Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 37
36 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKARÐIHUGAR- FARSMÚRINN DÓMUR Hæstaréttar í máli konu, sem slasaðist í leik- fimitíma fyrir tólf árum, gefur mikilvægt fordæmi og er skref í átt til jafnréttis kynjanna. Hæstiréttur dæmdi konunni bætur vegna skertrar starfs- orku og segir í forsendum dómsins: „Útreikningur tjónsins verður ... að byggjast á áætlun um framtíðarhorfur henn- ar á vinnumarkaði. Þótt útreikningar sýni, að meðaltekjur kvenna hafi almennt verið lægri en karla, getur það ekki ráðið úrslitum, þegar til framtíðar er litið. Mismunun um áætlun framtíðartekna, þegar engar skýrar vísbendingar liggja fyrir um tjónþola sjálfan, verður ekki réttlætt með skírskotun til meðaltalsreikninga, en í 65. grein stjórnar- skrárinnar er boðið, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og konur og karlar njóta jafns réttar í hvívetna ...“ Ekki er lengra síðan en tvö ár að Hæstiréttur dæmdi lítilli stúlku, sem hundur hafði bitið í andlitið, bætur sem voru mun lægri en bótaupphæðin, sem piltur hefði fengið. Rökin voru þau að meðallaun kvenna væru lægri en laun karla. Hér hefur því orðið ánægjuleg breyting á. Hún sýnir í fyrsta lagi að stjórnarskrárbreytingin 1995, er sérstök jafnræðisregla var sett í stjórnarskrána og sérstaklega vísað til jafnréttis kynjanna, var raunveruleg réttarbót í jafnréttismálum. í öðru lagi þurfa ungar stúlkur ekki lengur að búa við það ranglæti að æðsti dómstóll landsins geri beinlínis ráð fyrir að ævitekjur þeirra verði lægri en ungra pilta. Hæsti- réttur gefur sér ekki lengur þá forsendu að launamunur kynjanna sé óumbreytanleg staðreynd. Þannig hefur dóm- ur Hæstaréttar höggvið skarð í þann hugarfarsmúr, sem er erfiðasta hindrunin í vegi raunverulegs jafnréttis kynj- anna. ÚR TAKTIVIÐ TÍMANN BÓNDANUM á Bálkastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu og formanni Félags ferskra fjárbænda, Eyjólfi Gunn- arssyni, hefur verið vikið úr Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga, vegna þess að hann, ásamt fleiri félögum í Félagi ferskra fjárbænda, hefur átt viðskipti við verzlunina Hag- kaup. í því félagi eru um 70 bændur en Eyjólfur er eini bóndinn á félagssvæði kaupfélagsins. Afstaða kaupfélagsins er í senn furðuleg og úr takti við tímann. Það gengur að sjálfsögðu ekki í nútíma þjóðfé- lagi, að félagsmanni kaupfélagsins sé vísað úr því og við- skipti við hann stöðvuð vegna þess, að hann telur sér hag í því að skipta einnig við aðra aðila. Þótt kaupfélög hafi beitt slíkum aðferðum við bændur fyrr á tíð er fráleitt að láta sér detta í hug, að verzlunarfyrirtæki geti stundað slíka viðskiptahætti nú. Þróun verzlunar og viðskipta síð- ustu árin hefur einkennzt af sívaxandi frelsi. Hömlur hafa verið afnumdar í innflutnings- og útflutningsverzlun, gjald- eyrishöft afnumin og frjálst flæði fjármagns er komið á milli landa. Fjármálamarkaður hefur eflzt mjög með auknu frelsi og umsvif verðbréfamarkaðar aukast dag frá degi. íslendingar hafa gerzt aðilar að Evrópsku efnahagssvæði (EES), sem enn hefur flýtt fijálsræðisþróuninni, og landið er aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WHO), en megin- markmið hennar er að stuðla að sem víðtækustu frelsi í verzlun og