yngri. Einn- ig var Ingibjörg spurð um afstöðu hennar til þess þegar tenging ellilíf- eyris og almennra launakjara í landinu var afnumin á síðasta ári og kvaðst hún hlynnt því að slíkt samband yrði tekið upp aftur. Hún benti ennfremur á mikilvægi þess að byggja lífeyrissjóðina upp til þess að þeir gætu alfarið séð um greiðslur til aldraðra og almanna- tryggingar um greiðslur til öryrkja. Málin of oft „í nefnd“ Spurt var hvað liði starfi nefnd- ar sem vinnur að endurskoðun lög- gjafar um almannatryggingar og var svar ráðherra á þá leið að nefndin væri alltof stór og því afar svifasein. Aðspurð hvort ekki væri skynsamlegt að fækka í nefndinni eða skipta henni upp, sagði Ingibjörg að það væri erfitt þar sem allir hagsmunaaðilar vildu hafa fulltrúa í henni. Margar aðrar spurningar komu upp en í fundarlok var þó ljóst að mörgum var enn ósvarað. Fram kom í máli nokkurra fundarmanna dbað þeim þættu hlutirnir ganga of hægt og þó að eldri borgarar hefðu flestir rúman tíma hefðu þeir í raun ekki langan tíma til stefnu til að bíða úrlausna á brýn- um hagsmunamálum. Svörin væru alltof oft á þá leið að málin væru í skoðun, í athugun eða í nefnd. Morgunblaðið/Ásdís LAND Cruiser jeppi án yfirbyggingar er til sýnis hjá Toyota-umboðinu. Toyota Land Cruiser af- hjúpaður TOYOTA-umboðið, P. Samú- elsson í Kópavogi, sýnir um helgina Land Cruiser jeppa sem yfirbyggingu hefur verið svipt af þannig að sjá má hvernig vél, sjálfskipting og drifbúnaður virkar. Verður þessi sérstaki bíll sýndur um helgina og síðan fram eftir næsta mánuði. Búið er að „afhjúpa" bíl- inn, þ.e. taka yfirbygginguna af og opna ýmsa hluta bílsins sem notendum eru yfirleitt ekki sýnilegir. Má þar með sjá hvernig hlutir eins og mismunadrif, fjöðrun, drifl- æsingar og annað virkar en allt getur þetta verið á hreyf- ingu eins og í akstri væri. Sýningin er opin í dag, laugardag kl. 12-16 og á morgun kl. 13-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.