Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 41
A é MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 41 f W í & i - « « « « « « « « 4 Jarðgöng á Austurlandi EINS og flestir landsmenn vita hafa nú þegar verið gerð ein jarð- göng á Austurlandi, en það eru svonefnd Oddsskarðsgöng á milli Norðfjarðar og Eskiíjarðar. Þau hafa reynzt ótrúlega góð sam- göngubót, þrátt fyrir að einungis sé um að ræða óverulega lækkun hæsta hluta vegarins frá því sem var, þegar hann lá yfir skarðið sjálft. Seint verða göng þessi talin verk- fræðilegt stórvirki og standast trauðla sam- anburð við slík mann- virki önnur hérlendis, er tekin hafa verið í notkun í seinni tíð, sem reyndar eru nú ekki mörg né tiltölu- lega löng, eins og al- þjóð veit. Saga jarðganga er mjög stutt á íslandi, enda eru þau kostn- aðarsöm í fram- kvæmd og hefur því verið reynt að leysa erfiðar samgöngur milli staða og auðvelda akstur milli landshluta á annan hátt, svo sem með því að leggja vegarkafla fyrir annes og skaga. Þessir vegarkafl- ar eru oft hættulegir því snjó-, aur- eða skriðuföll eru þar víða nokkuð tíð og valda ýmsum baga. Fjallvegir hafa og verið endur- bættir með breyttri legu, eða með því að byggja þá upp og þeir síðan lagðir varanlegu slitlagi, auk þess sem víða hefur fjölgað moksturs- dögum á fjallvegum, íbúum ein- angraðra staða og öðrum, sem þessar leiðir nota að jafnaði, til mikils hagræðis. Samgönguyfirvöld hafa þó að mínu viti ekki sýnt nægjanlega framsýni í þessum efnum og lengi vel úr hófi gengið tregða þeirra að opna vegi nema á fyrirfram ákveðnum dögum, burtséð frá að- stæðum. Seint hefur þokað að fá mokstursdögum fjölgað þótt fyrir lægju útreikningar, sem bentu til þess að dagleg opnun hefði í mörg- um tilfellum ekki verulega aukn- ingu kostnaðar í för með sér sök- um þess að þá væri oft minna átak að gera leiðirnar færar í stað þess að þurfa einu sinni eða tvisv- ar í viku að ráðast á fannbarin stálin með tækjum dýrari í rekstri en ella hefði þurft. Umræða um jarðgöng á Austur- landi er ekki ný af nálinni. Árið 1988 var að frumkvæði Seyðfirð- inga haldin þar í bæ ráðstefna undir heitinu „Byrjum að bora“. í stað þess að nota þarna orðið ráð- stefna urðu menn sammála um að tala bæri um borstefnu. Sagt var sem svo að borstefna gæti verið ráðstefna um jarðgangagerð, ráðstefna um hvar og hvers vegna skyldi bora, ráðstefna um hvert bornum skyldi stefnt, eða jafnvel ráðstefna um hvernig bora skyldi gat á ríkiskassann til að ná í fjár- magn til jarðgangagerðar. Hvat- inn að þessari borstefnu var ferð til Færeyja að undirlagi Fjórð- ungssambands Vestfirðinga haustið 1986 til að kynnast jarð- gangaframkvæmdum þar. Ymis byggðarlög á Vesturlandi og Aust- urlandi, sem búið höfðu við vetra- reinangrun frá örófí alda, sendu fulltrúa sína í þessa för, en einnig tóku þátt í henni fulltrúar nokk- urra opinberra stofnana. Margir telja að við þetta hafi orðið umtals- verð stefnubreyting í þessum málaflokki, er leiddi til þess að nokkrum árum síðar lá fyrir ákvörðun um jarðgöng á Vest- fjörðum, sem nú hafa verið tekin í notkun eins og alþjóð veit. Aust- firðingar töldu þörf Vestfirðinga brýnni en sína og féllust á að halda sig til hlés á meðan framkvæmdir á Vestfjörðum stæðu yfir. Hafa forsvarsmenn Fjórðungssambands Vesfirðinga o.fl. þakkað okkur bæði í ræðu og riti fyrir það dreng- skaparbragð að fara ekki að tak- ast á við þá um for- gangsröðun og telja að það hefði þýtt sjálf- krafa seinkun málsins á báðum svæðum um ófyrirsjáanlegan tíma. Þingmenn beggja um- ræddra kjördæma hafa fullyrt að við ákvörðun um þessa framkvæmd hafi