viðskiptum. Loks má rifja það upp, að sérstök löggjöf hefur verið sett um samkeppni. Fréttirnar úr Vestur-Húnavatnssýslu benda ekki til þess, að forráðamenn kaupfélagsins hafi áttað sig á þessum staðreyndum. Brottvikning Eyjólfs bónda úr kaupfélaginu er hins vegar áminning um forn- eskjulegt hugarfar. Bóndinn hefur ekki látið aðfarir kaup- félagsins hræða sig til undanhalds í viðskiptum sínum við Hagkaup. Hann sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið: „Þetta breytir engu fyrir mig, heldur hvetur þetta mig einungis enn frekar til dáða. Samstarfið við Hagkaup hef- ur verið einstaklega gott og Ijúft, og þetta hvetur mig enn til að stuðla að bættum hag sauðfjárbænda eins og Félag ferskra fjárbænda er stofnað til.“ Er nú ekki kominn tími til fyrir forráðamenn Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga og hugsanlega skoðanabræður að átta sig á þeim þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa síðustu áratugi? Þar er frjálsræði í verzlun og viðskiptum lykilatriði. Yfirburðastaða Flugleiða og Ferðaskrífstofu íslands á hótelmarkaði A ÐILAR sem reka hótel á landsbyggðinni, sem eru ekki í eignatengslum við Flugleiðir og Ferðaskrif- stofu tslands (FÍ), óttast að verða settir til hliðar við markaðssetningu og ræða nú sín á milli um stofnun samtaka til mótvægis við það vald sem þeir segja að Flugleiðir og fyr- irtæki tengd þeim hafi náð á mark- aðnum. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, telur stofnun slíkra samtaka mundi verða til þess að styrkja íslenska ferðaþjónustu og telur koma til greina að Flugleið- ir gangi til til markaðssamstarfs við slík samtök. Allt of mikið framboð og úrelt hótel Samkvæmt könnun sem gerð var árið 1993 var rúmlega 50% offram- boð á gistiherbergjum á hótelum og gistiheimilum í landinu miðað við að æskilega 55% heilsársnýt- ingu. Stór hluti þeirra hótelher- bergja sem til eru stendur heldur ekki undir kröfum nútímans. Herbergi með baði finnast yfir- leitt ekki á sumarhótelunum sem Ferðaskrifstofa íslands rekur undir merkjum Hótel Eddu yfir hábjarg- ræðistíma ferðaþjónustunnar í ára- tugagömlum heimavistar- skólum víða um land. Þrátt fyrir að fyrrgreind könnun hafi gefið til kynna að nýting her- bergja hafi far- ið úr 85,5% árið 1990 í 75,2% árið 1993, vegna aukins framboðs þykja fjárfestingar i sumarhótelum óhjákvæmileg- ar til þess að koma til móts við óskir markaðarins og uppfylla þarfir ferðamanna fyrir jafnsjálf- sögð nútíma- þægindi og hót- elherbergi með baði. Aðilar í ferðaþjónustu tala um hótelmark- aðinn í landinu sem tvo markaði; þann á höfuðborgarsvæðinu og hinn á landsbyggðinni. Ferðaskrifstofa íslands hefur haft mikla yfirburði á hótelmarkaði á landsbyggðinni, ekki aðeins með sumarhótelunum heldur rekur fyr- irtækið heilsárshótel á Kirkjubæjar- klaustri, Flúðum, Hvolsvelli og Stóru-Tjörnum, auk þess sem það hefur keypt Hótel Höfn og á fjórð- ungs hlut í nýju 36 herbergja hót- eli sem er verið að byggja á Egils- stöðum til þess að leysa Hótel Vala- skjálf af hólmi. Á hótelum í eigu FÍ er að finna 17-20% gistirýmis í hótelum og gistiheimilum á landsbyggðinni miðað við áætlað framboð 1997, að sögn Kjartans Lárussonar, fram- kvæmdastjóra FÍ. Flugleiðir ráða yfir um það bil 32% af ----------- hótelplássi í