Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 45 AÐSENDAR GREINAR Mínnka þarf launamismun ÞAÐ STEFNIR í vinnudeilur. Það þarf að hækka lægstu launin alveg sérstak- lega, það hefur líka heyrst áður. Nú er talað um að lægstu taxtarnir þurfi að komast í 433 kr. eða er kannski bara verið að tala um 389 kr.! Út af því er lagt að það kosti 30% óða- verðbólgu. Það er karpað um að fá bónus og aðrar umsamdar og óums- amdar greiðslur inn í taxtana og það er karpað um að þeir, sem hafi tekið námskeið og hækkað sig þannig, verði að fá að halda því. Það hefur margsannast að í einu fyrirtæki, sama hvort það er stórt eða lítið, eru allir jafn nauðsynlegir hvort sem það er skúringaskólpmeistarinn, meina- tæknirinn, vélstjórinn, verkamað- urinn eða framkvæmdastjórinn. Það hefur líka margsannast að hvort sem það er skólpmeistarinn, vélstjórinn eða verkamaðurinn sem leggja t.d. niður vinnu, þá er fyrirtækið oftast óstarfhæft. Líka má benda á, að þessir aðilar eru ekki endilega alltaf ómiss- andi. Ef einhver þeirra veikist þá er því líka oft bjargað. Þá kemur það stundum í ljós, að ekki skilur mjög mikið á milli manna. Það er ekki látið ógert sem gera átti í dag af því að framkvæmdastjór- ann vantar, þótt verk- stjórinn veikist er unnið. Vandinn er ekkert minni, ef vant- ar verkamennina eða skúringaskólpmeist- arann. Það þarf, trúi ég, ekkert að deila um það, að allir séu nauð- synlegir í þessari okk- ar íslensku þjóðar- keðju. Hvers vegna að leggja alltaf áherslu á launamismun? Er það vegna þess að ekki væri líðandi, að litli maðurinn væri kannski kominn, áður en nokkur veit af, á stóran jeppa eða er þetta forvarnarstarf svo að stóri maður- inn þurfi ekki að þjást af því að aka um á Lödu. Námskeið o.fl. þyrftu ekki endi- lega að skapa launamismun. Hafi einhver kostað til þess sjálfur má alveg hiklaust telja að hann njóti þess þó að hann fái sömu hækkun og hinn sem ekki fór á námskeið. Það er nefnilega málið, að vinnu- veitandinn hefur fullt frelsi til að leggja sitt af mörkum svo að báð- ir geti staðið jafnfætis. Námskeið þurfa alls ekki að vera í þeim dúr að þau séu beinlín- is gerð til þess að hækka launin. Þess eru mörg dæmi, að fólk sem hefur menntun fyrir, þarf á nýjan leik að afla sér menntunar til þess eins að geta verið með. Oft kostar vinnuveitandinn slíkt. Ef nú vinnu- Ef við höldum áfram að auka launamismun, seg- ir Reynir Bergsveins- son, munu ofbeldi, eitur- lyf, einelti og jafnvel atvinnuleysi aukast. veitandanum finnst að eitthvað vanti á að sá, sem ekki hafði far- ið á námskeið, vinni það sem til er ætlast eins og við á, er þá ekki vinnuveitandinn ftjáls að því að semja um að bjóða þeim sama upp á námskeið án þess að það hækki launin? Við öll hérna í ættinni minni (þjóðarsálinni) höfum undanfarið verið að leggja ofuráherslu á að kveða niður ofbeldi, komast fyrir rætur eiturlyfjavandans, koma í veg fyrir einelti, minnka atvinnu- leysi o.fl. Við komumst kannski ekki alla leið í því öllu með því að hækka lægsta kaupið úr 300 kr. í rúmar 400 kr. á tímann, en það væri mjög gott skref. Hitt er jafnvíst, eins og að sólin kemur upp og sest aftur, að ef við höldum áfram að auka launa- mismun, þá munu ofbeldi, eitur- lyf, einelti og jafnvel atvinnuleysi aukast. Einhveijum finnst kannski það vera öfugmæli, að hækkun lægstu launa dragi úr atvinnuleysi, en það kæmi upp sá flötur að fleiri gætu eignast húsnæði og svo má reikna með því að sá fjöldi sem fengi nú loksins laun gæti bætt á sig kannski togarafarmi af spiki. Þá þarf þar á eftir margar pyntingar- stöðvar til að losna við það aftur. Batnandi horfur ungs fólks með aukinni atvinnu, við að pynta pabba og mömmu o.fl., leiða það af sér að bjartsýni þeirra almennt verður ofurlítið meiri og ofurlítið færri falla í farveg vonleysis. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. WICANDERS GUMMIKORK róar gólfin niður! PP S.CO I rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 • 568 6100 Reynir Bergsveinsson Einelti kemur fram í ýmsum myndum, dæmi eru um að kennar- ar í skóla hampi nemanda sínum af því hann sé af ríku fólki kominn og hinir nemendurnir tóku upp einelti sem andsvar við snobbinu. Sífellt breikkandi bil milli hærri og lægri launa, leiðir af sér mis- mun í skóla eins og annars staðar. Ef við ætlum áfram að heita ein þjóð í einu landi þá þarf að stöðva ferðina um þá óheillabraut, sem leiðir af sér síaukinn mismun. Af hveiju þarf Siggi alltaf að vera með múður og segja „Palli fékk 20 kr. hækkun, þá verð ég að fá 40 kr. Styðjum nú loksins öll við bakið f á Palla, hann þarf eins og Siggi ‘ að geta horft á stöð 1, 2, 3 og 4 og náð sér í eitthvað gott að borða. Strákar og stelpur, áfram ís- land. Með baráttukveðju. Höfundur er atvinnulaus atvinnurekandi. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WIND0WS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: g] KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun I I Maður lítílla sanda og lítilla sæva! ÞETTA íslenska orðtæki hefur oft verið notað um þá, sem hafa brúnina á eldhúsborðinu sínu, sem sjóndeildarhring. Það hefur aldrei verið litið á það sem merki um víð- sýni, enda ætla ég ekki að væna hæstvirtan iðnaðarráðherra, Finn Ingólfsson, um slíkt athæfi. Auðvit- að ber það ekki vott um víðsýni að hrúga hér inn í landið hveiju álver- inu á fætur öðru en hundsa algjör- lega það sem heitir íslensk nýsköp- un og frumkvæði. Ef hæstvirtur iðnaðar- ráðherra, Finnur Ing- ólfsson, fengi að ráða, segir Ægir Geirdal, þá færi allt í gang, jafnvel strax á morgun. Kínveijar eru að velta fyrir sér að setja upp hér álver. Columbia fyrirtækið ætlar að setja hér upp álver. Norðmenn eru að hugsa um að setja hér upp álver. Atlantsál- hópurinn er aftur kominn á stjá að setja hér upp álver. Elkem og Sumi- tomo, minnihlutaeigendur í járn- blendinu á Grundartanga, vilja stækkun. Íslenska álfélagið, með Svisslendinga í broddi fýlkingar eru að stækka álverið. Ef hæstvirtur iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, fengi að ráða færi allt í gang að setja þetta allt upp, jafnvel strax á morgun. Það kemur til með að kosta íslensku þjóðina tugi milljarða skuldsetningu að koma þeim virlq'- unarframkvæmdum af stað til þess að anna orkuþörf allra þessara stór- iðjufyrirtækja. Það er engin trygg- ing fyrir því að þessi fyrirtæki komi til með að skila hagnaði. Auðvitað getur hæstvirtur iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, reiknað fjand- ann ráðalausan og skilað svipuðum útreikningum og hann gerði til þess að sýna fram á að verkamenn í Straumsvík hefðu 40% hærri laun en gengur og gerist annars staðar. Þeir útreikningar verða eflaust til þess að alþjóð falli fram og tilbiðji stóriðjuguðinn. Það er staðreynd að stóriðju- rekstur á íslandi hefur gengið frek- ar erfiðlega og engan veginn á vís- an að róa í slíkum efnum. Það er einkennilegt að allir þessir aðilar vilja ekkert gera til þess að efla atvinnu í sínum heimalöndum, með því að setja upp þessar „umhverfis- vænu“ verksmiðjur í sínum land- búnaðarhéruðum. Það vekur óneit- anlega furðu, að á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi í Þýska- landi, þá selja þeir til niðurrifs „um- hverfisvæna, atvinnuskapandi ál- verksmiðju", sem á svo að setja upp í miðjum Hvalfirðinum. Það væri hægt að gera miklu betri hluti og skapa fleiri störf, ef þeir milljarðar, tugir milljarða, sem virkjanir koma til með að kosta, í nýsköpun hvers konar t.d. í iðnaði og ferðaþjónustu. Þessi barátta, sem hafin er gegn hinum „umhverf- isvænu“ álverum hæstvirts iðnaðar- ráðherra, Finns Ingólfssonar, skilar sér í þeim árangri að það kemur ekkert álver í Hvalfjörðinn eða í aðrar náttúruperlur íslands. Col- umbia kemur aldrei í Ilvalfjörðinn og hæstvirtur iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, situr ekki annað kjörtímabil. Höfundur er listamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.