enn- fremur verið gert heiðursmannasam- komulag við sam- gönguyfírvöld um að göng á Austurlandi yrðu næst í röðinni og því hafa m.a. forsvars- menn Austfirðinga á vettvangi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) vilj- að trúa. Heiðursmenn fara og koma og mannaskipti verða í ráðuneytum. Núverandi samgönguráðherra Það er löngu tímabært að þingmenn okkar undir forystu utanríkis- ráðherrans, segir Bj. Hafþór Guðmunds- son, tryggi á áþreifan- legan hátt að ekki verði aftur valtað yfir okkur. hefur lýst því yfír að engin ákvörð- un liggi fyrir þess efnis að næstu jarðgöng hérlendis verði boruð á Austurlandi og gefur í skyn að á því kunni að verða allt að áratug- ar bið að yfirleitt verði hafizt handa í þeim efnum. Okkur þykir líka slæmt að ráðherrann skuli klifa á því að Austfirðingar komi sér ekki saman um hvar næstu jarðgöng í fjórðungnum skuli liggja og þeir séu því sjálfir drag- bítar á að unnt sé að taka ákvörð- un um framkvæmdir. Það er rétt að ekki er einhugur eftir svæðum um hvar þörfin er brýnust í dag í þessum efnum, en allir Austfirð- ingar viðurkenna að vandi íbúa á Vopnafjarðarsvæðinu, Seyðisfirði og í Neskaupstað er mestur, sé litið til einangrunar fjölmennustu byggðarlaganna. Hvað varðar styttingu leiða án þess að hliðsjón sé höfð af vetrareinangrun svæða, hefur einkum verið bent á jarð- göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Sem ný viðhorf í þessum efnum má nefna hug- myndir um ný jarðgöng milli Norð- íjarðar og Eskifjarðar, er lægju mun lægra en núverandi göng. Þær hugmyndir fengju þyngra vægi, komi til þess að þessi byggð- arlög að viðbættum Reyðarfjarð- arhreppi sameinist. Ýmsar endurbætur í þágu Seyð- fírðinga og Norðfirðinga og betri mokstursþjónusta hafa slegið á háværar raddir manna þar í þess- um efnum, en vandinn er ennþá fyrir hendi og eykst frekar en hitt með þeirri framþróun, sem orðið hefur á seinustu árum við flutning hráefnis og sjávarafurða ýmissa á milli hafna eða landshluta. Þar hefur ennfremur áhrif sú ákvörðun stjórnvalda á sínum tíma að selja Skipaútgerð ríkisins og skerða Bj. Hafþór Guðmundsson með því mjög þá þjónustu, sem íbúar á einangruðum svæðum nutu fyrir tilstilli hennar. Vopn- firðingar og Bakkfirðingar hafa mátt sætta sig við hægfara lag- færingar á báðum samgönguleið- um sínum á landi við Fljótsdalshér- að og ótrúlega tregðu samgöngu- yfirvalda að móta og framfylgja viðunandi reglum um mokstur fjallveganna yfir Hellisheiði og Vopnafjarðarheiði. Vegalengdin frá nyrsta hluta kjördæmisins til Fljótsdalshéraðs er einnig slík að allt samstarf milli svæða eða sveit- arfélaga þar um slóðir er mjög torvelt og því ekki furða þótt íbú- ar norðan Smjörfjalla spyiji sig að því, hvort það sé vilji stjórn- valda að skilja þá frá landshluta þeim, sem þeir hafa tilheyrt í ald- anna rás. Því er auðvelt að skilja áherzlur þeirra til margra ára um jarðgöng utarlega í svonefndum Hlíðarfjöllum og von að þolinmæði margra sé á þrotum. Samgönguráðherra og félags- málaráðherra virðast tryggir kjör- dæmum sínum eins og stundum er talað um að verði með þeirri stétt manna og við Austfirðingar höfum það á tilfinningunni að nú þegar sé á ýmsum æðri stöðum hafinn undirbúningur að því að réttlæta það að næstu jarðgöng hérlendis leysi brýnan og viður- kenndan samgönguvanda Siglfírð- inga. Þessu hafa Austfirðingar mótmælt og má í því sambandi nefna umfjöllun fréttamanns Stöðvar 2 á Austurlandi um málið í kvöldfréttum 31. jan. 1997. Þessi fréttamaður nýtur almennrar virð- ingar heima í héraði fyrir störf sín og mætti Ríkissjónvarpið taka sér til fyrirmyndar