Reykjavík, að sögn Einars Sigurðsson- ar. Það að langöflugasta __________ fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, Flugleiðir, skuli nú með svo afgerandi hætti hasla sér völl í hótelrekstri utan höfuðborgar- innar veldur óróa hjá þeim aðilum sem hafa verið í samkeppni við FÍ og töldu sig þegar vera í erfiðri stöðu í þeirri samkeppni. Þessi hópur hefur m.a. haft horn í síðu þeirrar sérstöðu sem Eddu- hótel FÍ hafa notið í því að reka hótel í húsnæði í eigu ríkis og sveit- arfélaga í heimavistarskólum víða um land. Óháð hótel kanna niög’ii- leika á niark- aðssamstarfi _ * Kaup Flugleiða á Ferðaskrifstofu Islands valda titringi meðal þeirra aðila sem eiga og reka hótel á landsbyggðinni. Pétur Gunn- arsson kynnti sér málið og ræddi við aðila í ferðaþjónustu. NÝTT heilsárshótel Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri er meðal þess sem Flugleiðir eignuðust við kaup á Ferðaskrifstofu íslands. Óttast að verða settir til hliðar Við einkavæðingu FÍ hafði fyrir- tækið samning um leigu á skólun- um. Margir þeirra áttu að renna út á árinu 1997 og flestir þeirra hafa þegar verið framlengdir, að sögn Kjartans Lárussonar. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins eru þeir samningar yfirleitt til 3-5 ára. Óháður hótelrekandi sagði við Morgunblaðið að hann teldi óveij- andi að þetta húsnæði opinberra aðila væri leigt án útboða til þess aðila sem er ráðandi í verðlagningu á hótelgistingu utan höfuðborgar- svæðisins. Eiginfjárskortur Eiginfjárskortur hefur bagað uppbyggingu ferðaþjónustu á ís- landi og því munar um það að Flug- leiðir leggi sitt þunga lóð á vogar- —------- skálar Ferðaskrifstofu ís- lands. Auk Ferðaskrifstofu ís- lands eiga Flugleiðir hlut í Hótel Húsavík, Hótel ísafirði og keðjunni Foss- hótelum, sem á hlut í Hótel Hörpu og Hótel Áningu og stendur í fram- kvæmdum við nýtt hótel á Hall- ormsstað. „Við hljótum að þurfa að fylgj- ast mjög grannt með því hvernig þróunin verður á næstu mánuðum því að það getur enginn haft eftir- lit með því hvort Flugleiðir eru að nota Ferðaskrifstofu Islands í eigin þágu,“ segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sem auk þess að flytja inn erlenda ferðamenn rekur m.a. sumarhótel á Bifröst. Aðspurður hvort hann teldi þá ekki þau skilyrði sem Samkeppnis- stofnun setti fyrir kaupum Flugleiða á FÍ duga til að tryggja að hagur annarra á þessum markaði verði ekki borinn fyrir borð, sagði Helgi: „Það er alveg Ijóst að Samkeppnis- stofnun áttar sig á vandanum en þetta er erfitt og nánast vonlaust að hafa eftirlit með þessari sam- keppni.“ I máli viðmælenda úr þeim hópi sem Helgi tilheyrir kemur m.a. fram tortryggni í garð Flugleiða og að þessir aðilar óttast að verða settir til hliðar við markaðssetningu. Tryggja uppbyggingu Erlendum ferðaheildsölum verði beint í viðskipti við dótturfyrirtæki Flugleiða en fyrirtækinu sé í lófa lagið að útbúa hagstæða pakka hjá eigin fyrirtækjum, þar sem gisting og bílaleigubílar, sem er virðisaukaskatt- skyld þjónusta, verði boðin niður en flug, sem ber ekki virðisauka- skatt, verði látið vega þyngra. