Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Liya Bjarna- dóttir fæddist í Bjamaborg á Stokkseyri 21. júlí 1910. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar Lilju vom Jóhanna Jóns- dóttir frá Miðkekki, f. 21.1. 1893, d. 7.8. 1974, og Bjarni Guðmundsson frá Útgörðum á Stokkseyri, f. 24.6. 1884, d. 3.5. 1966. Lilja er alin upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Þuriði Kristjáns- dóttur og Guðmundi Steindórs- syni í Útgörðum á Stokkseyri. Systkini Li\ju em: 1) Jóna, f. 29.10. 1911, d. 21.11. 1972, maki Axel Þórðarson, f. 21.12. 1904, d. 20.1. 1995, þau áttu einn son. 2) Óskar, f. 24.7.1913, d. 23.12. 1982, maki Siguijóna Þegar Lilju í Mundakoti er minnst koma setningar eins og „vinur vors og blóma, morgun- stund gefur gull í mund“ upp í hugann þegar ég hugsa til æskuár- anna í Mundakoti og Lilja stóð glaðbeitt í eldhúsinu að morgni dags en það var siður hjá henni að koma alltaf á morgnana og taka púlsinn á tilverunni til að rabba um daginn og veginn. Bústörfm voru oft til umræðu, hvað Hosa eða Skjalda mjólkuðu margar merkur í það málið eða hænumar verptu mörgum eggjum daginn áður. Ennfremur hvenær yrði hægt að fara að setja niður kartöflur, rófur og gulrætur, en við þessar aðstæður sem á Eyrarbakka em vaxa einhveijir bestu jarðávextir sem fáanlegir eru hér á landi, það gerir sjálfsagt sjávarloftið og svo- Marteinsdóttir, f. 21.5. 1915, þau áttu þrjú böm, fyrir átti Óskar eitt barn. 3) Jóhannes, f. 14.9. 1920, maki Dag- björt Guðmunds- dóttir, f. 1.3. 1925, þau eiga tvö börn. Hinn 28. desem- ber 1966 giftist Lilja Ólafi Guðjóns- syni frá Laugar- bökkum, f. 19. ág- úst 1910, d. 22. júlí 1986, vegaverk- stjóra og bónda í Mundakoti. Foreldrar hans voru Guðríður Sigurðardóttir og Guðjón Magnússon, bóndi á Laugarbökkum. Ólafur og Lilja bjuggu alla tíð i Mundakoti á Eyrarbakka. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Lilju fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lítið af hænsnaskít, þangi og sand- blandaðri mold. Lilja gaf sér oft tíma til að velta lífsgátunni fyrir sér með ungum snáða sem var að sálast úr forvitni og allt vildi vita strax. Að alast upp á Mundakotstorf- unni á þessum árum var mjög skemmtilegt, ijölbreytnin var mikil og samheldnin rík. Oli og Lilja voru mikill miðpunktur þama, bygging- amar hjá Óla vom heill ævintýra- heimur, tæknivæðing sem Óli fann upp og aðlagaði búskapnum var einstök og margir sáu ástæðu til að stoppa frammi á götu og horfa í fomndran heim og hafa sjálfsagt talið að þama byggi einhver súrr- ealískur listamaður. Bæði vom þau barngóð svo af bar og var ávallt mikill krakkafans á hlaðinu í Mundakoti. MIIMIMIIVIGAR Eftirminnilegar em stundirnar sem setið var í boddíinu á Fordin- um hans Óla sem hann notaði í vegavinnunni. Þar á hlaðinu í boddíinu sat oft hópur af krökkum á rigningardögum þó bíllinn hreyfðist ekki og þótti þetta um- talsvert sport, þetta var allt látið átölulaust. Eftirminnilegt er þegar ég var kúarektor fyrir Mundakotsheimilin, að oft gekk Lilja með mér upp fyr- ir Álfstétt og var þá spáð og spekúl- erað í það sem fyrir augu og eyru bar. Leiðin upp á mýrina þar sem kýmar höfðu beit yfír daginn var býsna skemmtileg. Hún lá meðfram heimatúninu í Mundakoti, þar var hlaðinn grjótveggur og víða inni í honum vom hreiður sem fylgst var með á varptímanum. Þegar upp fyrir Álfstétt var komið, gat ég sýnt henni búin sem við bræðumir voram með þama í móanum, þar sem þúfur höfðu verið holaðar að innan og reft yfir með spýtum og mosaþembum en inni vom leggir og kindahom sem við höfðum fyrir búsmala, síðan vom notaðir heima- smíðaðir bílar til að flytja fénaðinn á afréttinn og af. Eftirminnilegir em líka vetumir, þegar