skipulag keppi- nauta sinna við öflun frétta af Austurlandi með því að halda úti sérstöku liði í fjórðungnum í þessu skyni. Fyrir misskilning var málið matreitt þannig að út úr frétt um umfjöllun stjórnar SSA í tilefni afskipta ráðherranna tveggja af jarðgangaframkvæmdum mátti lesa yfírlýsingu formanns sam- göngunefndar SSA (SASSA) að samkomulag hefði náðst um það milli heimamanna að næstu jarð- göng á Austurlandi skyldu tengja Seyðisfjörð og Neskaupstað um Mjóafjörð við Hérað. Svo var ekki, heldur var formaður SASSA að vitna til þess að algjör samstaða væri meðal Austfirðinga, svo sem berlega má lesa út úr allri umfjöll- un sveitarstjórnarmanna og opin- berum yfirlýsingum frá því haust- ið 1994, að vísa málinu til þing- manna kjördæmisins og fela þeim það vandasama verk að taka fyrir okkar hönd ákvörðun um bor- stefnu Austfirðinga. Við þessum kaleik hafa þeir tekið nokkuð feg- ins hendi og fyrir hann kvittað á stærri og smærri málþingum. Því er alveg dagljóst að boltinn í máli þessu er í höndum núver- andi fimm alþingismanna Austur- landskjördæmis, sem ýmist sóttust eftir og náðu endurkjöri eða buðu sig fram sem nýr valkostur á þess- um vettvangi, vitandi það allir saman að einn góðan veðurdag misstu kjósendur þeirra margir hveijir þolinmæðina og krefðust þess að ákvörðun yrði tekin um borstefnuna, forgangsröð jarð- ganga í kjördæminu. Sú stund er runnin upp og til að auðvelda þeim ákvörðunina er SSA reiðubúið að leggja út í einhvern kostnað til að stilla upp valkostum og hressa upp á ýmsar tölur þar að lútandi. Það er löngu tímabært að þingmenn okkar undir forystu utanríkisráð- herrans tryggi á áþreifanlegan og óumbreytanlegan hátt að ekki verði aftur valtað yfír okkur eins og gert var með því að heimila og aðstoða við framkvæmd Hval- fjarðarganganna þvert ofan í yfír- lýsingar um að næstu jarðgöng á Islandi skyldu koma Austfirðing- um til góða. Höfundur er framkvæmdastjóri SSA. Raungreinar, skólar og kennarar Ari Trausti Guðmundsson SEM framhaldsskólakennari í rúman áratug þarf ég að leggja orð í belg um vanda íslenska grunn- og framhaldsskólans. Skólastigin tvö þarf að skoða og endurbæta saman en mín orð hér taka að mestu til efra skólastigisins, þótt þau eigi oftast við grunnskólann líka. Fyrst af öllu verður að vera ljóst að þorri kennara og skóla- stjórnenda hefur bent á, í a.m.k. 1-2 áratugi, hvernig framhaldsskól- inn hefur útskrifað nemendur með æ lak- ari námsárangur að baki og þá einmitt í raungreinum. Margoft hefur verið varað við þróuninni. Mig grunar að lítið mark hafi verið tekið á orðum þessa skólafólks. Eins og oft áður hefur gagnrýnin og marktækar niður- stöður rannsókna þurft að koma að utan til þess að vekja næga athygli. Ég fullyrði að hátíðarræður margra stjórnmálamanna um mannauð, menntun og unga fólkið hafí ekki byggst á þekkingu á raunverulegu ástandi innan skólanna. Háskóli Is- lands hefur oft vakið athygli á slök- Kennsla er verr eða svipað launuð, segir Ari Trausti Guðmunds- son, og tiltölulega ein- föld skrifstofustörf. um undirbúningi allt of margra nem- enda til náms á efsta skólastiginu. Greining á vegferð íslenskra framhaldsskóla eftir að landspróf var lagt af er ekki á eins manns færi. Eins og oftast, er um samverk- an margra orsaka að ræða og inn í það ferli blandast svo viðhorf al- mennings til menntunar og krafa atvinnurekenda og þorra stjórn- málamanna til einfaldra arðsemis- útreikninga við fjárfestingar. Inn koma launamál og vinnutími kenn- ara, lengd skólaársins, vinnuáþján foreldra og nemenda (sem mjög margir vinna með fullu námi), skortur á skólahúsnæði, innra