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, aftekur að þess- ir aðilar þurfi að óttast að verða settir til hliðar og segir að félagið hafi fjárfest í Ferðaskrifstofu Is- lands til að styrkja uppbyggingu á gistirými í landinu. Samkeppnisyf- irvöld hafi sett ákveðin skilyrði fyr- ir kaupunum, sem Flugleiðir vilji halda og fyrirtækið telji að þaú skilyrði tryggi að hagur annarra aðila á þessum markaði verði ekki fyrir borð borinn. „Það er ekki tilgangur okkar að hafa á einni hendi allt gistirými í landinu heldur að tryggja að það sé áframhaldandi uppbygging, sér- staklega í dýrara hótelrými. Þar hefur skort þátttöku og fjármagn og þess vegna var farið í þetta af hálfu Flugleiða með það fyrir aug- um að styrkja, Ferðaskrifstofu Is- lands, fyrirtæki sem hefur verið langfremst í þessari uppbyggingu hér á landi.“ Kjartan Lárusson segir að meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu eigi undir högg að sækja gagnvart stórum fyrirtækjum. Smærri aðilar eigi nú fyrst og fremst sóknarfæri í sérhæfðum greinum á markaðn- um. Hið sama hafi gerst í öðrum atvinnugreinum og í ferðaþjónustu í öðrum löndum. Kjartan kveðst ekki hafa skoðun á því ef einhveij- ir vilji vera á móti þessum raun- veruleika viðskiptalífsins. Aðilar sem standa utan Flug- leiðablokkarinnar ræða nú mikið saman um stöðuna í íslenskri ferða- þjónustu og hvaða möguleika þeir eigi á að tryggja stöðu sína gagn- vart þessum öfluga aðila sem til er orðinn á markaðnum. Meðal þess sem er til um- ræðu er mynd- un keðju eða samtaka sem geti komið fram sem einn aðili varðandi bók- anir og mark- aðsstarf. Helgi Jóhannsson hefur heyrt um þær hugmyndir en segist telja að slíkar hug- myndir séu á frumstigi. Flugleiðir bjóða samtökum samstarf Sú hugmynd að aðilar í hótel- rekstri sem standa utan blokkar Flug- leiða og Ferða- skrifstofu ís- lands myndi samtök til mót- vægis mætir ekki andstöðu hjá tals- manni Flugleiða. „Við teljum það af hinu góða að þeir stofni til samtaka; það mundi styrkja íslenska ferðaþjónustu í heild og einnig fyrirtæki þessara aðila. Því betri og öflugri og sterk- ari í markaðssetningu sem fyrirtæk- in eru því betra fyrir ferðaþjón- ustuna í heild," segir Einar Sigurðs- son. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins lýsti hann því yfir að ef um það væri að ræða að menn vildu bindast samtökum til að styrkja sölustarf á erlendum markaði væri hugsanlegt að bjóða slíkum samtökum að nýta sér markaðsstyrk Flugleiða. Áhyggjur þessara aðila af því að verða settir til hliðar í markaðssetningu væru ástæðulausar. Slík vinnubrögð -------- væru ekki síst í andstöðu við þá markaðsstefnu Flugleiða að styrkja inn- viði íslenskrar ferðaþjón- ________ustu. „Við sjáum okkar sam- keppnisvettvang fyrst og fremst á erlendum mörkuðum í samkeppni við ferðaþjónustu annarra landa. Þar er okkar markaðshlutdeild yfir- leitt 0,1-0,2% og þar eigum við í baráttu um hvern einasta farþega. Flugleiðir sjá sér hag í öllu sem styrkir íslensk fyrirtæki. Það mundi alls ekki stríða gegn þeirri hugsun og markaðsstefnu að eiga samstarf við markaðssamtök aðila í hótelrekstri hér á landi,“ segir Einar Sigurðsson. Af hinu góða að þeir stofni til samtaka LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 37 Morgunblaðið/Kristinn HALLORMSSTAÐARSKÓGUR verður í nýja Egilsstaðabæ ef verður af sameiningu sveitarféiaga á Héraði. Hér eru menn við vinnu í skóginum. „ Sameiningarbröltinu“ haldið áfram á Héraði