allt var á kafí í snjó, þama var vettvangur endalausra leikja. Þangað hópuðust krakkar úr nær- liggjandi húsum, það var stokkið ofan af húsþökum S skafla sem vom margra metra þykkir vegna þess að mikið skóf kringum húsin hjá Óla og Lilju. Hann mokaði göng í fjósið, smiðjuna, hænsna- kofann, hjallinn og bílskúrinn þannig að þetta varð eins og al- vöra völundarhús. Lilja var feiknalega dugleg og vinnusöm kona og samviskusöm fram í fingurgóma. Hún var líka gífurlega vel hugsandi. Það sá maður ekki síst eftir að faðir minn dó, hvað hún bar mikla umhyggju fyrir móður minni sem var með búskap, hænsni og kálgarða en takmarkaða vélvæðingu. Óli og Lilja vora alltaf boðin og búin að létta undir ef þau mögulega gátu. Það var ómetanlegt fyrir okkur LILJA BJARNADÓTTIR systkinin að vita að móðir okkar hafði þarna traustan bakstuðning sem látinn var í té af ríkum vinar- hug. Eftir að ég eignaðist sjálfur fjölskyldu þá fann ég fyrir sama vinarþelinu og ég hafði notið sem barn gagnvart mínu fólki. Eftir að Ólafur lést treystu þær mikið hvor á aðra, Lilja og móðir mín, en 1. apríl 1989 lést hún. Eftir það hrakaði heilsu Lilju mjög hratt og virtist eins og lífsviljinn væri þrotinn, svo samtvinnað var líf þessara einstaklinga. Síðustu árin hefur Lilja verið vistmaður á Kumbaravogi við Stokkseyri. Hún lauk æviferð sinni á Stokkseyri en þar átti hún djúp- ar rætur sem hún rækti alla tíð vel. Blessuð sé minning Lilju Bjarna- dóttur. Gísli Ragnar Gíslason. Elsku afasystir, nú ert þú farin í þá ferð sem þú hafðir þráð lengi, og ég veit að Öli, afi og aðrir látn- ir ástvinir taka vel á móti þér við Gullna hliðið, enda tókst þú alltaf vel á móti öllum sem litu inn hjá ykkur hjúunum í Mundakoti. Hjá ykkur var oft margt um manninn hvort sem var í kaffi og flatkökum eða öðru, og það má ekki gleyma hrossakjötinu, eða við að taka upp gulrætur og kartöflur, þó sérstak- lega smælkið sem ég hakkaði í mig. Einnig var ævintýri líkast að líta inn í bílskúr til Óla en þar var hægt að vera tímunum saman og skoða gömlu vömbflana ásamt mörgu öðra. Eins var alltaf gaman að fá þig í heimsókn til afa og ömmu þegar þú komst í þinn reglulega augn- læknaleiðangur til Reykjavíkur. Þá sagðir þú mér skemmtilegar sögur og stakkst oft einhveiju að „þeirri litlu“. Einnig fóram við og amma í gönguferðir og ein er sérstaklega minnisstæð þgear við vomm á göngu í Eskihlíðinni og þú rakst tána í, manstu? Við amma rifjuðum þá sögu oft upp og þá var mikið hlegið. Elsku frænka, takk fyrir að hafa fengið að njóta alls þess góða sem bjó í þér og ég vildi að Brynja dóttir mín hefði fengið að kynnast þér betur. Kysstu afa frá mér. Við sjáumst seinna. Sem lokaorð frá mér til þín er lítil bæn sem á vel við nú þegar þú flýgur sem fallegur engill á leið í þitt hinsta ferðalag. Fel ég mig í faðminn þinn feginsamlega, Drottinn minn. Þá stund sem þú lætur mig lifa hér, láttu þinn engil gæta að mér. Haltu mér í traustri trú, til þín fagnandi flýg ég nú. Þín frænka, Birgitta Ósk. Mig langar bara að segja þetta við þig. Takk fyrir alla sokkana sem þú gafst mér. Takk fyrir allt sælgæt- ið sem þú stakkst upp í mig þegar ég var lítil. Takk fyrir að leyfa mér að leika mér í hlaðinu hjá þér og róla í rólunni þinni. Takk fyrir þína endalausu þolinmæði þegar ég var að vafstra eitthvað sem ég mátti ekki. Alltaf þegar ég kom til þín fékk ég að taka þátt í öllu til jafns við hina fullorðnu eins og að taka upp gulrætur og kartöflur í garðinum þínum þrátt fyrir að í rauninni var ég aðeins að þvælast fyrir. Svo fannst mér mjög gaman að elta hann Brand sem var svo oft í heimsókn hjá þér. Eftir að þú veiktist fór heimsóknum mínum til þín að fækka. Bæði var það vegna þess að ég stækkaði og áhugamálin urðu önnur og hins vegar var ég hrædd við að finna það að þú þekktir mig ekki. En minningarnar um heimsóknir mín- ar til þín í Mundakot og um þig þegar þú varst heil heilsu mun ég varðveita og þykja vænt um það sem eftir er. Guð blessi þig, elsku frænka. Þín, Þóra Björt. + Guðlaug Lofts- dóttir var fædd á Söndum í Meðal- landi 18. april 1906. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Klaust- urhólum á Kirkju- bæjarklaustri 15. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Björns- dóttir, f. 1879, d. 1934, og Loftur Guðmundsson, f. 1875, d. 1958, sem lengst bjuggu á Strönd í Meðallandi. Þau áttu, auk Guðlaugar, Eggert tvíbura- bróður hennar, f. 19. apríl 1906, d. 27 janúar 1989. Guðlaug ólst upp í foreldra- húsum. Hún giftist árið 1926 Runólfi Runólfssyni, f. 21. apríl 1904 á Iðu í Biskupstungum, en hann ólst upp á Bakkakoti í Meðallandi frá 9 ára aldri. Runólfur lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 26. október 1933. Guðlaug föðursystir mín, Lauga á Strönd, er látin á 91. aldursári. Næst foreldram minum og for- eldrahúsum mótaði hún og heimili hennar mig mest í uppvextinum. Tæplega sex ára fór ég fyrst í sveit að Strönd og var þar öll sum- ur samfellt til fermingar og eftir það um tíma flest sumur fram yfir tvítugt. Ég á bágt með að hugsa mér hollara uppeldi heldur en það sem ég fékk þar, að taka þátt í öllum störfum á bænum eins og Þau Guðlaug og Runólfur eignuðust þijú böm; Loft, bónda og fyrrv. oddvita á Strönd, f. 1927, Guðlaugu, húsmóður í Kópa- vogi, f. 1929. Henn- ar maður er Magn- ús Jónsson, starfs- maður hjá Olíufé- laginu hf., börn þeirra era Loftur Óli, f. 1959, og íris, f. 1963, og Gunnar bóndi á Strönd, f. 1930. Guðlaug og Runólfur ráku fyrstu árin bú með foreldrum hennar, en eftir fráfall Runólfs og Guðfinnu rak hún bú með Lofti föður sínum. Lengst rak hún bú með sonum sínum eða meðan heilsa og kraftar leyfðu, en síðustu árin var hún vistmaður á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum. Útfór Guðlaugar fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi í dag og hefst athöfnin kl. 14. ég hafði vit og krafta til. Afí minn, Guðbjörg systir hans, Lauga og Ólafur Erasmusson uppeldisbróðir hennar vom í fyrstunni fullorðna fólkið á bænum, en bömin komin á unglingsár. Á fyrstu áram mínum á Strönd var lítið af þeirri tækni komið til sögunnar sem síðar varð í sveitum. Kraftar manna og hesta urðu að nægja. Samgöngur vora afar erfið- ar og Kúðafljótið mikill farartálmi. Sjálfsagt er auðvelt að sýna fram á að þama hafi lífsbaráttan verið hörð en minning mín er ekki um harða lífsbaráttu, heldur líf, starf og .fjör. Ég held að á engan sé hallað að segja að þar hafi Lauga gengið á undan. Atorka hennar var ein- stök, úti jafnt sem inni, hún kunni til flestra hluta, nema að hvíla sig. Þegar komið var af engjum eða öðrum útiverkum, sem hún tók þátt í, og flestir settust til borðs, þá var hún áfram á þönum að taka til matinn. Ég held að hún 'nafi haft afar óljósar hugmyndir um hvíldartíma fyrir sjálfa sig. Það er freistandi að reyna að draga upp mynd af því hvernig heimilið á Strönd, Meðallandið og lífið, sem þar var lifað skömmu fyrir miðja öldina, hefur geymst í bamsminni mínu. Hér eru ekki tök á að gera því nein teljandi skil, en fáein atriði langar mig að rifja upp. Aðalheyskapurinn var á engj- um, sem vatni úr Kúðafljóti var veitt á á vorin. Áveitugarðar höfðu verið byggðir til að halda að vatn- inu og það var ævintýri að hlaða hnausum í skörðin þegar vatni var hleypt á og rjúfa skörðin og sjá vatnið flæða fram þegar að því kom. Heyskapartíminn var annað ævintýri, að fá að slá með orfi og ljá með heygreiðu, og enn frekar á hirðingardögum að halda á