gæðaeftirlit skóla, viðhorf kennara til nemenda, menntun kennara (bæði sem vísindamanna og sem uppalenda) og viðhorf nemenda sjálfra til menntunar og skóla- starfs. Allt þetta smitar yfír á ákvarðanir hins opinbera um fjár- veitingar og þrýsting almennings á yfirvöld í þá átt að byggja upp menntakerfí sæmandi einni auðug- ustu þjóð veraldar. Hér ætla ég að grípa úr þessari upptalningu fáein mikilvæg atriði og Qalla um kjör kennara, ýmsa háttu sem hafðir eru á skólastarfinu og um innra gæðaeftirlit kennslu og náms. Áður en að því kemur vil ég þó gera tilraun ti! að skýra af hveiju hnignun framhaldsskólans kemur berlega í ljós þegar raun- greinar eru annars vegar. Tvennt tel ég digrustu þættina. í einn stað krefjast raungreinar fremur skiln- ings á efninu en utanaðbókarlær- dóms. Til að koma nemum til skiln- ings þarf góðan tíma, vandað kennsluefni og stöðugleika allan námstímann. Þegar flýtir og örar breytingar koma til fer illa. í annan stað þarf mjög hæfa og vel þjálfaða kennara sem útskýra stöðugt gagn- semi raungreina og vekja forvitni sem flestra (mótívera nemendur - eins og sagt er). Um hríð hafa vel menntaðir raunvísindamenn ekki laðast að skólunum eða horfið úr þeim enda oft lögð þar meiri áhersla á almenna kennara- menntun en aðbúnað og aðlaðandi kjör há- menntaðra og kennslu- hæfra raunvísinda- manna. Ef ljósi er varpað á kjör kennara, má full- yrða að kennsla er svipað eða verr launuð en tiltölulega einföld skrifstofustörf. Svo er kennt í einum spreng tvisvar sinnum 13 vik- - ur árlega , 25 til 35 kennslustundir með 5 mín. hléum (tveimur 10 mín. og einu 25 mín. hléi að auki). Menn eiga svo eftir að vinna að undirbúningi kennslu, leið- réttingum, samningu, innfærslum, einkunnagjöf, fagfundum o.fl. Menn hafa litla möguleika á endur- menntun að gagni, engar rann- sóknaheimildir og þann stimpil að þeir séu lítt vinnandi hóglífismenn. Einn til tveir áratugir með þessu starfsumhverfi móta ekki aðeins óæskilegan starfsanda í skólum heldur ýta þeir líka fullt af mjög hæfu fólki til annarra starfa. Þessir kennsluhættir, þar sem nemendur eru á þönum milli gjöró- líkra kennslustunda 6-8 sinnum á dag og gera lítið annað en að kepp- ast við í spreng hveija önn að sinna tugum verkefna og skyndiprófa sem þessir náms- og kennsluhættir hafa fætt af sér; þó aðeins einu verkefni á dag en annað efni dags- ins situr á hakanum. Þess utan er löngu búið að taka upp of margar greinar í bóknámsdeildum en van- rækja grunninn og hina almennu, sígildu menntun sem aftur ýtir und- ir fagþrælkun og almenna vanþekk- ingu. Nám ungs fólks við þessar aðstæður líkist leiðri skyndimötun óþarfra smáskammta í óhollu kapp- hlaupi við tímann. Um leið verður til óánægður kennarahópur og streittir, óþolin- móðir nemendur sem eiga ekki í nógu uppbyggilegum samskiptum. Losarabragur á kennslustundum, sjálfala nemendur og viðskotaillir kennarar eru ekki óalgeng reynsla margra nemenda sem ég hef kynnst og rætt við. Ef athuguð væri nýtni kennslustunda og gæði kennslu eða náms, kæmi vafalítið í ljós að hvoru tveggja stæðist ekki mál. Hvernig ^ enda hefur 500-1000 manna skóla- stofnun uppi innra gæðaeftirlit? Hvaða auðveldu leiðir eru til að halda uppi sanngjörnum aga nem- enda og kennara, kurteisum sam- skiptum þeirra og vanda til allrar vinnu? Þær eru engar til. Kerfi íjar- lægra skólanefnda, skólastjórna með þátttöku 1-3 nemenda og kennara eða kerfi umsjónarkennara eru ekki tæki til þessa. Mikla endurskipulagningu og breytt viðhorf þarf til að laga þó ekki væri nema ofangreinda galla. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.