Á þessu árí verður kosið um hvort sameina eigi sjö sveitarfélög á Fljótsdalshéraði í tvö. Margir eru orðnir leiðir á „sameiningarbrölt- inu“ en forsvarsmennirnir vonast til þess að sameiningin, ef hún nær fram að ganga, verði aðeins fyrsti áfangi stærri sameiningar. Helgi Bjarnason kynnti sér stöðu mála. FLJ ÓTSD ALSHÉR AÐI eru ellefu sveitarfélög ef Borgarfjörður eystri er talinn með. Umræða um sameiningu sveitarfélaga hefur staðið lengi en allar smærri jafnt sem stærri tilraunir hafa farið út um þúfur vegna andstöðu sveitar- stjórnarmanna eða íbúanna. Síðasta tilraunin sem misheppnaðist var sameining Fljótsdals-, Valla- og Skriðdalshrepps. Hún var felld þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á hag- kvæmni þess fyrir íbúana. Um skeið hefur verið unnið að sameiningu í tveimur hlutum Hér- aðs, annars vegar sameiningu í kringum Egilsstaði og hins vegar á norðurhluta Héraðs. Þær þreifíngar hafa leitt til ákvörðunar hrepps- nefnda Jökuldals-, Hlíðar- og Tungu- hrepps um að leggja tillögur um sam- einingu hreppanna fýrir íbúana 29. mars. Þá er stefnt að atkvæða- greiðslu um sameiningu Egilsstaða- bæjar, Vallahrepps, Eiðahrepps, og Hjaltastaðahrepps í sumar. Kosið á Norður-Héraði Hrepparnir á Norður-Héraði standa saman að rekstri grunnskóla í Brúarási og Jökuldælingar eiga auk þess skóla á Skjöldólfsstöðum fyrir yngri árgangana. Amór Bene- diktsson, oddviti Jökuldalshrepps, segir að þegar málið hafi komið til umræðu síðasta vor, meðal annars á almennum borgarafundi á Jökul- dal, hafi komið í ljós afgerandi vilji fyrir sameiningarhugmyndum. Eftir það var kosin sameiningarnefnd með fulltrúum sveitarstjórnanna þriggja og skilaði hún af sér tillögum um sameiningu í byijun þessa mánaðar. Verið er að kynna tillögurnar í hreppunum. Spurður um mat á því hvort lík- legt sé að af sameiningu verði segir Arnór að vilji hafi verið fyrir því í Jökuldalshreppi að gera þessa til- raun. Hann segist ekki vita um af- stöðu annarra nema hvað líklegt sé að þeir sem nær þéttbýlinu búi, sér- staklega í þeim hluta Tungunnar sem liggur að Fellabæ og Egiisstöð- um, meti málið á annan hátt. Hins vegar sé of snemmt að spá um niður- stöðu atkvæðagreiðslu. „Ef samein- ingin verður felld tel ég koma til greina að athuga með sameiningu Jökuldals og Hlíðar við Fljótsdal,“ segir Arnór. Liðlega 320 íbúar verða f nýja sveitarfélaginu ef af verður. Arnór segir að ótvírætt hagræði sé af því að fækka sveitarstjórnarmönnum um helming og stjórnun sameigin- legra verkefna verði einfaldari. Nefnir hann skólamálin í því sam- bandi og segir að þau hafi ýtt á eftir sameiningu. Það væri til dæm- is mjög flókið verkefni að skipta þeim framlögum úr Jöfnunarsjóði sem sveitarfélögin fá vegna reksturs skólanna á milli þeirra og mun ein- faldara að sarneina sveitarfélögin. Gert er ráð fyrir því að í nýrri hreppsnefnd verði sjö menn. Núver- andi hreppsnefndir ætla að leggja fram sameiginlegan lista við fyrstu kosningar og ef ekkert mótframboð kemur fá Jökuldælingar þijá menn en hinir tvo menn hvor hreppur. Auglýst verður eftir tillögum að nafni á sveitarfélagið og kosið um fimm helstu nöfnin þar til hreinn meirihluti næst fyrir einu. Fyrsta skrefið Viðræður Egilsstaða, Eiðaþing- hár og Hjaltastaðaþinghár hófust fyrir ári. Vellir