móti hjá Óla þegar bundið var, sjá Gunnar fara með heybandslestina á milli, um fimm hesta með hey- grindur sem hver tók fjóra bagga og Gunnar ríðandi á undan með lestina í taumi. Það var bundið og hirt fram undir miðnætti, þá var gengið heim af engjum og borðað og reynt að ná síðasta danslaginu í útvarpinu, látið líða úr sér ör- stutta stund og að því búnu farið að velta böggunum inn í hlöðu og leysa úr fram eftir nóttu, vakna síðan að morgni við dynjandi rign- ingu á þaki og gluggum. Það var sælutilfinning. Mig minnir að um- deilanlegt gagn hafi stundum verið að mér við þetta verk, ég réð við að leysa reipishnútana en hafði ekki afl til að draga reipin undan, þannig að þau fundust fyrst næsta vetur í heyinu þegar verið var að gefa. Eða allt sem rekið hafði á fjörar eða komið úr strönduðum skipum, grammafónn og plötur, undarlegar flöskur, mattar af sandinum og sjávarseltunni, selveiðin og sil- ungsveiðin, hreppsnefndarfundirn- ir þegar verið var að leggja á út- svar, ég bar hreppsnefndinni vatn í könnu og gat kíkt á hvaða útsvar heimilisfólkið hafði fengið og bar konunum það hróðugur þar sem þær vora að reyta arfa í kartöflu- garði við bæjarhlaðið. Eða gestakomurnar, þegar Er- asmus í Háu-Kotey kom í heim- sókn og bærinn breyttist í höll gleði sem Musi hleypti af stað með orðs- ins list og glaðværð, eða þegar Jóhann í Sandaseli kom í heimsókn og hitti föður minn og þeim dugði ekki Vetrarbrautin, slíkt var hug- arflugið, og er þá ekki nefnd snilld Jóa við að leysa hvers kyns tækni- vandamál, bilaða vindrafstöð, bilað rafkerfi í bfl, bilaða AGA-eldavél eða klukkan sem ég eignaðist frá honum, sem hann hafði gramsað í og breytt 12 tíma skífu í 24 tíma, bætt inn í dagatali og málað tæp- lega ferþumlungs mynd af íslandi innan á glerið með fjörðum, flóum og jöklum. Þannig væri hægt að halda lengi áfram og ég minnist þess ekki að lífsgleði Strandarheimilisins eða Meðallendinga á þessum tíma hafi verið minni en fólks nú á timum. Aftur á móti væri án efa unnt að sýna fram á með hagtölum að þarna hafi fólk ekki búið við mann- sæmandi lífskjör. En það er Lauga á Strönd sem ég ætlaði að minnast hér. Kannski er ég ekki rétti maðurinn til að lýsa henni vegna þess að ég kynnt- ist henni frá annarri hlið en marg- ir aðrir. Sem bam, innan við 10 ára, kynntist ég henni sem annarri móður og frá þeim tíma á ég minn- ingar um mjög stemmningsfulla og nærandi vináttu hennar. Ég man eftir að ég var eitt sinn að sniglast í kringum hana þar sem hún var að baka flatkökur á hlóð- um og það myndaðist næstum upphafin helg stund. Þær stundir voru fleiri. Þetta var alveg öfugt við ýmsar sögur sem ég hef heyrt af tilsvörum hennar við háa sem lága, ekki síst há.a, þar sem hún þótti tannhvöss. Ég man líka vel þessa hlið hennar, hún sagði hug sinn afdráttarlaust og gat verið snögg upp á lagið. Ég held að allar þessar hliðar hennar gangi upp saman. Lauga var hrifnæm, eins og fleira fólk í ætt hennar, og það kallar fram bæði mýkt og tilfinn- ingabrynju sem gat birst í kaldr- ana, fyrir þeim sem aðeins sáu þá hlið. Við Lauga gátum beitt þessum talsmáta hvort á annað um leið og okkur var fullljóst hvað klukkan sló. Þessar línur geta aldrei orðið annað en daufur endurómur af þeim afar sterku áhrifum sem Lauga frænka, Strandarheimilið og Meðallandið hafa haft á líf mitt. Ég tel að það hafí átt sinn afger- andi þátt í að ég fór í búfræðinám og gerði landbúnað að ævistarfi mínu. Ég held að margt í fari henn- ar hafi ómeðvitað orðið mér fyrir- mynd, sem ég fæ aldrei fullþakkað. Við Guðbjörg systir mín og fjöl- skylda mín flytjum bömum hennar innilegar samúðarkveðjur. Matthías Eggertsson. GUÐLAUG LOFTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.