bættust við í haust eftir að sameining við Fljótsdal og Skriðdal féll vegna andstöðu í hinum hreppunum. í þessum sveitarfélög- um búa nú um 2.000 manns. Þuríð- ur Backman, forseti bæjarstjómar Egilsstaða, segir að nú séu tvær nefndir að störfum. Önnur eigi að koma með tillögur að stjórnkerfi og skipuriti nýs sveitarfélag en hin að fjalli um fyrirkomulag á rekstri skól- anna. Hún segir að því stefnt að kynna tillögur sameiningarnefndar um eða eftir páska og leggja þær síðan fyrir íbúana í sumar. „Ég tel að það vinni allir að mál- inu af fullum heilindum," segir Þur- íður um líkurnar á því að af samein- ingu verði. Hún segir að um þetta hafi alltaf verið og séu skiptar skoð- anir. „Þeir sem eru á móti samein- ingu hafa verið það af mismunandi ástæðum. Sumir vilja engar breyt- ingar en öðrum finnst skrefið of lít- ið, vilja meiri sameiningu,“ segir hún. Sumir segja að nóg sé komið af þessu sameiningarbrölti á Fljóts- dalshéraði og menn verði að bíða eftir því að grænt ljós komi frá íbú- um allra sveitarfélaganna áður en reynt verði við sameiningu héraðs- ins. „Ég hef heyrt þetta en er hrædd um að við þyrftum að bíða ansi lengi eftir því,“ segir Þuríður. Hún segist líta á þá vinnu sem nú á sér stað sem fyrsta skrefið í sameiningu á svæðinu. Fleiri gætu bæst við síðar, þegar þeir væru tilbúnir. Arnór Benediktsson vill einnig stefna að því að Héraðið verði eitt sveitarfé- lag. „Sá tími er ekki kominn. Þess vegna verða einhver sveitarfélög að ríða á vaðið. Síðar verður að meta það í ljósi reynslunnar hvort menn vilja hafa þetta áfram í sama horfi eða stíga stærri skref,“ segir hann. Stofna sameiginlega félagsmálanefnd Ellefu sveitarfélög eru nú á Fljóts- dalshéraði og í Borgarfirði eystra. íbúarnir vora 3.138 þann 1. desem- ber síðastliðinn. Liðlega helmingur íbúanna bjó í Egilsstaðabæ, eða 1.642, en 61 íbúi í Hjaltastaðahreppi þar sem fæstir bjuggu. Sveitarfélögin hafa lengi haft með sér formlegt samstarf og hittast forystumenn þeirra reglulega á svo- kölluðum oddvitafundum. Þuríður Backman segir að þó oddvitasam- starfið sé í raun valdalaus stofnun hafi það reynst gagnlegt. Nefnir hún sem dæmi að mynduð hafi verið ein bamavemdarnefnd fyrir allt svæðið og á síðasta oddvitafundi hafi verið ákveðið að fela svokallaðri svæðis- nefnd að koma með tillögur að stofn- un sameiginlegrar félagsmálanefnd- ar. Átta sveitarfélög hafa þegar samþykkt þátttöku í nefndinni, mál- 4 ið er óafgreitt hjá Fellahreppi og Hlíðarhreppi og Borgarfjarðar- hreppur hefur hafnað þátttöku að svo stöddu en það kann að breytast verði öll sveitarfélögin með. Að sögn Þuríðar er verið að skoða það hvort rétt sé að fella barnavemdarmálin undir félagsmálanefndina eða hafa nefndimar tvær. Hún nefnir fleira. Búið er að vinna mikið í svæðisskipulagi fyrir Fljóts- dalshérað og Borgarfjörð. Þá hefur verið ákveðið að hefja vinnu við gerð svæðisbundinnar byggðaáætl-. . unar fyrir Hérað, Borgarfjörð og Seyðisfjörð. Segist Þuríður vonast til þess að vinna við bæði þessi verk- efni verði til þess að styrkja byggð- ina. „Ég vona að þessi gerjun, þeg- ar við setjumst saman til að vinna að tilteknum verkefnum án þess að hugsa um sameiningu, verði til góðs fyrir heildina,“ segir Þuríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.